Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MIKIÐ olli það mér miklum vonbrigðum að lesa grein þína í Mbl. s.l. fimmtudag. Jafn virtur og hæfileikaríkur mað- ur og þú ert, átt að hugsa þig um áður en þú ræðst á samferða- menn þína og dæmir þá. Í grein þinni ferð þú orðum um flutning Rás- ar 2 á landsbyggðina og þann pólitíska „fnyk“ sem er á málinu. Ég get ekki verið meira sam- mála þér í öllum meg- inatriðum og tel að mál- ið sé frá upphafi til enda vanhugsað og heimskulegt. En hvað sem því líður getur þú ekki stillt þig um, enn og aftur, að rífa niður félaga þína og aðdáendur í gegnum árin, fólkið í útvarpinu. Það er orðinn árviss viðburður (eða alla- vega þegar þú átt fjárhagslega undir að plötur þínar seljist) að kasta skít í þá starfsemi sem ég ber ábyrgð á, þ.e. rekstur 10 útvarpsstöðva í eigu Norð- urljósa hf. Ég hef ekki séð mig knúinn til að svara þér og ásökunum þínum um spilun íslenskrar tónlistar og þá stefnu sem viðhöfð er í rekstri út- varpseiningar Norðurljósa. Hún er vart svaraverð. Mér finnst hinsvegar fulllangt gengið, þegar þú ert farinn að stjórn- ast af hroka og dómhörku og kallandi menn nöfnum, sbr. grein þína. Ekki dettur mér í hug að gera lítið úr þér þótt þú hafir verið með húfu og sól- gleraugu eins og unglingur, hálffull- orðinn maðurinn, í útsendingu Bylgj- unnar og Stöðvar 2 á fimmtu- dagsmorguninn! Þú ert stoltur af því að lifa heilbrigðu lífi án vímuefna, réðst þig til vinnu á vegum einka- fyrirtækis til að breiða út boðskapinn um betra líf. Þú ættir þá að vita betur, því ef hrokinn er ennþá í lífi manns þá hefur maður ekki náð árangri með batann sinn. Þú talar á hverju ári um „kúbanska vindla, Armani-föt og miðaldra töffara með X stimplað á ennið“. Um hverja ertu að tala, Bubbi? Það skyldi þó ekki vera að þú værir að tala um sjálfan þig? Hver fór til Kúbu, tók upp plötu og kom heim með vindla og hefur reykt þá síðan? Ég reyki alla- vega ekki og á ekki Armani-föt ... og ég drekk heldur ekki, hvað þá neyti vímuefna. Það hefur enginn hér efni á Armani-fötum! Rás 2 á rétt á sér og langflest af því sem Rás 2 gerir er mjög gott. Ég tek undir með þér að þar er viðhöfð önnur stefna en hjá okkur. Það er líka allt í lagi. Einstakir starfsmenn þar hafa skipað sig sem einhverja „rokkguði“ og telja að allt sem þeir geri sé hið eina rétta. Þeir hafa líka valið það að koma fram með hroka og dómhörku um þá starfsemi sem ég ber ábyrgð á. Það er líka allt í lagi. Það lýsir bara þeim einstaklingum best og hvernig þeirra andlega líðan er, að þurfa stöð- ugt að vera að dæma allt og alla í kringum sig. Á góðu íslensku máli heitir þetta að vera með lágt sjálfs- mat og minnimáttarkennd að þurfa að hefja sjálfan sig til himna á kostn- að annarra. Bubbi, þú ert einn af mínum uppá- haldstónlistarmönnum, ég á allar plöturnar þínar og ein þeirra er alltaf í bílnum eða heima. Á okkar útvarps- stöðvum er alltaf verið að spila eitt- hvað með þér og allir sem hér vinna eru sammála því að þú sért allajafna að gera frábæra hluti. Hér er engin ritskoðun, eða vina- bandalag við einstaka tónlistarmenn. Hér er fagfólk með mikla reynslu að baki, bæði sorgir og sigra. Hér eru gerðar kröfur um arðsemi og við þurf- um að standa undir okkur sjálf á með- an Rás 1 og Rás 2 fá yfir 600.000.000 á ári með lögþvinguðum tekjum. Því til viðbótar er viðkomandi stofnun að keppa við okkur á auglýsingamarkaði. Líkt og með okkur, ef enginn hlust- ar þá seljum við ekki auglýsingar. Ef engin keypti plöturnar þínar, værirðu ekki gefinn út af okkur! (Norðurljós er eigandi Skífunnar og útvarpssviðs Norðurljósa.) Flettu nú í fræðunum, náðu tökum á edrúlífinu og láttu af þessum hroka í okkar garð og snúum okkur heldur að því hvað við getum gert í samstarfi þannig að hlustendur okkar og aðdá- endur þínir fái allt fyrir peninginn og ég tala nú ekki um að útgáfufyrirtæk- ið nái til baka kostnaði vegna fram- leiðslu nýju plötunnar. Þetta snýst um það, er það ekki? Bubbi minn – hvað er að? Jón Axel Ólafsson Útvarp Mér finnst hinsvegar fulllangt gengið, segir Jón Axel Ólafsson, þegar þú ert farinn að stjórnast af hroka og dómhörku og kallandi menn nöfnum. Höfundur er framkvæmdastjóri útvarpssviðs Norðurljósa. ATHYGLISVERT er að menntunarmál verða æ stærri þáttur í umræðu um byggða- mál hér á landi. Það rennur upp fyrir stöð- ugt fleirum að aðgengi að skólanámi og menntunarstig ræður mjög miklu um þróun byggðarinnar í landinu. Til marks um það hversu hratt þetta hef- ur breyst má rifja eft- irfarandi upp: Í þeirri byggðaáætlun sem var við lýði fram til ársins 1998 var tæplega minnst á menntun. Í byggðaáætluninni sem nú er í gildi er menntunarmálum gert mjög hátt undir höfði. Í sérstökum kafla þar sem fjallað er um menntun, þekk- ingu og menningu eru tilgreind fjöl- mörg atriði sem leggja ber áherslu á í því sambandi. Mjög margt hefur líka tekist vel í þessu sambandi. Þannig hefur undir forystu Björns Bjarnasonar mennta- málaráðherra verið stóraukinn stuðningur við þær fjölskyldur sem senda þurfa börn sín til náms um langan veg og var ekki vanþörf á. Þar var sannarlega hreyft við miklu og þörfu framfara- og réttlætismáli. Vöxtur hlaupinn í fjarnámið Einna ævintýralegast hefur þó verið að fylgjast með þeim gríðar- lega vexti sem hefur hlaupið í fjar- nám, bæði á háskóla- sem og fram- haldsskólastigi. Þar má hreinlega segja að um byltingu hafi verið að ræða. Í svari Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra við fyrirspurn frá mér á Alþingi sem nú nýlega var svarað kemur fram að nemendum í fjarnámi hefur fjölgað um 47 prósent á milli ára. Þetta eru sannarlega góð tíðindi og mikil. Haustið 2000 skráðu sig 514 nemendur í nám með fjarkennslu- sniði á framhaldsskóla- stigi. Á þessu hausti voru þeir 1.051, eða rúmlega helmingi fleiri. Ef háskólastigið er skoðað sérstaklega blasir við að 944 voru skráðir í fjarnám í fyrrahaust, en 1.101 nú í haust, sem er fjölgun um 157 nemendur. Alls stunda því 2.152 nem- endur núna nám á framhalds- og háskóla- stigi, með fjarnámi. Í svari ráðherra við fyrirspurn minni birtist meðfylgjandi tafla sem varpar skýru ljósi á stöðu málanna á þessu hausti. Athyglisverður samanburður Fróðlegt er að bera þessar tölur saman við upplýsingar Hagstofunn- ar um fjölda nemenda í framhalds- skólum frá því í fyrrahaust. Af þess- um tölum má ráða að nú séu heldur fleiri við framhaldsskólanám með fjarnámssniði hér á landi en stund- uðu alls nám í Verslunarskólanum í fyrra og helmingi fleiri en í Mennta- skólanum á Akureyri, svo dæmi séu tekin. Og við fjarnám á háskólastigi eru núna álíka margir og alls stund- uðu nám í dagskóla við Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Akureyri í fyrrahaust. En hver er ávinningurinn? Hann er augljós. Nám og menntun hafa gildi í sjálfu sér eins og allir vita. Í nútímasamfélagi er menntun – og það stöðug menntun – hreint lífs- spursmál. Vegur og gengi sam- félagsins ræðst af menntunarstigi og sama á við um einstök byggðasvæði í landinu. Spurn eftir menntun er sí- fellt að aukast og fólk kýs sér búsetu þar sem aðgangur að menntun, jafnt ungra sem eldri, er góður. Nútíma- þjóðfélag krefst aukinnar þekkingar og þess vegna skiptir það höfuðmáli að eiga sem greiðastan aðgang að menntunaruppsprettunum. 123 við háskólanám á Vestfjörðum Fjarnámið hefur opnað alveg nýj- ar leiðir í þessu sambandi. Þær ótrú- legu en ánægjulegu tölur um vax- andi þátttöku almennings í fjarnámi eru til staðfestingar á því. Ástæða er til þess, í þessu sambandi, að vekja athygli á að hvorki fleiri né færri en 123 eru núna skráðir til náms á há- skólastigi, með fjarnámssniði, á Vestfjörðum. Ljóst er að hefði þessa möguleika ekki notið við ætti þetta fólk einvörðungu um tvo kosti að velja; að flytja búferlum til þess að stunda nám við háskólastofnun með tilheyrandi milljónakostnaði, eða að verða af slíku námi. Augljóst hag- ræði er því af þessu fyrirkomulagi og ótvíræður fjárhagslegur ávinningur fyrir einstaklinga og hið opinbera. Höldum áfram Veruleg reynsla hefur nú þegar fengist á nám við Kennaraháskóla Íslands með fjarkennslusniði. Sú ákvörðun að hefja slíkt nám opnaði leið fyrir fjölda fólks á landsbyggð- inni sem starfaði að kennslu en án tilskilinna réttinda. Þetta hefur skil- að betur menntuðu fólki inn í skóla, einkanlega á landsbyggðinni, og á örugglega þátt í bættum árangri margra skóla. Sömu sögu er að segja af Háskólanum á Akureyri þar sem mikil og góð reynsla hefur fengist af slíku námi og eru níu ísfirskir nem- endur í hjúkrunarfræði gott dæmi um það. Ástæða er líka til þess að vekja athygli á þeirri staðreynd að af þeim rúmlega eitt þúsund nemend- um sem stunda fjarnám á framhalds- skólastigi eru 658 í Verkmenntaskól- anum á Akureyri. Segir þetta ekki litla sögu um það brautryðjandastarf sem unnið hefur verið í þessum skól- um. Af þessu leiðir að okkur er það af- ar mikilsvert að halda áfram á þess- ari braut. Það er þjóðfélagi okkar í hag og er tvímælalaust eitt besta framfaraskref til bættra lífsskilyrða á landsbyggðinni á undanförnum ár- um. Fjarnámsbylting í þágu þjóðarinnar Einar K. Guðfinnsson Menntun Þetta hefur skilað betur menntuðu fólki inn í skóla, segir Einar K. Guðfinnsson, einkan- lega á landsbyggðinni, og á örugglega þátt í bættum árangri margra skóla. Höfundur er alþingismaður. Skipting nemenda eftir kjördæmum Framhaldsskólar Alls RK VL VF NV NE AL SL RN ERL Fjölbrautaskólinn við Ármúla 59 28 4 1 0 2 2 0 20 2 Framhaldssk. Í Austur-Skaftafellssýslu 99 Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra 31 0 0 0 31 0 0 0 0 0 Fjölbrautaskóli Suðurlands 25 Fjölbrautaskóli Suðurnesja 20 11 2 1 0 1 0 2 3 0 Menntaskólinn á Egilsstöðum* 76 Menntaskólinn í Kópavogi 45 18 1 2 1 3 1 1 16 2 Stýrimannaskólinn í Reykjavík 12 2 3 2 0 1 1 0 3 0 Verkmenntaskóli Austurlands 26 Verkmenntaskólinn á Akureyri 658 102 60 59 27 217 31 68 63 31 Vélskóli Ísl. (12 skráðir með VMA) Alls í framhaldsskólum 1051 161 70 65 59 224 35 71 105 35 Háskólar Alls RK VL VF NV NE AL SL RN ERL Háskólinn á Akureyri 258 0 0 65 3 0 54 58 78 0 Háskóli Íslands 150 65 8 13 6 31 13 12 2 0 Háskólinn í Reykjavík 108 67 1 0 4 7 9 11 5 4 Kennaraháskóli Íslands 508 119 53 39 42 33 45 75 91 11 Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri 26 2 7 6 4 2 0 3 2 0 Viðskiptaháskólinn á Bifröst 51 22 4 0 1 3 1 3 15 2 Alls á háskólum 1101 275 73 123 60 76 122 162 193 17 Alls í fjarnámi haustönn 2001 2152 436 143 188 119 300 157 233 298 52 * 37 af nemendum ME eru í heildstæðu námi á skrifstofubraut og búa allir á Austurlandi. RÍKISÚTVARPIÐ stendur nú frammi fyr- ir mjög alvarlegum fjárhagsvanda, vanda sem ekki stafar af nið- ursveiflu í efnahagslíf- inu nú um stundir held- ur langvarandi fjársvelti. Ástæða þessa er sú að afnota- gjöldin hafa ekki feng- ist hækkuð í takt við al- mennt verðlag sl. 10 ár (sjá t.d. grein Guð- mundar Gylfa Guð- mundssonar, fjármála- stjóra Ríkisútvarpsins, í Mbl. 21. september en þar kemur m.a. fram að á meðan afnotagjöld RÚV hafa hækkað um 17% hefur áskrift að Morgunblaðinu hækkað um 68% og áskriftin að Stöð 2 um 58%). Einn liður í þeim aðgerðum sem útvarpsstjóri hefur lagt fyrir deild- arstjóra sína að ræða, til að bregðast við aðsteðjandi vanda, er sá að leggja niður alla fréttaþjónustu í Texta- varpinu og á Netinu, þar með taldar íþróttafréttir. Undirritaður, forstöðumaður Textavarpsins, vill vekja athygli not- enda Textavarpsins á því hvað þeir greiða fyrir þjónustuna. Rekstur Textavarpsins á þessu ári kostar um það bil 14.000.000 kr. Tekjur af auglýsingum eru um 7.000.000. Rík- isútvarpið leggur þann- ig 7.000.000 króna á ári til Textavarpsins af innheimtum afnota- gjöldum. Samkvæmt könnun Gallups frá því í mars á þessu ári notar um helmingur íslensku þjóðarinnar Textavarp- ið reglulega (35% nota það daglega eða oft á dag og 15% 3–5 sinnum í viku. Notk- unin er meiri úti á landi en á höf- uðborgarsvæðinu). Reglulegir notendur Textavarps- ins eru að minnsta kosti 100.000 og þeir greiða 70 krónur á ári, eða 5 kr. og 83 aura á mánuði, fyrir þjón- ustuna. Spurning mín til þeirra sem lesa fréttir og íþróttafréttir í Texta- varpinu er því mjög einföld: Er hún 70 króna virði á ári? Ég veit að vísu ekki hvert ætti að senda svarið en tel mér skylt að bera spurninguna fram. Á sama hátt má spyrja út frá hags- munum heimilisbókhaldsins, hvað kostar stytting sjónvarpsdagskrár- innar um helgar? Eina spólu eða tvær í mánuði eða áskrift að annarri sjónvarpsrás? Ríkisútvarpið hefur farið fram á 200 kr. hækkun á af- notagjaldinu á mánuði. Er Textavarpið 70 kr. virði? Ágúst Tómasson Höfundur er forstöðumaður Textavarpsins og umsjónarmaður efnis á www.ruv.is. Textavarp Samkvæmt könnun Gallups, segir Ágúst Tómasson, notar um helmingur þjóðarinnar Textavarpið reglulega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.