Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 42
MINNINGAR
42 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Það var fyrir ná-
kvæmlega ári sem
haldin var veisla til
heiðurs móður minni á
50 ára afmælinu henn-
ar. Hún geislaði af
gleði og var svo ánægð
með daginn. Hún hafði oft sagt við
mig að hún ætlaði sér að halda upp á
afmælið sitt einu sinni um ævina og
gerði það síðan með pompi og pragt.
Mamma var mikil gæða kona. Hún
var alltaf að gleðja aðra og gefa af
sér og gera fólki greiða og lét sjálfa
sig oft sitja á hakanum, aðrir gengu
fyrir. Hún hafði unun af matseld og
bakstri og það vissu allir sem hana
heimsóttu. Hún bauð okkur systk-
inunum oft í mat og þar var ekki
bara einréttað heldur margréttað,
og þær eru ófáar marengsterturnar
sem við nutum góðs af hjá henni.
ANNA INGUNN
JÓNSDÓTTIR
✝ Anna IngunnJónsdóttir,
Kirkjuvegi 14, Kefla-
vík fæddist 3. nóvem-
ber 1950 í Reykjavík.
Hún lést í Keflavík 2.
október síðastliðinn
og fór útför hennar
fram í kyrrþey.
Mamma var mikið
fyrir heimilið sitt enda
bar það þess glögg
merki, mikil snyrti-
mennska í alla staði og
glæsileiki í fyrirrúmi.
Hún elskaði sjóinn
enda sagði hún oft að ef
hún hefði betri heilsu
gæti hún alveg hugsað
sér að vera til sjós.
Tvisvar fór hún með
Kristmundi bróður
mínum í ferð með Brú-
arfossi til Evrópu og
þær ferðir talaði hún
mikið um. Drengirnir
mínir þrír, Arnar Freyr, Atli Geir og
Lárus Eli, voru augasteinarnir
hennar. Hún var alltaf boðin og búin
að gæta þeirra og eru þær ófáar
stundirnar sem þeir hafa dvalið hjá
ömmu. Þegar ég var í námi hjálpaði
mamma mér með pössun á Arnari
Frey og var það ómetanleg hjálp
sem maður getur seint þakkað. Fyr-
ir ári flutti ég og fjölskylda mín til
Akureyrar til náms og voru þær ófá-
ar ferðir tveggja eldri drengjanna
minna til ömmu í Keflavík. Þeirra
missir er mikill eins og okkar allra
sem vorum henni nærri. Henni gafst
ekki tækifæri til að heimsækja okkur
norður sökum heilsubrests en hugur
hennar var hjá okkur öllum stund-
um.
Tilvera okkar er einstaklega und-
arleg, einn kemur er annar fer. Dag-
inn fyrir jarðarför mömmu bættist
fjórða barnabarnið í hópinn er Svana
bróður og Brynju konu hans fæddist
stúlka sem nú á að skíra í dag á af-
mælisdegi mömmu. Svo er von á
öðru barni í janúar hjá Kristmundi
bróður og Ingunni konu hans. Fjöl-
skyldan hefur staðið svo þétt saman
á þessum erfiðu stundum, faðmlögin
segja svo margt og gera svo mikið.
Mamma átti góðan félaga, Jón, en ég
veit að þau höfðu mikinn félagsskap
hvort af öðru. Hún var ánægð með
þá vináttu og sagði mér oft hve Jón
væri góður félagi.
Elsku Jón, haf þú hugheilar þakk-
ir fyrir vináttuna og félagsskapinn
sem þú gafst mömmu okkar.
Ég vil í þessum kveðjuorðum mín-
um þakka þér elsku mamma mín fyr-
ir samveruna og fyrir allt sem þú
gerðir fyrir okkur Gumma og dreng-
ina okkar. Nú veit ég að þú hefur öðl-
ast orku og kraft og ferð þínar eigin
leiðir í þessum nýju heimkynnum
þínum.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Guð geymi þig elskan mín.
Þín dóttir,
Hannesína.
Ég sakna þín. Þú varst besta
amma mín en nú ert þú dáin og hvílir
í kyrrð og ró uppi hjá Guði og verður
aldrei veik og slösuð. Þú situr örugg-
lega oft og spjallar við Guð og drekk-
ur kaffi. Ég veit það, því þú varst góð
kona og vinir mínir allir sem þú um-
gekkst vita það líka.
Kveðja,
Arnar Freyr Scheving.
Það var gaman hjá henni ömmu,
við fórum oft til Mundu vinkonu
hennar og það var gaman að sofa hjá
henni ömmu. Svo fór ég með henni
að skúra og það var gaman hjá henni
ömmu.
Kveðja
Atli Geir.
✝ Friðgeir ÖrnHrólfsson fædd-
ist á Ísafirði 25. jan-
úar 1943. Hann lézt á
sjúkrahúsinu á Ísa-
firði hinn 24. október
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Hall-
dóra Örnólfsdóttir
frá Skálavík, f. 22.
september 1922, d.
15. september 1991,
og Hrólfur Pétursson
frá Dvergasteini í
Álftafirði, f. 15. júlí
1915, d. 20. des. 1985.
Systkini Friðgeirs
eru: Guðrún Hrólfsdóttir, f. 18.
janúar 1947; Rósa Magnúsdóttir,
f. 4. desember 1955, og Sveinbjörn
Einar Magnússon, f. 4. apríl 1960.
Friðgeir ólst upp á
Ísafirði, þar lærði
hann járnsmíði og
starfaði þar mestan
part starfsævinnar
við eigið fyrirtæki,
Vélsmiðju Ísafjarð-
ar.
Friðgeir og Sess-
elja Jónsdóttir frá
Klukkufelli í Reyk-
hólasveit, f. 2. októ-
ber 1939, hófu sam-
búð 1998. Þau gengu
í hjónaband fyrr á
þessu ári og bjuggu
á Sjónarhæð, Selja-
landsvegi 24, Ísafirði.
Útför Friðgeirs fer fram frá
Ísafjarðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Það var á vordögum 1950 að nokkr-
ir ísfirzkir púkar voru að ærslast í
glampandi sólskini á hinu „risastóra“
opna svæði milli barna- og gagn-
fræðaskólans á Ísafirði. Við biðum
eftir að hringt yrði inn í vorskólann,
fyrsta skrefið á löngum menntavegi.
Einn drengjanna, ljóshærður og
brosmildur, var eitthvað að abbast
upp á mig, enda bjó hann í næsta ná-
grenni en ég að flytja í bæinn. Ég
vissi ekki þá, að þetta væri upphafið
að ævilangri vináttu. Ég mun sakna
þess næst, þegar ég fer vestur, að
geta ekki rætt um lífið og tilveruna
við Frigga vin minn, eitt af siglutrjám
ísfirzks mannlífs, sem nú er fallinn í
valinn langt um aldur fram. Það æxl-
aðist síðan þannig, að við sátum sam-
an í fyrsta bekk og komu þá fljótlega í
ljós nokkrir af eiginleikum Friðgeirs:
Hjálpsemi, réttlætiskennd, æðruleysi
og jafnvel þvermóðska. Á þeim dög-
um notuðu sumir kennarar prik og
var sessunautur minn, þó ekki væri
hann hár í loftinu, ólmur í að gera
uppreisn, ef honum fannst einhver
bekkjarfélaganna beittur ranglæti.
Ekki vildi félagi minn Friðgeir Örn
syngja, frekar væði hann eld og
brennistein. Í gagnfræðaskólanum
vorum við áfram samskipa framan af,
en þar var hann ekki mikið fyrir bók-
ina, enda í nöp við skólastjórnina.
Hann lauk síðan gagnfræðaprófi á
Núpi, tók tvo bekki á einum vetri, en
þar stýrði líka skólanum séra Eiríkur,
sá maður, sem ég hef heyrt Friðgeir
tala af hvað mestri virðingu um. Frið-
geir lærði síðan járnsmíði í Vélsmiðj-
unni Þór, en þar staldraði hann aðeins
við í nokkur ár og stofnaði síðan og
reisti með félaga sínum, Braga, Vél-
smiðju Ísafjarðar, blómlegt fyrirtæki,
sem þeir ráku til hinztu stundar. Á
kvöldin, að loknum löngum vinnudegi,
sá síðan Friðgeir um bókhald fyrir-
tækisins. Mér skilst að löngum hafi
kaffistofa vélsmiðjunnar virkað sem
félagsmiðstöð kaupstaðarins, þar litu
við á föstudagsmorgnum flestar Gró-
ur bæjarins, voru trakteraðar með
kaffi og vínarbrauði og leystu síðan
stjórnmálaflækjur hversdagsins.
Ekki gat Friggi þó tekið mikinn þátt í
samræðunum, þar sem heyrnin var
léleg. Hann varð snemma fyrir vinnu-
slysi og missti að mestu heyrnina á
öðru eyra og var linur við heyrnar-
tækið, tók þessari fötlun af æðruleysi
eins og hverju öðru mótlæti. Friðgeir
eignaðist, fyrst með móður sinni og
síðan einn, húsið Sjónarhæð, gamalt
timburhús, eitt glæsilegasta og falleg-
asta hús bæjarins, þar sem áður
höfðu búið prestar og bankastjórar.
Slíkt hús þarfnast stöðugs og dýrs
viðhalds og sinnti Friðgeir því af mik-
illi reisn, meira að segja voru smiðir
að laga svalirnar er hann lá bana-
leguna. Ísfirðingar geta í dag horft
stoltir til þessa virðulega húss. Í
minningunni taka ferðir mínar á
heimaslóðirnar mikið pláss og eru þar
ákveðnir fastir punktar eins og heim-
sóknirnar til piparsveinsins Frið-
geirs. Oft bauð hann mér þá í bíltúra,
eins eða jafnvel tveggja vindla langa.
Þá var rúntað um allt vegakerfið, frá
Súðavík til Bolungarvíkur og farið yf-
ir það, sem hafði breytzt frá því ég
kom síðast vestur og öll bernsku-
brekin rifjuð upp. Stofurnar á Sjón-
arhæð voru blómum prýddar, en þau
voru öll gerviblóm, „þau sjá um sig
sjálf, því engin er húsfreyjan“, ég
fann að þarna ríkti hjá vini mínum
sárt tómarúm. Og svo kom hún fyrir
nokkrum árum eins og sunnan and-
vari inn í líf hans, hamingjan, með eig-
inkonunni Sesselju Jónsdóttur.
Gerviblómin hurfu og Sjónarhæðin
fylltist nýjum krafti og hlýju. Gæfa
heimsins er fallvölt og ekki verða hin
víðfrægu þorrablót árgangsins 43
fleiri að Friðgeiri viðstöddum.
Kæra Sella, við vottum þér, systk-
inum Friðgeirs, Gunneyju, Rósu og
Svenna sem og öðrum ættingjum
okkar dýpstu samúð.
Guð varðveiti minningu Friðgeirs
Arnar Hrólfssonar.
Sigurjón Norberg og Aðalbjörg.
FRIÐGEIR ÖRN
HRÓLFSSON
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
' 1 %
1
!
(
!
(
$;)=?
,)
%1'&20& 1
1 BC
)0%
1 '
& 1 %
2
3
4 2'
0
0 $
2 5 :&
& $ / $
0
0
$
2 , /'=9 /& # $
2
2 '
5
1 1
"
% !
(
!
(
"
% +)!.?,5D,)
/,,)
7 E
= 0'
0 7#& ( ; 2
/ & 2 '
$ %
#)$!)5!)#)*,) ?& E
)0%
1
6" -
*+ 7
" 212
A /0&## ! #$
2
0 # /0& 0 A $
2! F &&
A1
! $&1 ,'$',&0
A& ;F! + /0
0
?
0
2 '
!5)"*6)!56)$;)-..!)
0 3G
/1
6"
*
! " ! 1/& 0
5 ,'/& 0 /0&' 0 ?-'/& 0 =9 &0
A&/'/& 0 &,
2
2 2 '
#
#)*6)!56)* / &
/& B"
4 '
! " 5 7( 2 2 '