Morgunblaðið - 03.11.2001, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 03.11.2001, Qupperneq 18
SUÐURNES 18 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÓÐINSGATA - LAUS Mjög góð og mikið endurnýjuð 2ja herb. íbúð á jarðhæð með sérinngangi í tvíbýlishúsi. Parket og flísar. Góðar innrétt. Gler, gluggar og rafmagn endurnýjað. Hús nýlega málað. Verð 6,8 millj. LAUS STRAX. 1820 VEGHÚS – BÍLSKÚR Rúmgóð og vel skipulögð 123 fm íbúð á 2. hæð ásamt 27 fm góðum bílskúr. 3 góð svefnherb. Góð stofa/sjónvarpshol. Þvottahús í íbúð. Vandaðar innr. Suðursvalir. Áhv. 5,9 millj. Byggsj. rík. Verð 14,9 millj. Góð staðsetning. Gott hús. 1703 KLAPPARSTÍGUR – BÍLSKÚR Falleg og björt 4ra herb. endaíbúð á 1. hæð í lyftuhúsi og stæði í bílskýli. 2 svefnherb. Góð stofa. Parket. Ljósar innréttingar. Stærð 107,8 fm. Verð 17,3 millj. 1821 Skrifstofan er opin í dag frá kl. 12.00-14.00 Á MILLI 200 og 300 lítrar af dísil- olíu láku í Sandgerðishöfn í gær- morgun þegar verið var að dæla brennsluolíu á milli tanka í Jóhönnu GK 150, sem lá við enda norð- urgarðsins í höfninni. Nokkurt magn af olíu flæddi upp um önd- unarop og dreifðist um allan norð- urgarðinn í allhvassri suðvestanátt, þar á meðal yfir bíla og báta og langt upp eftir bryggjunni. Slökkvi- lið Sandgerðis mætti þegar á svæð- ið og skolaði bryggju og bíla sem þar voru, en erfitt var um vik vegna vindstrekkings. Að sögn Björns Arasonar hafn- arstjóra er talið að um 200 til 300 lítrar hafi farið í höfnina og ein- hverjir tugir lítra frussast yfir bíla og bryggju. Hann sagði dísilolíuna brotna frekar fljótt niður í sjónum, en það sé hins vegar alltof algengt að olía fari í sjóinn þegar verið sé að dæla milli tanka í bátum og skip- um. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Slökkviliðsmenn að störfum við hreinsun á bryggjunni í Sandgerði. Olíuleki í Sandgerðishöfn Sandgerði HALDINN verður fjölskyldudagur 6. nóvember nk. í Stapa til styrktar Félagi langveikra barna, en dag- urinn er haldinn að frumkvæði lík- amsræktarstöðvarinnar Perlunnar í Keflavík. Þar verður ýmislegt á dagskrá fyrir alla fjölskylduna og mun allur aðgangseyrir renna til stuðnings langveikum börnum. Frítt verður á skemmtunina fyrir börn en fullorðnir greiða 500 krón- ur í aðgangseyri. Að sögn Sigríðar Kristjánsdóttur hjá Perlunni hefur þegar safnast nokkuð fé hjá fyr- irtækjum í Reykjanesbæ, en Spari- sjóður Keflavíkur er stærsti styrkt- araðilinn. Þar er búið að stofna reikning sem allir geta lagt fram- lög inn á og er númer reikningsins 444445. Dagskrá fjölskyldudagsins hefst klukkan 18.15 með því að Emilía frá Jazzballett Emilíu verður með leiki fyrir börnin. Hálftíma síðar tekur Guðbjörg Finnsdóttir alla fjölskylduna í létta upphitun og síð- an sýnir Unnur Pálmadóttir frá Planet Pump, Kung Fu Fighting. Orvil og trommuleikarar frá Kram- húsinu sýna afródans og Matthildur Gunnarsdóttir jógakennari verður með jógateygjur í lokin. Einnig verður kynning á fæðubótarefnum og krakkar fá andlitsmálningu. Kynnar verða kraftakarlarir Andr- és og Hjalti Úrsus. Styrkja langveik börn Reykjanesbær SÍFELLD fjölgun sílamáfa er vax- andi vandamál á Suðurnesjum og hafa Samtök sveitarfélaga á Suður- nesjum samþykkt að láta kanna ítar- lega leiðir til að ná árangri við að halda stofni sílamáfa niðri. Í ályktun samtakanna frá síðasta aðalfundi er samþykkt að leita eftir samráði við Samtök sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu, umhverfisráðuneytið, Veiði- stjóraembættið, HES og embætti flugvallarstjórans á Keflavíkurflug- velli. Gert er ráð fyrir að tillögur liggi eigi síðar fyrir en í byrjun apríl á næsta ári. Í greinargerð með ályktuninni kemur fram að fjölgun sílamáfa er vaxandi vandamál sem taka verður fastari tökum en hingað til hefur verið gert. Sveitarfélögin hafa lagt í kostn- að við að ráða aðila til að skjóta síla- máfa en það hefur skilað litlum ár- angri, samkvæmt skýrslum frá Veiðistjóraembættinu. Til þess að ná árangri er talið að skjóta þyrfti 30– 40% af fullorðnum fugli, eða um 15.000 fugla árlega í 15 ár, til að halda stofninum niðri. Með takmörkuðum veiðum er talið að aðeins náist tíma- bundið að fæla fuglinn frá ákveðnum svæðum. Hættur að skjóta vargfugl í Sandgerði Í síðustu fundargerð bæjarráðs Sandgerðisbæjar kemur fram að Haraldur Grétarsson tók þá ákvörð- un að gefa ekki lengur kost á sér til að skjóta vargfugl fyrir bæjarfélagið þar sem hann taldi m.a. engan áhuga á slíkri baráttu af hálfu bæjaryfirvalda. Einnig taldi hann mjög skiptar skoð- anir um málið. Bæjarráð tekur undir þau sjónar- mið Haralds að nauðsynlegt sé að fækka vargfugli, en telur jafnframt nauðsynlegt að góður árangur náist með samstilltu átaki sveitarfélaga á Suðurnesjum, flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu undir stjórn veiðimálastjóra. Hins vegar tekur bæjarráð fram að bæjarstjórn hafi samþykkt að greiða skotfæri fyrir nokkra skotveiðiáhugamenn sem ósk- að hafa eftir því við bæjarstjórn að skjóta vargfugl. Jafnframt sé mögu- leiki á að þessir áhugamenn fái greitt fyrir þessa vinnu ef þeir taka höndum saman um framkvæmd þessara mála. Fjölgun sílamáfa vaxandi vandamál Reykjanes SSS kanna leiðir til að fækka máfum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.