Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ TUGIR útlendinga sem hér eru að störfum hafa haft samband við Efl- ingu – stéttarfélag í kjölfar þess að níu Litháar voru handteknir í Kópa- vogi í nóvember þar sem þeir unnu við byggingu fjölbýlishúss en voru allir án atvinnu- og dvalarleyfis. Að sögn Tryggva Marteinssonar, fulltrúa hjá Eflingu, hafa útlending- arnir viljað kanna stöðu sína, hvort þeir séu í raun með atvinnu- og dval- arleyfi eins og atvinnurekandi þeirra hafði tjáð þeim. Í tugum tilvika kom í ljós kom að atvinnurekendur höfðu blekkt útlendingana sem störfuðu hjá þeim. Tryggvi segir algengt að útlend- ingarnir séu látnir undirrita atvinnu- og dvalarleyfi auk ráðningarsamn- ings en atvinnurekandinn fylli eyðu- blöðin síðan út eftir á. Atvinnurek- andinn segi þeim síðan að öll leyfi séu fyrir hendi en í rauninni skila þessir pappírar sér aldrei til yfir- valda. Tryggvi tekur fram að meirihluti fyrirtækja standi rétt að sínum mál- um en til séu dæmi um fyrirtæki sem ítrekað brjóti af sér. Tilgangurinn er yfirleitt sá að komast hjá því að borga skatta og skyldur. Þá borga þau erlendum verkamönnum iðulega lágmarkslaun sem séu mun lægri en markaðslaun. Afleiðingin séu sú að óheiðarlegu fyrirtækin geta boðið í verk fyrir lægra verð. Stéttarfélög veita umsögn um at- vinnuleyfi sem m.a. byggist á því hvort Íslendingar fáist í störfin. Hjá Eflingu er einnig gengið úr skugga um að fyrirtækið hafi skilað sköttum og gjöldum vegna starfsfólksins áður en jákvæð umsögn er veitt. „Það er mjög undarlegt þegar fyrirtæki hef- ur engan Íslending í vinnu árum saman. Og sé þeim bent á Íslending þá vilja þau hann ekki,“ segir Tryggvi og telur að slíkt hljóti að vekja grunsemdir. Forsvarsmaður Eystrasaltsvið- skipta ehf., sem var vinnuveitandi Litháanna níu sem áður var getið, var nýlega ákærður fyrir brot á lög- um um atvinnuréttindi útlendinga og mun það vera í fyrsta skipti sem ákært er fyrir slíkt brot. Tryggvi fagnar því og segir að slík brot verði ekki stöðvuð nema hin brotlegu fyr- irtæki fái að kenna á því og dregur í efa að fyrirtækið hefði verið ákært nema vegna þess að fjölmiðlar kom- ust á snoðir um það. Eftirlit hefur verið ófullnægjandi Í kjölfar þess að Litháarnir níu voru handteknir í Kópavogi sendi ríkislögregla út umburðarbréf til allra lögreglustjóra á landinu þar sem þess var óskað að þeir könnuðu hvort útlendingar sem eru að störf- um í þeirra umdæmi hefðu tilskilin atvinnu- og dvalarleyfi. Lögreglu- stjórarnir eiga að skila skýrslu um það í janúar. Eftirlit með því hvort útlendingar sem hér dvelja hafi tilskilin atvinnu- og dvalarleyfi er í höndum lögreglu. Smári segir að full þörf sé á að efla eftirlitið til muna og viðurkennir að það hafi verið ófullnægjandi um nokkra hríð. Útlendingum talin trú um að öll leyfi séu í lagi Efla þarf eftirlit lögreglu með atvinnu- og dvalarleyfum UM 1,2 milljónir manna komu í verslunarmiðstöðina Smáralind fyrstu tvo mánuðina eftir opnun, en það samsvarar því að hver Íslend- ingur hafi komið þangað ríflega fjór- um sinnum. Forsvarsmenn Smára- lindar segja sögusagnir um dræma aðsókn að verslunarmiðstöðinni því ekki eiga við nein rök að styðjast, að- sóknin sé 20% meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Pálmi Kristinsson framkvæmda- stjóri og Hannes Smárason stjórn- arformaður segja að Smáralindin hafi ekki verið fullbúin á opnunar- daginn, 10. október, sem skýri hluta þeirrar gagnrýni sem komið hafi fram, til dæmis um skort á húsgögn- um í göngugötum. „Við þurftum að sjá hvernig götur og forhliðar versl- ana litu út áður en við gengum end- anlega frá pöntun á sófasettum. Núna fyrir jólin koma sófasett og þá geta gestir tyllt sér niður. Veitinga- stöðum verður líka fjölgað.“ Fjórum sinnum í Smáralind  1,2 milljónir/10 SKIPULAGSSJÓÐUR Reykjavíkurborgar hefur auglýst eftir tilboðum í svokallaðan ölgerðarreit á mótum Njálsgötu og Frakkastígs. Sjóðurinn var settur á laggirnar í ágúst 2001 en honum er ætlað að auðvelda borgaryfirvöldum að láta skipulags- áform ganga eftir með því að vinna að framgangi afmarkaðra skipulagsverkefna innan borgar- markanna. Þannig felast verkefni sjóðsins einkum í kaupum og sölu fasteigna og lóða og vörslu þeirra og ráðstöfun samkvæmt skipulagsáformum borg- aryfirvalda. Útboðið vegna ölgerðarreitsins er fyrsta áþreifanlega verkefni Skipulagssjóðs, en fyrstu kaupin á vegum sjóðsins eru fyrirhuguð á næsta ári. Samkvæmt fjárhagsáætlun næsta árs er gert ráð fyrir 520 milljóna króna framlagi í sjóð- inn en gera má ráð fyrir að velta sjóðsins geti numið einum til tveimur milljörðum á ári. Þorsteinn Garðarsson er framkvæmdastjóri Skipulagssjóðs og borgarverkfræðingur situr sem stjórnarformaður sjóðsins. Auk þess sitja í stjórn sjóðsins borgarritari, borgarlögmaður, fjármála- stjóri borgarinnar og skipulagsstjóri. Að sögn Þorsteins eru verkefni sjóðsins ærin enda miklar breytingar fyrirsjáanlegar í skipulagi borgarinn- ar. Meðal annars eru fyrirsjáanleg stór verkefni fyrir sjóðinn í kringum Laugaveginn þar sem borgaryfirvöld ætla að styrkja miðbæjarsvæðið á næstu árum. „Við sjáum fram á verulega umsýslu, það er deginum ljósara. Enda miklar hræringar í gangi, sérstaklega í kringum Laugaveginn og miðborg- arsvæðið,“ segir Þorsteinn. Hann segir að verkefnin geti verið af öllum stærðargráðum, allt frá því að kaupa einstaka hús upp í að kaupa stórar lóðir undir framtíðarhverfi borgarinnar, sem líklega verða stærstu verkefni sjóðsins. Má þar nefna sem dæmi fyrirhuguð kaup sjóðsins á lóðum í Úlfarsfelli. Sjóðurinn sér jafnframt um að selja eignir en að sögn Þorsteins eru einkanlega keyptar eignir til niðurrifs eða annarra nota. „Yfirleitt er þetta þannig að menn kaupa og breyta en þó er ölgerðarreiturinn dæmi um það þegar menn kaupa og hefðu kannski getað gert einhverjar breytingar sjálfir en ákveða frekar að fela það þriðja aðila. Þess vegna verður væntanlega eitt- hvað um útboð á vegum sjóðsins.“ Veltir einum til tveimur milljörðum Þorsteinn segir ölgerðarreitinn eitt af þeim verkefnum sem snúa að þéttingu byggðar og styrkingu miðbæjarins þar sem borgin kaupir svæði sem ekki eru lengur í notkun og býður þau síðan til sölu með blandaða notkun í huga, þar sem stilla má upp bæði íbúabyggð og atvinnustarfsemi sem fellur að svæðinu. Fjárframlög til sjóðsins taka aðallega mið af fjárhagsáætlun borgarinnar en jafnframt aflar sjóðurinn tekna vegna sölu fasteigna eða bygging- arréttar í borgarlandinu. Í starfsáætlun fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að velta sjóðsins verði 520 milljónir. „Á þessu ári nema kaup borgarinn- ar, sem flokkast myndu undir starfsemi sjóðsins, hátt í milljarði króna. Þannig að veltan getur orðið allt frá nokkur hundruð milljónum á ári upp í einn til tvo milljarða,“ segir Þorsteinn. Skipulagssjóður Reykjavíkurborgar auglýsir fyrsta útboð sjóðsins Veruleg umsýsla sögð fyrirsjáanleg á næstunni LÓGA varð í vikunni rúmlega 30 ám á bæ á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu vegna garnaveiki. Sigurður Sigurðar- son dýralæknir tjáði Morgun- blaðinu að veikin hefði komið upp á einum bæ í Vatnsnesi sl. haust og nokkrum ám verið lógað þá en grípa hefði þurft til áframhaldandi aðgerða til að freista þess að uppræta veikina. Sigurður Sigurðarson sagði að hætt hefði verið að bólu- setja fé á Vatnsnesi fyrir garnaveiki fyrir þremur árum enda hefði hún aldrei fundist þar, hún hefði einkum verið í austurhluta Húnaþings og Skagafirði. Þegar grunur kom upp um veikina sl. haust var nokkrum kindum lógað og tek- ið blóðsýni úr um 800 fjár og kúm á bæjum á Vatnsnesi. Sigurður segir það ráðgátu hvernig veikin kom upp þarna nú en að ljóst sé þó að varn- arlínan sem lokar Vatnsnesi sé ekki örugg. Hann sagði smit líka geta borist með hverju og einu sem færi milli bæja, bíl- um, skófatnaði fólks, tækjum og síðan fénaði. Sigurður kvaðst vonast til að hægt yrði að uppræta veikina með áframhaldandi bólusetningum á Vatnsnesinu. Sagði hann líka brýnt að vel væri farið með féð og þess gætt að það óhreinkaði ekki drykkjarvatn sitt. Rúmlega 30 ám lóg- að vegna garna- veiki TÖLVULEIKIR og myndbönd mega sín lítils gegn skemmti- legum leiktækjum sem draga til sín káta krakka á góðviðrisdegi. Þessir krakkar iðkuðu marg- víslegar fimleikaæfingar á lóð Lindaskóla þegar ljósmyndari rakst á þá fyrir helgina og mætti helst halda að vorgalsi væri hlaupinn í ungviðið á snjólausri aðventunni í allt að 10 stiga hita. Morgunblaðið/Ásdís Fimleikar á aðventu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.