Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Kynnum í Lyf og heilsu, Hamraborg, mánudag 17. des. kl. 13-17. Lyf og heilsu, Mjódd, þriðjudag 18. des. kl. 13-17. Lyf og heilsu, Mosfellsbæ, þriðjudag 18. des. kl. 14-18. Lyf og heilsu, Austurveri, miðvikudag 19. des. kl. 14-18. Lyf og heilsu, Austurstræti, miðvikudag 19. des. kl. 13-17. oroblu@sokkar.is skrefi framar 20% afsláttur af öllum sokkum og sokkabuxum. Ef keypt er tvennt frá fylgir kaupauki. efnum má nefna Afrekskonur í íþrótt- um, verkefni jafnréttisnefndar og ÍSÍ, en markmið þess var að auka umfjöllun um konur í íþróttum og koma þeim á framfæri sem fyrir- myndum. Jafnréttisráðgjafi borgar- innar átti sæti í ritnefnd jafnréttis- handbókar fyrir grunnskóla. Reykjavíkurborg og Háskóli Íslands gerðu með sér samstarfssamning um jafnréttisrannsóknir. Borgin hratt úr vör verkefninu Karlar og fæðingaror- lof, sem var m.a. ætlað að þrýsta á löggjafarvaldið um að feðrum yrði tryggður sjálfstæður réttur til fæð- ingarorlofs, en það var fyrsta jafn- réttisverkefni hér á landi sem naut styrks frá ESB. Þá var einnig unnið að verkefninu Kvennaefling í þágu jafnréttis, en meginmarkmið þess var að efla konur til stjórnmálaþátttöku í breiðum skilningi. Borgin átti einnig aðild að verkefninu Gæði og jafnræði í ákvörðunartöku á sveitarstjórnar- stigi, þar sem skoðaður var hlutur kvenna í sveitarstjórnum og hvaða hindranir sé að finna fyrir jafnri ákvarðanatöku karla og kvenna á sveitarstjórnarstigi. Síðasta stóra jafnréttisverkefnið var Hið gullna jafnvægi, sem fjallaði um hvernig fyrirtæki gætu þróað starfsmannastefnu sem bætt gæti jafnvægið milli einkalífs og starfs. 35 fyrirtæki tóku þátt í verkefninu hér á landi, en því var stýrt í náinni sam- vinnu við IMG-Gallup. „Framlag Gallup skipti sköpum fyrir verkefnið, bæði fræðilega og hvað varðar alla ráðgjöf til þátttökufyrirtækjanna. Ég held að Hið gullna jafnvægi hafi að mörgu leyti breytt orðræðunni um jafnréttismál hér á landi. Góðan ár- angur þess má líka rekja til þess að verkefnið varð sameiginlegur lær- dómsvettvangur fjölmargra aðila auk þátttökufyrirtækjanna, svo sem Sam- taka atvinnulífsins, stéttarfélaganna, Jafnréttisstofu og fleiri, en allir þessir ólíku aðilar komu að verkefninu af miklum heilindum.“ Kostnaður þarf ekki að leggjast á skattborgara Hildur segir að verkefni á sviði jafnréttismála þurfi ekki að vera kostuð af fé skattborgaranna. „Hið gullna jafnvægi skilaði t.d. tekjum vegna þátttökugjalds fyrirtækja, ráð- stefnugjalda og styrkja frá Evrópu- sambandinu, íslenskum fyrirtækjum og stéttarfélögum. Verkefnið er lýs- andi fyrir að þegar góð hugmynd skýtur upp kollinum á réttum tíma, unnið er samkvæmt góðri áætlun og með réttum samstarfsaðilum, þá er hægt að gera ótrúlega mikið. Það er vandséð hverjir aðrir en Reykjavík- urborg hefðu getað hrundið slíku verkefni af stað, því borgin nær að kalla til svo marga og ólíka aðila.“ Reykjavíkurborg ætlar að fylgja eftir þeim árangri sem náðist með Hinu gullna jafnvægi. „Við höfum veitt fræðslu til fyrirtækja um hvern- ig hægt sé að samræma einkalíf og starf með sveigjanleika á vinnustöð- um, sem kemur vinnuveitanda ekki síður til góða en starfsmönnum. Hvert fyrirtæki verður auðvitað að móta slíkan sveigjanleika sjálft, á grundvelli starfseminnar. Við völdum fyrirtæki til samstarfs með það í huga að ekki væri eingöngu um borgar- stofnanir að ræða, en nú ætlum við að fylgja þessu eftir hjá þeim borgarfyr- irtækjum sem tóku þátt í verkefninu og borgarkerfinu í heild.“ Hildur segir að borgin muni ekki veita öðrum fyrirtækjum ráðgjöf á þessu sviði, enda sé það óþarfi, því við vinnslu verkefnisins hafi skapast sér- þekking t.d. hjá IMG-Gallup. „Við verðum að þekkja okkar takmörk. Styrkur Reykjavíkurborgar nýtist vel til að koma svona verkefnum á laggirnar, en þegar fræðsluefni ligg- ur fyrir og sérþekking hefur mynd- ast, þá er rétt að aðrir taki við keflinu. Fyrirtæki og einstaklingar í borginni eiga vissulega aðgang að mér til að fá ráðgjöf um mótun jafnréttisstefnu og alltaf er eitthvað um að leitað sé til mín í þessu skyni. En auðvitað er það Jafnréttisstofa sem hefur það lög- bundna hlutverk að veita ráðgjöf í jafnréttismálum gagnvart samfélag- inu í heild.“ Ekki stjórnenda að meta hvað er merkileg þörf Hildur segir að meginniðurstaða verkefnisins Hið gullna jafnvægi hafi verið, að fyrirtæki bjuggu yfirleitt yf- ir meiri sveigjanleika um vinnutíma og vinnutilhögun en þau gerðu sér grein fyrir. „Algengt er að alls konar óformlegur sveigjanleiki viðgangist, en hann er ekki endilega á allra vit- orði. Þessi óformleiki gerir það að verkum að hætt er við að fólki sé mis- munað, eða að það telji að svo geti verið, því það getur fengið ólíka úr- lausn sinna mála. Þess vegna er mælt með því að gera sveigjanleikann sýni- legan, festa meginreglur í sessi og efna til samræðu við starfsmennina um hvernig hann er útfærður. Sveigj- anleiki á vinnustað er auðvitað ekki réttur manna, heldur ráðstafanir til hliðar við formleg réttindi og þarf að henta bæði fyrirtækinu og starfs- mönnum, því þannig getur hann auk- ið arðsemi beggja. Fyrirtæki veita oft starfsmönnum rými til að bæta við menntun sína, ungir karlmenn í tíma- freku íþróttastarfi fá e.t.v. töluverðan sveigjanleika og stjórnendur eru sjálfir í alls konar klúbbastarfi, sem kemur vinnu þeirra ekki við. En svo er eins og annað ferli fari af stað, ef starfsmaður þarf sveigjanleika vegna veikra barna eða aldraðra foreldra. Þess vegna leggjum við ríka áherslu á að tala um samþættingu starfs og einkalífs, en ekki fjölskyldulífs, því ástæða starfsmanns fyrir óskum um sveigjanleika á ekki að ráða af- greiðslu mála hans. Það er ekki stjórnenda að meta hvaða þarfir eru merkilegar. En ávinningurinn er ótví- ræður. Sveigjanleiki hefur jákvæð áhrif á arðsemi og gæði þjónustunn- ar. Það tókst okkur að sýna fram á með verkefninu.“ Aðspurð hvort hún óttist afturkipp í jafnréttismálum þegar þrengir að í efnahagsmálum, segir Hildur að ánægðir starfsmenn séu fyrirtækjum enn mikilvægari í niðursveiflu en góð- æri. „Það er mjög óskynsamlegt ef fyrirtæki ætla að draga úr sveigjan- leika í niðursveiflu, því það getur bitn- að á gæðum starfseminnar og leitt til verri samkeppnisstöðu fyrirtækisins, auk þess sem lykilstarfsmenn gætu beðið eftir fyrsta tækifærinu til að yf- irgefa vinnustaðinn. Flugleiðir er dæmi um fyrirtæki sem hefur gert sér grein fyrir þessu. Þegar niður- skurðarhnífnum var brugðið á loft þar á bæ nýlega var gripið til sveigj- anlegri lausna til að koma í veg fyrir að segja þyrfti upp fleira starfsfólki en raunin varð. Það er líklegt að þess- ir starfsmenn standi af sér niður- sveifluna og verði enn tryggari fyr- irtækinu fyrir vikið.“ Reynt að ná til sem flestra borgarbúa Jafnréttisstefna borgarinnar þarf að ná til allra borgarbúa ef vel á að vera, að mati Hildar. Hún bendir á að reynt sé að hafa samfellu í starfinu, til að ná til sem flestra. „Reykjavíkur- borg og Iðntæknistofnun voru með Brautargengisnámskeið, þar sem konur voru hvattar til að hrinda eigin viðskiptahugmyndum í framkvæmd. Í kjölfarið stofnaði borgin, iðnaðar- ráðuneytið og viðskiptaráðuneytið Lánatryggingasjóð kvenna, sem studdi konur til nýsköpunar í at- vinnumálum. Svo má nefna átaks- verkefni Námsflokka Reykjavíkur og borgarinnar, Gangskör, sem miðaði að því að bæta stöðu atvinnulausra kvenna á aldrinum 40–59 ára. Verk- efnið Karlar í fæðingarorlofi beindist auðvitað að ungum feðrum í borginni. Nú viljum við ná betur til nýbúasam- félagsins og munum hugsanlega eiga í samstarfi við Alþjóðahúsið, sem er verið að setja á laggirnar. Loks má svo nefna tölvuverkefni á leikskólun- um, sem miðar að því að virkja stelp- ur jafnmikið og stráka í tölvunámi.“ Starfsmat er jafnlaunatæki Á næsta ári verður eitt stærsta verkefni borgarinnar að hrinda af stað starfsmati, sem byggist á því að meta verðmæti starfa innan borgar- kerfisins, óháð einstaklingunum sem gegna þeim. „Starfsmat vegur þungt í umræðunni um launamun karla og kvenna og er í raun jafnlaunatæki. Það er eina raunhæfa leiðin til að upp- fylla þau lagatilmæli að greiða konum og körlum sömu laun fyrir jafnverð- mæt og sambærileg störf. Reykjavík- urborg hefur verið með ólíka kjara- samninga við hina ýmsu starfshópa, en í síðustu samningum við helstu við- semjendur borgarinnar var ákveðið að taka upp starfsmat og samræma launakerfi og réttindi þessa hóps. Þessi ákvörðun nær til 86% þeirra starfsmanna borgarinnar sem við semjum við.“ Reykjavíkurborg mun styðjast við breskt starfsmatskerfi, sem er samið fyrir sveitarfélög, að tilstuðlan at- vinnurekenda og stéttarfélaga. Breska jafnréttisráðið átti einnig hlut að gerð kerfisins. „Núna er búið að þýða kerfið yfir á íslensku og til- raunakeyrslu á því lýkur á næstu mánuðum. Það er tölvutækt og þegar það verður komið í gagnið getum við fengið samanburð um allt sem nöfn- um tjáir að nefna, í stað þess að leggja háar fjárhæðir í tímafrekar úttektir og þurfa svo að bíða niðurstöðunnar svo mánuðum skiptir. Reyndar er sveitarstjórnarstigið allt að taka upp sama kerfi og er víðtæk samvinna milli Reykjavíkurborgar og launa- nefndar sveitarfélaganna um til- raunakeyrsluna. Með þessu hefur sveitarstjórnarkerfið tekið algjöra forystu í jafnlaunamálum. Ég tel þetta merkilegan og einstæðan áfanga.“ Starfsmatinu á að vera lokið 1. des- ember á næsta ári. Samningstíma- bilinu lýkur hins vegar 31. nóvember 2005, svo borgin og viðsemjendur hennar hafa þrjú ár til að semja um hvernig laun verða löguð að niður- stöðum þess. „Nýir kjarasamningar verða með allt öðru sniði en áður hef- ur þekkst, enda er þetta grundvall- arbreyting þar sem markmiðið er að ná öllum starfsmönnum Reykjavíkur- borgar inn í eina launatöflu,“ segir Hildur Jónsdóttir, jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar. rsv@mbl.is Sveitarfélögin hafa tekið algjöra forystu í jafnlaunamálum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.