Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2001 39 Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284 ✝ Jón B. Krist-björnsson, húsa- smíðameistari, fæddist á Birnustöð- um á Skeiðum 16. júlí 1914. Hann lést 2. desember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Krist- björn Hafliðason og Valgerður Jónsdótt- ir. Jón var elstur 15 systkina, en á eftir honum komu; Sig- hvatur, Sigríður (lést á fyrsta ári), Sigríður, Ólafur (látinn), Guðlaug, Margrét (lát- in), Sigurjón, Guðrún (látin), Vilborg (látin), Bjarni, Emilía, Sigrún, Hafliði, Guðrún (lést á fyrsta ári), og Sigurbjörg upp- eldissystir. Jón kvæntist 1. maí 1947 Ingveldi Sigurjóns- dóttur, f. 17.8. 1915, d. 11.10. 2001. Börn þeirra eru: 1) Sigurjón, f. 8.9. 1949, d. 8.9. 1949. 2) Sigurjón, f. 5.9. 1951, d. 20.9. 1951, 3) Sigurlaug, f. 2.9. 1954, hennar börn: Drífa Björk, gift Kára Vali Sig- urðarsyni, Sindri Freyr, Elen Eik. 4) Kristbjörn, f. 25.8. 1956, kvæntur Lisu Becker-Jónssyni, hans börn: Jón Dal, Alexandra, Lilja Rós. 5) Valgerður f. 21.10. 1957, gift Guðna Hannessyni, þeirra synir: Arnar og Heiðar. Útför Jóns fór fram í kyrrþey. Jarðsett var í Gufuneskirkju- garði 10. desember síðastliðinn. Mig langar til þess að minnast afa og ömmu, Ingveldar Sigurjóns- dóttur, sem lést 11. október síðast- liðinn, með nokkrum orðum. Það eru svo margar minningar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa um ömmu og afa. Þeim tengi ég allar gleðilegustu minn- ingar mínar úr æsku því ég var alltaf mikil ömmu- og afastelpa. Mér eru til dæmis minnisstæðir morgnarnir áður en ég fór í skól- ann, þegar ég var lítil stelpa. Þá spiluðum við afi Marías út í eitt og afi leyfði mér auðvitað oft að vinna. Afi og amma fóru oft með mig í bíltúr og það fannst mér alveg meiriháttar, sérstaklega fyrir jólin þegar öll jólaljósin voru komin. Það var fastur liður að fara í bíltúr til að sjá jólaskreytingarnar í Rammagerðinni. Alltaf var það jafnmikil stemmning og tilheyrði alveg jólunum. Amma var svo mik- ið jólabarn, bakaði margar sortir af smákökum og vildi alltaf hafa hvít jól. Það var stöðugur gestagangur í Mávahlíðinni því öllum fannst gott að vera þar. Það var oft sagt í gríni að þetta væri eins og á Um- ferðarmiðstöðinni. Amma og afi voru líka sérlega gestrisin og amma var alltaf að baka pönnsur og annað góðgæti ofan í gestina. Afi og amma voru bæði miklir listamenn og handverksfólk. Afi var góður smiður og gat smíðað allt milli himins og jarðar. Það var svo gaman að fá að smíða í skúrn- um hans og föndra með ömmu. Við amma vorum búnar að ákveða að föndra saman fyrir jólin en svona er víst lífið, maður fær því miður ekki ráðið öllu. Á menntaskólaárunum bjó ég hjá afa og ömmu og var það ynd- islegur tími. Mér leið einstaklega vel þar hjá þeim. Afi var ótrúlega þolinmóður við að koma mér á fæt- ur því ég var alltaf að sofa yfir mig. Ég fékk líka nóg að borða, því ömmu var mjög mikilvægt að enginn færi svangur frá henni. Það sem er mér svo dýrmætt núna er að drengirnir mínir fengu að kynnast langafa sínum og lang- ömmu. Það var svo notalegt að fara þangað með þá. Þeir fengu að leika sér eins og þeir vildu, því amma og afi voru aldrei hrædd um að eitthvað skemmdist eða brotn- aði. Ef eitthvað brotnaði þá sagði amma alltaf að það skipti engu máli því þetta væri bara dauður hlutur. Það mikilvægasta væri að enginn hefði meitt sig. Á meðan strákarnir léku sér gátum við amma setið í stofunni eða eldhúsinu og spjallað. Það eru ófáar stundirnar sem fóru í spjall um lífið og tilveruna og þess sakna ég sárlega. Heimsóknirnar í Máva- hlíðina voru yfirleitt í lengri kant- inum því þetta var eins og mitt annað heimili. Amma sagði líka oft að ég væri ekki gestur heldur bara ein af heimilisfólkinu. Ég er þakklát fyrir að hafa átt svona góðan afa og ömmu en um leið svo sorgmædd yfir að hafa þau ekki lengur hjá mér. Það er þó huggun að vita að nú eru þau sam- an aftur. Ég vona að þau fylgist með mér og fjölskyldu minni og taki seinna á móti okkur öllum. Þangað til á ég minningarnar um besta fólk sem ég hef þekkt. Drífa. Það er erfitt að skrifa kveðjuorð til afa. Hann dó aðeins sjö vikum eftir að amma dó. Það er mikið frá okkur tekið að missa þau bæði með svo stuttu millibili. Afi var alltaf í góðu skapi og var einstaklega þolinmóður maður. Hann hafði alltaf tíma fyrir okkur og við nutum þess að vera með honum í bílskúrnum að smíða og hlusta á skemmtilegar sögur, bæði þær sem hann bjó til jafnóðum og eins sagði hann okkur oft frá æsku sinni. Hann var svo gamansamur og sá alltaf það spaugilega við alla hluti svo sögurnar voru alltaf skemmtilegar. Eitt sinn þegar við vorum litir og vorum með afa í bílskúrnum að dunda sáum við mús þar inni. Þá vildi afi endilega gefa henni eitt- hvað í svanginn og sendi okkur inn til ömmu eftir bita handa músinni. Næstu daga var svo fylgst með músinni og margar músasögur fylgdu á eftir. Svona var afi, hann vildi öllum vel. Afi var mjög atorkusamur og kenndi okkur ýmsa verktækni og eins að nota hugmyndaflugið við vinnu okkar, enda var hann snill- ingur í höndunum og skilur eftir sig mikið af listmunum. Afi var orðinn heilsulítill og eftir að amma dó hrakaði honum hratt. Nú er hann kominn til ömmu, þeim leið líka best saman. Betra fólk en þau er varla hægt að hugsa sér. Við munum sakna afa og ömmu mikið og þökkum fyrir ynd- islega samveru. Arnar og Heiðar. JÓN B. KRISTBJÖRNSSON ✝ Jónas ÞorbergJónasson fædd- ist á Bæjarklettum á Höfðaströnd 2. febr- úar 1934. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 7. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Þorbjörg Jóns- dóttir, f. 7.5. 1899, d. 25.12. 1973, og Jónas Jónsson f. 17.6. 1893, d. 2.12. 1933. Jónas bjó fyrstu ár ævi sinnar á Bæjarklettum ásamt móður sinni Þorbjörgu Jónsdóttur, f. 7.5. 1899, d. 25.12. 1973 og fimm systkinum en fað- ir þeirra var Jónas Jónsson f. 17.6 1893, d. 2.12 1933. Systkini hans eru: Karl Ferdinand, f. 26.2. 1922, d. 8.5. 1983, Jónína Margrét, f. 7.7. 1923, býr á Siglufirði, Guðjón Margeir, f. 1.3. 1927, d. 15.2. 1951, Sigur- björn Skagfjörð f. 28.3. 1931, d. 4.3 1979, og Páll Ellert, f. 19.6. 1929, d. 3.3 1999. Hinn 23. júní 1973 giftist Jón- as eftirlifandi eiginkonu sinni Kristínu Soffíu Kristinsdóttir, f. 26.9. 1928, og bjuggu þau á Hofsósi. Árið 1974 tóku þau í fóstur tvö systkini: Steinar Sigurjón Sörensson, f. 24.7. 1972, sam- býliskona hans er Anna Kristín Magn- úsdóttir, f. 14.7. 1983. Sonur Stein- ars er Sölmundur Ísak, f. 26.12. 1993. Amalía Vilborg Sörensdóttir, f. 16.4. 1974, sam- býlismaður hennar er Einar Gunnar Hermannsson, f. 26.9. 1966, þau eiga soninn Kristófer Elís, f. 11.8. 1996. Jónas bjó fyrstu ár ævi sinnar á Bæjarklettum ásamt móður sinni og systkinum en hún ól þau upp við kröpp kjör, faðir þeirra lést í skipsskaða fyrir fæðingu Jónasar. Jónas vann lengst af við sjómennsku og fiskvinnu og rak um árabil Salt- fiskverkunina Árver á Hofsósi ásamt tveimur félaga sinna. Síð- ustu árin vann hann hjá fiskiðj- unni Höfða á Hofsósi eða þar til snemma á árinu. Útför Jónasar fór fram frá Hofsóskirkju 15. desember. Nú þegar faðir minn er látinn finn ég tómarúm í hjarta mínu sem seint verður fyllt. Ég hef alla tíð álitið mig heppna að hafa lent á svo góðu heim- ili sem raun ber vitni, foreldrar mín- ir sem tóku mig að sér þegar ég var bara 8 mánaða gömul og önnuðust mig alla tíð, hafa í raun gefið mér allt sem ég er í dag. Ég mun alla tíð minnast þín elsku pabbi, þú gafst mér svo margt. Það er ekki sjálfgefið að eignast svo góða foreldra eins og ég eign- aðist og nú vona ég að ég geti á ein- hvern hátt stutt við bakið á mömmu í gegnum þetta allt og ég mun reyna. Ég var heppin að hafa þig hjá mér í sumar og ég veit að Kristófer elsk- aði að hafa afa og ömmu í heimsókn og hann lét ykkur glaður í skaut her- bergið sitt og sætti sig alveg við að geyma allt dótið sitt á svölunum í sumar, það er nú djúpt skarð hoggið í litla hjartað hans að missa enn einn ástvin sinn úr krabbameini á 2 ár- um. Það var með mínum þyngstu sporum þegar ég fór á Landspítal- ann í heimsókn til þín, ekki vegna þess að ég kviði fyrir heimsókninni heldur vegna þess að ég vissi að hver ferð gæti orðið hin síðasta. Síð- ustu stundirnar okkar saman voru mjög góðar og ekki var djúpt á húm- ornum þó líkaminn væri að gefa sig. Þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér og allt sem þú varst mér og fyr- ir að hafa verið til. Þín dóttir, Amalía. Mér brá illilega þegar að ég frétti að þú elsku pabbi minn værir orðinn veikur. Ég hef alltaf dáðst að styrk þínum og þoli og hefði viljað trúa því innst inni að þú yrðir með mér að ei- lífu. Í hjarta mínu og huga lifir þú og allt sem þú hefur kennt mér. Þú sýndir mér, kannski án þess að gera þér grein fyrir því, að draumar manns geta orðið að veruleika. Ég dái þig fyrir allt sem þér tókst að framkvæma, að komast uppúr ör- birgð, stofna fjölskyldu, sjá henni farborða hvernig sem áraði og vera þinn eigin herra. Ég dáist að dugn- aði þínum og vona í hjarta mínu að ég geti látið hann verða að fyrir- mynd í mínu eigin lífi. Ég veit að dauðinn er aðeins upphaf annars lífs og ég veit að þú munt hafa auga með okkur. Ég þakka þér allar okkar stundir pabbi og veit að okkar leiðir munu síðar liggja saman á ný, en þangað til lifir þú í huga mér og hjarta og ég votta þér mína dýpstu virðingu. Þinn sonur, Steinar. Elsku afi. Það virðist ekki langt síðan ég var hjá þér og ömmu eina viku á Hofsósi en samt segir mamma að það hafi verið í fyrra. Það var í fyrsta sinn sem ég var hjá þér og ömmu aleinn og mér fannst það svo gaman. Skemmtilegast fannst mér að fá að kynnast þér afi minn. Ég vildi að ég hefði haft meiri tíma til þess því þú varst svo góður við mig. Takk afi minn fyrir góðu stund- irnar okkar sem voru alltof fáar. Nú fáið þið afi Sölli vonandi að kynnast í heiminum þar sem þið eruð. Sölmundur Ísak Steinarsson. JÓNAS ÞORBERG JÓNASSON Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Nið́r í Djúpadalsins barm döggin fallast lætur um nætur. Margur ber í hljóði harm, húmið teygir langan arm, en grasið grætur. Skuggavætta viðsjál mögn verða oft að meini – í leyni. Stundum hjörtu hrædd, að sögn, helga rjúfa næturþögn með köldu kveini. Þegar hulin hjartasár hrópa á meinabætur um nætur, þá er daggardropinn smár dapurt meðaumkunartár, – og Guð, sem grætur. (Jóhannes úr Kötlum.) Elsku Elín og pabbi, Óli, Katrín, Júlíanna, Eiríkur, Davíð, Guðrún, Helena og aðrir ástvinir, megi góð- ur Guð vera með ykkur í sorginni. Megi minning hennar vera ljósið í lífi ykkar. Sæmundur og Sigríður, Jóhann og Helga, Ólöf og Jóhann, Anna María og Randy. Það er ekki hægt að lýsa með fáum orðun því sem Elín Anna gerði fyrir okkur sem kynntumst henni á spjallrásum internetsins. Hún var persóna sem allir heill- ELÍN ANNA JÓNSDÓTTIR ✝ Elín Anna Jóns-dóttir fæddist í Reykjavík 17. febr- úar 1961. Hún lést af slysförum 1. desem- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Langholts- kirkju 10. desember. uðust af. Við sem töl- uðum við hana kynnt- umst útgeislun henn- ar og einlægni. Elín Anna var hreinskiptin með gull- hjarta og gaf ekkert eftir í þeim húmor sem oft fer fram hjá okkur á spjallinu. Hún hafði líka þann stórkostlega eigin- leika sterkrar per- sónu að vera ekki hrædd við að leita stuðnings, sem og að veita stuðning þegar á þurfti að halda. Það er líka hægt að sjá hvernig persóna hún var með að líta á að hún eignaðist marga góða vini á öllum aldri út um allan heim og hennar er sárt saknað núna. Við þökkum henni samveruna og góðu stundirnar með þessum fátæklegu orðum okk- ar til hennar og fjölskyldu hennar. Við biðjum þess að allar góðar vættir vaki yfir og verndi fjöl- skyldu hennar og aðstandendur og haldi í hönd þeirra á þessum erfiðu tímum sem og um framtíð alla. Hún, sem nú er horfin sjónum heimt á æðra þroskaskeið, lifir sæl í ljóssins sölum laus við jarðneskt böl og neyð. Hún vill segja: „Hjartans vinir hryggist ei, því lofar jörð andinn flýgur, föður hæða, færið lof og þakkargjörð.“ (T.R.J.) Spjallvinir. Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.