Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 19
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2001 19 FLUGLEIÐIR opnuðu á föstudag nýtt fræðslusetur á Suðurlands- braut 12, í bakhúsi. Fræðslusetrið er miðstöð starfsþjálfunar og kennslustarfsemi fyrir starfsfólk Flugleiða og verður jafnframt til útleigu. Kennslustarf Flugleiða var til margra ára á annarri hæð Hótel Esju, sem nú er verið að end- urbyggja. Nýja húsnæðið á Suður- landsbraut 12 er um 900 fermetrar að stærð og skiptist í þrjár stórar kennslustofur og fjórar minni, auk tækjasalar þar sem m.a. er unnt að kenna meðferð björgunarbáta og annars búnaðar. Þá er í fræðslusetrinu kaffistofa og önnur aðstaða fyrir nemendur og kenn- ara. Flugleiðir leggja áherslu á þjálf- un starfsmanna og símenntun. Ákveðnir starfshópar innan Flug- leiða fá lögbundna þjálfun áður en þeir hefja störf og síðan með ákveðnu millibili þann tíma sem þeir starfa hjá félaginu. Önnur þjálfun en sú sem er lög- bundin er t.d. nýliðaþjálfun, sí- og endurmenntun starfshópa, einkum í tölvunotkun, stjórnendaþjálfun og utanaðkomandi námskeið. Þessu til viðbótar reka Flugleiðir ferðaskóla þar sem boðið er upp á þjálfun fyrir störf við ferðasölu, segir í frétt frá Flugleiðum. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Baldur Jónsson verktaki, Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, Guðmundur Pálsson, framkvæmdastjóri flug- rekstrarsviðs Flugleiða, og Haraldur Baldursson, deildarstjóri þjálfunardeildar Flugleiða. Fræðslusetur Flugleiða opnað FÖSTUDAGINN 14. des. á milli kl. 14.30 og 14.45 var ekið á bifreiðina UH-993, sem er Mitsubishi L-200 pallbifreið, svört og grá að lit. Bifreiðin stóð á bifreiðastæði við Skógarhlíð 12. Tjónvaldur, sem var á hvítri sendiferðabifreið á rauðum númerum, yfirgaf vettvang án þess að tilkynna tjónið. Bifreiðin UH-993 er skemmd á hægra framhorni. Bifreið tjónvalds er hugsanlega skemmd á vinstra afturhorni. Sá eða þeir, sem geta gefið upplýsingar um mál- ið, eru beðnir um að hafa sam- band við lögregluna í Reykjavík. Lýst eftir vitnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.