Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ VEIÐIBYSSA Jóns konungsritara var smíðuð af fyrirtækinu John Blanch & Son í London. Skrár verksmiðjunnar glötuðust í síðari heimsstyrjöldinni, en breskur sérfræðingur telur að byssan hafi verið smíðuð um árið 1875. Jóhann segir að byssusmiðurinn John Blanch sé vel þekktur. Hann fæddist 1784 og lærði iðn sína hjá Jackson Mortimer, sem var þekktur byssusmiður á sínum tíma. Meðan á náminu stóð kynntist John dóttur meistara síns og kvæntist henni. Blanch vann um tíma hjá John Manton, frægum enskum byssusmið, en gerðist síðan meðeigandi tengdaföður síns 1811. Fyrirtæki þeirra hét „Mortimer & Blanch“ og var til húsa í Fish St Hill 39 í London. Samstarfið gekk ekki og um síðir flutti John Blanch verkstæði sitt í Gracechurch Street 29 þar sem byssusmiðjan var til húsa í 90 ár. Blanch-hjónin eignuðust þrjá syni sem allir lærðu byssusmíði hjá föður sínum. Sá elsti, John fæddur 1812, vann í Hull um tíma en flutti til Ástralíu þar sem hann fórst í spreng- ingu á verkstæði sínu í Melbourne 1839. Ann- ar sonurinn, Henry Mortimer fæddur 1817, flutti einnig til Ástralíu. Sá þriðji, William (1822–99), vann í smiðju föður síns og varð meðeigandi. Frá 1848 hét fyrirtækið John Blanch & Son. Þar voru framleiddar byssur af ýmsum gerðum, allt frá framhlæðum til vand- aðra kinnalásbyssna með útkasti. Fyrirtækið hætti rekstri um 1942. „Byssa Jóns Hjaltalíns Sveinbjörnssonar er með framleiðslunúmer 4596, sem gefur til kynna að hún hafi verið smíðuð um 1875. Þetta er tvíhleypa, cal. 12, með damaskus- hlaupum. Við framleiðslu damaskus-hlaupa voru renningar úr járni og stáli undnir utan um járnmöndul og hamraðir saman. Járn- möndullinn var síðan fjarlægður þegar hlaupið var fullhamrað. Þegar hlaupið var brúnerað, sem er kemísk aðferð til að mynda varnarhúð líkt og blámun, kom í ljós fallegt munstur sem varð fallegra eftir því sem fleiri teinar voru Vönduð veiðibyssa Jóhann Vilhjálmsson byssusmiður eignaðist nýlega veiðibyssu Jóns Hjaltalíns Sveinbjörnssonar konungsritara. Jóhann rakst á byssuna þar sem hún var til sölu í Danmörku og vakti athygli hans að við byssuna var fest æviágrip Jóns á íslensku. Lásverkið er handsmíðað og fægt og fallegt handbragð á öllum hlutum, eins og í fínasta úrverki. Greinilega má sjá hvernig tekið er úr skeft- inu fyrir lásverkinu og málmur og tré fellt nákvæmlega saman. Byssan er merkt með upphafsstöfum Jóns Hjaltalíns Sveinbjörnssonar: J.H.Svb. Platan er greypt neðan í skeftið. Til að smíða damaskus-hlaup var járn- og stálrenningum vafið um járnmöttul og þeir hamraðir saman glóandi heitir, við „brúneringu“ kom í ljós fallegt mynstur í hlaupinu. notaðir í vafningana,“ segir Jóhann. Hlaupið á byssu Jóns er 30 þumlunga, eða 76 sentimetra, langt og óþrengt líkt og algilt var um haglabyssur á þessum tíma. Hún er með kinnalásum og utanáliggjandi hömrum eins og flestar byssur á þessum tíma. Nafn framleiðandans, J. Blanch & Son, er grafið í kinnaplöturnar. Einnig er grafið á þær mjög fínt enskt munstur, líkt og á allt láshúsið. Stíll- inn á málmgreftrinum er svonefnt English Scroll. Byssulásinn er smíðaður eftir einkaleyfi Purdeys og er með hliðaropnun, en ekki Scott-spindli að ofan eins og nú þekkist. „Lás- inn að innan er eins og í vönduðu vasaúri, allt pólerað og fagurt form á öllum pörtum. Viður og járn svo vel fellt saman að hvergi sést missmíði,“ segir Jóhann. Byssan hefur verið smíðuð fyrir fremur lág- vaxinn mann því lengd frá skeftisenda að gikk er ekki nema 345 mm en fyrir fullvaxna Ís- lendinga nútímans er algeng lengd um 370 mm. Falleg hnota er í skeftum og eru þau með tígulskornum gripum.Veiðibyssa Jóns konungsritara var smíðuð af hinu virta fyrirtæki J. Blanch & Son í London um 1875. Þetta er vönduð handsmíðuð tvíhleypa með utanáliggjandi hömrum. Morgunblaðið/RAX J ÓN Hjaltalín Sveinbjörnsson,konungsritari, var stundumkallaður „fyrsti maður frákóngi“ því enginn íslenskur embættismaður stóð nær kon- ungi Danmerkur og Íslands frá því Ísland varð fullvalda ríki 1. desem- ber 1918 og til lýðveldisstofnunar 17. júní 1944. Eftir lýðveldisstofnun gegndi Jón starfi ritara Danakon- ungs um íslensk málefni til 30. júní 1950 að hann lét af störfum vegna aldurs. Á árunum frá fullveldi til lýðveldisstofnunar var Jón jafn- framt ríkisráðsritari. Kristján konungur X. kom hing- að til lands 1921, 1926 og á Alþing- ishátíðina 1930. Í öll skiptin kom Jón Sveinbjörnsson á undan kon- ungi til landsins að undirbúa komu hans. Þegar hlé gafst frá annasömum embættisferli stundaði Jón gjarnan veiðar, bæði stangveiðar og skot- veiðar. Nýlega var Jóhann Vil- hjálmsson, byssusmiður í Reykja- vík, á ferð í Danmörku og rakst þar á gamla veiðibyssu af vandaðri gerð sem hafði verið í eigu Jóns kon- ungsritara. Jóhann festi kaup á byssunni og er hún nú komin til Ís- lands. Fallegur og huggulegur Guðrún M. Einarson, dóttir Magnúsar Einarsonar dýralæknis og konu hans Ástu Sveinbjörnsson, systur Jóns konungsritara, býr í Reykjavík á 97. aldursári. Hún seg- ist muna vel eftir Jóni konungsrit- ara, bæði þegar hann kom í heim- sókn í bernskuheimili hennar og eins frá Danmörku. „Hann var afskaplega fallegur og huggulegur maður og eins konan hans, hún Ebba. Þau voru mér ákaflega góð,“ sagði Guðrún. Hún var í Konservatoríinu í Kaup- mannahöfn veturinn 1923–24, en hún er fædd 1905. „Ég lærði á pí- anó í Konservatoríinu hjá Haraldi Sigurðssyni frá Kaldaðarnesi. Hann var mjög góður kennari. Þarna var líka Anna Pjeturs vinkona mín að læra á píanó.“ Jón og Ebba höfðu misst Svövu dóttur sína, sem var jafnaldra Guð- rúnar, árið 1923. „Jón vildi fá mig í heimsókn. Honum þótti ég dálítið lík Svövu. Hann syrgði Svövu sárt. Sat oft inni í stofu og hafði mynd af henni fyrir framan sig.“ Svava samdi bænavers þegar hún var á heilsuhæli, sjúk af berklum. Jón kenndi Guðrúnu bænaversið, það var svona: Tak for alt hvad du har givet Tak for hjelpen hiden til Hvis jeg mange år skal lide Hjelp mig tappert da at stride Til det engang hjemad går Þetta erindi þýddi séra Sigurður Ægisson, sóknarprestur á Siglu- firði, að beiðni greinarhöfundar: Góða þökk ég flyt og færi, fyrir alla hjálp, minn kæri. Eigi’ ég fleiri ár að líða, auk mér hug þann tíma’ að stríða, uns ég kem í faðminn þinn. Jón og Ebba bjuggu lengi í Kaupmannahöfn en fluttu snemma á 4. áratugnum á lítinn herragarð, Egedal, sem var úti í sveit utan við Kaupmannahöfn. Þangað var um hálftíma ferð. Guðrún segir að þar Kristján X. við veiðar í Elliðaánum 1921. Pétur Ingimundarson heldur á löxum. Jón konungsritari er annar frá hægri. Fyrsti maður frá kóngi og byssan hans Jón Hjaltalín Sveinbjörnsson konungsritari var stundum kallaður „fyrsti maður frá kóngi“. Jón var lykilmaður í samskiptum Íslands og Danmerkur á fyrrihluta 20. aldar. Í frístundum lagði Jón stund á veiðar. Guðni Einarsson kynnti sér heimildir um Jón og skoðaði vandaða veiðibyssu hans sem ný- lega var keypt til landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.