Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2001 45 Lyngháls 7 - Til sölu eða leigu! Um er að ræða afar glæsilegt iðnaðarhús- næði með frábærri aðkomu, fjölda bíla- stæða og stóru athafnasvæði á besta stað við hlið Íslenska útvarpsfélagsins við Lyng- háls í Reykjavík. Eignin skiptist í tvær hæð- ir. Efri hæðin er 1.712 fm með háum inn- keyrsludyrum auk þess sem gert er ráð fyr- ir öðrum innkeyrsludyrum ef vill. Lofthæð er 4,9 m. Neðri hæðin er 682 fm með mjög stóru athafnasvæði og góðri aðstöðu fyrir móttöku gáma (gámarampar). Eigninni fylgir allt að ca 2.900 fm bygg- ingarréttur að iðnaðar/skrifstofuhúsnæði með aðkomu frá Krókhálsi. Þar getur loft- hæð verið allt að 12 m. Öflugt raflagna- og loftræstikerfi er í hús- inu. Vörulyfta er á milli hæða. Allar upplýsingar veitir Franz á Hóli í síma 893 4284 í dag og næstu daga Þetta er einstakt tækifæri fyrir stórfyrirtæki til að tryggja sér frábært húsnæði með stækkunar- möguleikum.  Ársalir - fasteignamiðlun  Ársalir - fasteignamiðlun   Ársalir - fasteignamiðlun  Ársalir - fasteignamiðlun  Grensásvegur 22 - Til leigu ÁRSALIR FASTEIGNAMIÐLUN sími 533 4200 Vandað verslunar-, skrifstofu- og lager- húsnæði alls 446 fm til leigu frá janúar nk. Húsið stendur á mjög áberandi stað við fjölfarna umferð- argötu. Góð að- koma og bílastæði. Húsnæðið skiptist þannig: Verslunar- húsnæði á 1. hæð, 122 fm, skrifstofur á 2-og 3 hæð, 244 fm. Lagerhúsnæði á jarð- hæð, ca 80 fm. Allar nánari upplýsingar hjá Ársölum. Glæsileg og mikið endurnýjuð 4ra herb. íbúð á 3. hæð til hægri í góðu fjölbýlishúsi ásamt góðum 24 fm bíl- skúr. Rúmgóð stofa. 3 svefnherbergi. Parket á gólfum. Nýjar kirsuberjainnr. í eldhúsi. Baðherb. allt endurnýjað. Góðar suðursvalir. Útsýni. Verð 14,2 millj. Rannveig og Ingólfur bjóða ykkur velkomin milli kl. 14 og 18 í dag. OPIÐ HÚS í dag frá kl. 14–18 á HÁALEITISBRAUT 121, REYKJAVÍK, 3. HÆÐ TIL HÆGRI - BÍLSKÚR Sif gullsmíðaverkstæði, Laugavegi 20b Klapparstígsmegin Guðlaugur A, Magnússon, Laugavegi 22a Sif skartgripir fást hjá Smáralind ÍSLENSK myndgreining ehf. í Lækna- miðstöðinni Álftamýri 5 hefur tekið í notkun nýtt tæki fyrir segulómrann- sóknir (MRI). Tækið heitir E-SCAN og er frá fyrirtækinu Esaote. Nýja tækið er 0.2 tesla, E-SCAN dig- ital, nýjasta og fullkomnasta framleiðsla í MRI-tækninni frá Esaote. Tækið verð- ur notað við segulómrannsóknir, á öxl- um, hnjám, ökklum, fótum, olnbogum, ristum, mjöðmum, og úlnliðum. Tækinu fylgir tölvubúnaður sem gerir læknum kleift að skoða myndir á tölvuskjá. Þess má geta að General Electric Medical, stærsta fyrirtæki í heimi í sölu og framleiðslu á myndgreiningarbúnaði, selur E-SCAN undir vörumerki sínu í Bandaríkjunum, segir í fréttatilkynn- ingu. Nýtt segul- ómtæki Örn Thorstensen frá Íslenskri myndgreiningu, Guðmundur Hreið- arsson, deildarstjóri lækningatækja Heklu, Sigfús R. Sigfússon, for- stjóri Heklu, Einfríður Árnadóttir, Íslensk myndgreining, og Hrafnkell Gunnarsson, framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs Heklu. EFTIRFARANDI tillaga var sam- þykkt á aðalfundi fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Kópavogi: „Aðalfundur fulltrúaráðs fram- sóknarfélaganna í Kópavogi hald- inn 21. nóvember árið 2001 sam- þykkir að fela uppstillinganefnd að gera tillögu að framboðslista fyrir bæjarstjórnarkosningar árið 2002. Nefndin skuli skipuð tveimur fulltrúum hvers félags auk for- manns. Hún skal kosin til starfa á aðalfundi og skila tillögu um röðun á lista af sér á almennum fundi fulltrúaráðs ekki síðar en 1. mars 2002. Nefndin skal við gerð tillögu sinnar leggja áherslu á að listinn verði með jöfnustum hætti skip- aður konum og körlum. Þá skal gæta að fjölbreytni í aldri, mennt- un og störfum frambjóðenda. Upp- stillinganefnd skal óska eftir fram- boðum og tilnefningum meðal félagsmanna. Þá skal nefndin leita almennra athugasemda eða ábend- inga við val á listann meðal flokks- manna.“ Þrjú framsóknarfélög eru starfandi í Kópavogi; Framsókn- arfélag Kópavogs, Freyja (félag framsóknarkvenna) og Félag ungra framsóknarmanna. Nefndin hefur nú óskað eftir til- nefningum í bréfi sem sent hefur verið öllum skráðum félögum flokksins í Kópavogi. Frestur til að skila inn ábendingum og tilnefn- ingum rennur út þann 15. janúar nk.,“ segir í frétt frá uppstillinga- nefnd fulltrúaráðs framsóknar- félaganna í Kópavogi. Framsókn- armenn í Kópavogi stilla upp KYNNING verður á margmiðlunar- efni frá Námsgagnastofnun í Skóla- vörubúðinni, Smiðjuvegi 5, Kópa- vogi, mánudaginn 17. desember kl. 14–18. Undanfarið hefur komið út hjá stofnuninni töluvert af margmiðlun- arefni á geisladiskum sem hentar vel til jólagjafa. Meðal þess sem kynnt verður eru margmiðlunardiskarnir Undur líkama míns og Svona vinna tækin, sem henta börnum að 10 ára aldri, verðlaunadiskurinn The A-fil- es, sem ætlaður er til enskunáms, og Alfræði íslenskrar tungu sem er yf- irgripsmikð safn fræðigreina og ann- ars fróðleiks um íslenska tungu. Gert er ráð fyrir að kynningin á Al- fræði íslenskrar tungu hefjist um klukkan hálffimm. Kynningarnar verða í höndum rit- stjóra Námsgagnastofnunar, segir í frétt frá Námsgagnastofnun. Kynning á margmiðl- unarefni NÁMSKEIÐIÐ Öflugt sjálfstraust verður haldið í Foreldrahúsinu í Vonarstræti 4 b dagana 10. og 12. janúar 2002. Námskeið er fyrir alla foreldrar sem vilja styrkja sig í að vera jákvæðar fyrirmyndir fyrir börn sín. Kenndar eru aðferðir til að efla sjálfstraust og ákveðni og persónustyrk. Fjallað verður um hátt/ lágt sjálfsmat, áhrif hugarfars, viðhorfa og hugsunar á hegðun og líðan. Einnig leiðir til að byggja sig upp og taka ábyrgð á eigin lífi og heilsu. Þátttakendur fá vinnubók og geisladisk með efninu á, fyrirlestrar eru á myndbandi, höfundarnir Sæ- mundur Hafsteinsson og Jóhann Ingi Gunnarsson flytja. Leiðbein- endur eru ráðgjafar Foreldrahúss- ins. Námskeiðið byggist upp á fyr- irlestrum, verkefnavinnu og um- ræðum. Allar upplýsingar er að fá í For- eldrahúsinu, segir í fréttatilkynn- ingu. Forvarna- námskeið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.