Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Elsku Kata frænka mín er allt í einu horfin á braut. Hún var ein af þeim sem mér fannst að mundu alltaf vera á meðal okkar. Hún var bara þannig, létt í lund, jákvæð, lífsglöð, heilsu- hraust og lifði lífinu lifandi. Samt er auðveldara að skilja og sætta sig við hversu fljótt hún fór af því að það var þannig sem hún var vön að hafa hlut- ina. Hún var hugmikil og kunni bet- ur við að vera ekki að neinu hangsi. Fyrstu minningarnar eru frá heimsóknum okkar systkinanna með mömmu og pabba að Skálakoti. Kata var mjög barngóð og jafnan ríkti mikil eftirvænting að fá að fara þangað og jólaboðin eru sérstaklega eftirminnileg. Þá var spilað og ekki var erfitt að fá skilning hjá Kötu á því hvað strákarnir voru leiðinlegir þegar þeir voru að svindla. Pabbi fór yfirleitt í klippingu til Kötu og sátum við krakkarnir um að fá að fara með. Við vildum gjarnan hafa þær heim- sóknir lengri, en hún var svo fljót að klippa og pabbi var líka oft að flýta sér eins og hún. Aldrei fórum við þó heim án þess að þiggja veitingar og nesti fengum við líka. Kötu var ým- islegt til lista lagt, hún saumaði einu sinni jólakjóla á okkur systurnar sem okkur fannst svo flottir, prjóna- flíkur hef ég líka fengið frá henni sem hafa verið svo fallegar og vel unnar. Ég man líka hvað mér fannst merkilegt þegar Kata var fengin til hjálpa kindum sem áttu erfitt með burð. Kata var svo ung í anda og for- dómalaus, ungir jafnt sem aldnir löð- uðust að henni, enda var hún ein- staklega hreinskiptin, heiðarleg og gefandi. Eftir að þau Bjarni fluttu í Hvolsvöll og hún svo á Kirkjuhvol var jafn notalegt að koma í heim- sókn. Hlýlegar móttökur og alltaf voru veitingar á borðum og svo nesti fyrir smáfólkið. Þegar ég hitti hana í veislum var hún yfirleitt með góð- gæti í töskunni sinni sem börnin nutu góðs af. Ef Bjarni minn var ekki með mér, þá bað hún mig fyrir sendingu til hans og hann var ekki hár í loftinu þegar hann vissi hvar Kata ætti heima. Með þessum orðum kveð ég elsku Kötu frænku mína, ég mun sakna símtalanna við hana og heimsókn- anna til hennar. Ég sendi Magga, Viðari, Rúnu, Birnu og fjölskyldum þeirra innileg- ar samúðarkveðjur. Guð geymi þig, elsku Kata mín. Elín Pálsdóttir. Stór og glæsilegur systkinahópur ólst upp í Steinum undir Eyjafjöllum á öðrum og þriðja tugi 20. aldar, börn Magnúsar Tómassonar og Elínar Bárðardóttur ljósmóður, sem reistu sér þar hús um þjóðbraut þvera árið 1909. Fjórir synir þeirra urðu góð- bændur í sveit sinni, Tómas í Skarðs- hlíð, Bárður í Steinum, Sigurbergur í Steinum og Páll í Hvassafelli (Stein- um). Tvær dætranna urðu húsfreyj- ur í sveit, Katrín í Skálakoti undir Eyjafjöllum og Vigdís á Herjólfs- stöðum í Álftaveri. Höfuðborgina prýddu tvö þeirra systkina, Óskar bifreiðarstjóri og Þyrí Marta. Þar bjó og fóstursystirin, Kristbjörg Óskarsdóttir. Gæðadrengurinn Rút- ur dó af slysförum í Reykjavík 1947, aðeins 26 ára gamall. Í Reykjavík lá leið mín oft í Tjarnargötu 16 til hinn- ar mikilhæfu og skemmtilegu hús- freyju Þyríar frá Steinum. Ekki gleymist hve gaman var að blanda KATRÍN MARTA MAGNÚSDÓTTIR ✝ Katrín MartaMagnúsdóttir fæddist í Steinum undir Eyjafjöllum 22. október 1918. Hún lést á Landspít- ala – háskólasjúkra- húsi í Fossvogi 5. desember síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Ásólfsskálakirkju í V-Eyjafjöllum 15. desember. við hana geði í rabbi um lífið og líðandi stund yf- ir ilmandi kaffibolla. Á Austursveitum átti ég alloft fagnaðarfundi hjá Vigdísi og Hirti á Herj- ólfsstöðum og þar var jafnan veisluborð búið gesti. Mikð hefðu Eyja- fjöll farð á mis við hefðu Magnús og Elín ekki tekið þar heima með sín mannvænlegu börn. Magnús Tómasson, bóndi og kaupmaður í Steinum, var fæddur á Hrútafelli undir Eyjafjöllum, sonur Tómasar Tómassonar bónda þar og konu hans, Katrínar Jónsdóttur frá Undirhrauni í Meðallandi. Góðar ættir stóðu að þeim hjónum. Föður- móðir Magnúsar var Vilborg systir Guðmundar Brynjólfssonar hins ríka á Keldum. Tómas á Hrútafelli átti m.a. ætt að rekja til Þorbjargar systur séra Jóns Þorlákssonar á Bægisá. Elín á Steinum var dóttir Bárðar Pálssonar bónda á Raufarfelli undir Eyjafjöllum og konu hans, Ólafar Ólafsdóttur. Bæði voru þau Austan- sveitamenn, Bárður frá Hunkubökk- um á Síðu og Ólöf frá Syðri-Steins- mýri í Meðallandi. Um ættir þeirra er auðvelt að fræðast í gagnmerku riti Björns Magnússonar prófessors, Vestur-Skaftfellingar I–IV. Bárður á Raufarfelli og Ólafur sonur hans létust í hörmulegum skipskaða undir Eyjafjöllum 19. maí 1890. Ólöfu ekkju hans brast ekki hug né dug til að halda áfram búskap með styrk barna sinna og átti síðar eftir að hjálpa Elínu dóttur sinni við að koma barnahópi hennar á legg. Tveir bræður Elínar urðu öndvegisbænd- ur undir Eyjafjöllum, þeir Jón í Drangshlíðardal og Páll í Ytri-Skóg- um. Þriðji bróðirinn í bændastétt var Páll í Kerlingardal. Þuríður Bárðar- dóttir ljósmóðir, systir Elínar, var mikils metinn borgari í Reykjavík. Kristín systir þeirra, búsett í Reykjavík, var einnig lærð ljósmóð- ir. Við hana var gaman að blanda geði, hún muldi ekki utan úr hlut- unum í orðræðu. Fleiri voru Bárð- arbörn. Tvö systkini Magnúsar í Steinum bjuggu búi sínu undir Eyja- fjöllum, Tómas á Hrútafelli og Vil- borg í Hlíð. Ekki gat meiri rausnargarð í sveit en hjá Magnúsi og Elínu. Þar var gestaönn alla daga ársins, öllum fagnað af velvild og aldrei farið í manngreinarálit. Ómælt var það sem fór út af heimili í matbjörg og öðru til þeirra sem minna máttu sín. Um það hef ég skrifað eftirtektarverða frá- sögn í bók minni „Sjósókn og sjáv- arfang“. Heimilið í Steinum var á alla grein til fyrirmyndar, búskapur alltaf í blóma og vakandi fyrirhyggja í öllum störfum utan bæjar og innan. Skapfesta og reglusemi einkenndu allt heimilishald og löngum var glatt í ranni. Að því studdi uppvaxandi æskufólk heimilis og gestafjöldinn sem unninn var beini allan ársins hring. Heimili Magnúsar og Elínar var réttnefnd miðstöð mannlífs und- ir Eyjafjöllum og var gestum þó víð- ar gott að knýja dyra þar í byggð. Nú eru það aðeins Vigdís frá Herj- ólfsstöðum og Kristbjörg sem standa eftir af æskuhópnum stóra frá Steinum og er hér óbætanlegt skarð fyrir skildi. Katrín frá Skála- koti kvaddi lífið 5. þessa mánaðar með 83 ár á baki en svo hress, lífs- glöð og létt í anda nálega til loka- dægurs að engum datt dauði í hug. Hún var fædd í Steinum 22. október 1918 og fékk í skírn nafn ömmu sinn- ar, húsfreyjunnar traustu á Hrúta- felli, og bar með miklum sóma. Hún ólst upp við þá hollu heimilismenn- ingu í störfum og það jákvæða við- horf til fólks og lífs sem fylgdi henni til leiðarloka. Hún giftist 1941 Bjarna Ólafssyni bónda í Skálakoti undir Eyjafjöllum og settist þar að búi með honum og þá er komið að öðrum þættinum í þessum minning- um mínum um gott Fjallafólk. Heimilið í Skálakoti hjá Ólafi Ei- ríkssyni og konu hans Guðrúnu Nikólínu Snorradóttur, foreldrum Bjarna, tengdist mér sterkum bönd- um allt frá barnæsku. Faðir minn og Ólafur voru miklir vinir. Í kirkju- ferðum að Ásólfsskála var oft komið við í Skálakoti. Ég sé enn svo glöggt fyrir mér gamla fólkið þar, foreldra Ólafs og tengdaforeldra hans, sem áttu þar elliathvarf. Fljótshlíðingur- inn Ástríður Ólafsdóttir frá Grjótá, móðir Nikólínu, var sagna- og vísna- sjóður og Snorri maður hennar kom góðrar minningar hvert vor suður að Vallnatúni til að búa reipasafn föður míns undir sláttinn. Til Ástríðar er líklega að rekja söngást og söng- mennt Skálakotsættar sem nú rís hæst hjá óperusöngkonunni Elínu Ósk Óskarsdóttur. Ólafur í Skálakoti missti konu sína 1933. Hörðum höndum vann hann fyrir búi sínu og börnum og bætti býli sitt að ræktun og húsakosti frá ári til árs. Bjarni sonur hans hélt því starfi ótrauður áfram, byggði upp öll hús, færði út tún og keypti nýjar lendur undir jörð sína. Sem góðbýli var hún lögð í hendur næstu kynslóð. Bjarni var fríður álitum, ákveðinn og viljasterkur, lagði jafnan gott til mála og lífgaði ætíð umhverfi sitt. Hann unni mjög tónlist, var söng- maður góður og næmur á ljóð og lög. Um mörg ár var hann einn minn besti styrkur í söngstarfi Ásólfs- skálakirkju, söng sinn tenór þar af prýði, maður sem alltaf var hægt að treysta. Þess er nú gott að minnast. Ekki held ég að öllu betra fólk hafi getað valist til sambúðar en þar sem voru þau Skálakotshjón, Katrín og Bjarni, samhent og samhuga í öllum störfum og ætíð búin þess að leggja öðrum lið. Gott var að vitja þeirra hjóna í heimaranni, þar var öllum fagnað af glöðum og góðum hug og allt hið besta í búi reitt fram fyrir gestinn. Á góðri umræðu var aldrei þurrð og horft af víðsýni til allra átta. Börn þeirra hjóna, fjögur sem til ald- urs komust, uxu á legg til góðs þroska og hafa skipað sitt rúm í sam- félagi með sóma. Oft hef ég hrósað happi fyrir hönd minnar gömlu og kæru sveitar undir Vestur-Eyjafjöll- um í því að Viðar Bjarnason og kona hans, Þorgerður Jóna Guðmunds- dóttir organisti og tónlistarkennari, skyldu verða til þess að halda uppi veg kirkjustaðar á Ásólfsskála og leiða þann menningarþáttinn sem er hverri byggð vaki yndis og fegurðar ef vel er þar sem er söngur og tón- list. Bjarni og Katrín fengu jörð sína í hendur sonarsyni sínum, Guðmundi Viðarssyni, árið 1985 og fluttu í Hvolsvöll í eigið hús. Of skömm varð þeim samveran þar. Bjarni dó, mjög um aldur fram að mér fannst, árið 1991. Síðustu ár átti Katrín sér heimili á Kirkjuhvoli, dvalarheimili aldraðra í Hvolsvelli. Þungar raunir sóttu hana heim á efri árum þar sem var fráfall manns hennar og Ólafs sonar hennar í Stóru-Hildisey í Landeyjum, dugmikils bónda og góðs drengs. Sorginni var mætt með þeirri hugarró sem einkenndi líf Katrínar. Sjálf bauð hún elli byrg- inn, hélt góðri heilsu og sinni ljúfu lund rétt í síðasta áfangann, ók bíl sínum eins og fara gerði austur undir Eyjafjöll og greiddi götu heimilis- manna á Kirkjuhvoli ef þeir þurftu að bregða sér í verslun eða til ein- hverra útréttinga. Margur saknar nú vinar í stað en gott er að ylja sér við góðar minningar genginnar ævi. Katrín Magnúsdóttir var í röð bestu vina minna og fjölskyldu minn- ar, alltaf jafnhlý á að hitta. Hún hringdi hingað í hús um jólatímann mörg síðustu ár til að árna mér og mínum gleði og heilla. Nú er hún gengin inn í „jólagleði þá, sem aldrei tekur enda“, eins og segir í uppá- haldsjólasálmi mínum. Guð blessi hana fyrir hlýjuna. Vinátta góðs fólks verður aldrei að fullum verð- leikum metin. Þórður Tómasson. Katrín Marta Magnúsdóttir, fyrr- um húsfreyja í Skálakoti undir Eyja- fjöllum, er látin á áttugasta og fjórða aldursári. Þegar ég var að alast upp í Norð- urmýrinni í Reykjavík upp úr miðri öldinni sem leið fóru flestir krakkar í sveit á sumrin. Í lok skólaárs á vorin hurfu þeir af götunni og héldu ýmist austur, vestur eða norður með eft- irvæntingu og tilhlökkun í fartesk- inu, stelpur með drengjakoll og burstaklipptir strákar á gúmmí- skóm. Undirritaður fór þá í sveitina aust- ur að Skálakoti undir Eyjafjöllum þar sem heiðurshjónin Katrín M Magnúsdóttir og Bjarni M Ólafsson ráku myndarlegt bú. Á þessum tímum voru íslensk sveitaheimili mikilvægar uppeldis- og menningarstofnanir sem færðu krökkunum á mölinni dýrmæta reynslu og mikilvægt veganesti á lífsins leið. Þar lærðu þeir að taka til hendinni við nánast hvaðeina sem máli skipti í dagsins önn og fengu ómetanlega innsýn i venjulegt líf í ís- lenskri sveit þar sem heimili og at- vinnustarfsemi tvinnast svo skemmtilega saman. Katrín Marta, eða Kata í Skála- koti eins og hún var oftast kölluð, og Bjarni maður hennar, sem látinn er fyrir allmörgum árum, fóstruðu ár- um saman krakka af mölinni á hverju sumri ýmist einn eða fleiri í senn og leiðbeindu á mikilvægu mót- unarskeiði. Þeir skipta vafalaust mörgum tugum unglingarnir sem nutu handleiðslu hjónanna í Skála- koti. Undirritaður var einn af sum- arstrákum Kötu í Skálakoti. Í fram- haldi af nokkurra ára sumardvöl entist samband og vinátta við fjöl- skylduna, hjónin og börn þeirra Magnús, Viðar, Rúnu og Óla allar götur síðan. Kata mátti sjá á eftir yngsta syni sínum, Ólafi Líndal, sem lést 1998. Fyrir dvölina í Skálakoti, gott atlæti og næma handleiðslu verður seint fullþakkað. Kartín var mikil heiðurskona og verðugur fulltrúi bændastéttarinnar á miklum umbrotatímum í landbún- aði á síðustu áratugum Hún var ein- staklega dugleg og féll aldrei verk úr hendi, enda hafði hún til að bera sterkan persónuleika og átti því láni að fagna að vera ætíð heilsuhraust. Oft var gestkvæmt í Skálakoti. Hjónin voru vinsæl og þangað voru allir velkomnir. Þar kynntist ég miklu tónlistarlífi og Kata lét ekki sitt eftir liggja við orgelspilið. Með hjónunum í Skálakoti eru gengnir miklir vinir foreldra minna en ógleymanlegar eru samveru- stundir þeirra í Skálakoti þar sem tónlist og gleði var gjarnan ríkjandi. Nú er komið að leiðarlokum og fleiri verða ekki heimsóknirnar til Kötu minnar í Kirkjuhvoli á Hvols- velli þar sem hún bjó síðustu árin. Þangað var ávallt indælt að koma, þiggja veitingar og spjalla. Þar rifj- uðum við upp sögur úr sveitinni, m.a. af burstaklipptum sumarstrák á gúmmískóm, og skiptumst á nýjum fréttum af fjölskyldum okkar. Hún var jafnan hress og virk. Það gustaði af henni hvar sem hún fór og hún ók bifreið sinni allt framundir það síð- asta. Því kom andlát hennar á óvart þrátt fyrir háan aldur. Nú er Kata horfin okkur að loknu löngu og giftu- ríku ævistarfi. Eftir stendur sökn- uður og minning um mæta konu. Ég votta börnum hennar, „krökk- unum í Skálakoti“ og öðrum afkom- endum, sem orðnir eru liðlega fjöru- tíu talsins, innilega samúð mína. Þegar við kveðjum Katrínu Mörtu Magnúsdóttur minnumst við jafn- framt Bjarna Marinós Ólafssonar og Ólafs Líndals Bjarnasonar sonar þeirra hjóna og biðjum Guð að blessa minningu þeirra. Gylfi Guðjónsson. Við syrgjum íslenskan vinnufélaga okkar til sex ára. Við minnumst hans fyrir hans hlýja og notalega viðmót. Hann verður ávallt ofarlega í huga- okkar. Kær kveðja frá okkur á Street Cut. Jesper, Inge, María, Helena, Bente, Tom, Jennie, Mia og Adille. HÓLMAR INGI ÞVERDAL KRIST- INSSON ✝ Hólmar Ingi Þverdal Kristins-son fæddist í Reykjavík 4. apr- íl 1964. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Kaupmannahöfn 18. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grafarvogskirkju 3. desember. Magnús Her- mannsson vélfræðing- ur og rafveitustjóri í Neskaupstað er nýlát- inn 75 ára að aldri. Við Magnús vorum jafnaldrar svo að aðeins munaði þremur mánuðum og ólumst upp á sömu torfunni, að segja má, frá blautu barnsbeini fram á unglingsár. Aðeins lítill læk- ur skildi heimatún okkar á Bjargi og Hruna. Eftir það fór hvor sína leið. Þegar ég minnist bernskuára minna á Norðfirði og góðra vina og félaga frá þeim tíma, koma fáir fyrr í hugann en Maggi Hermanns. Hann var góður og skemmtilegur félagi. Hann var með sanni vel af guði gerður, klár og snaggaralegur, MAGNÚS HALLDÓR HERMANNSSON ✝ Magnús HalldórHermannsson fæddist í Hátúni í Norðfirði 27. júní 1926. Hann lést á Fjórðungssjúkrahús- inu í Neskaupstað 29. nóvember síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Norð- fjarðarkirkju 8. des- ember. svarthærður hrokkin- kollur, en samt ljós á vangann og myndaðist öðrum börnum betur eins og votta ljós- myndir Sveins Guðna- sonar á Eskifirði, þess góða portrettljós- myndara Austfirðinga á fyrri hluta nýliðinnar aldar. En Maggi sómdi sér ekki aðeins vel á ljós- mynd hjá Sveini myndasmið ungur drengur. Hann var ágætur að mannkost- um, jafnt fullorðinn og forstöndug- ur ráðamaður í ábyrgðarstöðum á sjó og landi sem glaðvær félagi á bernsku- og unglingsárum. Þannig minnast hans góðir vinir og sam- ferðamenn. Lít ég marga liðna stund, létt er þær að muna. Man ég þá hve mjótt var sund milli Bjargs og Hruna. Margréti Eiríksdóttur og börn- um þeirra Magnúsar sendi ég hug- heila samúðarkveðju. Ingvar Gíslason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.