Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2001 59 MAGNAÐ BÍÓ Aðdáendur Coen bræðra verða ekki sviknir af þessari frábæru mynd sem minnir á fyrstu mynd þeirra bræðra, Blood Simple. Sýnd kl. 3.20, 5.40, 8 og 10.20. B. i. 14. Mán. kl. 5.40, 8 og 10.20. 1/2 Mbl  ÓHT Rás 2 DV Þau veittu henni öruggt heimili... en henni var ekki ætlað að komast burt! Æsispennandi sálfræðitryllir með Leelee Sobieski (Joyride) í aðalhlutverki. Frumsýning Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B. i. 16. Mánudagur kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 4, 6 og 10.30. Mán 10.30. 1/2 Kvikmyndir.com 1/2 Kvikmyndir.is Allur heimurinn mun þekkja nafn hans strik.is  MBL Sýnd kl. 10. Mán. kl. 8 og 10.Sýnd sunnudag kl. 2. Ísl. tal. Forsýning kl. 8 Sýnd kl. 2, 5 og 8. Mán. kl. 8. Vit 307 Forsýning Sýnd kl. 2, 5 og 8. Vit 307 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. 1/2 Kvikmyndir.com Allur heimurinn mun þekkja nafn hans 1/2 Kvikmyndir.is strik.is  MBL Frumsýning Fyrsta ævintýrið um töfradrenginn Harry Potter er nú loks komið til Íslands eftir að hafa slegið öll met sem hægt er að slá allstaðar þar sem hún hefur verið sýnd. Harry Potter er leyfð öllum aldurshópum. Sýnd sunnudag kl. 2. Ísl. tal. www.lordoftherings.net Stórskemmtileg gamanmynd sem svíkur engann þar sem Charlie Sheen (Hot Shots) og Jon Lovitz (Rat Race) fara á kostum. Charlie Sheen Jon Lovitz Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 2 og 4. Frumsýning 3% LÍKAMSFITA. 1% HEILASTARFSEMI Hinn nautheimski Derek Zoolander fær ekki borgað fyrir að hugsa! Nýjasta mynd Ben Stiller´s sem fór á kostum í hinum frábæru grínsmellum Meet The Parents og There´s Something About Mary. Nýr og glæsilegur salur betra en nýtt Sýnd kl. 10. Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 4. Frumsýning 3% LÍKAMSFITA. 1% HEILASTARFSEMI Hinn nautheimski Derek Zoolander fær ekki borgað fyrir að hugsa! Nýjasta mynd Ben Stiller´s sem fór á kostum í hinum frábæru grínsmellum Meet The Parents og There´s Something About Mary. RAFTÓNLISTIN sækir enní sig veðrið, bæði fyrir þaðað hún færir sin nær miðj-unni, ef svo má segja, enda skírskotar hún til æ stærri hóps hlustenda, þar á meðal þeirra sem hingað til hafa haldið sig við léttari tónlist. Skýringin er annars vegar að þeim tónlistarmönnum fjölgar sem beita léttum laglínum og útsetn- ingum, án þess þó að vera að leggjast í einhverja froðu, og svo hins vegar að eyru manna hafa stækkað; fólk er almennt búið að læra að hlusta á raf- tónlist, að þekkja hljóðin og hljóm- ana. Ágæt dæmi um nýja kynslóð raftónlistarmanna sem leggja fyrir sig þægilega raftónlist eru þýska sveitin Lali Puna og síðan Norð- mennirnir í Röyksopp. Það hefur vitanlega áhrif á þá sem um fjalla ef þeir vita hvaðan viðkom- andi listamenn eru og þannig eru menn gjarnir á að tala um ískaldan andblæ í tónlist Röyksopp á meðan stál og steinsteypa er oft nefnd í frá- sögn af tónlist Lali Puna. Alveg eins mætti segja tónlist Röyksopp hlý- lega og Lali Puna lífræna og lifandi, því sveitirnar báðar spanna álíka lit- róf, þó óneitanlega sé meira í Lali Puna spunnið, ekki síst fyrir fjöl- breytni í tónmáli. Lali Puna átti aldrei að verða hljómsveit, enda hugðist söngkonan Valerie Trebeljahr vera ein síns liðs eftir að hafa fengið nóg af því að vera í stelpuhljómsveitinni L.B. Page. Ekki leið þó á löngu að hún var kom- in með samstarfsmann, gítarleik- aran Markus Acher, sem semur obb- ann af lögunum með Valrie, og síðan slógust í hópinn trommuleikarinn Christoph Brandner og hljómborðs- leikarinn Florian Zimmer og þá var orðin til hljómsveit. Miklu skiptir um vakninguna í raf- tónlist í Þýskalandi hvað merki eins og Morr Music, sem gefur Lali Puna út, hafa verið virk í að koma tónlist- inni á framfæri en þess má geta að fyrirtækið hefur einnig hljómsveit- ina múm á sínum snærum. Þó fyr- irtækið sé þekktast fyrir raftónlist gefur það út ýmiskonar aðra tónlist og reyndar ekki rétt að segja Lali Puna leika raftónlist eingöngu, því fléttað saman við raftónana er lifandi trommu- og bassaleikur sem Valerie segir ekki síst skýrast af því að liðs- menn hafi allir lifað og hrærst í óháðu rokki áður en þau fóru að fikta við tölvur, hljóðgervla og runustokka og hún vill helst kalla tónlist sveit- arinnar rafeindapopp. „Það er aftur á móti mjög erfitt að gera svipmikla raftónlist, er víst eru til tónlistamenn sem geta það eins og Aphex Twin, Mouse On Mars, Wunder/Wechsel Garland og svo má telja.“ Fjölmenningarlegur uppruni söngkonunnar birtist í fjölskrúðugri stemmningu í tónlistinni en einnig syngur hún á ensku eða portúgölsku eftir því hverju hún vill koma á fram- færi; enskunni þegar hún vill að allir skilji hana og portúgölsku þegar hún er að syngja fyrir sjálfa sig. Fyrsta smáskífan kom út fyrir tveimur árum og breiðskífan Tridecoder ekki löngu síðar. Platan fékk frábæra dóma og enn betri dóma fær svo platan Scary World Theory sem kom út í októberlok. Hún er á álíka slóðum og Tridecoder en mun betur mótuð og fágaðri, upp full með eftirminnilegum laglínum og lykkjum, aukinheldur sem Treb- eljahr syngur eins og engill. Raftónlist frá Bergen Talsvert hefur verið látið með þá Röyksopp-félaga Torbjorn Brundt- land og Svein Berge. Þeir eru frá Bergen og hluti af mikilli vakningu í raftónlist í Noregi sem hefur meðal annars skilað listamönnum eins og hinum frábæra Biosphere. Þeir Brundtland og Berge hafa verið lengi að finna fjölina sína, bún- ir að gutla í bílskúrnum í áratug áður en þeir duttu niður á réttu tónlistina. Þeir segja að framan af hafi þeim verið hótað meiðingum þar sem þeir voru að fitla við hljómborð en ekki spila á gítara eins og almennilegir tónlistarmenn. Þeir héldu þó sínu striki og til að bæta úr sífelldum skorti á hljóðfærum fengu þeir lánuð heim ýmis hljómborð og hljóðgervla, hljóðrituðu sem mest þeir máttu yfir nóttina og skiluðu þeim svo daginn eftir til að fá nýtt hljóðfæri til að "prófa". Eftir alla tilraunamennskuna voru þeir búnir að taka upp gríðarlegt magn af tónlist. Þeir völdu úr því og mönuðu sig loks upp í að ræða við Biosphere sjálfan sem tók þeim mjög vel, kom þeim í samband við út- gáfu og á samning. Fyrsta skífan, Travellers Dream, kom svo út 1995 undir nafninu Aedena Cycle, en eftir það skildu leiðir þeirra félaga um hríð þar til þeir hittust í Ósló fyrir tilviljun fyrir tveimur árum. Sú til- viljun varð til þess að þeir ákváðu að taka upp samstarf að nýju, nú sem Röyksopp. Sjálfir lýsa þeir tónlistinni sem einskonar bræðingi af frönskum im- pressjónisma og klámmmynda- tónlist, krydduðum með hliðrænum blæ áttunda áratugarins og feitum takti þess níunda. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Þægileg raftónlist Eftir því sem raftónlist verður þægilegri áheyrnar nær hún til fleiri. Árni Matthíasson segir frá þýskri og norskri raftónlist. Röyksopp Lali Puna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.