Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Þakkir fyrir penna- sendingar MIG langar að koma á framfæri þakklæti mínu til allra þeirra fyrirtækja og einstaklinga sem sent hafa mér penna. Þetta er mér til mikillar gleði því ég dunda mér við það raða þessu í möppu og og skrái inn í tölvuna mína. Óska ég öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Guð blessi ykkur öll. Helga Bergmann, Hátúni 12. Hangikjöt fyrir þá ríku? „AMMA. Af hverju ertu hætt að hafa handa okkur hangikjöt á jólunum?“ Þessa spurningu bar upp ungur sonarsonur minn og bætti síðan við. „Mér finnst það svo gott og afa líka.“ Það var of sárt að segja satt að við hefðum svo léleg laun fyrir störfin okkar að við réðum ekki við að kaupa hangikjöt í jólamat- inn fyrir átta manns og höf- um því miður ekki haft það á borðum um jól í þrjú ár en ræðum það ekki – en við vitum bæði hvers vegna. Væri ekki ráðlegt að auglýsa hangikjötið ekki alveg svona látlaust, þá væri ef til vill hægt að hafa verðið lægra. Við skulum heldur ekki gleyma því að framleiðendur eru með greiðslur frá skattgreið- endum til viðbótar því sem við greiðum í versluninni. Þótt sárt sé verður ekki ilmur af hangikjöti í mínum húsum þessi jól en ég sam- gleðst þeim sem hafa efni á að kaupa það fyrir hátt á annað þúsundið kílóið, en það er ekki á færi fólks á verkamannalaunum. Jólakveðjur, Verkakona. Vill skipta á postulínsdúkkum KONA sem safnar postu- línsdúkkum á nokkrar af sömu gerð og vill gjarnar skipta á dúkkum við aðra sem safna postulínsdúkk- um. Vinsamlega hringið í Ingu Ósk í síma 551-8727. Kalli og GSM-síminn KALLI, sem fann GSM- símann í Hafnarfirði, er beðinn að hafa samband í síma 555 2980. Tapað/fundið Bakpoki týndist BLÁR bakpoki glataðist föstudaginn 8. des. á Sölv- hólsgötu 13, húsi Leiklist- arskólans. Hann er kónga- blár með hvítum stöfum á framhliðinni. Í pokanum er leikfimisdót, skór, stutt- buxur og handklæði. Finn- andi vinsamlega hringi í síma 691 8767. Gleraugu í óskilum GLERAUGU í brúnu hulstri fundust á Hring- brautinni í Reykjavík. Uppl. í síma 551 7735. GSM-sími týndist NOKIA 6210 GSM-sími, silfurlitaður, tapaðist á Glaumbar aðfaranótt sunnudags. Finnandi vin- samlega hringi í síma 896 7132. Fundarlaun. Rauðbrún perlufesti týndist RAUÐBRÚN perlufesti með útskornum perlum tapaðist fyrir skömmu í Kringlunni eða nágrenni. Finnandi hafi samband í síma 553 5581. Fundar- laun. Kvenhattur týndist DÖKKBÁR kvenfilthattur tapaðist við Bónus, Lauga- vegi, miðvikudaginn 5. des. Finnandi vinsamlega hafi samband í síma 553 6210. Lyklakippa í óskilum LYKLAKIPPA með 2 lykl- um, bíllykli og húslykli fannst á bílstæðinu við Hallgrímskirkju. Upplýs- ingar í síma 585-1000. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji skrifar... NÚ ERU grænmetisbændurkomnir beint á ríkisjötuna í stað þess að fá bara óbeinan stuðn- ing frá ríkinu í formi ofurtolla. Væntanlega á það þó eftir að hafa jákvæð áhrif á verðlagið að lækka tollana og svo mikið er víst að Vík- verji og aðrir neytendur verða ekki lengur snaróðir þegar útlenda grænmetið margfaldast í verði um leið og fyrstu fölu íslenzku tóm- atarnir koma á markað á vorin. Að því leyti er kannski ágætt að setja grænmetisbændurna á beingreiðsl- ur, þótt peningarnir komi áfram úr sömu vösunum. Svo mun neyzla á grænmeti vonandi aukast, en það hefur alltaf verið einkennilegur tví- skinnungur fólginn í ráðleggingum Manneldisráðs ríkisins til neytenda um það hvað þeir eigi að borða og svo tollastefnu ríkisins. Í líki Manneldisráðs segir ríkið móður- lega: Grænmeti er gott fyrir ykkur, borðið það fremur en súpukjöt eða hamborgara. Sem landbúnaðar- ráðuneytið segir ríkið hins vegar föðurlega: Eruð þið alveg frá ykkur að ætla að borða svona mikið græn- meti? Vitið þið hvað þetta kostar með ofurtollunum? Ef ykkur er annt um budduna ættuð þið frekar að borða súpukjöt eða hamborgara. En vonandi er þessi tvöfeldni nú úr sögunni hjá ríkisvaldinu. x x x Á NÆSTUNNI mun væntan-lega eiga við um grænmetið, sem viðmælandi Víkverja útskýrði fyrir honum að hefði átt við um aðrar landbúnaðarafurðir lengi; að beingreiðslurnar verða meðvituð- um skattgreiðendum hvati til að kaupa sem mest af því. Röksemda- færslan er á þessa leið: Skattgreið- endur borga marga milljarða króna í styrki til bænda, beingreiðslur og ýmislegt fleira. Með styrkjunum er komið í veg fyrir að landbúnaðar- vörurnar kosti út úr búð það sem þær þyrftu að kosta í raun og veru. Að vísu er ekki verið að hugsa fyrst og fremst um hagsmuni neytand- ans með því, heldur verja bóndann fyrir samkeppni, en sleppum því í bili. Þetta þýðir auðvitað að skatt- greiðandinn, sem situr bara heima og kaupir engar innlendar land- búnaðarvörur, er samt búinn að borga heilmikið fyrir þær. Ef skattgreiðandinn hefur eitthvert vit í kollinum lætur hann auðvitað ekki fara svona með sig, heldur drífur sig út í búð og kaupir sem mest af landbúnaðarafurðum til að nýta afsláttinn, sem hann er búinn að fá með skattpeningunum sínum. Rökrétt, ekki satt? x x x VÍKVERJI er raunar sannfærð-ur um að þótt hvorki bein- greiðslur né ofurtollar kæmu til myndu íslenzkir grænmetisbændur spjara sig í samkeppni við erlenda framleiðendur. Þar kemur til ná- lægðin við markaðinn, en grænmeti er viðkvæm vara og á auðvitað að koma sem ferskust á markaðinn. Víkverji er með sama hætti sann- færður um að íslenzkar mjólkur- vörur ættu að geta staðizt erlend- um snúning án ríkisstyrkja. Von- andi fá grænmetisbændur bara nokkurra ára aðlögun að frjálsri samkeppni og geta svo orðið öðrum bændum fyrirmynd að því hvernig hægt er að reka bú fyrir eigin reikning og á forsendum markað- arins, í stað þess að vera upp á skattgreiðendur kominn um að- stoð. UNDANFARNA daga, hefur mikið verið fjallað í fjölmiðlum um eyðslu Íslendinga í jólagjafir. Frá samtökum verslunar og þjónustu, er haldið fram að hver Íslendingur eyði 33 þúsund krónum í jólagjafir. Einhvers mis- skilnings er að gæta í slíkum yfirlýsingum. Að sögn starfsfólks Hjálp- arstarfs kirkjunnar, Mæðrastyrksnefndar og Rauða krossins, hefur þörf fólks, sem til þeirra leitar, aldrei verið meiri. Talið er að fátækt hafi aukist meðal fólks sem illa er statt. Hvað um marga öryrkja og ellilíf- eyrisþega sem hafa rúm- lega þessa upphæð úr að spila? Varla eyðir þetta fólk 33 þúsund krónum til jólagjafa. Ef þetta á að heita meðaltalseyðsla Íslendinga almennt er greinilegt að einhverjir eyða miklu meira og hafa greinilega miklu meira umleikis. Mér finnst ósmekk- legt, að bera svona tölur fram í fjölmiðlum, nóg er neyðin stór hjá mörgum. Virðingarfyllst, Svanur Jóhannsson. Fátækt og neyð eykst 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 LÁRÉTT: 1 krummi, 4 álút, 7 stygg, 8 gangi, 9 launung, 11 lögmætt, 13 sála, 14 odd- hvasst ísstykki, 15 gaffal, 17 glötuð, 20 lágvaxin, 22 ljósfærið, 23 blaði, 24 híma, 25 fugl. LÓÐRÉTT: 1 í samræmi við, 2 kær- leikshót, 3 nálægð, 4 skemmtun, 5 andvarinn, 6 hafna, 10 sigruðum, 12 kvendýr, 13 rödd, 15 ágjörn, 16 hjólaspelar, 18 fiskinn, 19 kjarklausa, 20 venda, 21 svanur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 kunngerir, 8 letur, 9 iðnar, 10 Rín, 11 norpa, 13 senna, 15 hollt, 18 frísk, 21 ell, 22 látum, 23 erill, 24 banastund. Lóðrétt: 2 urtur, 3 nýrra, 4 efins, 5 innan, 6 flón, 7 orka, 12 pól, 14 eir, 15 hola, 16 litla, 17 temja, 18 flest, 19 ísinn, 20 kúla. K r o s s g á t a Skipin Reykjavíkurhöfn: Eld- borg kemur í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Jumbó fer í dag. Eld- borg kemur í dag, Brú- arfoss kemur á morgun. Fréttir Bókatíðindi 2001. Núm- er sunnudagsins 16. des. er 7402, og mánudagsins 17. des. er 101018. Mannamót Aflagrandi 40. Á morg- un kl. 9 vinnustofa og leikfimi, kl. 13 vinnu- stofa, kl. 14 spilavist. Árskógar 4. Á morgun kl. 9 opin handa- vinnustofan, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30–16.30 opin smíða- stofan/útskurður, kl. 13.30 félagsvist, kl. 16 myndlist. Allar upplýs- ingar í síma 535-2700. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–12 búta- saumur, kl. 10–17 fóta- aðgerð, kl. 10 samverustund, kl. 13.30–14.30 söngur við píanóið, kl. 13–16 búta- saumur. Eldri borgarar, Kjal- arnesi og Kjós. Fé- lagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtu- dögum kl. 13–16.30, spil og föndur. Jóga á föstu- dögum kl. 13.30. Kóræf- ingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mos- fellsbæ á Hlaðhömrum fimmtudaga kl. 17–19. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586-8014 kl. 13–16. Uppl. um fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hár- greiðslu og fótanudd, s. 566-8060 kl. 8–16. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20.30. Fótaaðgerða- stofan opin frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16.30–18, s. 554 1226. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Á morgun verður fé- lagsvist kl. 13:30. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fótaað- gerð og myndlist, kl. 9.30 hjúkrunarfræð- ingur á staðnum, kl. 10 verslunin opin, kl. 11.10 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 13.30 enska framhald. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Á morgun kl. 9 böðun og hárgreiðslustofan opin. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 1013. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Sunnu- dagur: Félagsvist fellur niður, byrjar aftur eftir áramót. Dansleikur fellur niður, næst verður dansað 6. janúar. Mánudagur. Baldvin Tryggvason verður til viðtals um fjármál og leiðbeiningar um þau mál á skrifstofu FEB. Panta þarf tíma. Brids kl. 13. Síðasti spiladagur á þessu ári. Verðlaunaafhending, mætið tímanlega. Fyrsti spiladagur á nýju ári mánudagur 7. janúar. Danskennsla Sigvalda, framhald kl. 19 og byrjendur kl. 20.30. Jólaferð verður farin um Suðurnesin 17. desember. Jólaljósin skoðuð. Fararstjóri Sig- urður Kristinsson. Brottför frá Glæsibæ kl. 15. Þriðjudagur: Skák kl. 13, alkort fellur niður. Silfurlínan er op- in á mánu- og mið- vikudögum kl. 10–12. Skrifstofan er flutt að Faxafeni 12 sama síma- númer og áður. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Uppl. á skrifstofu FEB. kl. 10–16 s. 588-2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Á morg- un kl. 9–16.30 opin vinnustofa, handavinna og föndur, kl. 9–13 hár- greiðsla, kl. 14 fé- lagsvist. Gerðuberg, félagsstarf. Í dag kl. 14 syngur Gerðubergskórinn við guðþjónustu í Fella- og Hólakirkju undir stjórn Kára Friðrikssonar. Á morgun kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 14.30 upplestur „Of stór fyrir Ísland“ um- sjón Sigurjóna Sig- urbjörnsdóttir, kl. 15.30 almennur dans hjá Sig- valda, allir velkomnir. Veitingar í veitingabúð. Miðvikudaginn 19. des. kemur Hjördís Geirs- dóttir í heimsókn kl. 13, ásamt gömlum og góð- um félögum, m.a. „Siffa“ og kynna og árita nýjan geisladisk. Allir velkomnir. Upp- lýsingar um starfsem- ina á staðnum og í síma 575-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum frá kl. 9, kl. 9.30 gler og postulínsmálun, kl. 13.30 skák, kl. 20 skap- andi skrif. Gullsmári Gullsmára 13. Á morgun kl. 9 vefn- aður, kl. 9.05 leikfimi, kl. 13, brids, kl. 11 myndmennt, kl. 12 myndlist, kl. 20.30 fé- lagsvist. Hraunbær 105. Á morgun kl. 9 perlu- saumur, postulínsmálun og kortagerð, kl. 10 bænastund, kl. 13 hár- greiðsla. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 9 böðun og föndur, kl. 10 boccia, kl. 13 frjáls spilamennska. kl. 13:30 gönguferð, fót- snyrting. Norðurbrún 1. Á morg- un kl. 10 ganga, kl. 9 fótaaðgerð. Vesturgata 7. Á morgun kl. 9–16 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 12:15–13:15 danskennsla, kl. 13 kór- æfing. Aðventuferð 20, desember kl. 13. Borg- arljósin skoðuð, meðal annars ekið um Graf- arvog. Heimsókn í Jóla- húsið á Smiðjuveginum. Kaffiveitingar í Perl- unni. Leiðsögumaður Helga Jörgensen. Allir velkomnir, takmarkaður sætafjöldi. Fyirbæna- stund verður fimmtu- daginn 20. des. kl. 10:30 í umsjón séra Hjálmars Jónssonar dóm- kirkjuprests allir vel- komnir. Nýtt námskeið í leirmótun hefst eftir áramót. Leiðbeinandi Hafdís Benediktsdóttir Kennt verður á fimmtu- dögum frá kl. 17–20. Ath. Takmarkaður fjöldi, skráning í s. 562- 7077. . Vitatorg. Á morgun kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband, búta- saumur og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og sund, kl. 13 handmennt, gler- bræðsla, leikfimi og spil- að. Gullsmárabrids. Síðasti spiladagur bridsdeildar eldri borgara að Gull- smára 13 fyrir jól verður mánudaginn 17. desem- ber. Jólakaffi. Mæting kl. 12.45. Starfsemin hefst á nýju ári mánu- daginn 7. janúar 2002 á hefðbundnum tíma. Með jóla- og nýárskveðjum. Bridsdeild FEBK Gull- smára. Háteigskirkja, eldri borgarar, mánudaga fé- lagsvist kl. 13–15, kaffi. Sjálfsbjörg, félagsheim- ilið Hátúni 12. Á morgun kl. 15 í dag aðventuferð. Kristniboðssambandið þiggur með þökkum alls konar notuð frímerki, innlend og útlend, ný og gömul, klippt af með spássíu í kring eða um- slagið í heilu lagi (best þannig). Útlend smá- mynt kemur einnig að notum. Móttaka í húsi KFUM&K, Holtavegi 28, Rvík og hjá Jóni Oddgeiri Guðmunds- syni, Glerárgötu 1, Ak- ureyri. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga fást á eftirtöldum stöðum á Austfjörðum. Á Seyðisfirði: hjá Birgi Hallvarðssyni, Botna- hlíð 14, s. 472-1173. Á Neskaupstað: í blóma- búðinni Laufskálinn, Kristín Brynjarsdóttir, Nesgötu 5, s. 477-1212. Á Egilsstöðum: í Blómabæ, Miðvangi, s. 471-2230. Á Reyðarfirði: hjá Grétu Friðriksd., Brekkugötu 13, s. 474- 1177. Á Eskifirði: hjá Aðalheiði Ingimundard., Bleikárshlíð 57, s. 476- 1223. Á Fáskrúðsfirði: hjá Maríu Óskarsd., Hlíðargötu 26, s. 475- 1273. Á Hornafirði: hjá Sigurgeiri Helgasyni, Hólabraut 1a, s. 478- 1653. Í dag er sunnudagur 16. desember, 350. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Sá sem breiðir yfir bresti, eflir kær- leika, en sá sem ýfir upp sök, veldur vinaskilnaði. (Orðskv. 17, 9.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.