Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jórunn Ragn-heiður Ferdin- andsdóttir fæddist á Bakka í Reyðar- firði 1. ágúst 1926. Hún andaðist á Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaup- stað 11. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Ferdinand Magnús- son, f. 28.9. 1895, d. 5.1. 1968, og Sigrún Sigurðardóttir, f. 9.2. 1898, d. 13.2. 1963. Systkini hennar voru Agnar, f. 29.10. 1924, d. 28.7. 1925, og Karl, f. Heiðar, f. 9.12. 1969, kvæntur Guðrúnu Lindu Hilmarsdóttur og eiga þau tvær dætur; Sigrún Valgerður, f. 4.1. 1975, sambýlis- maður Grétar Jóhannsson og eiga þau einn son; Karl, f. 8.10. 1981, býr í foreldrahúsum. Með Bjarna átti Jórunn tvo syni: 2) Jónas Pétur, f . 26.3. 1959, og 3) Guðlaug Þröst, f. 1.10. 1962, sambýliskona hans er Guðríður Kristjánsdóttir, f. 11.12. 1965, og dætur þeirra eru Eva María, f. 4.1. 1987, og Bjarney Jórunn, f. 29.11. 2000. Jórunn verður jarðsungin frá Reyðarfjarðarkirkju á morgun, mánudaginn 17. desember, og hefst athöfnin klukkan 14. 17.10. 1928, d. 3.3. 1995. Hinn 26. maí 1958 giftist Jórunn Bjarna Jónassyni frá Bakka á Reyðarfirði, f. 10.11. 1922, d. 6.12. 1995. Foreldrar hans voru Jónas Bóasson, f. 18.5. 1891, d. 27.2. 1960, og Valgerður Bjarnadóttir, f. 14.10. 1885, d. 21.9. 1974. Börn Jórunnar eru: 1) Ferdinand Bergsteinsson, f. 28.12. 1951, kvæntur Jóhönnu Sigfúsdóttur, f. 10.5. 1950, börn þeirra eru Sigfús Amma mín var alltaf svo góð við mig. Hún vildi allt fyrir mig gera. Bara ef ég bað hana um að spila við mig gerði hún það. Hún var alltaf með mjólkurgraut á hverjum laugardegi en nú þegar þú ert far- in frá mér þá fæ ég engan graut og þá er enginn til að spila við mig. Hún kenndi og sýndi mér margt og amma vildi alltaf hjálpa öllum. Það var alveg sama hver það var, alltaf var hún tilbúin hvort sem var að hlusta á mig eða hjálpa mér að föndra en það voru margar góðar stundir sem við átt- um saman við að föndra og tala en nú sakna ég þín ofsalega mikið, amma mín, en ég veit að þér líður vel núna og ert komin til afa. Vertu bless, elsku amma. Ó, Jesú bróðir besti og barna vinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (P. Jónsson.) Eva María Þrastardóttir. Elsku besta vinkona, þá ert þú horfin frá okkur alltof fljótt. Ekki grunaði mig að það væri okkar síð- asti fundur er við Vignir komum til ykkar Jónasar heim í Ásgerði sunnudagskvöldið 9. desember. Það var yndisleg stund, við sát- um hvor á móti annarri og rifj- uðum upp ferðalagið okkar í sum- ar í Eyjafjörðinn og ákváðum að svo myndum við hafa það næsta sumar. Margs er að minnast, búnar að vera vinkonur í 50 ár. Ég var bara 15 ára þegar þú tókst mig undir þinn verndarvæng og slepptir því aldrei. Það er margt sem kemur upp í hugann og mun ég geyma það vel. Það voru ánægjustundir þegar við vorum í heyskapnum saman á túninu ykkar Bjarna, sérstaklega þegar við vorum búnar að setja upp í sátu, þá hló Bjarni mikið, hafði aldrei séð svona sátu. Svo voru það ferðalögin okkar, ekki komin nema upp á Jökuldal þegar nesti var tekið upp í góðum hvammi. Við sátum vanalega aftur í og sungum. Það er svo margt sem við brölluðum saman. Sláturgerð þeg- ar allt mögulegt var sett í keppina að ógleymdum öllum berjaferðun- um sama hvernig veður var. Ég flyt hjartans kveðju frá Deddu minni, eins og Jórunn kall- aði hana ávallt, og Hafþór sonur hennar kallaði hana langömmu. Elsku Feddi, Jónas, Þröstur, tengdadætur og fjölskyldur, megi Guð styrkja ykkur í þessari sorg. Ó, hve sárt ég sakna þín sómakonan elskulega, minning þín er skærast skín skarta mun í sálu mín orðstír þinn er aldrei dvín eyðir burtu sorg og trega. Ó, hve sárt ég sakna þín sómakonan elskulega. Aldrei gleymir tryggð né trú traust þú reyndist hverju sinni með kærleik þínum bættir bú bezt þér virtist aðferð sú. Lýðir, sem þig lifa nú lofa munu öll þín kynni. Aldrei gleymdir tryggð né trú traust þú reyndist hverju sinni. (Höf. ók.) Þín Klara. JÓRUNN RAGNHEIÐUR FERDINANDSDÓTTIR En í kveld lýkur vetri sérhvers vinnandi manns, og á morgun skín maísól, það er maísólin hans, það er maísólin okkar, okkar einíngarbands, fyrir þér ber ég fána þessa framtíðarlands. (Halldór Laxness.) Mér finnst þetta litla ljóð sýna í hnotskurn þá veröld sem þeir bjuggu í, sem síðan hafa komið landinu til þess munaðar, sem við búum við í dag. Ég var við jarðarför Brynjólfs bróður míns á Selfossi 7 des. síð- astliðinn. Og allt í einu fann ég sterk áhrif minninga þegar ég leit yfir hans lífshlaup. Við ólumst upp fyrir vestan á yndislegum stað en við bjuggum við mikla fá- tækt, það komu dagar þegar ekki var hægt að sjá hvað ætti að mat- reiða næsta dag. Ég hef áður sagt að okkar stóri arfur var hvernig okkur var kennt að meta góðar bókmenntir. Mamma las sögur Halldórs Lax- ness og pabbi kenndi okkur að BRYNJÓLFUR ÞORSTEINSSON ✝ Brynjólfur Þor-steinsson, fyrr- verandi bóndi á Hreiðurborg í Sand- víkurhreppi í Árnes- sýslu, fæddist í Stykkishólmi 27. ágúst 1920. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 29. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Selfoss- kirkju 7. desember. meta snilld hans. Vetrakvöldin gleymd- ust á slíkum stundum. Við fundum sterk tengsl við náttúruna og þegar vorið kom eftir erfiðan vetur var yndislegt að koma út og sjá sóley og fjólu springa út í sólskin- inu. Brynjólfur var stríðinn og hafði gam- an af að stríða litlu systur og sjá hana kútveltast þegar hann var búinn að mana hana til að hlaupa hratt. En var samt alltaf traustur við hlið hennar þegar eitthvað var að. Þetta var yndislegur tími þrátt fyrir erfiðleika, við lærðum að meta íslenska náttúru og það var oft mannmargt og þá var létt yfir og hlegið. En við fluttum suður, Brynjólfur var ekki ánægður, tengslin við heimahagana voru svo sterk. Leið- in lá í Flóann og eftir það var Hreiðurborg heimili hans. Hann eignaðist yndislega konu hana Önnu sem alltaf stóð þétt við hlið hans og þau eignuðust sex efnileg börn. Pabbi og mamma voru hjá þeim til dauðadags og þau hlynntu að þeim við mjög erfið veikindi. Brynjólfur var í raun og veru ekki áhugasamur bóndi en hann stundaði búskapinn vel og þá kom Anna ekki síst til sögunnar. Hann var einn af þessu sjálfstæða fólki sem lagði mikið á sig til að skulda engum neitt. Hann var mikill bókmenntaunn- andi og hafði miklar væntingar til landsins og framtíðarinnar. Í raun og veru held ég að honum hefði fundist hann bregðast foreldrum okkar ef hann færi frá þeim og sinnti sínum áhugamálum. Brynjólfur var góður söngmaður og hafði mjög fallega rödd sem gaman hefði verið að þjálfa. Heim- ilið var alltaf opið til að taka á móti gestum og láta þeim líða vel. Það var tekið á móti öllum með myndarskap og hlýju. Hann kunni mikið af ljóðum sem hann fór oft með fyrir vini sína. Við hjónin fluttum austur á land og við komum alltaf til þeirra þeg- ar við gátum. Okkur fannst það alltaf jafn gaman að koma til þeirra, oft var þá glatt á hjalla, spaugað og hlustað á viskubrunn húsbóndans. Mér hefur oft fundist að hann hafi haft hæfileika til margs. En spurningin er: Hvar er hamingjan? Er hún fólgin í því að vera í kapphlaupi um frama? Eða er hamingja eiga gott heimili og eiginkonu sem alltaf styður mann? Að vakna hvern dag og horfa út í kyrrð og fegurð fjallanna og síðast og ekki síst að vera sjálfstæður maður, að færa börnunum þann arf sem hann fékk, að finna hlýja barnshönd sem leiðir afa? Ég enda þetta með tilvitnun í Halldór Laxness sem ég hef alltaf haldið upp á: „Þegar kyrrð haustsins er orðin skáldleg í stað þess að vera sjálf- sögð, síðasti dagur lóunnar efni í persónulegar sagnir, hesturinn kominn í samband við listasöguna og goðafræðina, hemið á bæjar- læknum í aftureldingu farið að minna á kristal, reykurinn upp úr strompinum orðinn boðskapur til þeirra sem fundu upp eldinn þá er tími til kominn að kveðja.“ Ég kveð þig Brynjólfur með þakklæti fyrir allt og sendi Önnu og fjölskyldunni samúðarkveðju. Karólína Þorsteinsdóttir, Seyðisfirði.                                                     !    ""     !!" # $ %!&  !% ''  (   )!!"  & *&  !!" # +  (  !% ''  ,-%   !!" ,   !% ''   ' & .!!"      !% ''  ) % /"  , % ''  0 0$ &"&0 0 0$ *                                         !    ""# $                    %    &  ' (      !"# $$  %& '    $(## )$'   $  "# !(##   * !  $$      $#  $$ +                        ! " #  $% "                 &! '! (  )(*+,(  - # .'! (  /     -   '! -  + 0   #  '! - -#1  1 +            ! "! #$                            %&' (   )  !*+, !)+ !   ) -." )  )   / )*01   ) 233 !)+3&  , )*01 !)+ ) '+))*01 !)+3&  !)+4!)+ )4                                !      "   ##         
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.