Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 28
LISTIR 28 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þ AÐ ER ekki á Íslendinga logið með áhuga þeirra á söng, en ekki síður áhuga þeirra á þeim sem sönglistina iðka – söngv- urum. Íslenskir kórar eru óvenjumargir, eins og fram hef- ur komið í talningu Tónlist- arráðs, og þeir eru líka margir mannaðir mjög vel menntuðu og góðu söngfólki. Það eru held- ur engir íslenskir tónlistarmenn jafniðnir við kolann og söngfólkið, en árið 1999 voru haldnir á landinu tæplega 600 einsöngs- og kór- tónleikar (389 og 200), og eru þessir tónleikar jafnan þeir vinsælustu og best sóttu. Það er líka mikið klifað á því hve söngelskir Íslendingar eru og miklir áhugamenn um söng, og forvitni um framgang íslenskra söngvara í útlöndum virðist alltaf jafnmikil. Það er kannski rétt að greina aðeins á milli áhuga fólks á söng annars vegar og á söngv- urum hins vegar. Það jaðrar við að á stundum sé áhugi á söngvurum eins og um íþrótt sé að ræða. Það er spurt: Hvernig stóð hann sig? Er hann betri en síðast? Er hann búinn að ná þessu eða hinu tækniatriðinu? og svo framvegis. Söngvarar eru mældir og saman bornir og með þeim er fylgst. Þá er áhuginn á því sem sungið er í öðru sæti. Efnisskrár söngvara hafa lengi vel verið staðlaðar – byrjað á nokkrum sígildum íslensk- um lögum, þá eru nokkur norræn ljóð sungin, kannski einn lítill lagaflokkur eða nokkrir ljóðasöngvar eftir hlé, og herlegheitin svo krýnd með óperuaríum eða vínarslögurum eftir áhuga hvers og eins. Þannig prógramm er fyrst og fremst sett saman til að sýna getu söngv- arans í mismunandi og ólíkum söngverkum. Áherslan er fyrst og fremst á að draga fram það sem hann kann í hverju fagi, en síður á tón- listina sjálfa. Áhugi á söngvurum er mjög eðli- legur, en vera má að þessar áherslur séu sprottnar af því að Ísland er lítið samfélag með litlar hefðir í tónlist. Þó eru vísbendingar um að þessi viðhorfséu að breytast í kjölfar aukinnar fag-mennsku í tónleikahaldi.Það varð bylting í íslensku sönglífi þegar Jónas Ingimundarson píanóleikari og El- ísabet Þórisdóttir, forstöðukona Gerðubergs, tóku sig saman árið 1988 um reglubundið tón- leikahald í Gerðubergi undir nafninu Ljóða- tónleikar í Gerðubergi. Þá var í fyrsta sinn boð- ið upp á tónleikaröð, þar sem unnendur sönglistarinnar gátu reitt sig á að ekki væri bara verið að leiða fram góða söngvara, heldur var efnisskrá hverra tónleika vel ígrunduð og áhugaverð, og maður fór að heyra annað og meira en bara þá sígildu standarða sem til þess tíma höfðu einkennt söngprógrömm. Kannski að einmitt með því hafi ljóðasöngur loks skotið rótum á Íslandi – en að sögn kunnugra á sú grein undir högg að sækja víða erlendis, jafnvel í Þýskalandi, meðan áhugi hér á landi virðist enn jafn og góður. Jónas gerði sér far um að kynna fjölbreytni söngtónlistarinnar og velja hverjum söngvara verkefni við hæfi, og þeir fengu að njóta sín í því sem þeir gerðu best. Jónas var þannig líklega fyrsti listræni stjórn- andinn í íslenskri tónleikaflóru, þótt ekki hafi verið farið að nota þann titil hér á þeim árum. Þá sást líka hvert öndvegisúrval góðra söngv- ara er til á Íslandi – söngvara sem ráða við alls konar tónlist, íslenska og útlenda, nýja og gamla. Það var mikil eftirsjá að Ljóða- tónleikum í Gerðubergi þegar þeir lögðust af fyrir nokkrum árum. En þessar glæður hafa þó ekki kulnað. Jónas hefur haldið áfram að skipu- leggja söngtónleika í Salnum í Kópavogi í sam- vinnu við fleiri; og þótt hljóðfæratónlistin knýi á þar líka hafa margir eftirminnilegir söng- tónleikar verið haldnir þar frá því að Salurinn var vígður, og er skemmst að minnast frábærra tónleika Bjarna Thors Kristinssonar bassa- söngvara þar í sumar. Það virðist geta skipt höfuðmáli um vel- gengni tónleikaraða hvernig þær eru skipu- lagðar. Í það minnsta er ólíku saman að jafna hvað gæði varðar. Tónleikahús sem leigð eru út til almenns tónleikahalds eiga erfitt með að halda sama gæðastaðli og þau sem hafa á sínum snærum sérfræðinga eða listræna stjórnendur sem velja það efni sem á tónleikum þeirra verð- ur, þótt það hljóti auðvitað að vera gert í sam- ráði við söngvarann. Með tilkomu nýrra tónlist- arhúsa hefur þetta breyst til muna, og önnur bylting í sönglistinni – og kannski allri tónlist – tekið við. Tónleikaraðir sem Gerrit Schuil skipulagði í Garðabæ frá árinu 1996 og í Karla- kórshúsinu Ými frá því nú í haust eru dæmi um tónleika þar sem fagmannlega hefur verið stað- ið að þessum þætti. Þannig má segja að með til- komu Gerðubergs, og síðar tónlistarhúsanna Salarins í Kópavogi og Ýmis í Reykjavík, hafi línur í tónleikahaldi skerpst til muna og skilið á milli. Þetta sagði ég í pistli á þessum sama vett- vangi í októberlok. En það sem þarf að brýna og ítreka er sú staðreynd að með góðum tón- listarhúsum skapast aðstæður sem gott fólk getur nýtt sér til að gera betur í dag en í gær, og skapa eitthvað sem er sérstakt og áhugaver og ólíkt því sem aðrir eru að gera; eitthvað sem er ekki bara eitthvað heldur talsverður biti í. Salurinn og Ýmir hafa hvor sinn prófíl í tón- leikahaldi og er það vel. Hvað kórana varðar skipta húsnæðismálin þá minna máli en einsöngvara. Margir okkar bestu kórar eru kirkjukórar, eða tengjast kirkjustarfi á einhvern hátt. Kirkjur landsins hafa þótt drjúgar til tónlistarflutnings og hljómburður í mörgum þeirra góður. Það er kannski einmitt þess vegna að andleg kór- tónlist á miklu sterkari ítök í íslenskri kór- menningu en veraldleg. Nýsköpun í íslenskri kórtónlist er líka miklu meiri í andlegri tónlist en veraldlegri. Kórar sem sérhæfa sig í flutn- ingi veraldlegrar tónlistar – eða halda henni hátt á efnisskrá sinni – eru líka fáir, og þá oftast einungis litlir kammerkórar eða sönghópar. Karlakórar og kvennakórar eru reyndar und- antekning þar á, þar sem efnisskrár þeirra geta verið af ýmsum toga. Í þessa flóru vantar sár- lega blandaða kóra sem syngja veraldlega tón- list. Getur verið að slíkir kórar eigi erfitt upp- dráttar vegna þess að þeim er hvergi búin boðleg aðstaða til að syngja – nema þá helst í kirkjum? Tónlistarhúsið langþráða er enn faliðeinhvers staðar í kerfinu og þótt þaðhafi margoft verið sagt, að þessidraumur sé að verða að veruleika, þá stendur enn á því sem máli skiptir; að hafist verið handa, svo hægt sé að sjá eitthvað gerast og horfa á drauminn rætast. En hvað gerist svo þegar tónlistarhúsið er komið? Það verður vett- vangur Sinfóníuhljómsveitar Íslands – það vit- um við, kannski Óperunnar, og svo einhvers annars. Það sem er ekki síst spennandi við til- hugsunina um Tónlistarhúsið er það hvað ger- ist þegar aðstaða þeirra sem þar eiga að vinna breytist til hins betra. Það má segja að einleik- urum, einsöngvurum og kammermúsíköntum sé vel fyrir komið í nýju sölunum, þótt enn mætti að ósekju bæta einum til tveimur slíkum við. Stærri hóparnir, eins og kórarnir, gætu viljað berja dyra á nýja Tónlistarhúsinu og óska eftir aðstöðu þar bæði til tónleikahalds – en kannski ekki síður til æfinga. Verður gert ráð fyrir því? Verði svo, má búast við því að enn sé von á góðu í söngmálum og að rætist úr hallarekstri veraldlegs kórsöngs. En það gerist ekki af sjálfu sér. Jónas og Gerrit hafa sýnt hvað hægt er að gera vel í sönglistinni ef vel er staðið að verki, og í kammermúsík hafa Helga Ingólfsdóttir, Steinunn Birna Ragnarsdóttir og Edda Erlendsdóttir sýnt hversu vel er hægt að gera með fagmannlegum vinnubrögðum með þeim tónleikaröðum sem þær skipuleggja og setja saman sjálfar. Sama má segja um þá tón- listarhópa sem skipuleggja sjálfir sína dagskrá, þar er iðulega vel og fagmannlega að verki staðið. Kórarnir eru oft undir stjórnanda sinn settir hvað verkefnaval varðar, og hjá kirkju- kórunum er það víðast hvar í sóma. Ef öll kór- tónlist á að þrífast hér er nauðsynlegt að að- stæður séu fyrir hendi til fjölbreyttari kórsöngs, en það þarf líka fólkið með mennt- unina og hæfileikann til að skapa áhugaverða dagskrá sem fólk laðast að. Tónlistarhússins er beðið með óþreyju. Með því er von til þess að við stígum enn eitt framfaraskref, – ekki aðeins í húsnæðismálum tónlistarinnar, heldur fyrst og fremst í tónlistinni sjálfri, eins og hefur sýnt sig gerast í þeim minni tónlistarhúsum sem byggð hafa verið á síðustu árum. Söngþjóðin og sönghúsin Kristján Jóhannsson söngvari á tónleikum með Mótettukór Hallgrímskirkju. AF LISTUM Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is FANNÝ Jónmundsdóttir sýnir um þessar mundir í Grafarvogskirkju helgimyndir unnar í mósaík. Yf- irskrift sýningarinnar er Óður til móður og segir Fanný þá tileinkun fela í sér breiða skírskotun. „Ég hef alla tíð heillast af Maríumyndinni sem myndefni, og hinni guðlegu móðurímynd. Ég held að sá kær- leikur sem kjarnast í móðurlegri ást sé ákaflega mikilvægur í lífinu og á það vil ég minna með myndum mín- um.“ Fanný sækir myndefni sitt til helgimyndahefðarinnar eða íkona- gerðar, sem á sér djúpar rætur í kirkjulistasögunni. Íkonagerð lærði hún á námskeiði sem haldið var í Skálholti á vegum kirkjunnar og nutu nemendur þar leiðsagnar dr. Yuri Bobrov sem er prófessor við Listaháskólann í Pétursborg. „Við lærðum hinar hefðbundnu aðferðir íkonamálunar, þar sem litaduft er t.d. blandað með eggjarauðu, bjór eða hvítvíni, til að varðveita litinn sem best. Kennarinn fræddi okkur einnig mikið um hugmyndalega þætti íkonagerðar, í trúarlegu og sögulegu samhengi. Þar er t.d. lögð mikil áhersla á að nálgast sem best fyrirmyndina sem málað er eftir, en í íkonahefðinni hafa sömu fyr- irmyndirnar verið málaðar aftur og aftur. Þannig er reynt að nálgast hina eiginlegu frummynd þeirrar guðlegu veru sem máluð er,“ segir Fanný. Þolinmæði, einbeiting og alúð Í kjölfar námsins í íkonagerð vaknaði áhugi Fannýjar á mósaík, og hlaut hún leiðsögn hjá Alex- öndru Kjuregej Argunovu. Í rúmt ár hefur Fanný unnið að gerð íkona og nytjamuna úr mósaík og vinnur m.a. í samstarfi við Þuríði Stein- þórsdóttur járnsmið, sem rekur verslunina Forn Ný í Garðabæ. Auk listsköpunarinnar rekur Fanný eig- ið ráðgjafarfyrirtæki, og heldur regluleg námskeið um listina að lifa og starfa í hröðu samfélagi nú- tímans. Fanný segir það stuðningi vina og fjölskyldu að þakka að hún fylgdi ástríðu sinni og fór að fást við mósaíkgerð samhliða ráðgjafastarf- inu. Helgimyndirnar skipa hjá henni sérstakan sess, en við gerð þeirra styðst hún að miklu leyti við aðferðir íkonahefðarinnar. „Hið mikilvæga lita- og birtuspil íkonagerðarinnar öðlast skemmti- lega vídd í þessum efniviði en mós- aíkflísarnar hafa í senn dýpt og speglun sem verður breytileg eftir birtu og afstöðu áhorfandans. Hins vegar getur verið vandasamt að vinna myndina á þann hátt að hin réttu svipbrigði náist fram, og held ég að það sé eingöngu með gríð- arlegri þolinmæði, einbeitingu og alúð sem það er mögulegt.“ Fanný bætir því við að umhyggja við listaverkið sé ekki síður lyk- ilatriði, en sjálf var hún umvafin al- úð og umhyggju við gerð mynd- anna. „Ég hef búið hjá móður minni um tíma, og unnið í verkstæði föður míns. Þannig hef ég verið eins og blómi í eggi, umvafin kærleik og umhyggju. Með því að tileinka sýn- inguna móðurkærleiknum er ég einnig að senda móður minni þakkir fyrir umhyggju, stuðning og hvatn- ingu allt mitt líf.“ Fanný segist að lokum hafa tekið þá ákvörðun að sýna verkin í kirkju, því þar gefist fólki svigrúm til að skoða verkin í kyrrð og ró. „Það að upplifa dálitla fegurð í næði getur verið mjög nærandi fyrir sálina í öllu amstri hversdagsins. Það er ekki alls staðar sem fólk gefur sér tíma til að staldra við og upplifa feg- urð og kærleika. Það er þáttur sem vill ekki síst gleymast í öllum hama- ganginum fyrir jólin. Jólafastan er einmitt rétti tíminn til að meðtaka boðskap kærleika og þess vegna held ég sýninguna á því tímabili.“ Í tengslum við sýninguna hefur Fanný gefið út kort með fjórum af helgimyndunum á sýningunni. Graf- arvogskirkja er opin virka daga frá kl. 9 til 17, og um helgar á messu- tímum, en sýningin stendur til ára- móta. Myndirnar krefjast umhyggju Morgunblaðið/RAX Fanný Jónmundsdóttir, lista- kona og leiðbeinandi, við eitt verkanna sem hún sýnir í Graf- arvogskirkju um þessar mundir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.