Morgunblaðið - 16.12.2001, Page 19

Morgunblaðið - 16.12.2001, Page 19
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2001 19 FLUGLEIÐIR opnuðu á föstudag nýtt fræðslusetur á Suðurlands- braut 12, í bakhúsi. Fræðslusetrið er miðstöð starfsþjálfunar og kennslustarfsemi fyrir starfsfólk Flugleiða og verður jafnframt til útleigu. Kennslustarf Flugleiða var til margra ára á annarri hæð Hótel Esju, sem nú er verið að end- urbyggja. Nýja húsnæðið á Suður- landsbraut 12 er um 900 fermetrar að stærð og skiptist í þrjár stórar kennslustofur og fjórar minni, auk tækjasalar þar sem m.a. er unnt að kenna meðferð björgunarbáta og annars búnaðar. Þá er í fræðslusetrinu kaffistofa og önnur aðstaða fyrir nemendur og kenn- ara. Flugleiðir leggja áherslu á þjálf- un starfsmanna og símenntun. Ákveðnir starfshópar innan Flug- leiða fá lögbundna þjálfun áður en þeir hefja störf og síðan með ákveðnu millibili þann tíma sem þeir starfa hjá félaginu. Önnur þjálfun en sú sem er lög- bundin er t.d. nýliðaþjálfun, sí- og endurmenntun starfshópa, einkum í tölvunotkun, stjórnendaþjálfun og utanaðkomandi námskeið. Þessu til viðbótar reka Flugleiðir ferðaskóla þar sem boðið er upp á þjálfun fyrir störf við ferðasölu, segir í frétt frá Flugleiðum. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Baldur Jónsson verktaki, Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, Guðmundur Pálsson, framkvæmdastjóri flug- rekstrarsviðs Flugleiða, og Haraldur Baldursson, deildarstjóri þjálfunardeildar Flugleiða. Fræðslusetur Flugleiða opnað FÖSTUDAGINN 14. des. á milli kl. 14.30 og 14.45 var ekið á bifreiðina UH-993, sem er Mitsubishi L-200 pallbifreið, svört og grá að lit. Bifreiðin stóð á bifreiðastæði við Skógarhlíð 12. Tjónvaldur, sem var á hvítri sendiferðabifreið á rauðum númerum, yfirgaf vettvang án þess að tilkynna tjónið. Bifreiðin UH-993 er skemmd á hægra framhorni. Bifreið tjónvalds er hugsanlega skemmd á vinstra afturhorni. Sá eða þeir, sem geta gefið upplýsingar um mál- ið, eru beðnir um að hafa sam- band við lögregluna í Reykjavík. Lýst eftir vitnum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.