Morgunblaðið - 18.12.2001, Side 1

Morgunblaðið - 18.12.2001, Side 1
290. TBL. 89. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 18. DESEMBER 2001 MIKLAR vetrarhörkur eru víða í Evrópu, samgöngur hafa farið úr skorðum og þorp og bæir lokast inni vegna snjóa. Hundruð manna hafa orðið úti í Austur-Evrópu, 117 í Póllandi og meira en 200 manns í Moskvu einni, en kulda- kastið er ekki bundið við álfuna norðanverða, heldur nær það líka til Miðjarðarhafslandanna. Á Spáni, í Frakklandi, á Kors- íku, Ítalíu og Grikklandi hafa hundruð þorpa snjóað inni og víða eru fjölfarnir fjallvegir, til dæmis á milli Frakklands og Spánar, lok- aðir. Í Sviss var frostið víða 30 gráður í gær og sami gaddur var á Ítalíu í fyrradag. Í Grikklandi var frostið víða 10 gráður og 15 á Spáni. Myndin var tekin í gær í bænum Cosenza á Suður-Ítalíu en snjó- þyngslin þar eru miklu meiri en í norðurhluta landsins og þau mestu í manna minnum, að sumra sögn. AP Mestöll Evrópa í klakaböndum AFGANSKT herlið og bandarískar sérsveitir ráku í gær flótta liðs- manna al-Qaeda, hryðjuverkasam- taka Osama bin Ladens, en talið er, að þeir muni reyna að komast yfir til Pakistans. Meira en 200 þeirra féllu í átökunum um hellakerfið í Tora Bora og nokkrir tugir voru hand- teknir. Voru sumir þeirra sýndir fréttamönnum í gær. Bandarískar herflugvélar héldu uppi árásum í gær fyrir sunnan Tora Bora, nær pakistönsku landamær- unum, en talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins sagði, að al-Qaeda-liðar yrðu ekki eltir inn í Pakistan. Sagði hann, að nokkrir tugir þeirra hefðu verið handteknir þar í landi. Ekki er vitað hvar bin Laden felur sig en haft er eftir sumum föngum, að hann hafi verið í Tora Bora fyrir mánuði en aðrir segja, að hann hafi verið þar sl. laugardag. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær, að hern- aðinum gegn al-Qaeda lyki ekki fyrr en síðustu leifar samtakanna hefðu verið upprættar. Það myndi þó taka sinn tíma. Segjast vita um Omar Haji Gulalai, yfirmaður leyniþjón- ustu nýrra ráðamanna í Kandahar, sagði í gær, að Mohammed Omar, leiðtogi talibana, og um 500 manns, talibanar og al-Qaeda-liðar, væru í bænum Baghran, um 160 km norð- vestur af Kandahar. Yrði hann eltur þangað og hengdur þegar hann næð- ist. Bandaríkjamenn hafa sett rúman milljarð ísl. kr. honum til höfuðs. 18 liðsmenn al-Qaeda, níu Afganar og níu arabar, voru sýndir frétta- mönnum í gær í litlu þorpi ekki fjarri Tora Bora. Voru þeir flestir illa til reika, sumir særðir, og báðu Afg- anana að láta sig ekki í hendur Bandaríkjamanna. Í þeirra hópi eru að sögn tveir háttsettir al-Qaeda- menn en einnig 17 ára unglingur frá Kúveit. Kvaðst hann hafa komið með föður sínum til að berjast með al- Qaeda en nú væri faðir sinn fallinn. Þorpsbúarnir sögðu, að arabarnir hefðu sýnt þeim hroka og fyrirlitn- ingu þegar vegur þeirra var mestur en nú þyrðu þeir ekki að horfast í augu við þá. Bretar í forystu fyrir gæsluliði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær, að allt að 1.500 breskir hermenn myndu verða í alþjóðlegu gæsluliði, sem sent verð- ur til Afganistans, hugsanlega strax næstkomandi laugardag að ein- hverju leyti. Sagði hann, að í liðinu yrðu menn frá 15 ríkjum, þar af tveimur múslímaríkjum. Afgönsku ráðherrarnir, sem taka formlega við völdum á laugardag, vilja, að í gæslu- liðinu verði aðeins 1.000 manns og því verði bannað að beita vopnum en Blair sagði, að ekki yrði eftir því farið. Liðið væri nauðsynlegt til að tryggja friðinn í Kabúl og aðstoða við hjálparstarf. Al-Qaeda-liðar reyna að komast yfir til Pakistans Mohammed Omar sagður vera í Baghran með 500 manna lið Tora Bora, Kandahar. AP, AFP.  Al-Qaeda/30 AP Þrír liðsmenn al-Qaeda, sem sýndir voru fréttamönnum í þorpinu Agom í gær. Þeir óttuðust það mest að verða afhentir Bandaríkjamönnum. TALSMENN þriggja herskárra samtaka Palestínumanna höfnuðu í gær áskorun Yassers Arafats, leið- toga Palestínu- manna, um að slíðra sverðin og gera hlé á sjálfs- morðsárásum. Viðbrögð Ariels Sharons, for- sætisráðherra Ísraels, við áskoruninni voru að halda áfram hernaðaraðgerðum og voru þrír Pal- estínumenn, þar af eitt barn, skotnir til bana af ísraelskum hermönnum í gær. Talsmaður Jihad-samtakanna sagði í Beirút, að enginn gæti svipt Palestínumenn réttinum til sjálfs- varnar og talsmaður Hamas sagði, að í ræðu sinni á sunnudag hefði Arafat í raun hvatt til, að allri and- stöðu við hernám Ísraela yrði hætt. Við því væri ekki hægt að verða. Í ræðu sinni sagði Arafat, að þeir yrðu handteknir, sem réðust gegn Ísraelum, og hvatti hann jafnframt til, að friðarviðræður yrðu teknar upp að nýju. Í gær sagði hann, að Ísraelar hefðu svarað ræðu sinni með auknum hernaði. Þá skutu Ísr- aelar til bana á Vesturbakkanum einn félaga í Hamas og palestínskan lögreglumann og á Gaza skutu þeir 12 ára dreng. Engin átök voru þá á svæðinu. Peres vill gefa Arafat tíma Talsmaður Sharons sagði í gær, að Arafat yrði að sýna það í verki, að hann gæti komið í veg fyrir hryðju- verkaárásir á Ísrael og undir það tók Bandaríkjastjórn í gær er hún skoraði á Arafat að sýna það svart á hvítu, að hann ætlaði að binda enda á hryðjuverk Palestínumanna gegn Ísraelum. Shimon Peres, utanríkis- ráðherra Ísraels, lagði hins vegar áherslu á, að gefa yrði Arafat tíma til að sýna hvers hann væri megn- ugur. Ísraelar handtóku í gær um stundarsakir Sari Nusseibeh, hóf- saman Palestínumann og fulltrúa heimastjórnarinnar í Austur-Jerú- salem. Var honum gefið að sök að hafa efnt til „ólöglegrar“ veislu. Brást Bandaríkjastjórn óvanalega hart við handtökunni og sakaði Ísr- aelsstjórn um ögranir. Ákalli Ara- fats lítið sinnt Þrír Palestínumenn skotnir, þar á meðal tólf ára drengur Jerúsalem, Beirút. AP, AFP.  Áskorun/28 Yasser Arafat NOKKUR hópur breskra presta sækir nú námskeið í austurlenskri sjálfsvarnarlist til að geta varist vanstilltum sóknarbörnum sínum og öðrum hættum, sem að þeim steðja. Prestarnir fá kennslu í „tae kwon do“, kóreskri stríðslist, sem líkist karate, en rann- sóknir sýna, að oftar er ráðist á kennimenn en fólk í öðrum stéttum. Eru árásarmennirnir stundum heimilislaust fólk eða vanheilt á geði en stundum sjálf sóknarbörnin, sem reiðast þegar þau fá ekki einhvern til- tekinn dag fyrir giftingu eða skírn. Á síðustu fimm árum hafa sex breskir prestar verið myrtir. Könnun meðal 1.300 presta á Suðaustur-Englandi sýnir, að ráðist hefur verið á 12% þeirra, 22% hefur verið hótað ofbeldi og 70% hafa orðið fyrir grófum móðgunum. Á síðustu árum hefur konum fjölgað verulega í bresku prestastétt- inni, en ljóst er, að sumir eiga erfitt með að sætta sig við það. Hefur það verið undirrót nokkurra árása. Sálusorg- urum kennd sjálfsvörn Lundúnum. AP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.