Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 1
290. TBL. 89. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 18. DESEMBER 2001 MIKLAR vetrarhörkur eru víða í Evrópu, samgöngur hafa farið úr skorðum og þorp og bæir lokast inni vegna snjóa. Hundruð manna hafa orðið úti í Austur-Evrópu, 117 í Póllandi og meira en 200 manns í Moskvu einni, en kulda- kastið er ekki bundið við álfuna norðanverða, heldur nær það líka til Miðjarðarhafslandanna. Á Spáni, í Frakklandi, á Kors- íku, Ítalíu og Grikklandi hafa hundruð þorpa snjóað inni og víða eru fjölfarnir fjallvegir, til dæmis á milli Frakklands og Spánar, lok- aðir. Í Sviss var frostið víða 30 gráður í gær og sami gaddur var á Ítalíu í fyrradag. Í Grikklandi var frostið víða 10 gráður og 15 á Spáni. Myndin var tekin í gær í bænum Cosenza á Suður-Ítalíu en snjó- þyngslin þar eru miklu meiri en í norðurhluta landsins og þau mestu í manna minnum, að sumra sögn. AP Mestöll Evrópa í klakaböndum AFGANSKT herlið og bandarískar sérsveitir ráku í gær flótta liðs- manna al-Qaeda, hryðjuverkasam- taka Osama bin Ladens, en talið er, að þeir muni reyna að komast yfir til Pakistans. Meira en 200 þeirra féllu í átökunum um hellakerfið í Tora Bora og nokkrir tugir voru hand- teknir. Voru sumir þeirra sýndir fréttamönnum í gær. Bandarískar herflugvélar héldu uppi árásum í gær fyrir sunnan Tora Bora, nær pakistönsku landamær- unum, en talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins sagði, að al-Qaeda-liðar yrðu ekki eltir inn í Pakistan. Sagði hann, að nokkrir tugir þeirra hefðu verið handteknir þar í landi. Ekki er vitað hvar bin Laden felur sig en haft er eftir sumum föngum, að hann hafi verið í Tora Bora fyrir mánuði en aðrir segja, að hann hafi verið þar sl. laugardag. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær, að hern- aðinum gegn al-Qaeda lyki ekki fyrr en síðustu leifar samtakanna hefðu verið upprættar. Það myndi þó taka sinn tíma. Segjast vita um Omar Haji Gulalai, yfirmaður leyniþjón- ustu nýrra ráðamanna í Kandahar, sagði í gær, að Mohammed Omar, leiðtogi talibana, og um 500 manns, talibanar og al-Qaeda-liðar, væru í bænum Baghran, um 160 km norð- vestur af Kandahar. Yrði hann eltur þangað og hengdur þegar hann næð- ist. Bandaríkjamenn hafa sett rúman milljarð ísl. kr. honum til höfuðs. 18 liðsmenn al-Qaeda, níu Afganar og níu arabar, voru sýndir frétta- mönnum í gær í litlu þorpi ekki fjarri Tora Bora. Voru þeir flestir illa til reika, sumir særðir, og báðu Afg- anana að láta sig ekki í hendur Bandaríkjamanna. Í þeirra hópi eru að sögn tveir háttsettir al-Qaeda- menn en einnig 17 ára unglingur frá Kúveit. Kvaðst hann hafa komið með föður sínum til að berjast með al- Qaeda en nú væri faðir sinn fallinn. Þorpsbúarnir sögðu, að arabarnir hefðu sýnt þeim hroka og fyrirlitn- ingu þegar vegur þeirra var mestur en nú þyrðu þeir ekki að horfast í augu við þá. Bretar í forystu fyrir gæsluliði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær, að allt að 1.500 breskir hermenn myndu verða í alþjóðlegu gæsluliði, sem sent verð- ur til Afganistans, hugsanlega strax næstkomandi laugardag að ein- hverju leyti. Sagði hann, að í liðinu yrðu menn frá 15 ríkjum, þar af tveimur múslímaríkjum. Afgönsku ráðherrarnir, sem taka formlega við völdum á laugardag, vilja, að í gæslu- liðinu verði aðeins 1.000 manns og því verði bannað að beita vopnum en Blair sagði, að ekki yrði eftir því farið. Liðið væri nauðsynlegt til að tryggja friðinn í Kabúl og aðstoða við hjálparstarf. Al-Qaeda-liðar reyna að komast yfir til Pakistans Mohammed Omar sagður vera í Baghran með 500 manna lið Tora Bora, Kandahar. AP, AFP.  Al-Qaeda/30 AP Þrír liðsmenn al-Qaeda, sem sýndir voru fréttamönnum í þorpinu Agom í gær. Þeir óttuðust það mest að verða afhentir Bandaríkjamönnum. TALSMENN þriggja herskárra samtaka Palestínumanna höfnuðu í gær áskorun Yassers Arafats, leið- toga Palestínu- manna, um að slíðra sverðin og gera hlé á sjálfs- morðsárásum. Viðbrögð Ariels Sharons, for- sætisráðherra Ísraels, við áskoruninni voru að halda áfram hernaðaraðgerðum og voru þrír Pal- estínumenn, þar af eitt barn, skotnir til bana af ísraelskum hermönnum í gær. Talsmaður Jihad-samtakanna sagði í Beirút, að enginn gæti svipt Palestínumenn réttinum til sjálfs- varnar og talsmaður Hamas sagði, að í ræðu sinni á sunnudag hefði Arafat í raun hvatt til, að allri and- stöðu við hernám Ísraela yrði hætt. Við því væri ekki hægt að verða. Í ræðu sinni sagði Arafat, að þeir yrðu handteknir, sem réðust gegn Ísraelum, og hvatti hann jafnframt til, að friðarviðræður yrðu teknar upp að nýju. Í gær sagði hann, að Ísraelar hefðu svarað ræðu sinni með auknum hernaði. Þá skutu Ísr- aelar til bana á Vesturbakkanum einn félaga í Hamas og palestínskan lögreglumann og á Gaza skutu þeir 12 ára dreng. Engin átök voru þá á svæðinu. Peres vill gefa Arafat tíma Talsmaður Sharons sagði í gær, að Arafat yrði að sýna það í verki, að hann gæti komið í veg fyrir hryðju- verkaárásir á Ísrael og undir það tók Bandaríkjastjórn í gær er hún skoraði á Arafat að sýna það svart á hvítu, að hann ætlaði að binda enda á hryðjuverk Palestínumanna gegn Ísraelum. Shimon Peres, utanríkis- ráðherra Ísraels, lagði hins vegar áherslu á, að gefa yrði Arafat tíma til að sýna hvers hann væri megn- ugur. Ísraelar handtóku í gær um stundarsakir Sari Nusseibeh, hóf- saman Palestínumann og fulltrúa heimastjórnarinnar í Austur-Jerú- salem. Var honum gefið að sök að hafa efnt til „ólöglegrar“ veislu. Brást Bandaríkjastjórn óvanalega hart við handtökunni og sakaði Ísr- aelsstjórn um ögranir. Ákalli Ara- fats lítið sinnt Þrír Palestínumenn skotnir, þar á meðal tólf ára drengur Jerúsalem, Beirút. AP, AFP.  Áskorun/28 Yasser Arafat NOKKUR hópur breskra presta sækir nú námskeið í austurlenskri sjálfsvarnarlist til að geta varist vanstilltum sóknarbörnum sínum og öðrum hættum, sem að þeim steðja. Prestarnir fá kennslu í „tae kwon do“, kóreskri stríðslist, sem líkist karate, en rann- sóknir sýna, að oftar er ráðist á kennimenn en fólk í öðrum stéttum. Eru árásarmennirnir stundum heimilislaust fólk eða vanheilt á geði en stundum sjálf sóknarbörnin, sem reiðast þegar þau fá ekki einhvern til- tekinn dag fyrir giftingu eða skírn. Á síðustu fimm árum hafa sex breskir prestar verið myrtir. Könnun meðal 1.300 presta á Suðaustur-Englandi sýnir, að ráðist hefur verið á 12% þeirra, 22% hefur verið hótað ofbeldi og 70% hafa orðið fyrir grófum móðgunum. Á síðustu árum hefur konum fjölgað verulega í bresku prestastétt- inni, en ljóst er, að sumir eiga erfitt með að sætta sig við það. Hefur það verið undirrót nokkurra árása. Sálusorg- urum kennd sjálfsvörn Lundúnum. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.