Morgunblaðið - 18.12.2001, Side 38

Morgunblaðið - 18.12.2001, Side 38
SÖNGDEILD Tónlistarskóla Kópavogs flytur jólasöngleikinn Hin fyrstu jól eftir Michael Hurd í Salnum í kvöld kl. 21. Fjallar söngleikurinn, sem er 40 mínútna langur, um fæðingu Krists. Leikstjórn er í höndum Önnu Júlíönu Sveinsdóttur og undirleik annast Julian Hewlett. Helstu hlutverk syngja: Lára Rúnarsdóttir (María), Arnar Rich- ardsson (Jósef), Bjartmar Sig- urðsson, Fjóla Nikulásdóttir, Guð- rún Ragna Yngvadóttir, Hildur Jónsdóttir, Sóley Eiríksdóttir, Vigdís Ásgeirsdóttir, Svanhvít Yrsa Árnadóttir, Anna Margrét Sigurðardóttir og Hlíf Kvaran Brynjarsdóttir. Morgunblaðið/Þorkell Söngdeild Tónlistarskóla Kópavogs æfir söngleikinn. Jólasöngleik- ur í Salnum LISTIR 38 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ar skyldu hljóta náð fyrir augum dómnefndarinnar, og mér er vissu- lega upphefð að því, ekki síst því að vera í félagsskap þessara ágætu bókmenntamanna sem deildu verð- launum með mér.“ Ögmundur átti þessar þýðingar í fórum sínum. Hann hefur búið í Danmörku í á fjórða ár, og kveðst hafa drukkið í sig danskar bók- menntir á þessum árum. „Ég fylgist nú ekki vel með því sem er nýjast í bókmenntunum, en er sólginn í það sem eldra er. Ég hef verið að fikta við þýðingar í nokkur ár, aðallega tækifæriskveðskap og það sem teng- ist rímnaháttum.“ Ögmundur segist lítið fást við eig- in ritsköpun annað en það sem hann kallar stílæfingar, en viðurkennir þó að eiga nokkur ljóð og fleira ef til vill í sarpi sínum. „Þetta er nú ekki þannig að það eigi erindi við les- endur enn sem komið er, hvað sem síðar verður.“ Spurður um dálæti á þeim ljóð- skáldum sem hann þýddi, segir Ög- mundur að hann hafi alltaf fundið til sérstakrar samkenndar með Emil Aarestrup. „Hann var héraðslæknir á Fjóni um miðja 19. öld og hafði skáldskapinn í hjáverkum og gaf að- eins út eina bók í lifanda lífi, og hún gerði ekki mikla lukku meðal bók- menntafrömuða í Danmörku. En vegsemd Emils Aarestrup varð mun meiri að honum gengnum, og nú er hann metinn sem eitt af höfuðskáld- um Dana á 19. öld. Ég held að hann hafi ekkert verið kynntur Íslending- um, og það má segja að það hafi ekki þótt það sem mest var aðkallandi að snúa dönskum kveðskap yfir á ís- lensku fyrir ekki mörgum árum. En nú hefur dönskukunnáttu Íslend- inga hrakað svo mikið, og þjóðin liggur ekki lengur í dönskum bók- menntum – allra síst í dönskum bók- menntum fyrri alda.“ Yeats og Williams sígildir Hjörtur Pálsson fékk verðlaun fyrir þýðingu á ljóðinu Sailing to Byzantium eftir írska skáldið Will- iam Butler Yeats. Hjörtur segir að kvæðið sé með þekktustu ljóðum Yeats. „Það stóð fremst í bók hans Turninum sem kom út 1928. Það má segja að það sé lofsöngur um sigur andans á efninu og eilíft líf listarinn- ar. Yeats var snortinn af ýmsum dulspekihugmyndum. Hann var orð- inn 63 ára þegar ljóðið birtist og hugmyndin um siglinguna frá Ír- landi holdsins til Miklagarðs andans er miðlæg í kvæðinu og um leið táknræn fyrir ævileið aldraðs skálds sem hlýtur brátt að taka enda. En þá dreymir hann um að taka á sig nýja mynd óháða efninu, og lifa eilíf- lega í söng sínum. Gullfugl kvæð- isins er táknmynd eilífrar listar og skáldsins sem dreymir um að ljóðið lifi, þótt það deyi, en tengslin við Býsans eru eðlileg í ljósi þess að þar stóð list einmitt með miklum blóma fyrr á tíð.“ Árni Ibsen vann til verðlauna fyr- ir þýðingar á níu ljóðum eftir banda- ríska skáldið William Carlos Will- iams. Bjartur gaf út árið 1997 Rauðar hjólbörur og fleiri ljóð, en þar voru þýðingar Árna á ljóðum Williams frá fyrri hluta ævi skálds- ins. „Ég á efni í annað handrit með ljóðum frá seinni hluta ævi hans; - þar eru ljóðin lengri og fjölbreytti og ég valdi ljóðin níu sem fóru í keppnina af handahófi úr þessu safni.“ Leikrit Árna Ibsens, Skjaldbakan kemst þangað líka, fjallar um Will- iams og vin hans Ezra Pound. „Williams er eitt af stóru nöfnunum í ljóðagerð í Bandaríkjunum á 20. öld- inni, og mikill brauðryðjandi. Hann notaðist við tungutak amerískunnar frá hvunndagsfólki í kringum sig, sem á þeim tíma þótti alls ekki sjálf- sagt og ekki nógu fínt mál í bók- menntir – sérstaklega ekki ljóð. Hann starfaði sem læknir alla ævi og bjó í Rutherford í New Jersey, rétt handan Hudson-árinnar á móts við New York. Williams er einn af mínum uppáhaldshöfundum og ég er búinn að vera að lesa hann lengi. Ég byrjaði að fikta við að þýða hann fyr- ir alvöru fyrir um 20–25 árum. “ Margar athyglisverðar þýðingar á íslenskum ljóðum á erlend mál bár- ust dómnefnd. Í þeim flokki hlaut Hallberg Hallmundsson viðurkenn- ingu fyrir enskar þýðingar á íslensk- um ljóðum frá 19. öld. Hallberg er þekktur þýðandi en þó frekar fyrir þýðingar á íslensku, meðal annars á fyrrum lárviðarskáldi Breta, Ted Hughes. Hallberg er búsettur í New York. LESBÓK Morgunblaðsins og Þýð- ingasetur Háskóla Íslands stóðu fyr- ir ljóðaþýðingakeppni nú í haust og var tilkynnt um úrslit við athöfn í Grófarhúsinu á sunnudag og verð- laun afhent. Hátt í tvö hundruð um- slög bárust, í flestum þeirra voru eitt eða tvö þýdd ljóð en sum inni- héldu þýðingar á mörgum ljóðum eða ljóðabálkum. Verk um það bil tíu þýðenda á íslensku komu til greina en þegar upp var staðið treysti dóm- nefndin sér ekki til að gera upp á milli þriggja þýðenda en þeir reynd- ust vera Árni Ibsen, Hjörtur Páls- son og Ögmundur Bjarnason. Allir hljóta þessir þýðendur viðurkenn- ingu að upphæð kr. 50.000. Árni þýddi níu ljóð eftir banda- ríska skáldið William Carlos Will- iams, Hjörtur ljóðið Sailing to Byz- antium eftir írska skáldið William Butler Yeats og Ögmundur nokkur ljóð eftir dönsk skáld, svo sem Emil Aarestrup, Fr. Paludan-Müller og J.P. Jacobsen. Í áliti dómnefndar segir að allar þýðingarnar séu ákaf- lega vandaðar og að þýðendunum takist, hverjum með sínum hætti, að koma formgerð, merkingu og andblæ frumtextanna til skila á ís- lensku. Lögfræðingur í læknis- námi og þýðir ljóð Tveir fyrstnefndu þýðendurnir eru vel þekktir og útgefnir þýðend- ur. Ögmundur, sem er í læknisnámi í Danmörku, hefur hins vegar ekki látið mikið á sér bera hingað til. Ögmundur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann gæti nú varla sagt að hann sinnti ljóða- þýðingum í miklum mæli. „Þetta er nú mest tómstundagaman hjá mér. Foreldrar mínir sáu auglýsingu um keppnina og hvöttu mig til að draga eitthvað fram úr skúffunni og taka þátt í henni. Ég var bara rasandi hlessa á því að þessar þýðingar mín- Morgunblaðið/Ásdís Ingibjörg Haraldsdóttir afhenti verðlaunin. Hjá henni standa Árni Ibsen, Hjörtur Pálsson, Árni Blandon sem tók við verðlaunum Hallbergs Hallmund- arsonar, Ögmundur Bjarnason og aðstandendur keppninnar, Sigurður Pálsson og Þröstur Helgason. Þrír þýðend- ur deildu sig- urlaununum Verðlaun veitt í ljóðaþýðingasamkeppni Þýðingaseturs HÍ og Lesbókar LISTAKLÚBBUR Leikhúskjall- arans stóð í gærkvöldi fyrir ljóða- og söngdagskrá í tilefni af sjötugs- afmæli Hannesar Péturssonar skálds í síðustu viku. Lesin voru ljóð Hannesar, sungin lög við ljóð hans og fjallað um manninn og skáldið. Fjölmenni sótti dagskrána. Arnar Jónsson les hér eitt ljóðanna. Hannes Pétursson heiðraður Morgunblaðið/Ómar LISTAVERKASÝNING Heklu Guðmundsdóttur stendur nú yfir í Galleríi Landsbankans – Lands- bréfa, Laugavegi 77 og á Netinu. Hekla stendur fyrir uppboði á einu af verkum sínum fram til 23. desem- ber og mun upphæðin renna óskipt til Krafts, félags ungs fólks með krabbamein. Uppboðið fer fram á vefnum (www.landsbanki.is) og þar er hægt að senda inn tilboð. Upp- boðsverkið og fleiri verk eftir Heklu eru til sýnis í húsakynnum Lands- bankans – Landsbréfa meðan upp- boðið fer fram. Markmið Lands- bankans – Landsbréfa með galleríi á Netinu er að taka þátt í vaxandi heimi menningar og gera þannig við- skiptavinum og öðrum kleift að njóta lista á nýstárlegan máta á vefnum. Listaverka- uppboð til styrktar Krafti SIGURÐUR Halldórsson leikur á fimm strengja selló í Fríkirkjunni í kvöld kl. 21. Á tónleikunum, sem taka um klukkustund, flytur Sigurður Svítu Johanns Sebastians Bach nr. 6 í D-dúr, sem er skrifuð fyrir 5 strengja selló, og einnig fyrsta svít- an í G-dúr. Þá eru 3 fantasíur fyrir fiðlu eftir Georg Philipp Telemann sem Sigurður hefur staðfært yfir á fyrrnefnt hljóðfæri. Sigurður hefur starfað sem einleik- ari og kammertónlistarmaður frá því að hann lauk námi frá Guildhall School of Music í Lundúnum árið 1990. Hann hefur sérstaklega lagt sig eftir að flytja tónlist 20. aldar, m.a. með Caput, og tekið þátt í fjölda hljóðritana á þeirri tónlist. Fimm strengja selló er sjaldséð á tónleikum núorðið en það var algengt á fyrri hluta 18. aldar að leika á slíkt hljóðfæri. Fimm strengja selló í Fríkirkjunni Sigurður Halldórsson ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.