Morgunblaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isBirkir Ívar Guðmundsson íhugar að leika á Spáni / B1 Fjölmörg verkefni framundan – Svíar og Danir líklegir / B1 4 SÍÐUR Sérblöð í dag Morgunblaðinu í dag fylgir aug- lýsingablað, Í FORMI/LIFANDI VÍSINDI. Blaðinu er dreift á höf- uðborgarsvæð- inu. NORRÆNU samstarfsráðherrarnir komu saman til fundar í Brussel í gær, ásamt sendiherrum Norður- landanna, til að fjalla um hvernig ríkin koma að EES-samningnum og Evrópusambandinu, ESB. Ráðherr- arnir hittust einnig til að taka loka- ákvörðun um endurskoðun á nor- rænu fjárlagagerðinni. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra sat fundina fyrir Íslands hönd og í samtali við Morgunblaðið sagði hún upp úr þeim standa umfjöllun um mögulega aðild Íslands og Nor- egs að nýrri matvælastofnun Evr- ópusambandsins. Tilurð þeirrar stofnunar er rakin til kúariðufársins á síðasta ári og díoxínmengunar í fóðri. Stofnunin kemur til með að vera í Brussel fyrst um sinn, en í Finnlandi eða á Ítalíu til frambúðar. „Við höfum lagt mikla áherslu á að verða strax aðili að þessari stofn- un. Það er mikilvægt vegna okkar útflutningshagsmuna í sjávarútvegi. Ekki er búið að útkljá hvernig aðild landa utan Evrópusambandsins verður háttað eða hvenær hún hefst, en við þurfum eflaust að greiða ein- hvern kostnað vegna okkar þátt- töku. Við þurfum að ræða þetta sér- staklega við Dani, Svía og Finna sem eru innan ESB. Stofnuninni er meðal annars ætlað að vera með sérfræðiráðgjöf varðandi matvæla- öryggi. Fyrir okkur Íslendinga er mikilvægt að matvælaeftirlitið sé öflugt og eðlilegt, einkum gagnvart fiski. Eftirlitið þarf að vera byggt á vísindalegri skoðun en ekki ein- hverjum kreddum,“ sagði Siv sem taldi að aðild að matvælastofnun ESB gæti greitt fyrir frekara sam- starfi og sameiningu matvælastofn- ana á Íslandi. Í dag fellur matvæla- eftirlit undir þrjú ráðuneyti, sem ráða síðan yfir fleiri stofnunum, en hugmyndir hafa verið uppi um að einfalda eftirlitið með einni mat- vælastofu í samráði við sveitarfélög- in. Einnig voru til umræðu í Brussel aðildarviðræður ESB, sjálfbær þró- un, styrkir ESB til landbúnaðar og byggðaþróunar, leiðtogafundir ESB í Laaken og Barcelona og dóms- og innanríkismál sambandsins. Norræn fjárlög upp á 8 milljarða Á sérfundi norrænu ráðherranna var sameiginleg fjárlagagerð rædd fyrir árið 2003, sem fyrr segir. Leggja á jafnmikla upphæð til nor- ræna samstarfsins á næsta ári líkt og í ár, eða sem svarar til 8 millj- arða íslenskra króna. Hlutur Ís- lands er um 1% eða um 80 milljónir. Fjárlagagerðin er fyrr á ferðinni en áður, að sögn Sivjar, og gefur það möguleika á að taka út fjármagn til forgangsverkefna. Meðal slíkra verkefna er samstarf í málefnum barna og unglinga og á sviði sjálf- bærrar þróunar í umhverfismálum. Þá stendur til að styrkja stórar ráð- stefnur um umhverfismál og sjávar- útveg sem Siv sagði að væri spenn- andi fyrir Íslendinga að taka þátt í. Af öðrum umræðuefnum í Bruss- el í gær má nefna úttekt neytenda- samtaka á Norðurlöndum á kostn- aði við peningafærslur í bönkum milli Norðurlandanna. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu sýndi úttektin mismikinn kostnað eftir löndum. Norrænu ráðherrarnir ætla að skoða athugasemdir sem borist hafa frá sumum bönkum og athuga þessa úttekt nánar með það að markmiði að jafna muninn landa á milli. Samstarfsráðherrar Norðurlanda funduðu í Brussel í gær Ísland og Noregur áforma að- ild að matvælastofnun ESB ÖFLUGUR flugeldur var sprengd- ur í mannlausri skólastofu í Engja- skóla í Grafarvogi á tíunda tím- anum í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar í Grafarvogi virðist sem flugeldinum hafi verið komið fyrir í skúffu í kennaraborðinu. Við sprenginguna sviptist borð- platan af kennaraborðinu og eldur barst í bókaskáp. Kennsla var felld niður í skólanum í gær af þessum sökum en verður með eðlilegum hætti í dag. Hildur Hafstað, skólastjóri Engjaskóla, segir atvikið litið mjög alvarlegum augum enda sé mörg- um hætta búin af slíku athæfi. Lögregla var kvödd á staðinn og leitar hún nú sökudólga. Hildur er bjartsýn á að þeir finnist. Um fimm mínútur höfðu liðið af löngu frímínútunum kl. 9.30 þegar tvær sprengingar heyrðust með stuttu millibili. Yngri nemendur voru þá allflestir á skólalóðinni en þeir eldri á göngum. Skólinn var þegar rýmdur og segir Hildur að það hafi gengið mjög vel. Mikill reykur varð af sprengj- unum en tiltölulega lítill eldur. Fór því vatnsúðarakerfi í skólastofunni ekki í gang en starfsfólk skólans slökkti eldinn með handslökkvi- tækjum. Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins reykræsti stofuna en mikil reykjarlykt var í skólanum á eftir. Ákveðið var að fella niður kennslu hjá eldri nemendum vegna ástandsins sem skapaðist í skól- anum. Yngri nemendur voru einn- ig sendir heim ef foreldrar eða forráðamenn gátu tekið á móti þeim en aðrir voru áfram í skól- anum. Um 470 nemendur eru í Engja- skóla í 1.–10. bekk. Flugeldur sprengdur í skólastofu í Engjaskóla Borðplat- an sviptist af kenn- araborðinu Morgunblaðið/Þorkell Allt var á tjá og tundri í skólastofunni eftir sprengingarnar. EKKI verður hægt að bjóða upp á bólusetningu við meningókokka C í ungbarnabólusetningu fyrr en í lok ársins. Að sögn Haraldar Briem sóttvarnarlæknis er ástæðan ósköp einföld: „Hér er um nýtt bóluefni að ræða, það eru fleiri en einn bólu- efnisframleiðandi og samkvæmt ákvæðum EES-samningsins ber okkur því að fara með þetta í út- boð. Við erum að ræða um svo gríðarlega mikið magn bóluefnis að fyrirtækin þurfa umþóttunartíma til þess að geta framleitt það allt. Þetta eru ástæðurnar fyrir því að ekki verður hægt að bjóða upp á bólusetningu fyrr. Ég held að það hafi verið tveir framleiðendur sem fengu leyfi á seinni hluta síðasta árs þannig að efnið er til fyrir einstaklinga en það er tiltölulega mjög dýrt og að- eins til í takmörkuðu magni þannig að það tekur tíma að koma þessu að í almennu bólusetningunni.“ Gert er ráð fyrir að bólusetja í fyrstunni börn allt frá þriggja mánaða aldri og til 18 ára aldurs og yrði það gert á tiltölulega stutt- um tíma. Eftir að þeim áfanga hef- ur verið náð er ætlunin að þessi nýja bólusetning falli að öðrum bólusetningum á börnum á fyrsta ári. Bóluefni gegn meningókokka C Þarf að fara í gegn- um útboð DÓMUR Héraðsdóms Reykja- víkur frá í síðustu viku, er lög- reglumanni voru dæmdar rúm- ar 50 þúsund krónur vegna vangoldinna launa, hefur for- dæmisgildi, bæði fyrir aðra lög- reglumenn sem voru við störf á árinu 2000, um 600 talsins, og einnig 110 tollverði sem voru við störf á sama tíma. Að sögn Harðar Davíðs Harðarsonar, formanns Toll- varðafélags Íslands, er viðmið- unarsamningur lögreglumanna við ríkið eins og samningur toll- varða. Hörður segir að tollverð- ir muni gera kröfu til ríkislög- manns um að þeim verði greidd 3% bráðabirgðahækkun sem fjármálaráðuneytinu bar að greiða frá 1. maí 2000 til sept- emberloka, taki ríkið þá ákvörðun að una dómi. Um sé að ræða um 5 milljónir króna sem tollverðir eigi inni hjá fjár- málaráðuneytinu. Gera má ráð fyrir að sam- svarandi upphæð fyrir lög- reglumenn sé á bilinu 25–30 milljónir króna. Hefur fordæm- isgildi Dómur héraðsdóms FRESTAÐ var á fundi borgar- ráðs í gær að taka afstöðu til breytingar á skipulagi í Suður- hlíðum í Fossvogi sem heimila myndi byggingu fjölbýlishúss þar. Erindið hefur verið sam- þykkt í skipulags- og bygging- arnefnd en að tillögu sjálfstæð- ismanna í borgarstjórn var afgreiðslu þar frestað til að tóm gæfist til að fara yfir athuga- semdir íbúa. Yfir hundrað manns hafa mótmælt Nokkuð á annað hundrað íbúa í Suðurhlíðum hafa komið á framfæri mótmælum sínum við borgaryfirvöld við því að neðarlega í hverfinu yrði reist þriggja til fjögurra hæða fjöl- býlishús með alls 48 íbúðum. Samþykkja þarf breytingu á aðalskipulagi svo og skipulag lóðarinnar. Hefur það þegar verið gert í skipulags- og bygg- ingarnefnd. Við afgreiðslu málsins þar lögðu sjálfstæðis- menn til að málinu yrði frestað til að unnt yrði að kanna nánar mótmæli íbúa í hverfinu. Var tillögu sjálfstæðismanna vísað frá þar. Á fundi borgarráðs í gær lögðu fulltrúar Reykjavíkur- listans til að málið yrði sam- þykkt en sjálfstæðismenn lögðu þá fram tillögu um frest- un og var hún samþykkt. Erindi vegna fjöl- býlishúss í Suðurhlíð- um frestað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.