Morgunblaðið - 06.02.2002, Side 31
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 31
Samkeppni um nafn á hátíðarsal
Fjölbrautaskólans í Garðabæ
Skólanefnd Fjölbrautaskólans í Garðabæ efnir til
samkeppni um gott nafn á hátíðarsal Fjölbrautaskól-
ans. Salurinn er hátíðarsalur skólans og jafnframt
samkomusalur fyrir íbúa Garðabæjar og Bessastaða-
hrepps.
Stefnt er að því að bogahlið salarins verði skreytt að
utan með miklu útilistaverki eftir listamennina
Baltasar og Kristjönu Samper. Útilistaverkið er af aski
Yggdrasils með meyjunum Urði, Verðandi og Skuld
og er efnið sótt úr Gylfaginningu í Snorra-Eddu.
Tillögum að nafni skal skilað í lokuðu umslagi til
skrifstofu skólans og skal ennfremur fylgja lokað
umslag, merkt dulnefni, er inniheldur rétt nafn,
heimilisfang og síma.
Skilafrestur er til 15. mars 2002.
Skólanefnd Fjölbrautaskólans í Garðabæ skipar
dómnefnd. Komi fram fleiri en ein tillaga um besta
nafn að mati dómnefndar, verður dregið um hver
hlýtur verðlaun. Ein verðlaun: Kr. 50.000
Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu skólans í síma
520 1600.
Heimasíða skólans er á vefslóðinni:
http://www.fg.is/
Skólanefnd Fjölbrautaskólans í Garðabæ.
Í NOKKUR ár hafa
komið upp hugmyndir
um að sameina beri
starfsemi tveggja mátt-
arstólpa í umhverfis-
málum þjóðarinnar þ.e.
Landgræðslu ríkisins
og Skógrækt ríkisins.
Hins vegar hafa orðið
til þess að gera litlar
opinberar umræður um
þessi mál, en það ein-
mitt kveikja þessarar
greinar.
Eðlilega eru mis-
munandi skoðanir á
þessum hugmyndum,
enda um gamlar rót-
grónar stofnanir að
ræða í orðsins fyllstu merkingu.
Stofnun þessara ríkisstofnana má
rekja til lagasetningar frá árinu 1907,
þegar sett voru lög um skógrækt og
varnir gegn uppblæstri lands. Helstu
hlutverk þessara stofnana í upphafi
voru annarsvegar það hlutverk
Sandgræðslu ríkisins, eins og Land-
græðsla ríkisins hét í upphafi, að
hefta mikinn sandágang sem herjaði
víða, og hins vegar var það hlutverk
Skógræktarinnar að friða birki-
skóga. Samband þessara stofnana
var laust í reipunum og
endanlega rofið með
lögum um landgræðslu
árið 1923.
Lengi voru lítil
tengsl milli þessara
stofnana. Verksvið lágu
sjaldnast saman. Hins
vegar varð breyting á
árið 1974 þegar ný
landgræðsluáætlun var
samþykkt og kom til
framkvæmda. Frá
þessum tíma hafa skap-
ast auknir samstarfs-
möguleikar með
breyttum áherslum í
starfsemi beggja stofn-
ana. Báðar stofnanir
eru með starfsmenn og aðstöðu víða
um land. Höfðuðstöðvar Land-
græðslunnar hafa verið í Gunnars-
holti frá 1930 og höfuðstöðvar Skóg-
ræktarinnar á Egilsstöðum frá 1990.
Oft er rætt á Alþingi um nauðsyn
þess að efla störf á landsbyggðinni og
eru möguleikar þessara stofnana
miklir í þeim efnum. Sameinaðar tel
ég þær mun sterkari en að þær starfi
sem tvær óskyldar stofnanir. Starf-
semi þeirra skarast um margt og er
nú þegar mikil samvinna þeirra á
milli, t.d. Landgræðslunnar og Rann-
sóknarstöðvar Skógræktarinnar á
Mógilsá. Allt er þetta rannsóknar- og
þróunarstarf hið áhugaverðasta og
hér er um eftirsóknarverð störf að
ræða, þar sem velmenntaðir vísinda-
menn starfa.
Mikill áhugi hefur skapast hjá Ís-
lendingum um landgræðslu og skóg-
rækt og eiga báðar þessar stofnanir,
forstöðumenn þeirra og starfsmenn,
stóran þátt í því, auk skógræktar- og
landgræðslufélaga víða um land.
Margir einstaklingar eiga einnig
stóran þátt í að vekja landsmenn til
vitundar um mikilvægi þessara mála-
flokka og er hlutur frú Vigdísar
Finnbogadóttur, f.v. forseta Íslands,
ekki hvað minnstur í þeim efnum.
Sem dæmi um sameiginleg verk-
efni þessara stofnana má nefna:
Hvers konar fræðslumál í
tengslum við menntamálaráðuneyt-
ið, Kennaraháskóla Íslands, land-
búnaðarháskólana, Ungmennahreyf-
ingu Rauða krossins, Útivist,
Ferðafélag Íslands og fræðslu fyrir
starfsmenn og almenning svo dæmi
séu nefnd.
Í framtíðinni gera stofnanirnar
e.t.v. alhliða landbóta- og landnýting-
aráætlanir fyrir einstaka jarðir á Ís-
landi.
Í verklegum framkvæmdum
hefur verið samvinna, t.d. í Haukadal
í Biskupstungum, í Skarfanesi og
Skarðstanga í Holta- og Landsveit, á
Húsavík og í Öræfum.
Landgræðsluskógaverkefnið er
sameiginlegt verkefni þessara stofn-
ana sem skilað hefur miklum árangri.
Fjölmörg fleiri dæmi má nefna
en grunntónn samvinnu sem þessar-
ar er að verkefni skarist ekki en það á
að sjálfsögðu við fleiri ríkisstofnanir
á þessum sviðum.
Eðlilega hefur starfsemi þessara
stofnana þróast í tímans rás og að
flestu leyti til góðs.Við erum háð al-
þjóðlegum reglum og alþjóðlegri
samvinnu á sviði þessara mála. Ekki
er útséð með t.d. plöntuframleiðslu á
Tumastöðum í Rangárvallasýslu og á
Vöglum í Fnjóskadal, en báðar þess-
ar stöðvar eru skógræktarfólki og
heimamönnum afar kærar og hafa
náð mjög langt hvað gæðakröfur
framleiðslunnar áhrærir. Landbún-
aðarráðherra og forsvarsmenn Skóg-
ræktarinnar stefna að því að leysa
þessi mál á farsælan hátt.
Framtíðarverkefni Landgræðslu
ríkisins og Skógræktar ríkisins verð-
ur að stuðla að sjálfbærri landnýt-
ingu í anda stefnu stjórnvalda. End-
urheimt landsgæða er brýn fyrir
hagsæld lands og þjóðar og ímynd
landsins út á við. Vel gróin beitilönd
án jarðvegsrofs og aukin útbreiðsla
skóga eru m.a. forsenda þess að land-
nýting teljist sjálfbær. Skemmtileg-
ar eru hugmyndir manna um beit-
iskóga í landshlutabundnum
skógræktarverkefnum. Auk þess er
nauðsynlegt að huga enn frekar að
fyrirhleðslumálum þar sem ár eru í
mörgum tilfellum að brjóta niður
gróið land.
Við það að framkvæmdaþáttur
skógræktar hefur færst í ríkum mæli
frá Skógrækt ríkisins yfir til lands-
hlutabundinna skógræktarverkefna,
er full ástæða til þess að starfsemi
Skógræktarinnar og Landgræðsl-
unnar renni saman í eina enn öflugri
stofnun sem starfi eins og kostur er á
landsbyggðinni. Eftirlitshlutverk
stofnananna er ótvírætt. Vísinda-
verkefni þeirra leiða til þess að á
landsbyggðinni starfar vísindafólk í
vísindasamfélagi, en það eru einmitt
störf sem við viljum svo gjarnan
byggja upp á landsbyggðinni auk
annarra starfa sem tengjast starf-
semi þessara stofnana.
Þegar þing hefst að nýju mun ég
leggja fram þingsályktunartillögu
þess efnis að í Gunnarsholti verði
rekin alþjóðleg miðstöð landgræðslu-
mála, enda er Landgræðsla ríkisins
elsta stofnun sinnar tegundar í heim-
inum. Ef slíkar hugmyndir næðu
fram að ganga yrði starfsemi þessara
stofnana enn víðfeðmari og skapaði
fleiri störf í þessum málaflokkum
sem eru svo samtengdir og hafa
stuðlað að enn fegurra landi. Land-
græðsla og skógrækt eru málaflokk-
ar sem höfða til flestra Íslendinga og
nú er lag að gera enn betur, enda eru
umhverfismál mál framtíðarinnar á
Íslandi sem og í öðrum löndum. Ég
hvet forsvarsmenn landgræðslu- og
skógræktarmála að láta þessar hug-
myndir rætast á því ári sem nú er
gengið í garð.
Við getum verið stolt af þessum
stofnunum og þeim mikla árangri
sem náðst hefur í þessum efnum á Ís-
landi þó enn séu verkefnin óþrjót-
andi.
Á að sameina Land-
græðslu og Skógrækt?
Ísólfur Gylfi
Pálmason
Ræktun
Endurheimt lands-
gæða, segir Ísólfur
Gylfi Pálmason, er
brýn fyrir hagsæld
lands og þjóðar.
Höfundur er alþingismaður.
STARFSNEFND
heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra
skilaði nýlega áliti um
ofangreint efni. Þær
hugmyndir sem virð-
ast hafa verið skoðað-
ar í nefndinni byggj-
ast á því að öll
starfsemi spítalans
verði flutt á einn stað.
White arkitektar frá
Gautaborg sem voru
nefndinni til ráðgjafar
leggja til að byggðir
verði 85 þúsund fer-
metrar nýrra bygg-
inga við Hringbraut.
Ráðgjafar frá fyrir-
tækinu Ementor í Danmörku hafa
starfað hér öðru hverju í nokkur
ár, fyrst fyrir heilbrigðisráðuneytið
á vegum Ernst og Young, síðan
fyrir Sjúkrahús Reykjavíkur og
loks gerðu þeir úttekt á starfsemi
Landspítala í ljósi þeirrar þróunar
sem verður á næstu árum. Þeir
þekkja því mjög vel til allra að-
stæðna hér á landi og áætluðu að
húsnæðisþörf spítalans á næstu ár-
um yrði um 120 þúsund fermetrar.
Samkvæmt nefndarálitinu eru nú-
verandi byggingar á Hringbraut og
Fossvogi samtals 90 þúsund fer-
metrar. Þetta þýðir að þegar upp
er staðið verður heildarbygginga-
magnið 175 þúsund fermetrar eða
55 þúsund fermetrum meira en
spítalinn mun hafa þörf fyrir. Það
verður því ekki þörf fyrir bygg-
ingar í Fossvogi sem eru um 30
þúsund fermetrar. Í dag eru þar
nýjustu og fullkomnustu sjúkra-
deildir landsins. Þær geta eftir að
búið er að lagfæra nokkrar deildir í
A-álmu rúmað allt að 300 sjúklinga
við aðstæður sem uppfylla ströng-
ustu kröfur um allan aðbúnað. Auk
þess hafa skurðstofur verið end-
urnýjaðar fyrir nokkrum mánuðum
og gjörgæsludeildin hefur einnig
verið endurnýjuð. Auðvelt er að
stækka hana enn frekar í núver-
andi húsnæði. Auk þess hafa athug-
anir sem gerðar voru á tíma
Sjúkrahúss Reykjavíkur sýnt að
auðvelt er að byggja þjónustuálmu
sem gerir mögulegt að nota þessar
þjónustudeildir áfram í góðum
tengslum við þær nýju.
Tillaga Ementor
Í álitinu er getið
skoðunar Ementor á
starfsemi spítalanna
og þær niðurstöður
notaðar sem forsend-
ur fyrir útreikningum
á þörfum spítalans.
Rétt er að geta þess
að þær forsendur
byggjast annars vegar
á aukinni dagdeildar-
og göngudeildarstarf-
semi sem spítalinn
hefur staðið mjög illa í
að byggja upp. Hin
forsendan er sú að
nægilegt verði byggt
af hjúkrunarheimilum til þess að
slíkir sjúklingar festist ekki á legu-
deildum bráðaþjónustunnar. Um
250 sjúklingar á forgangslista bíða
eftir hjúkrunarplássum og talið er
að byggja þurfi tvö hjúkrunarheim-
ili á borð við það sem opnað var ný-
lega við Sóltún og rúmar 90 sjúk-
linga, á hverju ári næstu árin til að
mæta stöðugt vaxandi þörf í ljósi
þeirra breytinga á aldurssamsetn-
ingu þjóðarinnar sem fyrirsjáanleg
er. Kostnaður við þessa uppbygg-
ingu verður væntanlega ekki undir
3 miljörðum króna á ári næstu árin.
Það kemur hvergi fram að
Ementor gerði ákveðna tillögu um
lausn málsins eftir að hafa skoðað
það vel. Ráðgjafarnir lögðu til að
báðar núverandi lóðir verði notaðar
en öll bráðaþjónusta líkamlegra
(somatiskra) sjúkdóma verði flutt í
Fossvog og sameinuð þar á nokkr-
um árum. Á Hringbraut verði geð-
deild, endurhæfing og önnur lang-
lega. Ennfremur getur eldhús þar
þjónað báðum stöðum. Þar væri
einnig hægt að koma fyrir ýmissi
rannsókna- og háskólastarfsemi
með góðum tengslum við Fossvog
þar sem svo stutt er á milli lóð-
anna, aðeins 5–7 mínútna akstur.
Þessar tillögur hafa augljóslega
ekkert verið ræddar í nefndinni.
Kostnaður
Kostnaður við hugmyndir nefnd-
ar ráðherra er áætlaður um 30
milljarðar króna. Auk þess má
reikna með að leggja þurfi í mikil
umferðarmannvirki ef stefna á öll-
um þeim sem þurfa á þjónustu spít-
alans að halda á einn stað í Vatns-
mýri. Engar tölur liggja fyrir um
þann kostnað en það má áætla að
hann sé einhvers staðar á bilinu
fimm til tíu milljarðar króna. Eng-
inn virðist hafa velt fyrir sér hvern-
ig eigi að fjármagna þessar fram-
kvæmdir né hvað eigi að gera við
þær 55 þúsundir fermetra sem
verða afgangs í núverandi spítala-
byggingum. Er ríkisstjórnin tilbúin
til að lýsa því yfir að það sem kem-
ur hugsanlega inn fyrir sölu rík-
isfyrirtækja fari til þessara nota ?
Er heilbrigðisráðherra tilbúinn til
að leggja til að hætt verði við jarð-
gangagerð á Austfjörðum og Norð-
urlandi? Hvernig á að fjármagna
þá bráðnauðsynlegu byggingu
hjúkrunarheimila sem augljós þörf
er fyrir? Þarf ef til vill að hækka
skatta verulega til að þessar hug-
myndir verði að veruleika? Það
versta sem gerist er ef stjórnvöld
treysta sér ekki til að leggja svo
mikið fjármagn til uppbyggingar
spítalans og engar framkvæmdir
eiga sér stað.
Gera má ráð fyrir að kostnaður
við hugmyndir Ementor gæti num-
ið um 8–10 milljörðum króna og
þannig langódýrasti kosturinn.
Finnst þeim aðilum í ríkisstjórn
sem bera ábyrgð á fjármálum rík-
isins ekki ástæða til að skoða þann
kost og bera saman við tillögur
nefndarinnar ?
Framtíðarskipulag og
uppbygging Landspítala
Ólafur Örn
Arnarson
Sjúkrahús
Enginn virðist hafa velt
fyrir sér hvernig eigi að
fjármagna þessar fram-
kvæmdir, segir Ólafur
Örn Arnarson, né hvað
eigi að gera við þær 55
þúsundir fm sem verða
afgangs í núverandi
spítalabyggingum.
Höfundur er læknir.
C vítamín 400 mg
með sólberjabragði
Bragðgóðar tuggutöflur.
Eflir varnir.
Nýtt frá Biomega
Fæst í apótekum