Morgunblaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Tricity Bendix Tilboð á þvottavélum Sími 525 3000 • www.husa.is 52.990 kr. þvottavél 1000sn. tekur 4,5 kg Verð áður: 65.990 kr. Málþing um kulnun í starfi Kulnun er flókið samspil Vinnueftirlitiðgengst fyrir mál-þingi um kulnun (burnout) í starfi. Málþing- ið fer fram í Norræna hús- inu næstkomandi föstu- daginn og stendur milli kl. 13 og 17. Aðalfyrirlesari þingsins er Wilmar Schaufeli, prófessor í fé- lags- og skipulagssálfræði við Háskólann í Utrecht í Hollandi, sem þekktur er fyrir rannsóknir sínar og skrif um þetta efni. Ís- lenskir sérfræðingar munu einnig halda tölur. Guðbjörg Linda Rafns- dóttir, félagsfræðingur hjá Vinnueftirlitinu, hefur unnið ötullega að fram- kvæmd þingsins og hún svaraði nokkrum spurn- ingum Morgunblaðsins. – Hvað er kulnun í starfi? „Kulnun er þýðing á enska hug- takinu burn-out og er nátengd streitu. Þótt kulnun sé fremur nýtt sem viðfangsefni rannsókna hefur hugtakið fyrirfundist lengi, t.d. í bókmenntum þar sem það að „brenna út“ hefur verið notað um þá sem dóu ungir vegna of mik- illar vinnu. Einkenni kulnunar geta verið uppgjöf og áhugaleysi, neikvæði í garð vinnunnar og vinnufélaga, líkamleg þreyta og þróttleysi, depurð, kvíði, síþreyta eða þunglyndi. Kulnun er þróun eða ferli sem verður til hjá einstaklingi vegna viðvarandi álags í starfi. Þetta ferli er að sjálfsögðu ekki eins hjá öllum, en getur lýst sér í því að áhuginn og bjartsýnin sem réðu ríkjum fyrstu misserin í vinnunni breytast smám saman í efasemdir og vonbrigði án þess að þú gerir þér grein fyrir því hvað er til ráða. Árangurinn lætur á sér standa. Það er grunnt á pirringi gagnvart vinnunni og vinnufélögunum. Þú dregur þig smám saman í hlé og verður sinnu- og kærulaus. Heils- an fer þverrandi, e.t.v. svolítill maga- eða höfuðverkur, stöðug þreyta og jafnvel geðræn ein- kenni. Að lokum gefst þú upp, glatar sjálfstraustinu en treystir þér þó síst af öllu til að skipta um vinnu.“ – Er þetta algengt fyrirbæri og hverjir eru helst í áhættu? „Í fyrstu var litið svo á að þeir sem vinna við að sinna öðru fólki, s.s. starfsfólk í umönnun, kennar- ar og lögregluþjónar væru eink- um í áhættu. Einnig hefur verið talið að kulnun leggist fremur á svokallaða eldhuga. Nú er vitað að allir geta í raun orðið fyrir kulnun í starfi. Það sem m.a. getur valdið kulnun er of mikið og stöðugt til- finningalegt og/eða félagslegt álag sem erfitt er að sjá fyrir end- ann á. Einnig þegar skapast við- varandi gjá á milli krafna og væntinga sem eru gerðar til þín um árangur í starfi og þeirra að- stæðna sem þú hefur til að ná þessum árangri. Kenn- ari með 27 nemendur í bekk getur átt erfitt með að ná markmiðum grunnskólalaganna, óháð því hve mikið hann leggur sig fram. Og verð- bréfasalinn getur tapað milljörð- um á svipstundu ef „markaðurinn hegðar sér óheppilega“, sama hve duglegur hann er sem einstak- lingur.“ – Hvað er til ráða? „Kulnun getur verið flókið sam- spil vinnuskipulags, utanaðkom- andi áreita og einstaklingsbund- inna þátta. Því er oft erfitt að finna á henni skjóta lausn. Til að koma í veg fyrir kulnun er þó mik- ilvægt að greina hugsanlega hlut- verkaárekstra sem felast í vinnunni. Miklu skiptir að farið sé reglulega yfir markmið starfsins og skipulag vinnunnar. Það ber að gera í samvinnu stjórnenda og starfsmanna. Umbun í starfi, fé- lagslegur stuðningur og hæfileg sjálfstjórn eru allt mikilvægir þættir til að koma í veg fyrir kuln- un.“ – Hvernig verður tekið á mál- inu á ráðstefnunni? „Á málþinginu munu sérfræð- ingar á þessu sviði og þeir sem- kynnst hafa kulnun af eigin raun flytja stutt erindi og svara fyrir- spurnum. Aðalfyrirlesarinn á þinginu er Wilmar Schaufeli, pró- fessor í félags- og skipulagssál- fræði við háskólann í Utrecht, en hann er heimsþekktur fyrir rann- sóknir sínar og skrif um þetta málefni. Okkur þykir það mikill fengur að fá hann til að tala á mál- þinginu.“ – Verður unnið eitthvað úr nið- urstöðum málþingsins? „Málþingið er fyrst og fremst hugsað til þess að vekja athygli á málefninu, fræðast um það hvað það er sem veldur kulnun í starfi, afleiðingum hennar og fyrirbyggj- andi þáttum. Við hjá Vinnueftirlit- inu viljum vekja á því athygli að hér er um vinnuverndarmál að ræða sem stjórnendur, starfs- menn og trúnaðarmenn þeirra þurfa að vera sér með- vitandi um og taka þátt í að fyrirbyggja.“ – Hverjum er mál- þingið ætlað? „Það er ætlað öllum þeim sem láta sig vinnuvernd og líðan starfsmanna varða.“ Þess má geta í lokin, að auk Schaulis flytja Guðbjörg Linda, Bjarni Jónasson heilsugæslu- læknir, Guðlaug Teitsdóttir skóla- stjóri, Þórður Óskarsson fram- kvæmdastjóri, Yrsa Þórðardóttir framkvæmdastjóri og Kristinn Tómasson yfirlæknir erindi á mál- þinginu sem lýkur með umræðum. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir  Guðbjörg Linda Rafnsdóttir er fædd árið 1957. Lauk doktors- prófi í félagsfræði frá Háskól- anum í Lundi og hefur starfað sem félagsfræðingur hjá Vinnu- eftirlitinu síðan árið 1994. Um nokkurt skeið hefur hún enn fremur verið stundakennari við Háskóla Íslands. Eiginmaður Guðbjargar er Stefán Jóhann Stefánsson hagfræðingur og eiga þau þrjá syni, þá Hlyn Orra, Arnarald Smára og Davíð Má. …því er oft erfitt að finna skjóta lausn Hversu bráðsmitandi sem þetta svo er þá getum við afskrifað flensuna, hæstvirtur ráð- herra. Landlæknir hefur gefið það út að hún sé ekki komin til landsins. FRAMBOÐSLISTI Bæjarmála- félags Seltjarnarness fyrir kom- andi kosningar var samþykktur á fundi í síðustu viku. Prófkjör sem haldið var í nóvember var bindandi fyrir þrjú efstu sæti listans. Þessi skipa Neslistann: 1. Guð- rún Helga Brynleifsdóttir, 2. Sunn- eva Hafsteinsdóttir, 3. Árni Ein- arsson, 4. Stefán Bergmann, 5. Nökkvi Gunnarsson, 6. Þorvaldur Árnason, 7. Ingibjörg S. Bene- diktsdóttir, 8. Edda Kjartansdótt- ir, 9. Jens Andrésson, 10. Margrét Guðmundsdóttir, 11. Kristján E. Einarsson, 12. Unnur Ágústsdótt- ir, 13. Kristín Halldórsdóttir, 14. Högni Óskarsson. Bæjarmálafélag Seltjarnarness var stofnað 1990 og er þetta í fjórða sinn sem félagið býður fram Neslistann. Neslistinn á nú tvo bæjarfulltrúa í bæjarstjórn Seltjarnarness, segir í fréttatilkynningu. Konur í tveimur efstu sæt- unum Neslistinn á Seltjarnarnesi UTANRÍKISVIÐSKIPTA- og efnahagsráðherra Kína, Shi Gu- angsheng, heimsótti á sunnudag verslunarmiðstöðina Smáralind í fylgd Valgerðar Sverrisdóttur, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, ásamt öðru fylgdarliði. Í heimsókninni kynnti hann sér framsetningu kín- verskrar vöru í deildaversluninni Debenhams og raftækjaversluninni Euronics auk þess sem hann kynnti sér íslenskan matvörumarkað í Nóatúni. Mesta athygli vakti lík- lega þegar ráðherrann bragðaði á þorramat í Nóatúni. Kínverski ráð- herrann bragð- ar á þorramat

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.