Morgunblaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ  AUÐUR G. Magnúsdóttir varði doktors- ritgerð sína í sagnfræði við sagnfræðideild Gautaborgarhá- skóla 16. nóv- ember sl. Rit- gerðin ber heitið „Frillor och fruar. Politik och sam- levnad på Island 1120–1400“. Leið- beinendur hennar voru prófessor Thomas Lindkvist, Gautaborg, og dr. Jón Viðar Sigurðsson, Osló. And- mælandi var prófessor Sverre Bagge frá Háskólanum í Bergen. Rann- sóknin naut styrks frá Gautaborg- arháskóla, Rannsóknarsjóði Íslands og Kvennarannsóknarsjóði Íslands. Í fréttatilkynningu segir: „Í rit- gerðinni er sjónum beint að hlut- verki frillulífs og annarra sambúð- arhátta í íslensku miðaldasamfélagi. Tilraunir kirkjunnar til að koma á einkvæni hjóna og einlífi presta stönguðust á við innlendar hefðir og ollu deilum milli höfðingja og kirkju. Hjónaband var mikilvægt í pólitískri valdabaráttu miðalda, en sú áhersla sem lögð hefur verið á þetta hlutverk hjónabandsins í evrópskri, og þar með íslenskri, miðaldasögu hefur leitt athyglina frá hlutverki annarra hagsmunasambanda, þ.á m. frillulífs og vináttu. Í ritgerðinni er áhersla lögð á póli- tískt og efnahagslegt mikilvægi þessara sambanda og á það bent að hið kristna hjónaband eigi sér í raun fremur stutta sögu sem eina við- urkennda sambýlisform manns og konu. Íslenskir prestar áttu sér margir ástkonur á miðöldum og eignuðust börn sem þeir urðu að sjá fyrir. Hér var þó lítill munur á íslenskum prest- um og starfsbræðrum þeirra annars staðar í Evrópu. Í ritgerðinni er því hins vegar haldið fram að þessi sam- bönd prestanna við hjákonur sínar hafi orðið formlegri eftir því sem á leið og hér hafi í raun verið lítill mun- ur á samböndum presta við hjákonur sínar og því kristna hjónabandi sem sömu menn reyndu að koma á hjá leikmönnum. Lögð er áhersla á að tengja þróunina á Íslandi þeirri sem varð í Evrópu á sama tíma. Þessi samanburður leiðir í ljós að þróun hjónabandsmála á Íslandi var svipuð þeirri sem gerðist í Evrópu á sama tíma.“ Auður lauk stúdentsprófi frá Fjöl- brautaskóla Suðurnesja 1978 og BA- prófi 1987. Hún hefur starfað við kennslu og rannsóknir í sagnfræði við Háskólann í Gautaborg und- anfarin ár og er skipuð tímabundið lektor við sömu deild. Auður er fædd 31. október 1959. Hún er dóttir Magnúsar Axelssonar og Kristínar Þórðardóttur. Hún á tvö börn, Höllu, 19 ára, og Magnús Axel, 5 ára. Sambýlismaður hennar er Mats Granér, hagfræðingur við iðnaðar- málaráðuneytið í Svíþjóð. Doktor í sagnfræði S IGURÐUR Moritzson, framkvæmdastjóri Græns markaðar ehf. (GM), segir „fráleitt“ að fyrirtækið hafi ekki skil- að hærra verði á afskornum blóm- um til blómabænda, þar sem það þiggi hlutfall af söluverði í umboðs- laun. Einnig segir hann að bændur hafi sjálfir beðið Grænan markað að kaupa upp eignir Blómasölunnar við gjaldþrot hennar í árslok 1999. GM hafi áður haft 50% af heild- sölumarkaði með afskorin blóm og fyrirtækið ekki sóst sjálft eftir yf- irburða markaðshlutdeild, sem til kom í kjölfar gjaldþrotsins. Eruð þið hjá Grænum markaði ehf. jafn óbilgjarnir í viðskiptum og mátti skilja í Morgunblaðinu í gær? „Að sjálfsögðu ekki.“ Hefur heildsöluverð á afskornum blómum hækkað um 35% eftir að GM náði markaðsráðandi stöðu í blómaheildsölu? „Verð á blómum, jafnt í heildsölu, sem smásölu, hefur fylgt almennri verðlagsþróun þegar litið er yfir síðustu tíu ár. Ef eitthvað er hefur blómaverð hækkað minna en vísi- tala neysluverðs.“ Hvað um þá staðreynd, sam- kvæmt útreikningum Hagstof- unnar, að smásöluverð á blómum hækkaði um 15% á síðasta ári, rúm 5% umfram vísitölu neysluverðs? „Listaverð heildsölu á nokkrum algengum tegundum hefur hækkað um 23-40% frá 1992, meðan vísitala neysluverðs hefur hækkað um 37% á sama tíma. Heildsöluverð hefur hækkað um rúm 17% frá áramótum 1999-2000, en sem kunnugt er hafa öll aðföng hækkað og gengi lækkað, svo dæmi séu tekin.“ Hvernig hefur heildsölu á blóm- um verið háttað í gegnum tíðina? „Lengst af hafa tveir stórir aðilar og nokkrir minni verið í dreifingu á blómum hérlendis, en reksturinn hins vegar gengið mjög illa. Eitt helsta fyrirtækið, Blómasalan ehf., var tekið til gjaldþrotaskipta árið 1999 og teljum við að aðstæður hafi þá versnað til muna. Á þeim tíma var markaðshlutdeild GM 50%. GM er afurðasölufyrirtæki garð- yrkjubænda og þeir bændur sem átt höfðu aðild að Blómasölunni leit- uðu til okkar svo hægt væri að bjarga því sem bjargað varð. GM keypti því meðal annars lager, hús- gögn og innréttingar Blómasöl- unnar á mjög háu verði miðað við stöðu fyrirtækisins. Aðstæður á markaði breyttust ekki að okkar til- stuðlan. Bændurnir leituðu sjálfir eftir okkar liðsinni. Blómasalan skuldaði nokkur hundruð milljónir króna og voru endalok hennar ann- að stóra gjaldþrotið í greininni á tíu árum. Ég hef starfað í þessari grein í 20 ár og þurft að mæta gríðarlegri samkeppni á öllum sviðum, bæði ábyrgri og óábyrgri. Að mínu mati hafa um 500 milljónir króna tapast á heildsölustigi í þessari grein á ein- um áratug, fyrst með gjaldþroti Blómaheildsölunnar og síðan með endalokum Blómasölunnar, sem fyrr er getið. Grænn markaður hef- ur líka tapað fjármunum á þessum tíma, einkum í formi krafna sem ekki hefur verið hægt að innheimta. Það voru að hluta til sömu bændur sem settu bæði fyrirtækin í þrot.“ Hvað með þær fullyrðingar að meðan heildsöluverð hjá ykkur hafi „hækkað og hækkað“ hafi skilaverð til bóndans farið lækkandi? „Það er alveg fráleitt. Við erum ekki heildsalar í hefðbundnum skilningi, heldur umboðssöluaðilar framleiðenda, það er garð- yrkjubænda, og GM fær18,75 krón- ur af hverjum 100 krónum sem fást fyrir hvert afskorið blóm. Garð- yrkjubóndinn fær þá 81,25 krónur og hækki heildsöluverð, hækkar verð til hans að sama skapi. Þetta eru mjög lág umboðslaun í sam- anburði við annað sem gengur og gerist á þessu stigi, en forsendur þeirra eru mikil markaðshlutdeild.“ Hvers vegna hafið þið orðið fyrir barðinu á neikvæðri umræðu? „Hér áður fyrr lögðu sumar blómaverslanir í vana sinn að vera í vanskilum við dreifingarfyrirtækin og flakka á milli þeirra til þess að komast hjá greiðslu. Því fór sem fór. Við ætlumst að sjálfsögðu til þess að verslunareigendur greiði fyrir úttektir sínar, geri þeir það ekki er gripið til venjubundinna inn- heimtuaðgerða, sem geta endað með gjaldþrotaskiptum.“ Hvað hefur það gerst oft? „Frá áramótum höfum við óskað eftir gjaldþrotaskiptum hjá tveimur smásölum, enda er það okkar stefna að allir sitji við sama borð og greiði fyrir vöru sem þeir fá hjá okkur. Umræðan getur líka skýrst af því að blómakaupmenn vilji ekki að eitt fyrirtæki sé allsráðandi á heild- sölusviðinu, heldur fleiri valkosti, sem er skiljanlegt.“ Hvað með gjaldþrotaskipti á síð- asta ári? „Við afskrifuðum að minnsta kosti þrjár kröfur á síðasta ári.“ Er rétt að afföll í uppskeru blómabænda geti verið allt að 50%? „Helsta vandamál blómabænda er offramleiðsla stóran hluta ársins. Hún er ein afleiðing þess að tvö fyr- irtæki sinntu umboðssölu fyrir framleiðendur, sem kepptust síðan við að framleiða inn á markaðinn og selja sína afurð. Afföllin geta vissu- lega farið upp í 50% í einhverjum tegundum.“ Hversu mikið magn af fram- leiðslu blómabænda fer í gegnum Grænan markað? „Það er erfitt að leggja mat á það. Ætli við seljum ekki 65-75% þess sem ræktað er undir gleri hér- lendis.“ Hafið þið hyglað stórmörkuðum sérstaklega í verðlagningu og mun- uð þið hegna þeim smásölum sem farnir eru að skipta beint við garð- yrkjubændur? „Nei, alls ekki. Að vísu fá þeir sem kaupa meira magn hærri af- slátt, það gefur augaleið. Stórmark- aðir byrjuðu að selja afskorin blóm fyrir um það bil tíu árum, sem mikil andstaða hefur verið gegn meðal blómakaupmanna, enda er aðstaða til smásöluálagningar gerólík hjá fyrirtækjunum.“ Hefur Grænn markaður hagnast verulega undanfarin misseri? „Að okkar mati hefur fyrirtækið ekki skilað viðunandi arði. Við höf- um staðið fyrir mikilli uppbyggingu og markaðssetningu til þess að auka neyslu á blómum. Grænn markaður stendur frammi fyrir erfiðu um- hverfi á heildsölu- og fram- leiðslustigi, en fyrirtækið er ekki rekið með tapi.“ Hverju er hátt verð á afskornum blómum hérlendis um að kenna að þínu mati? „Afskorin blóm eru alls ekki dýr hér á landi ef miðað er við blóma- verslanir í Bandaríkjunum eða Nor- egi, þar sem verð er svipað og hér. Öðru máli gegnir kannski um Dan- mörku eða Holland, þar sem blóm eru nokkuð ódýrari. Við skulum heldur ekki gleyma því að verð á af- skornum blómum hérlendis er mjög mismunandi eftir því hvar þau eru keypt. Ég er sammála því sem segir í Morgunblaðinu í dag (gær) að rekstur blómaverslunar sé þungur róður. Ef við værum að selja dýrt, ætti staða bænda að vera betri, ekki satt? Staða þeirra er hins vegar slæm. Hið sama gildir um 20% blómaverslana sem eru í erfiðri stöðu og við búum við gríðarlega erfiða innheimtu. Það er ljóst að einhverjir bændur munu þurfa að hætta starfsemi og einhverjar blómaverslanir líka. Blómafram- leiðsla er sennilega verst stadda grein landbúnaðarins. Það hefur orðið mikil þróun í blómaverslun undanfarinn áratug. Fyrr á árum voru blóm einungis ræktuð hluta úr ári, í dag er fram- boð á afskornum blómum stöðugt árið um kring. Þróunin hefur því verið gríðarleg og mikil fjölbreytni í framboði á tegundum, þar standa íslenskir framleiðendur sig vel. Blóm voru einvörðungu keypt í blómaverslunum fyrir 10-15 árum sem tækifærisgjöf en eru nú orðin dagvara með þátttöku stórmarkaða. Þau 30% sem sagt er að stórmark- aðir eigi af blómasölu eru að mestu leyti viðbót á markaðnum.“ Hafa afsláttarkjör batnað hjá ykkur og orðið almennari eftir að smásöluverslanir sameinuðust um innkaup beint af framleiðendum? „Listaverð heildsölunnar er há- marksverð og síðan er samið um mismunandi afslátt dag frá degi eða í hverri viku. Að mínu mati hafa þau afsláttarkjör ekki alltaf skilað sér til neytenda, þó að sumar verslanir hafi keypt blóm hjá okkur á nið- ursettu verði. Í raun hefur mikið vantað upp á það. Það er þó ekki al- gilt.“ Hvað með meinta einokun ykkar? Er þetta starfsumhverfi „orðið mjög rotið“ eftir að þið urðuð ein- ráðir í heildsölu, eins og einn við- mælenda Morgunblaðsins tók til orða hér í blaðinu í gær? „Ég samþykki ekki þessa lýsingu en skil að fólk vilji samkeppni. Þetta er hins vegar galopin atvinnugrein og hver sem vill getur hafið blóma- dreifingu. Auk þess get ég lofað því að við höfum alls ekki misnotað markaðsráðandi stöðu okkar.“ Samskonar loforð hafa verið gef- in nokkuð upp á síðkastið hjá fyr- irtækjum í svipaðri stöðu. Er þetta ekki bara einhver tugga? „Nei, hreint ekki. Tilboðsverð hjá okkur tekur mið af ástandi á hverj- um tíma og ég tel líklegt að þróun undanfarinna vikna og mánaða muni leiða til þess að tekin verði upp fljótandi verðlagning, í stað þess að stuðst sé einvörðungu við flatt verð eftir gjaldskrá. Ég er sammála þeirri gagnrýni, að flöt verðlagning sé ekki æskileg og ítreka að markaðurinn er galopinn fyrir alla sem þar vilja starfa og opna blómaheildsölu, enda fer þeim fjölgandi.“ Eru margir blómabændur í skuld við Grænan markað og er það rétt að þitt fyrirtæki hafi haft í hótunum við bændur sem farnir eru að selja smásöluverslunum sjálfir? „Við höfum staðið í einhverjum innheimtuaðgerðum, enda höfum við greitt fyrirfram inn á samninga við tiltekna bændur. Ef við hefðum ekki keypt eignir Blómasölunnar á sínum tíma hefði fjöldi blómabænda innan fyrirtækisins orðið gjald- þrota. Einhverjir gerðu samninga við okkur og fengu fyrirfram- greiðslu, en hafa síðan sagt þeim samningum upp. Það er eðlilegt að okkar mati, að þessir bændur end- urgreiði okkur fyrirframgreiðsluna sem við höfum reitt af hendi vilji þeir segja innleggssamningum upp.“ Er um háar upphæðir að ræða? Hlaupa þær á tugum milljóna? „Ekki tugum, kannski, en fáein- um milljónum.“ Rekur Grænn markaður ein- hverjar blómaverslanir, opin- berlega eða bakvið tjöldin? „Nei, ég hef heyrt það líka, en við höfum engan áhuga á smásölustig- inu í blómaverslun. Við skulum átta okkur á því að sú gagnrýni sem fram kemur í Morgunblaðinu í gær á Grænan markað kemur frá eig- endum blómaverslana sem kannski eru fyrst og fremst ósáttir við aukna fjölbreytni í blómaverslun. Þeir hafa viljað sitja einir að því að selja blóm. Það er hins vegar í þágu neytenda að blóm fáist víða, á ólíku þjónustustigi og mismunandi verði.“ Segir hálfan milljarð hafa tapast á heildsölustigi blómaverslunar Blómakaupmenn hafa gagnrýnt Grænan markað ehf. fyrir verðhækkanir og yfir- burða markaðshlutdeild í blómaheildsölu. Helga Kristín Einarsdóttir bar gagnrýni þeirra undir Sigurð Moritzson, fram- kvæmdastjóra Græns markaðar. Morgunblaðið/Kristinn Sigurður Moritzson, framkvæmdastjóri Græns markaðar ehf. HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því 28. janúar sl. um gæslu- varðhald konu til 11. febrúar nk. vegna gruns um aðild hennar að innflutningi á fíkniefnum. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að konan hafi játað að eiga nokkurn hlut af þeim innfluttu fíkniefnum sem um ræðir, en í dómi héraðsdóms kemur fram að konan hafi neitað öllum sakargiftum. Þrátt fyrir játninguna telur Hæstiréttur ekki ástæðu til að fella úrskurð héraðsdóms úr gildi. Er fallist á að með hliðsjón af því að rannsókn málsins sé á byrjunarstigi sé hætta á því að hin kærða geti torveldað rannsókn málsins fari hún frjáls ferða sinna. Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.