Morgunblaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 14
AKUREYRI 14 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Almennur kynningarfundur vegna deiliskipulags Naustahverfis verður haldinn fimmtudaginn 7. febrúar kl. 17.00 á Fiðlaranum, 4. hæð. Kynntar verða fyrirliggjandi deiliskipulagstillögur og fyrir- spurnum svarað. Vakin er athygli á, að tillögurnar eru nú í auglýs- ingu skv. skipulagslögum og að frestur til að gera athugasemdir við þær er til 15. febrúar nk. Hægt er að nálgast tillögurnar á heimasíðu Akureyrar- bæjar (www.akureyri.is - auglýstar skipulagstil- lögur - 3 deiliskipulagstillögur ...) Umhverfisdeild Akureyrarbæjar. Akureyrarbær auglýsir NÁTTÚRUVERNDARNEFND Akureyrarbæjar hefur lagt til að stofnaðar verði hverfisnefndir í bæn- um í samræmi við framkvæmdaáætl- un Staðardagskrár 21. Nefndin legg- ur til að fyrsta skrefið verði stofnun slíkrar nefndar á Oddeyri. Jón Ingi Cæsarsson, formaður náttúruvernd- arnefndar, sagðist vonast til að fyrsta nefndin yrði komin á laggirn- ar með vorinu. Jón Ingi sagði ráðgert að hafa hverfisnefndir í öllum sex skóla- hverfum bæjarins í það minnsta. Hann er bjartsýnn á að málið fái já- kvæða afgreiðslu innan bæjarkerfis- ins, enda sé hér um ræða atriði í mál- efnasamningi Sjálfstæðisflokks og Akureyrarlista, „og eiginlega eina kosningaloforðið sem eftir er að standa við“, sagði Jón Ingi. Hér er um grasrótarnefnd að ræða – eyru og augu kerfisins „Samkvæmt hugmyndafræðinni er hér um grasrótarnefnd að ræða sem verði eyru og augu kerfisins úti í hverfinu. Jafnframt er með þessu verið að færa ábyrgðina út til íbú- anna. Þetta verður þrýstihópur en þó alls ekki með slæmum formerkj- um. Við höfum leitað í smiðju þeirra á Kjalarnesi í undirbúningnum, þar sem svona nefnd hefur starfað með góðum árangri. Þar hefur nefndin haft afskipti af ýmsum málum, um- hverfismálum, umferðarmálum, um- gengnismálum og fleiru.“ Jón Ingi sagði að einn af rauðu þráðunum í Staðardagskrárhugsjón- inni væri að færa málefni bæjarins nær íbúunum. „Það á svo eftir að reyna á hversu virkir Akureyringar eiga eftir að verða. Allt byggist þetta mikið á þeim einstaklingum sem veljast í nefndirnar en þar er ekki gert ráð fyrir pólitíkusum eða kerfiskörlum, heldur fólki úr hverfinu.“ Jón Ingi sagði að ef vel tækist til í byrjun myndu önnur hverfi einnig kalla eftir þessu fyrirkomulagi. Hann sagði að ef þessar hugmyndir gengju eftir yrði það til mikilla fram- fara og hann hefur ekki áhyggjur af því að þetta verði til að skapa ein- hvern hverfaríg í bænum. Nefndin vill að fyrsta hverfisnefndin verði á Oddeyri Er verið að færa ábyrgð út til íbúanna GÓLFEFNADEILD Sjafnar á Akureyri hefur gert samning við Iceland Seafood Corporation, dótt- urfélag SÍF hf. í Bandaríkjunum, um að leggja gólfefni á 2.400 fer- metra flöt í hluta verksmiðjurýmis fyrirtækisins í Newport News í Bandaríkjunum. Þetta er einn af stærri samningum sem gólfefna- deild Sjafnar hefur gert og verður ráðist í þetta verkefni í tveimur áföngum, í júlí og október. Samn- ingurinn við Iceland Seafood er metinn á annan tug milljóna króna. Fimm til sjö starfsmenn gólf- efnadeildar Sjafnar fara vestur um haf og leggja á hluta af þessum stóra fleti fyrripart júlímánaðar í sumar og síðari hluta verkefnisins verður lokið síðar á árinu. Ætla má að um 40 tonn af gólfefni fari á þessa 2.400 fermetra, segir í fréttatilkynningu frá Sjöfn. Að undanförnu hefur gólfefna- deild Sjafnar tekið að sér nokkur stór verkefni í sjávarútvegi. Sem dæmi má nefna að unnið hefur verið að því að leggja gólfefni á um 400 fermetra vinnsludekk Akrabergs, sem Framherji í Fær- eyjum gerir út. Þá er þessa dag- ana verið að leggja gólfefni um borð í hið nýja skip Ingimundar hf., Helgu RE-49, og fyrir síðustu jól voru starfsmenn gólfefnadeild- ar Sjafnar á Kanaríeyjum og lögðu gólfefni í eitt skipa Sjólaskipa í Hafnarfirði. Gólfefni verður lagt á hluta verksmiðjurýmis eða um 2.400 fermetra Sjöfn gerir samning við Iceland Seafood Corporation ÞORSTEINN Bachmann hefur verið ráðinn leikhússtjóri hjá Leik- félagi Akureyrar. Gengið var frá ráðningu hans á fundi leikhúsráðs á mánudag og er hann ráðinn til næstu þriggja ára. Þorsteinn var valinn úr hópi tólf umsækjenda. Hann mun hefja störf 1. mars næstkomandi við hlið núverandi leikhússtjóra, Sigurðar Hróarsson- ar, en taka við starfinu að fullu 1. september. Þorsteinn fæddist árið 1965. Hann lauk prófi frá Leiklistar- skóla Íslands 1991, en hafði áður stundað nám í leiklist í Bandaríkj- unum og við Leiklistarskóla Helga Skúlasonar. Hann lauk prófi frá Kvikmyndaskóla Íslands árið 1992 og hefur sótt fjölda námskeiða sem tengjast sviðslistum og kvik- myndagerð. Þorsteinn hefur starf- að að leiklist á afar fjölbreyttum vettvangi, sett upp ótal leikverk víða um land, auk leikarastarfsins, bæði á sviði, í kvikmyndum og sjónvarpi, sem hann hefur sinnt í bland við kraftmikið frumkvöðla- starf. Hann hefur skipulagt mörg viðamikil verkefni á listasviði, sinnt trúnaðarstörfum, kennt á fjölda námskeiða á hinum ýmsu sviðum leiklistar og kvikmynda- gerðar, framleitt og stýrt kvik- myndum bæði leiknum og heim- ildamyndum, hérlendis og á alþjóðavettvangi. Þorsteinn kom til starfa sem fastráðinn leikari hjá Leikfélagi Akureyrar sl. sumar og hefur meðfram leikarastarfinu byggt upp námskeiðahald á vegum félagsins í vetur, í samstarfi við sambýliskonu sína, Laufeyju Brá Jónsdóttur. Í frétt frá leikhúsráði segir að það treysti Þorsteini Bachmann vel til að fylgja eftir því frábæra starfi sem Sigurður Hróarsson hefur byggt upp sl. þrjú ár. Þorsteinn Bachmann ráðinn leik- hússtjóri Leikfélag Akureyrar VETUR konungur hefur svo sann- arlega minnt Norðlendinga á að hann er ekki dauður úr öllum æð- um. Framan af var veturinn snjó- léttur og lítið um kuldalega norðan- áttina en umskiptu urðu um liðna helgi. Hvarvetna á Akureyri eru nú komnir myndarlegir snjóskaflar og trén sligast undan þungi fargi. Leið gangandi vegfarenda er enn sem komið er ekki ýkja greið og þarf að ösla mjöllina í hné á stundum til að komast leiðar sinnar. Þeir sem unna vetraríþróttum eru himin- sælir en þeir sem unna fremur sumri og sól horfa bjartsýnum aug- um til þess að veturinn verði úr þessu ekki svo langur. Morgunblaðið/Kristján Sligast undan þungu fargi Á SÍÐASTA fundi umhverfisráðs lögðu Guðmundur Sigvaldason og Stefanía Sigmundsdóttir fram til- lögur að götuheitum í Nausta- hverfi. Í kjölfarið lagði umhverf- isráð til eftirfarandi götunöfn í hverfinu. Fjórar safngötur í Naustahverfi skulu heita; Kjarnagata, Nausta- gata, Borgagata og Melagata. Tengibraut á brekkubrún heiti Naustabraut. Jafnframt leggur ráðið til eft- irfarandi götunöfn í 1. áfanga Naustahverfis; Ásatún, Baugatún, Fosstún, Hamratún, Hjallatún, Hólmatún, Heiðartún, Hólatún, Klettatún, Lækjartún, Mýrartún, Skálatún, Stallatún, Stekkjartún, Tjarnartún, Vaðlatún, Vallartún og Vörðutún. Samkvæmt deilskipulagi að fyrsta áfanga Naustahverfis er gert ráð fyrir um 330 íbúðum af fjölbreyttri gerð á svæðinu, auk grunnskóla, leikskóla og húsnæðis fyrir þjónustu. Naustahverfi allt verður um 2.000 íbúða hverfi sem áætlað er að teygi sig allt frá nú- verandi byggð sunnan við Verk- menntaskólann og suður undir Kjarnaskóg. Áætlað er að hefjast handa í vor við undirbúning á svæðinu og er stefnt að því að úthluta fyrstu lóð- unum í apríl nk. Tillögur um götunöfn í Nausta- hverfi SAMTÖK fyrirtækja á Norður- landi efna til opins fundar um landsbyggðarmál á Hótel KEA næstkomandi fimmtudag, 7. febrúar. Samtökin hafa boðað þingmenn Norður- og Austur- landskjördæmis á fundinn ásamt samgönguráðherra og iðnaðarráðherra. Fundur um lands- byggðarmál ÍSLENSKUR vinnufatnaður frá 1880 til 1936 verður til um- fjöllunar á fundi Laufáshópsins sem haldinn verður í Laufási við Eyjafjaörð fimmtudags- kvöldið 7. febrúar kl. 20. Fundarmenn eru hvattir til að taka með gamlar ljósmyndir af fólki við vinnu. Laufáshópurinn var stofnað- ur 22. nóvember síðastliðinn með það að markmiði að við- halda íslenskum þjóðháttum liðinna alda. Stofnfundurinn var vel sótt- ur og þar spunnust líflegar um- ræður um gömul vinnubrögð, handverk, söguminjar o.fl. Enn er hægt að taka á móti nýjum stofnfélögum. Vinnu- klæðnað- ur áður fyrr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.