Morgunblaðið - 06.02.2002, Page 30

Morgunblaðið - 06.02.2002, Page 30
UMRÆÐAN 30 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þ að hefur farið harla lít- ið fyrir forystumönn- um margra af helstu samtökum landsins á sviði umhverfismála upp á síðkastið, enda þótt yfirlýs- ingar þeirra fyrir áramót hafi gef- ið annað til kynna. Eftir úrskurð Sivjar Friðleifsdóttur umhverf- isráðherra um umhverfismat Kárahnjúkavirkjunar hinn 20. desember sl. þar sem fallist var á umhverfismatið að uppfylltum nokkrum ströngum skilyrðum, sendu níu formenn umhverfis- og náttúruverndarsamtaka hér á landi nefnilega frá sér yfirlýsingu þar sem úr- skurðurinn var for- dæmdur. Síð- an sagði í yf- irlýsingu formanna um- hverfisverndarsamtakanna: „Undirritaðir formenn mótmæla úrskurði umhverfisráðherra og munu beita sér fyrir því að máls- meðferð og forsendur fyrir úr- skurðinum verði athugaðar vand- lega og metið hvort ástæða sé til að fara með málið fyrir dómstóla.“ Auðvitað er út af fyrir sig sjálf- sagður réttur allra einstaklinga, félaga og lögaðila til þess að leita réttar síns fyrir dómstólum, telji þeir á sig hallað. En það vekur samt upp ákveðnar spurningar um viljann til þess að fara eftir leik- reglum, þegar aftur og aftur verð- ur vart við það hugarfar hags- munahópa og félaga af ýmsu tagi að sé niðurstaða í einhverju álita- efni ekki viðkomandi hagfelld sé ekki annað en efna til málaferla og afla niðurstöðu fyrir dómi. Notuð eru misdramatísk lýsingarorð þegar þannig ber undir, stundum hefur það viðkvæma hugtak mannréttindi jafnvel verið svert í þessum tilgangi. Frá því umræddir níu formenn umhverfis- og náttúruvernd- arsamtakanna sendu frá sér hina dramatísku yfirlýsingu skömmu fyrir jól hefur lítið heyrst úr þeim ranni í þá átt að söguleg rétt- arhöld séu í undirbúningi. Svo kann þó að vera. Af þessum sökum kom það áhugamanni um framtíð hálendisins og eðlilega nýtingu fallvatna og jarðhita til orkufram- leiðslu ánægjulega á óvart er hann fregnaði af ummælum formanns eins af þessum samtökum, Stein- gríms Hermannssonar, fv. for- sætisráðherra og formanns Um- hverfisverndarsamtaka Íslands, á fundi um Kárahnjúkavirkjun í Hafnarfirði í síðustu viku. Um- mælin féllu á almennum fundi um- hverfisráðuneytisins um mat á umhverfisáhrifum Kára- hnjúkavirkjunar og er ekki hægt annað en skilja þau sem svo en að Steingrímur hafi algjörlega fallið frá áformum sínum frá því fyrir jól um málaferli gegn umhverf- isráðherra. Í frásögn kynningarsíðu Kára- hnjúkavirkjunar er þannig greint frá ummælum Steingríms Her- mannssonar: „Það væri hrein fá- sinna að efna til málaferla gegn úrskurði umhverfisráðherra um mat á umhverfisáhrifum Kára- hnjúkavirkjunar. Málið hefur farið lögformlega leið og Siv hefur kom- ist mjög vel frá því.“ Steingrímur óskaði Siv Frið- leifsdóttur umhverfisráðherra sérstaklega til hamingju með það á fundinum hvernig hún komst frá þessu vandasama máli: „Skilyrðin sem umhverfisráðherrann setti í úrskurðinum eru mikilvæg og framkvæmdinni verulega til bóta. Ég hefði reyndar sjálfur kosið helst að umhverfisráðherra vísaði úrskurði Skipulagsstofnunar frá 1. ágúst sl. aftur til stofnunarinnar en þetta var niðurstaða ráð- herrans og ég geri ekki frekari at- hugasemdir. Ég er hættur af- skiptum af málinu.“ Svo mörg voru þau orð. Vitaskuld felst ekki í þessari yf- irlýsingu Steingríms Her- mannssonar breyting á afstöðu hans til Kárahnjúkavirkjunar al- mennt, hann er áfram á móti henni sem slíkri og á fundinum sagði hann Íslendinga vanmeta hálendi sitt og dýrmæti þess í framtíðinni. En í orðum hans fólst mikilvæg viðurkenning á þeim leikreglum sem gilda og eiga að gilda í um- hverfismálum hér á landi. Í þeim efnum hefur orðið mikil þróun í já- kvæða átt hin síðari ár með lögum um mat á umhverfisáhrifum með síðari breytingum. Staðreyndin er nefnilega sú að þegar liggur fyrir mat á umhverf- isáhrifum Kárahnjúkavirkjunar. Að baki er viðamesta rannsókn- arvinna í tengslum við slíkt um- hverfismat hérlendis, viðamikil út- tekt fagaðila á ýmsum sviðum og loks úrskurður ráðherra, studdur margvíslegum rökum. Hvað sem segja má um niðurstöðuna, verður ekki sagt að henni hafi verið slengt fram án raka. Af þessum sökum ber að fagna yfirlýsingu Stein- gríms Hermannssonar nú, þar sem í reynd er viðurkennt að rétt og faglega hafi verið að málum staðið og leikreglum fylgt. Enda þótt Steingrímur sé ekki sam- þykkur niðurstöðunni fremur en svo margir aðrir, er mikilvægt að hann viðurkennir þær leikreglur sem gilda í umhverfismálum hér og virðir þær. Í þessu ljósi verður fróðlegt að heyra af viðbrögðum formanna þeirra átta umhverfisvernd- arsamtaka sem eftir standa. Hyggja þeir enn á málaferli við umhverfisráðherra vegna um- hverfismatsins? Á næstu vikum mun kastljós fjölmiðlanna enn beinast að Kára- hnjúkavirkjun því von bráðar mun Valgerður Sverrisdóttir iðn- aðarráðherra leggja fram á Al- þingi frumvarp um virkjunarleyfi vegna framkvæmdarinnar. Þá fá talsmenn ólíkra sjónarmiða í mál- inu að sjálfsögðu að tjá sig og að endingu verður komist að lýðræð- islegri niðurstöðu eftir þeim leik- reglum sem við sjálf höfum mótað okkur í pólitísku tilliti. Þá eins og jafnan áður ríður á að fylgja þess- um leikreglum og búa svo yfir nægilegu jafnvægi til þess að sætta sig við niðurstöðuna – hver svo sem hún verður. Farið að leikreglum „Það væri hrein fásinna að efna til málaferla gegn úrskurði umhverfis- ráðherra um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar. Málið hefur farið lögformlega leið og Siv hefur komist mjög vel frá því.“ VIÐHORF eftir Björn Inga Hrafnsson bingi@mbl.is – Steingrímur Hermannsson, formaður Umhverfisverndarsamtaka Íslands SYKURNEYSLA er aðaláhersluefnið á Tannverndardeginum og er það ekki úr vegi hjá þjóð sem á þann vafasama heiður að vera Norðurlandamet- hafi í sykuráti! Það er ekki nóg með það, því það eru ósköp fáar þjóð- ir í heiminum sem borða meira af sykri. Samkvæmt fæðu- framboðstölum (sjá nánar www.mann- eldi.is) er sykurneysla um 53 kg á hvern íbúa á ári eða sem samsvarar rúmu kílói í hverri viku! Framleitt sælgæti var tæp 17 kg/ mann/ári árið 1999 og gos 160 l/mann/ ári. Til samanburðar má benda á að á tímabilinu 1986-1990 nam gos- drykkjaframleiðsla 136 l/mann/ári og gosdrykkjaþamb þjóðarinnar eykst stöðugt. Manneldisráð undirbýr nú lands- könnun á mataræði Íslendinga en slík könnun var síðast gerð 1990 og búast má við að mataræði þjóðarinnar hafi breyst mikið á þeim tíma sem síðan er liðinn. Þótt hægt sé að fylgjast með þróun mataræðis að nokkru leyti með fæðuframboðstölum geta þær ekki sýnt dreifingu neyslunnar, til dæmis fyrir ákveðna aldurshópa. Samkvæmt eldri könnunum eru það börn og unglingar á aldrinum 10- 19 ára sem borða mestan sykur. Syk- urinn kemur fyrst og fremst úr gos- drykkjum og sykruðum ávaxtadrykkum auk sælgætis, en einnig úr kökum, kexi, morgun- korni og mjólkurvörum. Í hálfum lítra af gosi eru 50 g af sykri, í meðal- stóru súkkulaðistykki 25 g, í diski af sykruðu morgunkorni 14 g, 13 g í lítilli dós af sykraðri jógúrt, 11 g í kókó- mjólkurfernu og svo mætti áfram telja. Úr hófi? Sykurneysla er meiri en æskilegt er talið samkvæmt manneldis- markmiðum. Þar er miðað við að við- bættur sykur sé innan við 10% af ka- loríum. Miðað við 2000 kcal fæði samsvarar það um 50 g af sykri á dag. Helstu rök gegn óhóflegri sykur- neyslu eru þau að verði sykurinn mjög fyrirferðarmikill í daglegu fæði er hætt við að minna verði um nauð- synleg næringarefni. Sykur, sætindi og svaladrykkir koma þá í stað ann- arra næringarríkra matvæla en við- bættur sykur veitir það sem oft er kallað tómar hitaeiningar. Sykur- neyslan skiptir því sköpum með tilliti til hollustu fæðunnar. Í könnun á mataræði skólabarna (1992-93) kom í ljós að þau börn sem borðuðu mestan sykur fengu minnst af vítamínum og steinefnum. Jafn- framt borðuðu þau börn sem innbyrtu mestan sykur minna af grænmeti, ávöxtum, brauði og mjólkurvörum en börn sem gættu hófs í sykurneyslu. Í rannsókninni kom glögglega í ljós að börnin sem borðuðu mestan sykur voru að borða sætindi og drekka gos í stað þess að borða holla fæðu og meira að segja var það svo að heildar- orkuinntaka þeirra var lægri en hjá öðrum börnum. Mikil sykurneysla getur því ekki síður leitt til vannær- ingar en offitu. Sykur skemmir líka tennur og ræður tíðni neyslunnar þar mestu. Tannskemmdir barna eru miklar á Íslandi og gefur það tilefni til endurskoðunar á fæðuvenjum þeirra. Það þarf að draga úr neyslu sykr- aðra matvæla og drykkja, sér í lagi gosdrykkja. Almenningur þarf að auka vitneskju sína og færni í að setja saman hollt fæði, læra að gæta hóf- semi og auka fjölbreytileika fæðisins – og á það ekki síst við um börn og unglinga. Fjölbreytt fræðsluefni má finna á heimasíðu Manneldisráðs, www.manneldi.is. Sætust af öllum? Anna Sigríður Ólafsdóttir Tannvernd Börn og unglingar á aldrinum 10–19 ára, segir Anna Sigríður Ólafsdóttir, borða mestan sykur. Höfundur er matvæla- og næringarfræðingur. HINN 1. febrúar boðaði samgönguráð- herra til almenns fund- ar í Eyjum um sam- göngur við Vestmannaeyjar á nýrri öld. Fundurinn var fjölmennur, ráð- herra hafði framsögu og svaraði að því loknu spurningum heima- manna. Það sem upp úr stendur að fundi lokn- um er þetta: 1. Þjónusta í tengslum við Herjólf hefur versnað síðan rekstur hans var boð- inn út. Um það eru heimamenn sammála og eru mörg dæmi því til sönnunar. Vegagerðin sparar 40 milljónir á ári með útboð- inu og gaf ráðherra í skyn að þeim peningum yrði nú varið til sam- göngubóta við Eyjar. Er það reynd- ar vonum seinna því ráðherrann markaði þá stefnu í des. 2000 að þjónusta Herjólfs skyldi aukin og bætt. Mjög eindregin krafa hefur komið frá Eyjamönnum um að ferðum Herjólfs verði fjölgað í a.m.k. tvær allt árið og mun fleiri á álagstímum á sumrin. Ekki verður annað sagt en þetta sé réttmæt krafa enda er Herj- ólfur ,,þjóðvegur“ milli lands og Eyja og einkennilegt að hafa ,,þjóðveg“ lokaðan meirihluta sólarhringsins. Á fundinum hinn 1. febrúar lýsti ráð- herra því yfir að ferðum með Herj- ólfi yrði fjölgað. Einnig kom fram að hætt hefur verið við að fá hvalaskoð- unarbát til afleysinga þegar Herjólf- ur fer í slipp á næstunni. 2. Flugsamgöngur hafa dregist saman enda þykja flugfargjöld há og að sama skapi hefur farþegum með Herjólfi fjölgað og nýtur Samskip góðs af því. Sú krafa gerist nú há- værari að ríkið niðurgreiði flug til Eyja líkt og til margra annarra staða á landinu. Flugvöllur og öll aðstaða vegna flugsins er góð í Eyjum og uppbygging hefur átt sér stað á Bakkaflugvelli í Landeyjum. Það hefur þó vakið furðu margra að ekki skuli byggður sóma- samlegur flugvöllur við hringveginn, sem hefði mikið og augljóst hag- ræði í för með sér. 3. Hugmyndir um aðrar samgöngubætur voru nokkuð ræddar á fyrrnefndum fundi. At- hugun hefur verið gerð á mögulegum jarð- göngum, en þykir of dýr kostur. Hleypt var af stað athugun á Bakkafjöru með ferju- aðstöðu í huga. Ráð- herra lýsti því yfir að peningar væru nú fundnir til að hefja þessar rannsóknir fyrir alvöru í sam- starfi Siglingastofnunar og Vest- mannaeyjabæjar, en sem kunnugt er var ekki gert ráð fyrir þeim á fjár- lögum fyrir árið 2002. Þá hyggst ráð- herra koma saman nefnd um fram- tíðarsamgöngumál Eyjanna með þátttöku heimamanna. Margir telja að svifnökkvi væri heppileg samgöngubót, tilraun var gerð með slíkt farartæki á sjöunda áratugnum en síðan ekki söguna meir. Nú nýlega var þó lögð fram þingsályktunartillaga um rannsókn á þessum möguleika og einnig hafa tveir Eyjamenn kynnt sér kostnað við rekstur og möguleg kaup á ferj- um sem notaðar voru í ferðum á Ermarsundi. Það urðu fundarmönn- um mikil vonbrigði þegar samgöngu- ráðherra ýtti þeirri hugmynd út af borðinu, að gerð yrði tilraun með svifnökkva þegar Herjólfur fer í slipp á þessu ári. Þá olli það einnig vonbrigðum að áform ríkisins um nýja þurrkví í Eyjum skuli enn ekki hafa náð fram að ganga. Það eina sem Sturla Böðvarsson lagði fram á fundinum var að sett yrði á laggirnar nefnd til að ræða málin og ferðum Herjólfs yrði fjölg- að, hvað sem það þýðir nákvæmlega. Undanfarna áratugi hafa miklar samgöngubætur orðið um land allt, bundið slitlag á hringveginum, jarð- göng, svo eitthvað sé nefnt. Á sama tíma, eða frá því nýr Herjólfur kom til sögunnar, má segja hér hafi ríkt stöðnun í samgöngumálum. Nú er svo komið að íbúum fækkar jafnt og þétt í Vestmannaeyjum og stefnir í að þeir verði jafnfáir á þessu ári og 1974 eða 4.400. Hluti þessa vanda er fólginn í lélegum samgöngum á sjó og í lofti og reyndar hrakandi sam- göngum árið 2001. Það gengur ekki að tala fjálglega um gildi og vöxt ferðaþjónustunnar en styðja svo ekki við sómasamlegar samgöngu- bætur á sama tíma. Hér er ég að ræða um einn og sama manninn, ferðamála- og samgönguráðherra: Sturlu Böðvarsson. Það er mál manna í Vestmanneyj- um að nú sé mælirinn fullur varðandi samgöngur til og frá Eyjum. Hef ég trú á að ráðherrann hafi orðið þess áskynja á fundinum 1. febrúar. Vest- manneyingar hafa verið settir til hliðar og engra marktækra sam- göngubóta notið um áraraðir meðan aðrir hlutar landsins njóta góðs af bættum samgöngum á mörgum svið- um. Ábyrgð ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar er mikil í þessu máli. Hér með er skorað á samgönguráðherra fyrir hönd ríkisstjórnar að taka á sig rögg og hefja nú þegar raunhæfar samgöngubætur við Vestmannaeyj- ar. Nokkrar mikilvægar spurningar varðandi þetta mál hafa verið lagðar fyrir ráðherra á þingi og bíða menn nú eftir svörum við þeim. Sturla má vita að vel verður fylgst með frammi- stöðu hans í þessu máli næstu vik- urnar. Samgöngur við Vestmannaeyjar Kristján Bjarnason Samgöngumál Það er mál manna í Vestmannaeyjum, segir Kristján Bjarnason, að nú sé mælirinn fullur varðandi samgöngur til og frá Eyjum. Höfundur er garðyrkjustjóri í Vestmannaeyjum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.