Morgunblaðið - 06.02.2002, Side 35
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 35
✝ Þorgerður UnaBogadóttir
fæddist á Skaga-
strönd 25. júlí 1931.
Hún lést í Keflavík
29. janúar síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Bogi Theo-
dór Björnsson, f. 3.9.
1903, d. 29.1. 1968,
og Sigrún Jónsdóttir
f. 16.4. 1896, d. 4.3.
1970. Systkini Þor-
gerðar eru: Birna
Sólveig, f. 8.8. 1926,
d. 15.9. 1946; Jóhann
Örn, f. 17.5. 1928, d.
28.3. 1996; Óli Jón, f. 17.4. 1930;
og Guðríður, f. 10.12. 1935. Árið
1958 giftist Þorgerður Þórarni
Guðlaugssyni, f. 3.8. 1931. Börn
þeirra eru: Sæbjörg Brynja, f.
8.8. 1958, maki Pétur S. Stefáns-
son; Sigrún, f. 29.5. 1963, maki
Ólafur Þorri Gunnarsson; og
Guðlaugur Valgarð, f. 5.6. 1965,
maki Kristín Elfa Ingólfsdóttir.
Þorgerður átti tvö börn fyrir,
þau eru: Birna Sól-
veig Lúkasdóttir, f.
27.12. 1949, maki
Ellert Karl Guð-
mundsson; og Bogi
Ingvar Traustason,
f. 8.2. 1952, maki
Gerður Guðnadótt-
ir.
Foreldrar Þor-
gerðar fluttu til
Skagastrandar vor-
ið 1930 þar sem
Þorgerður ólst upp.
Fljótlega eftir að
Þorgerður og Þór-
arinn giftust fluttu
þau til Grindavíkur þar sem þau
bjuggu flest sín hjúskaparár.
Undanfarinn áratug bjuggu þau í
Keflavík. Þorgerður var lærð
ljósmóðir og starfaði hún á árum
áður sem ljósmóðir og hjúkrun-
arkona á Skagaströnd og í
Grindavík.
Útför Þorgerðar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. Sveinbjörn Egilsson.)
Hún Gerða, tengdamóðir mín, er
látin. Hún kvaddi um stjörnubjarta
nótt, eina þá fallegustu sem komið
hefur í vetur. Tunglið skein skært
og glitraði á sjónum. Það var henni
líkt að velja svona fallega nótt. Það
er undarleg tilviljun að hún lést
sama mánaðardag og faðir hennar
lést, 34 árum áður. Það hafa eflaust
orðið fagnaðarfundir þegar þau
hittust aftur á betri og hlýrri stað.
Mig langar með nokkrum orðum
að fá að þakka henni Gerðu fyrir að
hafa orðið hluti af mínu lífi. Ég man
vel eftir okkar fyrstu kynnum fyrir
18 árum. Þá voru liðin nokkur ár
frá því að hún fékk heilablóðfall og
einnig var gigtin farin að segja til
sín. Það fyrsta sem ég skynjaði var
hversu dugleg hún var. Hún vildi
alla hluti gera sjálf, þótt það tæki
hana aðeins lengri tíma en aðra. Og
þegar verkinu var lokið var hún
ánægð með sjálfa sig og hrósaði sér
fyrir. Það getur stundum verið
nauðsynlegt að hrósa sjálfum sér.
Hún var mikið ein heima á daginn,
og því reyndi mikið á hana að finna
sér eitthvað að gera og sjaldan féll
henni verk úr hendi. Hún var glett-
in og stríðin kona, og alltaf stutt í
hláturinn.
Þorgerður var lærð ljósmóðir.
Sögurnar sem hún sagði okkur af
störfum sínum lístu oft erfiðum að-
stæðum sem ljósmæður þurftu að
starfa við á þeim árum. Þessi lífs-
reynsla hefur eflaust haft sitt að
segja varðandi þá seiglu og dugnað
sem Gerða bjó yfir. Það þarf mikinn
kraft og lífsvilja til að rífa sig upp
eftir áfall eins og heilablóðfall. En
það gerði hún, og ef endurhæfing
og sjúkraþjálfun í þá daga hefðu
verið eins og nú er, þá hefði hún ef-
laust getað náð sér betur.
Ekki hefði hún Gerða getað eign-
ast betri mann en hann Þórarin.
Hann var einstaklega góður við
hana og núna síðustu árin stjanaði
hann við hana og sá að auki um öll
þeirra mál. Í hjónabandi reynir
mikið á þann einstakling sem heil-
brigður er þegar makinn veikist.
Ekki kvartaði Þórarinn, heldur hélt
ótrauður áfram. Hann á hrós skilið.
Mikið vorum við ánægð þegar
Gerða treysti sér til að koma og
vera viðstödd skírnina á yngsta
barninu okkar nú í janúar. Hún
heitir Berglind Una, Una eins og
amma.
Eitt verð ég nú að minnast á og
það eru fiskibollurnar hennar
Gerðu. Hún bjó til þær bestu fiski-
bollur sem börnin gátu hugsað sér.
Gerða var dugleg að færa okkur
fiskibollur sem hún hafði gert og
pakkað í hæfilega skammta fyrir
fjölskylduna. Alltaf vinsælt að hafa
fiskibollurnar hennar ömmu í mat-
inn.
Elsku Gerða, ég vil þakka þér
fyrir góð kynni. Þakka þér fyrir að
vera amma barnanna okkar, fyrir
að kenna okkur að gefast ekki upp,
og fyrir að vera bara þú sjálf. Síð-
ustu árin hafa eflaust verið þér erf-
ið, þar sem þrekið var farið að
þverra. Það er trú mín að nú hafir
þú öðlast heilbrigði og orku á ný. Ef
ég þekki þig rétt, þá ertu farin að
taka til hendinni á öðrum og betri
stað.
Sjöfn, Albert, Agnes og Berglind
Una biðja kærlega að heilsa ömmu
sinni.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Vald. Briem.)
Kristín Elfa.
ÞORGERÐUR UNA
BOGADÓTTIR
Séra Grímur Gríms-
son, fyrrverandi sókn-
arprestur í Sauðlauks-
dal, er fallinn frá eftir
erfitt sjúkdómsstríð.
Hann átti að baki lang-
an æviferil og drjúgan
starfsdag, kominn nær níræðu þeg-
ar kallið kom. Ekki ætla ég að tíunda
starfsferil hans eða lífshlaup hér,
aðrir kunna þar betur til verka.
Leiðir okkar lágu saman aðeins
einn vetur, en á þeim vetri aflaði ég
mér meiri þekkingar og þroska en á
nokkrum vetri öðrum fyrr eða síðar.
Bæði var Grímur sem lærifaðir ákaf-
lega veitandi á ýmsa speki, sem lá
fyrir utan skruddur þær, sem ég átti
að tileinka mér undir hans leiðsögn,
en ekki síður var heimilisbragur á
heimili þeirra Guðrúnar afar við-
kunnanlegur og hafði í senn róandi
og uppbyggileg áhrif á ungan læri-
svein.
Grímur var mikið ljúfmenni og
góður kennimaður. Það vildi til
þennan vetur að einn gamall sam-
ferðamaður úr Rauðasandshreppi
féll frá, hafði sá verið einstæðingur
alla ævi og ekki mikils metinn af
samtíðinni. Ég hafði aldrei upplifað
jarðarför fyrr og einsetti mér að
mæta til kirkju, þó ekki væri nema
mér til fróðleiks, en af hinum látna
hafði ég haft sáralítil kynni. Velti ég
því fyrir mér hvað prestur skyldi
segja í líkræðu í þessu tilfelli, afrek
GRÍMUR
GRÍMSSON
✝ Grímur Gríms-son fæddist í
Reykjavík 21. apríl
1912. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Eiri 24. janúar síð-
astliðinn og fór útför
hans fram frá Ás-
kirkju 1. febrúar.
hins látna voru smá og
lífshlaupið hversdags-
legt. „Það verður nú
ekki mikill vandi að
semja góða ræðu yfir
honum Jóa,“ heyrði ég
að Grímur sagði daginn
fyrir jarðarförina áður
en hann gekk til skrif-
stofu sinnar. Í kirkj-
unni daginn eftir sá ég
að hann hafði haft rétt
fyrir sér. Ræðuna man
ég að sjálfsögðu ekki,
en hún hefði eins getað
verið flutt yfir ein-
hverjum dánumanni,
sem mikið hafði látið eftir sig af
frægð og fögrum athöfnum.
Þannig varð hið smáa mikilsvert í
huga og munni Gríms og manngildið
var ekki metið eftir völdum eða auði.
Þó var Grímur aristókrat og „kons-
ervatívur“ í betra lagi. Til dæmis átti
hið sovéska stórveldi ekki upp á pall-
borðið hjá honum, enda lifði hann
það um rúm tíu ár og hefur sjálfsagt
ekki þótt verra. Aldrei heyrði ég
hann þó ræða stjórnmál af neinum
þunga, enda forðaðist hann jafnan
að misvirða tilfinningar viðmæland-
ans.
Fyrir fáum árum sótti ég nokkra
fundi í Rótarýklúbbi hans í Reykja-
vík og endurnýjuðum við þá kynni
okkar að nokkru. Hann var þá kom-
inn hátt á níræðisaldur en virtist
með öllu ótruflaður af aldurdómi sín-
um, skrafhreifinn og áhugasamur
um hvaðeina, hvort sem það féll und-
ir dægurmál eða hina eilífu lífsgátu.
Einhver fundarmanna ávarpaði mig,
spurði hvaðan ég væri og svaraði ég
sem svo að ég væri að austan, þar
sem ég hefi búið á Egilsstöðum um
áratugaskeið. „Hvaða vitleysa er
þetta í þér Sigurjón,“ sagði þá Grím-
ur, „þú ert ekkert að austan, þú ert
að vestan.“ Ég átti fá svör við þessu,
því vissulega var ég þaðan upprunn-
inn. En þarna minnti Grímur á það
hversu mikilsvert er að rekja upp-
runann alla leið og hafa í heiðri þá
rót sem hver og einn er sprottinn af.
Að sjálfsögðu vildi hann einnig með
þessu minna á nærveru sína og
koma á framfæri hvernig kunnings-
skapur okkar var tilkominn. Já, þau
voru góð árin Guðrúnar og Gríms í
Sauðlauksdal, alténd fyrir sóknar-
börnin, sem mátu þau mikils.
Óhætt er að segja að þau prests-
hjónin hafi átt hug og hjarta sveit-
unga sinna, enda ávallt reiðubúin að
taka þátt í gleði þeirra og sorgum,
svo og að efla það félagslíf sem hægt
var að starfrækja í fámennum sókn-
um. Hygg ég að vingjarnleiki og fé-
lagslyndi þeirra hjóna séu enn
ógleymd þeim sóknarbarna þeirra,
sem enn eru ofar foldu. Það var mik-
ill missir þegar þau Guðrún og
Grímur fluttu suður, en síðan hefur
prestur ekki setið að staðaldri í
Sauðlauksdal, sem nú hefur staðið í
eyði um árabil. „Nú er hún Snorra-
búð stekkur“ stendur einhvers stað-
ar. Grímur þjónaði lengi síðan
Ásprestakalli í Reykjavík og enn síð-
ar sinnti hann öðrum preststörfum,
eftir að eftirlaunaaldri hafði verið
náð.
Þökk sé almættinu fyrir að hafa
mátt dvelja með þeim hjónum þenn-
an eina vetur og nema af þeim
manngæsku og jákvæða afstöðu til
lífsins auk fræðanna, sem fleyttu
mér langt fram á veg.
Megi algóður himnafaðirinn
styðja Guðrúnu frá Sauðlauksdal og
börn þeirra hjóna við fráfall hins ást-
kæra fjölskylduföður. Þau hafa
misst mikið, en löng hérvist séra
Gríms hefur líka óefað gefið þeim
mikið sem næst honum stóðu og
nutu góðs af kærleika hans.
Megi þau öll lengi lifa í friði og
hamingju.
Sigurjón Bjarnason
frá Hænuvík.
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
!"#
!
$ % &' (' )'' ' *
'' +% &' ('
'' % &' * !(,! +%
( -
. % &' (' /% 0 *
!')0 $% &' ('
* '' (' ',1, # *
,#0 '' * !2&' ,#- ('
(, '1'%
"#
$ %
3
.% .4$ !''
/,)5 - 67
!"#
& $
'
(
!
/1' % )''! ('
/ /1' ('
#' /1' *
'' /1' * %
"#
*
839 :3;< 32!', =
!"#
+
$
,
-
,
(
,
.
!
,5'
' " 2*
5' #' ! ,*
(, 0 '*!'*%
/0
$
.
4$
+
(
1
.(0 (' ,!, ,0*
(22# ' * %
2%
$
+<44$ 2& -#
3
$ 40$ ,
1
/1' )'' & '%
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer fram.
Ætlast er til að þessar upplýs-
ingar komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en
ekki í greinunum sjálfum.
Formáli minn-
ingargreina