Morgunblaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 43
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 43 TIL LEIGU/SÖLU LAUGAVEGUR 51 Skrifstofuhúsnæði — verslunarhúsnæði Upplýsingar um leigu gefur María í síma 511 1720. Upplýsingar um sölu gefur Fasteignamarkaðurinn, Óðinsgötu (Þorlákur) sími 570 4500. NÚNA eru að berast álagningar- seðlar yfir álögur sveitarfélaga á íbúðarhúsnæði. Það eru víst margir agndofa yfir þeim hækkunum gjalda, sem á þeim dynja. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) sendi Reykjarvík- urborg mjög hógværar tillögur um hækkuð tekjumörk þeirra, sem fá nokkurn afslátt gjaldanna. Almenn- ar hækkunartillögur miðuðust við að halda í við almennar launahækkanir, þ.e. 10 til 11% almenna hækkun og nokkuð aukinn afslátt í ýmsu formi. Í svarbréfi frá framtalsnefnd Rvk. er hækkunin sögð vera 15%, en í auglýsingu í dagblöðum 15. janúar 2002 er sagt að hækkunin sé 19%. Raunverulegar tölur áranna 2001 og 2002 eru sýndar í Töflu1, en þar sést að hækkanir eru frá 14,9% til 25,4%! Vera má að vegið meðaltal sé 19%, en það hefði mátt taka það fram í auglýsingu. Það er ánægjulegt að sjá að hóg- værar tillögur okkar voru á kosn- ingaári hækkaðar í sumum tilfellum, en Tafla 1 gefur engan veginn tæm- andi mynd af tillögum FEB. Undirstrika verður það að FEB lagði einnig til að í lægsta tekjuþrepi vært um raunverulegan 100% afslátt að ræða, þe. að öll gjöld verði felld niður, og að afsláttur verði veittur án sérstakrar umsóknar. Einnig að tekjumörk hjóna verði hækkuð úr 40% í 50% af tekjumörkum einstak- linga, og að bætt verði við einu þrepi, 30% afslætti, miðað við nokkru hærri tekjur. Þessar tillögur hlutu ekki náð fyrir augum borgarfulltrúa R- listans. Í stuttri blaðagrein er ekki hægt að færa fram öll rök fyrir okkar til- lögum. En í stuttu máli má segja að þeir lægst launuðu þurfa á að halda 100% niðurfellingu allra gjalda, til þess að geta búið áfram í eigin íðúð. Sagt er að lagaheimild skorti, en við segjum að viljann skorti. Auðvitað má veita það sem á vantar sem íbúðastyrk. Það er of lítill munur gerður á tekjum hjóna og einstaklinga. Kvennalistinn sálugi hefði sennilega sitthvað við þetta að athuga, ef ég man rétt. Við gerðum einnig tillögu um nýtt 30% þrep, einfaldlega vegna þess að þeir, sem ekki lifa undir sultarmörk- um eiga líka rétt á lítilli hjálp til að búa áfram í eigin íbúð. (Til samanburðar og fróðleiks er í Töflu 2 sýndur samanburður á reglum sveitarfélaga á Höfuðborg- arsvæðinu um tekjumörk og afslátt af fasteignagjöldum. Tilgreindar eru þær hámarkstekjur, fjármagns- tekjur meðtaldar, sem einstaklingar og hjón til samans mega hafa til að njóta ákveðins afsláttar. Einnig er mismunandi hvaða gjöld sveitar- félögin lækka.) Að öllu samanlögðu, þá á Reykja- víkurborg þó hrós skilið fyrir að vera á réttri leið. Þeir hafa rifið sig upp úr neðstu sætum í þau efstu í saman- burði við nágrannasveitarfélög. Hinsvegar er það óskiljanlegt hvers vegna þeir lægst launuðu hækka hlutfallslega minnst. Borgarfulltrú- ar skilja greinilega ekki ennþá mik- ilvægi þess, að gera öldruðum það kleift að búa í eigin íbúð eins lengi og heilsa leyfir. Það er fögur hugsjón og hagkvæm, og ætti að vera í fyrirrúmi hjá borgaryfirvöldum. PÉTUR GUÐMUNDSSON, verkfræðingur. Fasteignagjöld á eigin íbúðir aldraðra Frá Pétri Guðmundssyni: Tafla 2: Afsláttur af fasteignagjöldum aldraðra árið 2002 Miðað er við árstekjur 2001 Afsláttur Reykjavík Garðab. Seltjnes Hafnarf. Mosfbær Einstakl. 100% 1.155.000 1.060.000 1.301.146 975.000 1.140.000 90% 1.120.000 1.345.318 80% 1.330.000 1.170.000 1.394.398 1.243.000 70% 1.220.000 1.443.478 1.163.000 60% 1.290.000 1.492.558 1.346.000 50% 1.530.000 1.340.000 1.541.638 40% 1.390.000 1.590.718 1.492.000 1.478.000 30% 1.450.000 1.639.798 20% 1.500.000 1.688.878 1.551.000 10% 1.570.000 1.737.958 0% 1.787.037 Hjón: 100% 1.615.000 1.320.000 1.626.930 1.526.000 1.711.000 90% 1.390.000 1.671.102 80% 1.860.000 1.470.000 1.720.182 1.865.000 70% 1.550.000 1.769.262 1.824.000 60% 1.630.000 1.818.342 2.018.000 50% 2.140.000 1.700.000 1.867.422 40% 1.780.000 1.916.502 2.068.000 2.172.000 30% 1.860.000 1.965.582 20% 1.930.000 2.014.662 2.326.000 0% 2.112.822 Reykjavík veitir afslátt af fasteignaskatti og holræsagjaldi Garðabær veitir afslátt af fasteignaskatti og holræsagjaldi Seltjarnarnes veitir eingöngu afsl. af fasteignaskatti, einstakl. með 1.301.146.- kr. og hjón með 1.626.930.- kr. fá 100% afsl. síðan lækkar nið- urfelling um 1% við hverjar 4.908.- kr. sem tekjur hækka. Hafnarfjörður veitir afslátt af fasteignaskatti og holræsagjaldi Reykjanesbær veitir 67,68,69 ára einstaklingum 11.550 kr. afslátt en 70 ára og eldri fá 23.100 kr. afslátt af fasteignaskatti, afsláttur er veittur óháð tekjum. Kópavogsbær veitir 32.500 kr. afslátt af fasteignaskatti öllum eldri borg- urum í eigin íbúð óháð tekjum. Mosfellsbær veitir afslátt af fasteignaskatti og holræsagjaldi Tafla 1: tekjuviðmiðun og afsláttur í Reykjavík Afsl. Tekjuviðm. 2001 Tekjuviðm. 2002 hækkun tillögur FEB Einstakl. 100% 1.005.000 1.155.000 14.9% 1.116.000 80% 1.110.000 1.330.000 19.8% 1.228.000 50% 1.220.000 1.530.000 25.4% 1.351.000 30% Hafnað 1.486.000 Hjón: 100% 1.405.000 1.615.000 14.9% 1.670.000 80% 1.530.000 1.860.000 21.6% 1.842.000 50% 1.730.000 2.140.000 23.7% 2.027.000 30% Hafnað 2.229.000 FRÉTTIR FRÆÐSLUNEFND Náttúrulækn- ingafélags Íslands stendur fyrir mál- þingi um offitu á Hótel Loftleiðum, Reykjavík, fimmtudaginn 7. febrúar kl. 20. Leitast verður við að nálgast mál- efnið á faglegum grunni með tilliti til þess hve offita á sér margvíslegar orsakir og hvað hún er einstaklings- bundin. Fjallað verður um mataræði fólks, fyrirbyggjandi aðgerðir við offitu og meðferð, svo sem könnun á orsökum, rétt mataræði, hreyfingu, breyttan lífsstíl og hvaðeina sem viðkemur át- fíkn og ráðum við henni, segir í fréttatilkynningu. Frummælendur verða: Laufey Steingrímsdóttir, forstöðumaður Manneldisráðs, Halla Grétarsdóttir, hjúkrunarfræðingur Heilsustofnun NLFÍ, og Gígja Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri ÍSÍ og félagi í OA- samtökunum. Umræður verða að loknum fram- söguerindum og sitja þar einnig fyrir svörum: Ásþór Ragnarsson sálfræð- ingur, Gígja Þórðardóttir sjúkra- þjálfari og Trausti Valdimarsson, meltingarsérfræðingur í Heilsu- stofnun NLFÍ. Málþingið er öllum opið. Málþing Náttúru- lækningafélags Íslands um offitu LISTHLAUP á skautum telst lík- lega til jaðaríþrótta á Íslandi, en þó er haft fyrir satt að greininni vaxi ásmegin, þátttakendum fjölgar og þeir ásamt aðstandendum ætla sér mikið í framtíðinni. Enginn fæðist samt meistari á svellinu og byrj- endur í greininni verða auðvitað að byrja á byrjuninni þrátt fyrir að byltur og skellir fylgi ef til vill fyrstu ferðunum. Dagdraum- askautastjörnur ættu því að vakna af draumum sínum, skella skaut- unum á fæturna, reima vel og renna sér af stað. Æfingin skapar meistarann. Morgunblaðið/Árni Sæberg Æfingin skapar meistarann „Í TILEFNI af 20 ára starfsafmæli Jobba í bílaþrifum 2.2. 2002, hefur Bónstöð Hjá Jobba opnað heimasíðu sína, www.simnet.is/hjajobba/ þar sem birtur er verðlisti yfir þjónustu og þjónustulýsing, ásamt ýmsu öðru fróðlegu og skemmtilegu,“ segir í fréttatilkynningu. Heimasíða Bónstöðvar hjá Jobba opnuð meistar inn. is HÖNNUN LIST

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.