Morgunblaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 32
UMMÆLI for- sætisráðherra og for- ystumanna stjórnar- andstöðunnar í síðustu viku í um- ræðum um efnahags- mál hafa vakið mikla athygli. Þar taldi for- sætisráðherra til greina koma, af hálfu ríkisins og Alþingis, að skipta upp eignum Baugs hf. ef í ljós kæmi að þær væru misnotaðar. Bent hefur verið á, að verð á innfluttum matvælum hefur hækkað meira en sem nemur gengislækkun íslensku krónunnar gagnvart helstu við- skiptalöndum. Það er, að matvöru- verslanir hafi hækkað álagningu sína að undanförnu. Jafnframt, að þessi hækkun vegi þungt í neyslu- verðsvísitölu sem nú nálgast óð- fluga þau viðmiðunarmörk sem sett voru í síðustu almennu kjara- samningum. Við nánari samanburð á vísitölu verðlags innfluttrar mat- og drykkjarvöru og þróunar meðal- gengis kemur í ljós að nokkurt samræmi hefur verið í þróun smá- söluverðs og gengislækkunar ís- lensku krónunnar, frá þeim tíma er gengi hennar fór síga að ráði um mitt ár 2000. Ef hins vegar lengra tímabil er skoðað birtist enn ein vísbendingin um að álagn- ing á dagvörumarkaði hafi aukist til muna á síðustu árum samfara aukinn samþjöppun á matvörumarkaði. Sú hækkun hefur þó, að virðist, fyrst og fremst átt sér stað á árinu 1999 og á fyrri hluta ársins 2000. Þróun á matvöru- markaði hérlendis, sem og erlendis, hefur verið í þá átt að samningsstaða smá- sala gagnvart heild- sölum hefur vaxið til muna. Áhrif aukins styrks smásala á sam- keppni og hag neit- enda eru hins vegar nokkuð flókin og ekki sjálfgefið að þau séu alltaf nei- kvæð. Það efni verðskuldar ítar- lega umfjöllun. Þróun verðlags og gengis Um þetta efni var fjallað í morg- unpunktum Kaupþings hinn 18. janúar síðastliðinn. Þar var bent á, að vissulega hafi verðvísitala inn- fluttra matvæla hækkað um 28 prósent síðustu 12 mánuði sam- anborið við tæpa 16 prósent hækk- un gengisvísitölunnar. Þar kom einnig fram að hækkun þessara tveggja vísitalna var mjög svipuð þegar horft er 18 mánuði aftur í tímann (29 og 26 prósent) eða til miðs árs 2000 þegar staða krón- unnar byrjaði að veikjast. Í fljótu bragði virtist því vera á ferðinni leikur að tölum, af hálfu þeirra sem fyrst vöktu athygli á meintu misræmi. En greining Kaupþings er engu minni talnaleikur. Við nánari skoð- un kemur í ljós, óháð því hversu langt tímabil er skoðað, virðist verðlag í þessum vöruflokki hafa hækkað langt umfram það sem gengislækkanir hafa gefið tilefni til. Með þeirri undantekningu þó, að þegar litið er eitt og hálft til tvö ár aftur í tímann, líkt og Kaupþing gerði, virðast hækkanirnar vera í jafnvægi. Meðfylgjandi súlurit sýnir þetta skýrt, þar sem hækkun verðvísitölu matar- og drykkjar- vöru annars vegar og hækkun gengisvísitölunnar hins vegar, frá 2 til 47 mánuðum aftur í tímann og til janúar 2002, er sýnd. Geng- isvísitalan lýsir þróun á verði er- lends gjaldeyris mældum í íslensk- um krónum. Þess vegna kemur lækkun verðmætis krónunnar fram sem hækkun á verði gjald- eyris. Á súluritinu sést meðal annars að á síðastliðnum 8 mánuðum hef- ur verð á innfluttri mat- og drykkjarvöru hækkað um 19 pró- sent samanborið við 2 prósent hækkun gengisvísitölunnar (geng- islækkun). Ef horft er lengra aftur í tímann, eða 20 mánuði, kemur í ljós að verðlag matvöru hefur í raun hækkað minna (28 prósent) en sem nemur gengisbreytingum (29 prósent hækkun vísitölu). Ef tekinn er enn fjarlægari upphafs- tími, t.d. 38 mánuðir, er aftur hægt að benda á verðhækkanir langt umfram hækkun gengisvísi- tölunnar eða 17 prósentustig. Að sjálfsögðu er þessi saman- burður ekki nákvæm vísbending um hækkun álagningar í smásölu- verslun, enda hafa fleiri þættir áhrif á verðlag innfluttra vara en gengi íslensku krónunnar. En þó vill svo til að þessi ófullkomna vís- bending kemur mjög vel heim og saman við niðurstöðu skýrslu Sam- keppnisstofnunar um þróun dag- vöruverðs frá því í fyrra. Þar kem- ur fram að hækkun verðvísitölu dagvöru var um 15 prósent á ára- bilinu 1996 til 2000, borið saman við hækkun á vegnu innkaupsverði verslana uppá 7-8 prósent á sama tímabili. Með öðrum orðum, að meðalálagning hafi hækkað um 42 prósent. Ennfremur greinir Sam- keppnisstofnun markverða kerfis- breytingu á matvörumarkaðinum frá og með árinu 1999, í kjölfar þess að 10-11 verslunarkeðjan rann saman við Baug. Þetta kemur vel heim og saman við þessar tölur fyrir innfluttar vörur einar og sér. Á tímabilinu frá upphafi árs 1999 til mars 2000 var samfelld hækkun á innlendu matvælaverði (um 10 prósent) á sama tíma og gengið styrktist um 5 prósent. Frá því að gengi krón- unnar fór að lækka á ný, um mitt ár 2000, hefur verð á innfluttum matvörum hins vegar nokkurn veginn fylgt gengisþróun, eins og myndin hér að ofan sýnir. Það er því full ástæða til að rannsaka ítarlega viðskiptahætti á íslenskum dagvörumarkaði, enda virðist álagning hafa hækkað um- talsvert að undanförnu. Sérstak- lega var hækkunin mikil á árinu 1999 og virðist álagningin hafa haldist há síðan. Á hinn bóginn er fátt sem bendir til þess að versl- unarkeðjur á matvælamarkaðinum séu sérstaklega ábyrgar fyrir mik- illi verðbólgu síðustu mánuði. Er fákeppni frumorsök verðbólgunnar? Jón Þór Sturluson Matvara Fátt bendir til að versl- unarkeðjur, segir Jón Þór Sturluson, séu sér- staklega ábyrgar fyrir mikilli verðbólgu síð- ustu mánuði. Höfundur er hagfræðingur. UMRÆÐAN 32 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á SÓLHVÖRFUM 20. desember sl. kvað Siv Friðleifsdóttur um- hverfisráðherra upp úr- skurð sinn um Kára- hnjúkavirkjun, og lauk þarmeð ferli hins lög- formlega umhverfis- mats, sem hófst snemma sumars árið 2000. Úrskurður Skipu- lagsstofnunar frá 1. ágúst 2001 – þar sem áætlun Landsvirkjunar var hafnað – var felldur úr gildi, og áætlunin samþykkt með 20 skil- yrðum. Í fyrsta lagi er Landsvirkjun gert að falla frá fram- kvæmdum við aðveitu smáánna frá Snæfelli og Bessastaðaár, í öðru að hætta við aðveitu Fellsár og Sultar- ranaár á Hraunum, og í þriðja lagi að færa yfirfall af Desjarárstíflu á aðal- stíflu í Dimmugljúfrum. Í hinum skilyrðunum 17 er kveðið á um ýmsar mótvægisaðgerðir, rann- sóknir og vöktun, sem Landsvirkjun er gert að annast, ef til framkvæmda kemur. Kveður þar mest að aðgerð- um vegna sandfoks og jarðvegsrofs frá hinu fyrirhugaða Hálslóni, sem allir eru sammála um að búast megi við. Eftir að Skipulagsstofnun kvað upp úrskurð sinn, lagði Landsvirkjun fram tillögur um viðamiklar varnar- aðgerðir í þessu efni. Ef þær reynast nauðsynlegar – sem flest bendir til – auka þær á umhverfisspjöllin. Sama er að segja um mótvægisaðgerðir á Lagarfljóti. Tuttugasta skilyrðið er nokkuð úr takt við hin, en það kveður á um verndun Tröllkonustígs í Valþjófs- staðafjalli. Sem betur fer er skýringin nærtæk. Það á rætur að rekja til prentvillu í sérfræðiskýrslu Sigmund- ar Einarssonar jarðfr. (bls. 23), þar sem misritast hafði m í stað km, um fjarlægð þessa berggangs frá stöðvarhúsi. Virðingarverð viðleitni Í úrskurði þessum sýnir umhverfisráð- herra virðingarverða viðleitni til að sníða nokkra verstu agnúana af virkjunarplaninu. Ofangreind skilyrði eru flest til bóta og minnka athafnasvæði fram- kvæmdanna umtals- vert. Vissulega voru þó sum þessara atriða nokkuð langsótt, og virtust sett fram til að vera afskrifuð, fremur en sem raunhæfir kostir. Þau koma sér nú vel fyrir ráðherrann, sem þannig leitast við að sýna, að virkjunarplanið hafi breyst svo til bóta að ekki sé ástæða til að hafna því. Úrskurður Skipulagsstofnunar sl. sumar og umrædd skilyrði ráðuneytis umhverfismála sýna samt, að lögin um umhverfismat koma að nokkru gagni, jafnvel þótt framkvæmdin hafi fyrirfram verið ákveðin af stjórnvöld- um, eins og í tilviki Kárahnjúkavirkj- unar. Eftir stendur þó, að Kárahnjúka- virkjun mun valda hrikalegum (á máli laganna: „umtalsverðum“) náttúru- spjöllum á einu stærsta, fegursta og blómlegasta héraði Íslands. Þetta hefur umhverfismat virkjunarinnar leitt órækilega í ljós, og það er ræki- lega tíundað í úrskurði ráðuneytisins, enda þótt niðurstaðan sé ekki í sam- ræmi við það. Svo er matinu fyrir að þakka, að þetta er ekki lengur um- deilt, nema etv. af forstokkuðum for- ingjum stjórnarflokkanna og fáeinum málpípum þeirra. Hins vegar má efast um að Siv Prentvillan í Íslandssögunni Helgi Hallgrímsson Á NÆSTU dögum verður skorið úr um það á Alþingi hvort leyfa eigi áhuga- mannahnefaleika eður ei. Um þetta mál hef- ur verið þráttað jafnt og þétt síðan hnefa- leikar voru bannaðir árið 1956. Hvort bann við hnefaleikum þeim sem stundaðir voru árið 1956 hafi verið réttlætanlegt skal ósagt látið. Sú íþrótt sem við erum að berj- ast fyrir að fá sam- þykkta í dag er allt önnur en var bönnuð hér árið 1956 og er einnig allt önn- ur en sú íþrótt sem við höfum ver- ið að fylgjast með í sjónvarpi hing- að til. Ég hef starfað sem áhuga- mannahnefaleikaþjálfari í nokkur ár og á þeim tíma hef ég ferðast víða til að kynna mér starfsemi annarra áhugamannahnefaleika- klúbba, bæði í Evrópu og í Banda- ríkjunum. Eins hef ég setið þjálf- aranámskeið sem Ameríska boxsambandið og Ameríska ólymp- íusambandið hafa haldið. Á þessu ferðalagi mínu í þekkingaröflun hef ég komist að einu; alls staðar sem ég hef komið er öryggi númer eitt, tvö og þrjú, einmitt þess vegna er meiðslatíðni komin niður fyrir öll mælanleg mörk og for- eldrar og aðrir aðstandendur barna eru óhikað farnir að senda þau á áhugamannaboxnámskeið. Í dag telst íþróttin áhugamanna- hnefaleikar til öruggustu íþrótta- greina sem stundaðar eru í heim- inum. Þann tíma sem ég hef starfað sem þjálfari hef ég ekki lent í einu einasta til- felli þar sem iðkand- inn hefur orðið fyrir meiðslum öðrum en blóðnösum eða glóðar- auga. Teljast þar með þær ferðir sem ég hef farið með iðkendur utan til keppni og einnig boxklúbbur sá sem ég er í forsvari fyrir. Klúbburinn tel- ur í dag á annað hundrað meðlima og eru iðkendur á aldr- inum 6–62 ára sem mæta reglulega á æf- ingar. Það hafa verið gerðar rannsóknir á meiðslatíðni í þessari íþrótt og hef- ur útkoman ávallt verið góð, reyndar það góð að allar þjóðir heims hafa tekið tillit til þess, og nú er komið að Íslandi. Samfélagið hefur samþykkt íþróttina, það sést best á skoðanakönnun sem nýlega var gerð og sýndi að 80% lands- manna vildu láta leyfa áhuga- mannahnefaleika. Íþróttin er einn- ig komin nú þegar á talsvert menningarstig, sem lýsir sér best í því að við sjáum orðið foreldra og börn koma saman á boxæfingu og hafa gaman af. Við höfum fengið góðan tíma til að sanna okkur fyrir samfélaginu með rekstri BAG (Boxing Athletic Gym) í Reykja- nesbæ og útkoman er frábær. Íþróttin er komin á menningarstig eins og góðri íþrótt sæmir. Góðir samborgarar; tímarnir hafa breyst og við heyrum sífellt hærri raddir um aukningu offitu hjá börnum, sem skýrist af minnkandi hreyf- ingu. Sérfræðingar tala um þetta sem heilbrigðisvandamál 21. ald- arinnar. Þar að auki verður maður var við að aðsókn krakka í íþróttir er að minnka. Allt hlýtur þetta að vekja spurn- ingar um hvort réttlætanlegt sé að hafna áhugamannahnefaleikum sem íþrótt. Við sjáum að fullorðnir sem og börn hafa gaman af henni, hún hvetur til hreyfingar, allar aðrar þjóðir sem og Ólympíusam- bandið hafa samþykkt hana, ÍSÍ (Íþróttasamband Íslands) hefur samþykkt hana og heilbrigðis- nefnd Alþingis samþykkti hana. Meiðslatíðni í áhugamannahnefa- leikum er með því minnsta sem þekkist í íþróttum og því spyr ég: Eftir hverju erum við að bíða? Tímarnir hafa breyst, það hafa áhugamannahnefaleikar líka gert, eina spurningin sem við eigum eft- ir að fá svarað er hvort þingmenn- irnir okkar hafa einnig breyst síð- an árið 1956, það skulum við vona. Það á eftir að koma í ljós á næstu dögum þegar atkvæði verða greidd á Alþingi. Stöndum saman. Ólympískir hnefaleikar Guðjón Vilhelm Jóhannesson Hnefaleikar Meiðslatíðni í áhugamanna- hnefaleikum, segir Guðjón Vilhelm Jó- hannesson, er með því minnsta sem þekkist í íþróttum. Höfundur er þjálfari í ólympískum hnefaleikum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.