Morgunblaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. LAUGARDAGINN 2. febrúar, síð- astliðinn, sá ég þig koma fram í aug- lýsingum, annars vegar í sjónvarpi á kvöldfréttatíma og hins vegar í hálfsíðuauglýs- ingu í Moggan- um, á blaðsíðu 17. Í báðum þess- um auglýsingum ertu að auglýsa íslenska mjólk og íslenskar mjólk- urvörur, sem heppilegan val- kost í vörn gegn beinþynningu. Af þessum tilefnum finnst mér, af ýms- um ástæðum, en kannski fyrst og fremst, vegna stöðu minnar sem læknir, það vera afar mikilvægt, að þú gefir mér, opinberlega, skýr svör við eftirfarandi spurningum: 1. Eru yfirlýsingar þínar, í þessum auglýsingum, gefnar í nafni land- læknisembættisins? 2. Færð þú eða embætti þitt greiðslur fyrir hlutdeild þína í auglýsingunum? 3. Á ég að skilja þessar auglýsingar þannig, að þú – og þá embætti þitt – mæli með því, að fólk tryggi sér D-vítamín og ráðlagðan dag- skammt af kalki úr íslenskri mjólk og íslenskum mjólkurafurðum, frekar en að ná sama marki, með því, til dæmis, að velja aðrar teg- undir matvæla, lýsi, vítamín eða jafnvel kalktöflur? 4. Finnst landlækni það vera viðeig- andi að birtast með ofangreindum hætti í matvælaauglýsingum á ís- lenskum samkeppnismarkaði? Og ef svo er – þá hvers vegna? GUNNAR INGI GUNNARSSON, læknir. Opið bréf til Sigurðar Guðmunds- sonar landlæknis Frá Gunnari Inga Gunnarssyni: Gunnar Ingi Gunnarsson SÁ ER þetta ritar hefur frá 15 ára aldri haft sjómennsku sem hluta- eða aðalstarf, eða í hartnær 37 ár. Þar af smábátaútgerð í rúm 30 ár. Það þótti aldrei góður vitnisburður um fiski- mennsku viðkomandi formanns að koma í land með smáan fisk. Líka það sem kallaðist þá, og nú, undir- málsfiskur. Var honum iðulega sleppt í sjóinn aftur. Mjög leiðinlegt var að sjá múkkann leggjast á fisk sem ekki komst aftur lifandi niður. Ég fann fljótt ráð til bjargar. Það var að hleypa lofti úr fiskinum. Oftast með litlum goggi. Þetta gat þarf að koma á réttan stað á fiskinum, vegna innyfla sem fyrir geta orðið. Síðar fékk ég mér stóra holnál til lofttæm- ingar og virkaði það mjög vel. Ég fékk síðan hugmynd um að nýta þennan smáfisk í stað þess að sleppa honum. Síðan gerist það að ég ásamt kunningja mínum fáum með góðri aðstoð fjármagn til að koma á fót áframeldi á þorski í kvíum í Stöðv- arfirði. Byrjað var að veiða í þær 1992 .Þetta var sem sagt fyrsta til- raun til þorskeldis hér á Íslandi. Skilyrt var að Hafrannsóknastofnun hefði eftirlit með eldinu og rannsak- aði það jafnframt.Til þess starfs valdist Björn Björnsson, starfsmað- ur hjá Hafró. Mjög samviskusamur og áhugasamur um allt sem þessu viðkom. Mörg tonn af fiski voru veidd næstu árin. Merktir mörg hundruð fiskar, þeir mældir og vegnir oft sinnis, svo og lifrarinnihald, hrogn, svil, o.fl. þegar slátrað var. Einnig var tekið mikið sjónvarpsefni af þessu eldi. Bæði af Stöð 2 og rík- issjónvarpinu. Þessu eldi var hætt í árslok 1994 eftir frábæran árangur. Ástæður þess verða ekki tíundaðar hér. Öll rannsóknargögn viðkomandi þessu verkefni eru fyrirliggjandi og örugglega öllum aðgengileg hjá Haf- rannsóknastofnun. Því kemur það mér nokkuð spánskt fyrir sjónir að tveir skóla- strákar með fáeina þorska í nokk- urra vikna eldi skuli fá sérstaka heið- ursútnefningu fyrir frumkvöðlastarf frá forseta Íslands fyrir framtakið. Er ekki leitað nokkuð langt yfir skammt? Það er sannfæring mín að gögn Björns Björnssonar vegna eld- issins hér í Stöðvarfirði vegi marg- falt meira til notkunar fyrir þá sem vilja nýta sér þau, miðað við gögn þessara manna. Að þeim ólöstuðum. Það er síðan í framhaldi af þessu kví- aeldi, að Björn fær þá hugmynd að ala þorsk utan kvía í Stöðvarfirði. Undirritaður var svo lánsamur að fá tækifæri til að vinna við það verkefni, sem stóð í um tvö ár. Árangur af því var ótrúlegur, svo ekki sé meira sagt. Söfnuðust tugir tonna bæði af þorski og ýsu á ákveðið fóðrunarsvæði. Ekki var síður samviskusamlega staðið að gagnasöfnun og rannsókn- um á því verkefni en kvíaeldinu. Nið- urstöður úr því, sem kynntar hafa verið víða um heim, eru áreiðanlega aðgengilegar öllum sem þurfa. Lokaorð mín eru að óskandi væri að víðsýnni vinnubrögð muni fram- vegis í heiðri höfð, á þessum síðustu og verstu (mestu) upplýsingatímum mannkyns. BIRGIR ALBERTSSON, Stöðvarfirði. Þyngist fiskur við að borða mikið – Ný vísindi? Frá Birgi Albertssyni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.