Morgunblaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. GILD LÆKNISFRÆÐILEG RÖK – STJÓRNSÝSLU ÁFÁTT Hart hefur verið deilt um útgáfuheilbrigðisvottorðs til flug-manns, sem fékk blóðþurrð- arsjúkdóm til heila fyrir rúmlega fjór- um árum. Þengill Oddsson, trún- aðarlæknir Flugmálastjórnar, komst að þeirri niðurstöðu að það miklar lík- ur væru á að sjúkdómseinkennin tækju sig upp á ný að hann uppfyllti ekki skilyrði reglna Flugöryggissam- taka Evrópu um útgáfu flugskírteina. Flugmaðurinn áfrýjaði þessari niður- stöðu til sérstakrar áfrýjunarnefndar, sem komst hins vegar að þeirri nið- urstöðu að flughæfni mannsins væri óskert og hann uppfyllti skilyrði reglugerðar Flugmálastjórnar. Þeng- ill Oddsson gaf því næst út heilbrigð- isvottorð með takmörkunum um að hann mætti ekki fljúga einn og þyrfti að sæta tíðari læknisskoðunum en gengur og gerist. Flugmaðurinn áfrýj- aði til samgönguráðuneytisins, sem komst að þeirri niðurstöðu að óheimilt hefði verið „að takmarka réttindi kær- anda af heilsufarsástæðum“. Í fyrradag skilaði nefnd, sem gert hefur úttekt á störfum trúnaðarlækn- isins, áliti og í kjölfarið vaknar sú spurning hvort eigi að vega þyngra, hin læknisfræðilegu rök eða formsat- riði stjórnsýslunnar. Greint var frá álitinu í Morgunblaðinu í gær og kom þar fram að í niðurstöðum nefndarinn- ar segði að yfirlæknir heilbrigðisskor- ar Flugmálastjórnar væri hluti af stjórnsýslu ríkisins þegar hann tæki ákvarðanir um rétt og skyldur manna: „Af því leiðir að við útgáfu heilbrigð- isvottorðs, eða afturköllun þess, ber að fara að stjórnsýslulögum og þeim viðhorfum sem á því sviði gilda að öðru leyti. Mjög ríkar kröfur verði að gera til vandaðrar málsmeðferðar þegar fjallað er um stjórnarskrárvarin at- vinnuréttindi manna, svo sem er í því tilviki sem hér um ræðir.“ Í álitinu segir ennfremur að hafi yfirlæknir heilbrigðisskorar talið að niðurstaða úrskurðarnefndar hafi byggst á misskilningi eða ófullnægj- andi eða röngum upplýsingum um málsatvik, sem þó verður vart ráðið af greinargerð úrskurðarnefndarinnar, hefði verið eðlilegra að hann hefði beint fyrirspurn þar um til nefndar- innar og óskað eftir endurskoðun eða afturköllun ákvörðunarinnar: „Sú leið sem farin var, að skilyrða heilbrigð- isvotttorðið þrátt fyrir skýlausa nið- urstöðu úrskurðarnefndarinnar, var óheimil og fór gegn góðum stjórn- sýsluháttum.“ Sigurður Guðmundsson landlæknir var einn nefndarmanna og lýsti hann sig sammála áliti hennar í megindrátt- um. Gerir hann þó sérstaka grein fyrir nokkrum atriðum varðandi læknis- fræðilegan þátt málsins. Hann segir að læknisfræðilega sé engin spurning um að flugmaðurinn teljist heilbrigð- ur, en málið snúist ekki um heilbrigði flugmannsins, heldur líkur á að hann fái einkenni um heilaæðasjúkdóm aft- ur. Samkvæmt kröfum Flugöryggis- samtaka Evrópu, sem reyndar hafa hvergi lagagildi í Evrópu en notaðar eru til viðmiðunar, ber, svo vitnað sé til orða landlæknis, að miða við að „ekki megi vera meira en 1% líkur á nefndum atburði, séu líkurnar meiri beri ekki að taka áhættuna, sem af at- burðinum geti hlotist“. Sigurður Guðmundsson segir að þessi regla sé skynsamleg og vel ígrunduð faglega, en að sjálfsögðu háð mati. Hvað umræddan heilaæðasjúk- dóm varði sé umdeilt hverjar líkurnar séu á að hann taki sig upp á ný, en rannsóknir sýni að þær geti verið 1–2% og allt upp í 10%. „Í samantekt er því ljóst að niður- staða trúnaðarlæknis Flugmála- stjórnar um að skilyrða útgáfu flug- hæfnisvottorðs byggðist á gildum læknisfræðilegum rökum,“ skrifar landlæknir. „Stjórnsýslulega hefði verið ástæða til að standa öðruvísi að málum, í þá veru að leita hefði átt álits úrskurðarnefndar á því að setja skil- yrði fyrir flughæfnisvottorði.“ Þegar öllu er á botninn hvolft hlýtur þetta mál að snúast um öryggi í flugi. Almenningur á heimtingu á því að ekki sé tekin áhætta varðandi öryggi í flugsamgöngum.Vissulega ber að gæta þess að ekki sé brotið á stjórn- arskrárvörðum atvinnuréttindum manna, en það mat hlýtur að vera lyk- ilatriði að ákvörðun Þengils Oddsson- ar byggðist á „gildum læknisfræðileg- um rökum“. NAUÐSYNLEGAR BÓLUSETNINGAR Af einhverjum ástæðum er tíðnimeningókokkasýkingar sem veldur lífshættulegri heilahimnubólgu hærri hér en á öðrum Norðurlöndum. Talið er að árlega smitist tíu einstak- lingar af meningókokkum C hérlendis og einn af hverjum tíu láti lífið eftir baráttu við sjúkdóminn. Það eru eink- um börn á aldrinum þriggja mánaða til 18 ára sem eru í áhættuhópi og hafa engar forvarnir verið skipulagðar vegna sjúkdómsins til þessa. Tilfellum hefur þó fjölgað síðustu árin og hefur sóttvarnarlæknir meðal annarra lýst áhyggjum sínum vegna þessa. Ríkisstjórnin hefur nú samþykkt tillögu heilbrigðisráðherra um að bólusetja þá sem eru í áhættuhópi. Vert er að fagna því að heilbrigðisyf- irvöld ætli að gera ráðstafanir til að komast hjá því að sýkingin valdi fleiri einstaklingum heilsutjóni eða dauða. Bretar hófu bólusetningar við sjúk- dómnum þegar árið 1999, en tíðni hans er svipuð hérlendis og á Bretlandi og Írlandi. Reiknað er með að bólusetja þurfi um 50 þúsund manns, eða alla á aldr- inum þriggja mánaða til 18 ára. Þetta er mikill fjöldi og er ljóst að aðgerðin verður kostnaðarsöm – talið er að upphaflegur kostnaður verði á bilinu 50–90 milljónir króna og 13 milljónir króna á ári eftir það. Hvað sem kostnaðinum líður er ljóst að mikilvægt er að grípa til að- gerða til að koma í veg fyrir frekari dauðsföll af völdum sjúkdómsins. Þeg- ar hægt er að bjarga mannslífum, gera líf fjölda foreldra bærilegra og koma í veg fyrir faraldur sjúkdómsins meðal þjóðarinnar, þá ættum við ekki að hugsa tvisvar um þá fjármuni sem aðgerðirnar kosta, því þeir munu vernda okkar dýrmætustu eigur: börnin. VERÐ á grænmeti tilneytenda gæti lækkaðum 15% að meðaltaliog allt að 55% í sumum tegundum, að sögn Guðna Ágústssonar landbúnaðarráð- herra, sem kynnti í gær loka- tillögur svokallaðrar grænmetis- nefndar. Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögurnar en eftir er að fjalla um þær í þingflokkum stjórnarflokkanna og meðal bænda. Eru þær allítarlegri en áfangatillögur sömu nefndar frá sl. vori þar sem aðallega var felldur niður verðtollur af græn- meti sem ekki er framleitt hér á landi. Um var að ræða 29 teg- undir grænmetis. Helstu tillögur nefndarinnar nú, sem eiga að koma til fram- kvæmda síðar í mánuðinum, eru þær að fella niður 30% verðtoll af útiræktuðu grænmeti, sveppum og kartöflum og koma á magn- tolli. Til að lækka verð til neyt- enda á að fella niður tolla af inn- fluttum agúrkum, tómötum og papriku en taka upp bein- greiðslur til framleiðenda út á þessar afurðir. Lækka á raf- magnsverð til lýsingar hjá yl- ræktendum, bjóða styrki til úreldingar gróðurhúsa, styrkja ýmis verkefni í yl- og garðrækt, endurskoða stofnlán til garðyrkju og taka upp öflugt eftirlit með verðlagi grænmetis og ávaxta í samstarfi verkalýðshreyfingar- innar, bænda, vinnuveitenda og stjórnvalda. Gæti þýtt 0,3% lækkun á framfærslukostnaði Landbúnaðarráðherra sagði m.a. á blaðamannafundi í gær að áhrif þessara aðgerða gætu orðið um 0,3% lækkun á framfærslu- kostnaði í landinu. Tillögurnar væru gott innlegg í vaxtaumræðu og mögulega lækkun þeirra. Guðni sagði að um tímamóta- samning yrði að ræða við bændur sem gerður væri á grundvelli þjóðarsáttar. Fyrir bændur væri þetta viðurkenning á hlutverki þeirra í íslenskum landbúnaði. Með beingreiðslum tryggði ríkið samkeppnisstöðu ákveðinna teg- unda á innlendum markaði. Neyt- endum yrðu áfram tryggðar ís- lenskar gæðaafurðir og verðið gæti lækkað um allt að helming á sumum tegundum. Guðni sagði ennfremur að til að fylgja eftir þessum tillögum yrði að koma til breið samstaða milli aðila vinnumarkaðarins, bænda og stjórnvalda um verðlagsað- hald. Vonaðist hann einnig til þess að tillögurnar sköpuðu frið á markaðnum og „upphlaup“ yrðu úr sögunni sem orðið hefðu í kringum 15. mars á hverju ári þegar grænmetisverð hefði hækkað með álagningu tolla. Um- ræðan hefði verið vond og haft skaðleg áhrif á neyslu grænmetis. „Það hefur verið vont að vera landbúnaðarráðherra eftir 15. mars en vonandi mun það breyt- ast,“ sagði Guðni. Samkvæmt tillögunum má reikna með að árlegur kostnaður ríkissjóðs vegna þeirra sé um 280 milljónir, þar af um 195 milljónir vegna beingreiðslna til bænda. Tillögurnar miða við að gerður sé tíu ára aðlögunarsamningur milli stjórnvalda annars vegar og Bændasamtaka Íslands og Sam- bands garðyrkjubænda hins veg- ar. Forsendur upphæða í samn- ingnum byggjast á verðbólgu- markmiðum Seðlabankans. Þróist verðlag á annan hátt gefur það tilefni til endurskoðunar á fjár- hæðum í samningnum, þó ekki fyrr en í ársbyrjun 2004. Að því er fram kom á blaðamannafund- inum í gær felur þetta í sér 2,5% árlega hagræðingarkröfu á grein- ina á aðlögunartímanum næstu tíu árin. Tryggja á markaðsmögu- leika innlendrar framleiðslu Sé litið nánar á tillögurnar þá gildir afnám 30% verðtolls um sveppi og kartöflur, sem fyrr seg- ir, og útiræktað grænmeti eins og hvítkál, rauðkál, kínakál, sperg- ilkál, gulrófur og rauðrófur. Magntolli á þessar afurðir er ætl- að að tryggja markaðsstöðu inn- lendrar framleiðslu og hann verði lagður á þegar framboð innan- lands er nægjanlegt að magni og gæðum. Þá er lagður til aukinn sveigjanleiki á tollum þannig að heimilt verði að skipta verð- og/ eða magntolli upp í 10/100 í stað 25/100 á þær vörur sem fluttar eru inn samkvæmt þeim tollkvót- um sem tilgreindir eru í tollalög- um. Nefndin telur að með álagn- ingu magntolls í stað verðtolls sé því markmiði best náð að tryggja markaðsmöguleika innlendrar framleiðslu, magntollurinn dragi úr áhrifum verðsveiflna á erlend- um mörkuðum á verð innanlands og hindri undirboð. Niðurfelling verð- og m af agúrkum, tómötum og er ætlað að lækka verð enda. Taka á upp beingr um 60 framleiðenda út afurðir til að jafna sam skilyrði innlendra aðila innflutningi. Greiðslurna nema 195 milljónum kró miðað við áætlað magn í skiptist niður á framle einstakra afurða innan Lagt er til að greidd milljón á ári af tómö svarar til 82 kr. á kíló, „Grænmetisnefndin“ hefur skilað lokat Verð á grænm enda gæti lækk Tillögur nefndarinnar gætu kostað ríkissjóð ár- lega um 280 milljónir króna, þar af eru 195 millj- ónir vegna beingreiðslna til framleiðenda á tóm- ötum, agúrkum og papriku. Gera á aðlögunar- samning við bændur til tíu ára með endurskoðun fjárhæða í fyrsta lagi í byrjun árs 2004. Guðni Ágústsson land með tillögur grænmet höndunum í gær. Hann komi t.d. í veg fyrir u hans mati hefur orðið hvert þegar álagðir to grænmetisv  Verðtollur, nú 30%, felldur niður af útiræktuðu grænmeti, sveppum og kartöflum. Magntollur er tryggi markaðsstöðu innlendra afurða verði lagður á þegar framboð af innlendri framleiðslu er nægjanlegt að magni og gæðum.  Verð- og magntollur á agúrkum, tómötum og papriku falli niður. Teknar upp beingreiðslur til framleiðenda út á þessar afurðir til að jafna samkeppnisskilyrði innlendra aðila gagnvart innflutningi. Kostnaður: 195 milljónir á ári.  Ylræktendum tryggt rafmagn til lýsingar á verði sem sé sambærilegt við það sem er í boði erlendis. Styrkir veittir til fjárfestinga í lýsing- arbún  Styrk hafa milljó  Fram sókna ylræk ári.  Stofn þeirr  Hvat bænd og stj Greinilegt var að menn höfðu margt að r Lokatillögurna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.