Morgunblaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 19 Ofnæmisprófað 100% ilmefnalaust Kaupauki! 6 hlutir í tösku! Ef þú kaupir tvo hluti frá Clinique, er þessi gjöf þín:  Dramatically Different Moisturizing Lotion 15 ml  Gentle Light Makeup 15 ml  Aromatics perfume 4 ml  Anti-Gravity krem 5 ml  Daily shampoo 50 ml  Moisture Surge varalitur 4 g  Ásamt snyrtitösku GÓÐ GJÖF Nýtt! Gentle light Makeup Kynningar: Miðvikudag: Lyf & heilsa, Hamraborg og Austurstræti, kl. 12-18. Fimmtudag: Lyf & heilsa, Melhaga og Mjódd, kl. 12-18. Föstudag: Lyf & heilsa, Austurveri og Kringlu, kl. 12-18. Tilboð gildir einnig í Lyf & heilsu, Glerártorgi, Akureyri, Lyf & heilsu, Hafnarstræti, Akureyri og Lyf & heilsu, Selfossi. NÝ skoðanakönnun í Frakklandi sýnir að „þriðji kosturinn“ í for- setakosningunum í vor, Jean-Pierre Chev- enement, hefur sótt á og getur velgt þeim Jacques Chirac forseta og Lionel Jospin for- sætisráðherra undir uggum. Fylgi Chevenement er 14% og hefur aukist um þrjú prósentustig á hálfum mánuði sam- kvæmt könnun sem birt var í dagblaðinu Liberation á mánudag. Kannanir sýna einnig að Chirac forseti og Jospin forsætis- ráðherra standa í fyrsta sinn nokk- urn veginn jafnir að vígi meðal kjós- enda þegar tæpir þrír mánuðir eru til forsetakosninganna. Hingað til hefur Chirac haft dálítið forskot á Jospin. Fylgi Jospins hélst óbreytt, 22%, en fylgi Chiracs minnk- aði um 4 prósentustig í 23% samkvæmt könn- un Liberation. Í sókn meðal hægrimanna Chevenement er leiðtogi lítils vinstri- flokks, Borgarahreyf- ingarinnar, en könnun- in bendir til þess að hann njóti vaxandi stuðnings meðal hægrimanna sem eru óánægðir með Chirac. Þeim geðjast vel að Chevenement vegna yfirlýsinga hans um að skera þurfi upp herör gegn glæpum, standa vörð um fullveldi Frakklands og auka áhrif landsins á alþjóðavett- vangi. Skoðanakönnunin bendir einnig til þess að margir kjósendir séu að leita að öðrum kosti en Chirac og Jospin sem hafa deilt framkvæmda- valdinu í fimm ár. „Frakkar hafa nú áttað sig á því að ég er sá eini sem getur komið í stað kerfisins sem ég kalla „meira af því sama“,“ sagði Chevenement í viðtali við Le Par- isien. Chevenement hefur getið sér orð fyrir að standa fast á skoðunum sín- um og hefur sagt sig úr þremur vinstristjórnum á síðustu tveimur áratugum. Hann sagði af sér ráð- herraembætti 1983 þegar honum þótti stjórnin orðin of hægrisinnuð í efnahagsmálum og aftur 1991 vegna þátttöku Frakka í stríðinu við Íraka. Hann lét af embætti innanríkisráð- herra fyrir tveimur árum til að mót- mæla áformum stjórnar Jospins um að veita Korsíku aukna sjálfstjórn. Þótt Chevenement teljist til vinstrimanna í efnahagsmálum er hann sömu skoðunar og margir hægrimenn í ýmsum málefnum, svo sem Evrópumálum, deilunni um aukna sjálfstjórn Korsíku, barátt- unni gegn glæpum og innflytjenda- málum. Óákveðnir geta ráðið úrslitum Önnur skoðanakönnun, sem Le Figaro birti á mánudag, benti til þess að Chirac og Jospin fengju báð- ir 23% atkvæða í fyrri umferð for- setakosninganna 21. apríl. Í síðari umferðinni 5. maí fengi Chirac hins vegar 51% atkvæðanna og Jospin 49%. Efnt verður til síðari umferðar- innar ef enginn fær meirihluta at- kvæða og kosið verður þá á milli tveggja efstu frambjóðendanna. Könnun Le Figaro bendir til þess að 43% stuðningsmanna Chevenem- ents búist við að kjósa Chirac í síðari umferðinni og 90% kjósenda hægri- mannsins Jean-Marie Le Pens. Kannanir benda til þess að um 14% kjósenda hafi ekki enn gert upp hug sinn og afstaða þeirra getur ráðið úrslitum á kjördag. Jospin sakaður um „ófrægingarstríð“ Skoðanakannanirnar hafa valdið heilmiklum hugaræsingi meðal hægrimanna og stuðningsmanna Chiracs. Alain Juppe, fyrrverandi forsætisráðherra og frammámaður í RPR, gaullistaflokki Chiracs, sakaði um helgina Jospin og jafnaðarmenn um að „heyja úthugsað ófrægingar- stríð gegn leiðtogum stjórnarand- stöðunnar og forseta lýðveldisins“. Juppe var með þessum orðum að bregðast við upprennandi hneyksli í Frakklandi en það snýst um Didier Schuller, fyrrverandi frammámann í RPR. Hefur hann verið á flótta und- an réttvísinni í nokkurn tíma vegna spillingarmáls en fór til Parísar í gær til að segja allt af létta um hlut þeirra, sem voru honum æðri innan RPR. Jafnaðarmönnum leiðast ekki þessi vandræði innan RPR enda hafa þau beint kastljósinu að spill- ingu í tíð Chiracs sem borgarstjóra í París frá 1977 til 1995. Hafa þeir líka notað þetta mál til að beina athygli kjósenda frá því að Jospin og flokk- ur hans hafa ekki staðið við fyrirheit í atvinnumálum og í baráttunni gegn glæpum. Atvinnuleysi hefur verið að aukast í átta mánuði, er nú 9%, og glæpum hefur fjölgað. Juppe heldur því fram, að Schull- er-málið og heimkoma hans séu leik- rit, sem Jospin og flokkur hans hafi sett upp „til að fela skammarlega frammistöðu stjórnarinnar“ en Vincent Peillon, talsmaður Sósíal- istaflokksins, sagði að Juppe ætti að hlífa löndum sínum „við ofsóknaræð- inu og skítkastsruglinu“. Jacques Chirac og Lionel Jospin hafa álíka mikið fylgi meðal franskra kjósenda „Þriðji kostur- inn“ saxar á forskot leiðtoganna Jacques Chirac forseti og Lionel Jospin forsætisráðherra sóttu báðir í gær opinbera athöfn í Vincennes-kastala í nágrenni Parísar. Brigsl og stóryrði þykja einkenna kosningabaráttuna París. AFP. Jean-Pierre Chevenement Reuters GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, gagnrýndi í gær harð- lega áform framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að standa fyrir róttækum breytingum á þeim reglum er gilda um sölu nýrra bíla í Evrópu. Sagði Schröder að með því að umbylta núverandi kerfi væri ver- ið að skaða mjög samkeppnisstöðu þýskra bílaframleiðenda. Breytingarnar, sem framkvæmda- stjórn ESB kynnti í gær, snúa að sölu nýrra bíla og viðhaldi bifreiða og munu þær einnig gilda á Íslandi. Þær fela í sér tilraunir til að gera bílasala óháðari bílaframleiðendum og gera þeim kleift að selja fleiri en eitt vöru- merki. Jafnframt verður þeim heim- ilt að selja nýja bíla hvarvetna í Evr- ópu en markmiðið er að lækka bílaverð, sem hefur verið mjög mis- jafnt eftir löndum. Veldur ekki stökk- breytingu á Íslandi Erna Gísladóttir, formaður Bíl- greinasambandsins, segir að staðið hafi til í mörg ár að breyta því kerfi sem gildir um sölu nýrra bíla. „Um- hverfið hefur breyst töluvert mikið nú þegar,“ segir Erna og nefnir sem dæmi að í Belgíu eða Hollandi geti maður nú þegar heimsótt bílasölur sem selji margar tegundir bíla í einu. Þetta hafi þó ekki gerst í sama mæli hér á Íslandi. Sagði Erna ólíklegt að breyting- arnar hefðu stórkostleg áhrif hér á landi til að byrja með. „Þetta kemur til með að hafa mest áhrif í varahlut- um og þjónustu. Það verður opnað á að fleiri geti keypt varahluti frá framleiðendum en aðeins umboðsað- ilinn svokallaði,“ sagði hún. Erna útilokaði ekki að þegar fram liðu stundir gæti það gerst að t.d. stórmarkaðir tækju að selja nýja bíla. Þegar væri farið að heyrast af slíku erlendis. Spurningin væri hins vegar hvernig færi með þjónustu- þáttinn. Bendir hún á að þegar ný tegund bíls komi í sölu þurfi bifvéla- virki frá umboðinu að sækja nám- skeið hjá framleiðanda svo afhenda megi bílinn kaupendum. „Það að selja nýjan bíl er því flókn- ara en bara að rétta vöruna yfir borð- ið,“ segir hún. Bílasalinn þurfi einnig áfram að veita ábyrgð og þjónustu á seldum bílum. Þetta sé einmitt sá þáttur sem reynist bílaumboðum hér á landi hvað þyngstur í skauti og valdi því að öðrum veitist erfitt að fara inn á þennan markað. Reglum um sölu nýrra bíla breytt Ruesselsheim. AFP. SIGVARÐUR Bernadotte, frændi Karls Gústafs Svíakonungs, er látinn, 94 ára að aldri, að því er talsmaður konungshallarinnar í Stokkhólmi greindi frá í gær. Bernadotte reyndi í aldarfjórð- ung að heimta aftur prinstign er hann var sviptur þegar hann kvæntist ótiginni stúlku 1934. Bernadotte lést sl. mánudag. Flaggað var í hálfa stöng á konungshöllinni og bústað kon- ungsfjölskyldunnar. Í fyrra stefndi Bernadotte sænska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evr- ópu á þeim forsendum að ákvörð- un afa hans, Gústafs fimmta, að svipta hann prinstigninni hafi verið ólögleg og krafðist Bernad- otte þess að mega titla sig prins. Karl Gústaf var þegar orðinn konungur er hann kvæntist óbreyttri konu, sem nú hefur tit- ilinn drottning, en hann hefur staðfastlega neitað að veita Bernadotte aftur prinstignina. Frændi Svíakonungs látinn Stokkhólmi. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.