Morgunblaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 15
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 15 Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina í febrúar og mars til Kanaríeyja á frábæru verði. Beint flug til Kanarí þann 21. og 28. febrúar þar sem þú nýtur 25 stiga hita og veðurblíðu og getur notið lífsins á þessum vinsælasta vetraráfangastað Evrópu við frábærar aðstæður. Tryggðu þér síðustu sætin, því nú er aðeins laus sæti á 3 brottförum í vetur. Og á meðan á dvölinni stendur, nýtur þú að sjálfsögðu traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Verð kr. 73.550 Verð fyrir manninn, m.v. 2 í stúdíó. flug, gisting og skattar, Green Sea 14. mars – vikuferð. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 60.405 Verð fyrir manninn, m.v hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug, gisting og skattar, Green Sea Smáhýsi með 1 svefnherbergi. 14. mars – vikuferð. Tryggðu þér síðustu sætin til Kanarí í vetur Aðrar ferðir 7. feb. – Uppselt 14. feb. – Uppselt 21. feb. – 4 sæti 28. feb. – 18 sæti 7. mars – Uppselt 14. mars – 28 sæti 21. mars – Uppselt 28. mars – 31 sæti Kanarí 14. mars í viku frá kr. 60.405 ATLANTSSKIP ehf. hafa farið fram á það við sýslumanninn í Keflavík að sett verði lögbann við aðgerðum Sjó- mannafélags Reykjavíkur í Njarð- víkurhöfn en það stöðvaði í gær upp- skipun úr leiguskipi Atlantsskipa vegna deilna við útgerðina. Hollenska flutningaskipið Rade- plein kom í gærmorgun til Njarðvík- ur með vörur fyrir varnarliðið en skipið siglir á vegum Atlantsskipa ehf. milli Íslands og Bandaríkjanna. Sjómannafélagið og Atlantsskip hafa átt í deilum um kjör áhafnarinnar. Viðræður hafa farið fram og héldu áfram í gærmorgun. Stefán Kjærne- sted, framkvæmdastjóri útgerðar- félagsins, segir að viðræðum hafi ekki verið lokið þegar fulltrúar Sjó- mannafélagsins stóðu upp og fóru í aðgerðir á hafnarsvæðinu. Tóku um tíu menn þátt í þeim. Krefjast íslenskra samninga Samkvæmt upplýsingum Borg- þórs Kjærnested, fulltrúa Alþjóða- flutningaverkamannasambandsins á Íslandi, eru fjórir hásetar á hol- lenska skipinu með laun undir lág- marksviðmiðun en hollenskir yfir- menn með laun samkvæmt hol- lenskum kjarasamningum. Hefur Sjómannafélagið krafist þess að fá skriflega yfirlýsingu forráðamanna Atlantsskipa ehf. um að stuðst verði við íslenska kjarasamninga við launagreiðslur til hásetanna. Þegar hún hefði ekki borist hefði uppskip- un verið stöðvuð um klukkan tvö í gær en látið yrði af aðgerðum um leið og yfirlýsingin bærist. Stefán Kjærnested segir að sjó- mönnunum sé greitt samkvæmt al- þjóðasamningum. Sjómannafélagið hafi krafist þess að þeim yrði greitt samkvæmt íslenskum kjarasamn- ingum en við því hafi fyrirtækið ekki getað orðið. Það hefði rétt til að vera með alþjóðlegar áhafnir á leiguskip- um, eins og önnur skipafélög. Atl- antsskip hefðu eigi að síður viljað semja. Það tæki sinn tíma og félagið þyrfti aðlögun en fulltrúum Sjó- mannafélagsins hefði legið mikið á, þeir hefðu staðið upp frá samninga- borðinu áður en úrslit lágu fyrir. Segir Stefán að með aðgerðum sínum sé Sjómannafélag Reykjavík- ur að stuðla að hækkun vöruverðs í landinu, með því að hefta samkeppni í siglingum. Skipið átti að halda á ný vestur um haf í gærkvöldi en brottför þess tefst vegna aðgerða sjómanna. Ljósmynd/Páll Ketilsson Félagsmenn í Sjómannafélagi Reykjavíkur í Njarðvíkurhöfn. Sjómannafélagið stöðvar uppskipun Atlantsskip krefjast lögbanns Njarðvík TÓNLEIKARNIR Kvöldstund með Kaldalóns verða fluttir í Grindavíkurkirkju á morgun, 7. febrúar, kl. 20. Sigrún Hjálmtýsdóttir, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Jónas Ingimundarson hafa flutt þessa vin- sælu tónleika þrisvar sinnum í Saln- um í Kópavogi. Sigvaldi Kaldalóns bjó í Grindavík og þykir vel við hæfi að halda tónleikana þar. Miðasala verður við innganginn. Kvöldstund með Kaldalóns Grindavík GJÖRBREYTING varð á aðstöðu til tónlistarkennslu í Reykjanesbæ þegar tónlistarskólarnir voru sam- einaðir í Tónlistarskóla Reykjanes- bæjar fyrir rúmum tveimur árum og farið var að kenna tónlistina í grunnskólunum. Núna njóta allir sex og sjö ára nemendur grunnskól- anna tónlistarkennslu og börn upp í sjötta bekk fá tónlistarkennslu á skólatíma. Fyrst var gerð tilraun með að flytja tónlistarkennslu inn í grunn- skóla fyrir tíu árum þegar tónlist- arnámið var fléttað inn í stundaskrá Myllubakkaskóla. Kjartan Már Kjartansson bæjarfulltrúi, þáver- andi skólastjóri Tónlistarskólans í Keflavík, segir að tilraunin hafi gef- ist vel og sýnt að ástæða væri til að þróa kerfið áfram við einsetningu grunnskólans. Þegar Heiðarskóli var byggður og húsnæði hinna grunnskólanna endurnýjað var hugsað sérstaklega fyrir tónlistarkennslu og hún tekin inn í alla fjóra grunnskóla bæjarins. Nú eru öll börn í fyrsta og öðrum bekk grunnskóla í forskóla tónlist- arskólans, í stað hefðbundinnar tónmenntakennslu, og börn allt upp í sjötta bekk fá hljóðfærakennslu sína í grunnskólanum. Fara þau úr kennslustundum grunnskólans, einhvern tímann á tímabilinu frá klukkan rúmlega átta á morgnana og þar til skóla lýkur, í hljóðfæra- nám í sérstökum kennslustofum tónlistarskólans. Einnig nýtir tón- listarskólinn aðstöðu sína í grunn- skólunum fyrir æfingar tveggja hljómsveita. Bitnar ekki á öðru námi Haraldur Árni Haraldsson, skólastjóri Tónlistarskóla Reykja- nesbæjar, segir að ágæt aðstaða sé í skólunum og þetta fyrirkomulag breyti allri aðstöðu fyrir nemendur á þessum aldri og kennara þeirra. Hann vekur athygli á því að ef þetta hefði ekki verið gert samhliða ein- setningu grunnskólans hefði engin tónlistarskólakennsla getað farið fram fyrr en eftir klukkan tvö á daginn og staðið yfir langt fram á kvöld. „Börnin eru fersk og miklu móttækilegri fyrir kennslu á skóla- tíma en seinni hluta dags og á kvöldin. Þetta sparar líka þeim og foreldrunum mikla fyrirhöfn við að koma þeim á milli skóla,“ segir Har- aldur. Hann bætir því við að vinnu- tími kennara verði skaplegri þegar þeir geti verið að kenna nemend- unum frá því klukkan rúmlega átta á morgnana. Fyrirkomulagið styrkir mjög tónlistarkennsluna, að mati Harald- ar. „Tónlistarskólinn er miklu sýni- legri. Hann er hluti af heildstæðu skólaumhverfi og það skapar áhuga fyrir þessu námi.“ Haraldur Árni og Kjartan Már telja að reynslan sýni að þetta fyrirkomulag tónlist- arkennslu, að taka börnin úr tímum í almennum fögum, komi ekki niður á námi þeirra. Tónlistin er kennd með „veltandi“ stundatöflu þannig að börnin missa ekki úr sömu tíma nema með löngu bili á milli. Har- aldur tekur fram að þetta sé heldur ekki gert nema með skriflegri ósk foreldra. Með því treysti þau börn- un sínum til að stunda grunnskóla- nám og tónlistarskólanám samhliða með þessum hætti. Þá segir hann að hlutur grunnskólakennaranna sé mikill. Þeir aðstoði nemendur sér- staklega, ef þeir missi eitthvað úr, auk þess sem þeir hjálpi til við að senda börnin í hljóðfæratímana. Kjartan segir að það muni hafa mikil áhrif á tónlistarlíf í Reykja- nesbæ í framtíðinni að öll börn í fyrsta og öðrum bekk grunnskóla fái tónlistarkennslu en áður hafi um fimmtungur barnanna verið í tón- listarskóla. Á þessum árum komi fljótt í ljós hverjir hafi hæfileika á þessu sviði og ættu að gera meira í tónlist og hefðu á því áhuga. Það sé sé síðan auðvitað val barnanna sjálfra og foreldra þeirra þegar börnin erum komin á áttunda ár. Haraldur Árni telur að nú standi bæjaryfirvöld frammi fyrir nýj- um ákvörðunum í þróun tónlistar- kennslunnar. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar geti ekki annað nema hluta af þeim nemendum sem vilji halda áfram hljóðfæra- námi, nú séu bið- listar eftir kennslu á flest hljóðfæri. Leggur hann til að reynt verði að finna hagkvæmar leiðir til að anna betur eftirspurninni, til dæmis með því að bjóða tveimur til þremur nemendum kennslu í hóp- tíma í grunnskólunum fyrsta árið, í stað hefðbundinnar einkakennslu, og gefa þannig fleiri kost á námi. Nú eru 620 nemendur í Tónlist- arskóla Reykjanesbæjar og 40 kennarar. Mikilvægt að eignast nýtt sérbyggt tónlistarskólahús Auk þeirrar aðstöðu sem tónlist- arskólinn hefur í grunnskólunum hefur hann til umráða eldra hús- næði tónlistarskólanna í Keflavík og Njarðvík. Þar er heldur bágbor- in vinnuaðstaða fyrir kennara og stjórnendur skólans auk þess sem mikill hljóðleki er í báðum húsunum og þau í alla staði óhentug til starf- seminnar. Skólastjórinn telur mik- ilvægt að Reykjanesbær eignist nýtt sérbyggt tónlistarskólahús sem rúmi vel alla starfsemi skólans utan grunnskólanna. Og hann telur skynsamlegt að í því verði góður tónleikasalur sem rúmi stóra hljóm- sveit á svið. Telur hann að mikil þörf sé á slíkum tónleikasal í Reykjanesbæ. Kjartan Már segir að bygging tónlistarskóla sé komin inn á þriggja ára áætlun Reykjanesbæj- ar og sé áformað að hefja undirbún- ing og hönnun á næsta ári. Ekki sé búið að tímasetja framkvæmdina að öðru leyti. Hann segir að gert verði ráð fyrir tónlistarsal fyrir bæjar- félagið allt. Telur hann að það yrði hægt að gera á hagkvæman hátt og vísar til slíkra salarkynna í Garða- bæ. Börn í fyrsta og öðrum bekk grunnskóla njóta tónlistarkennslu Tónlistin hluti af heild- stæðu skólaumhverfi Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Aron Freyr Flosason í tíma hjá Ómari Guðjónssyni. Reykjanesbær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.