Morgunblaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 21 TILBOÐS- DAGAR HORFÐU TIL FRAMTÍÐAR Hugsaðu um húðina í dag URBAN ACTIVE VINNUR Á 1. MERKJUM ÖLDRUNAR Hentar frá 25 ára aldri Einstakir kaupaukar* fylgja ofantöldum HR kremum. Með FACE SCULPTOR fylgir t.d. taska, 15 ml næturkrem, 3 ml augnkrem og 3 ml varakrem að verðmæti 4.300 kr. *G ild ir m eð an b irg ði r en da st COLLAGENIST ÁHRIF KOLLAGENS ÁN SPRAUTUNNAR FACE SCULPTOR LYFTING ÁN SKURÐAÐGERÐAR Útsölustaðir: Reykjavík og nágrenni: Ársól snyrtistofa-verslun Grímsbæ, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Gullbrá Nóatúni, Hygea Kringlunni, Hygea Laugavegi 23, Libia Mjódd, Mist Spönginni 23, Sara Bankastræti 8, Sigurboginn Laugavegi 80, Andorra Strandgötu Hafnarfirði, Bylgjan Hamraborg Kópavogi, Fína Háholti 14 Mosfellsbæ, Hygea Smáralind Kópavogi. Landið: Bjarg Stillholti 14 Akranesi, Hilma Garðarsbraut 18 Húsavík, Hjá Maríu Hafnarstræti Akureyri, Konur og Menn Aðalstræti 9 Ísafirði, Miðbær Vestmannaeyjum, Myrra Austurvegi 4 Selfossi. TALIÐ er að yfir 100 manns hafi fallið í átökum þjóðarbrota undan- farna daga í Lagos, stærstu borg Nígeríu, samkvæmt heimildum frá sjúkrahúsi í borginni. Rauði krossinn í landinu hefur ekki viljað staðfesta tölur um mann- fall, en telur að yfir 400 manns hafi særst í átökum síðustu þrjá daga. Átökin stóðu yfir á milli manna af þjóð Yoruba annars vegar og Hausa hins vegar í tveimur hverfum borg- arinnar. Yoruba-menn eru kristnir en Hausa-þjóðin játar íslam. Átökunum lauk að mestu leyti í gær þegar her landsins stillti til friðar í borginni. Var vígamönnun- um gert að yfirgefa hverfin tvö í Lagos þar sem mestu átökin urðu. Gengu þeir af vettvangi með hendur yfir höfði sér. Öðrum var gert að fleygja sér flötum á meðan leitað var vopna á þeim. Mikil spenna ríkti þó áfram í gær í Lagos og töldu margir íbúanna ráðlegast að flýja heimili sín. Sögð- ust þeir ekki treysta því að örygg- issveitum tækist að tryggja friðinn og óttast að átök brytust út á ný þegar rökkva tæki. Enn aðrir kusu að halda heim og komu margir að húsum sínum brunnum. Höfðu þjóf- ar tæmt flest þeirra. Þúsundir manna hafa flúið átökin í Lagos en Rauði krossinn hefur staðfest að 55 lík hafi fundist eftir trúarátökin í borginni.                   ! "#$ %                                                       ! "  #$ "   !"#$ % #! "!   ! "   &$"'  #$   &'()*+  %&$ $     '()      *   (   '   ) *+ ,  '   ) -*    ,   . / /0/ / 1/ Meira en 100 sagðir fallnir í Lagos AP Lögreglumaður yfirheyrir konu í Idi Araba-hverfi í Lagos í gær. UM fátt hefur verið meira rætt í Danmörku síðustu daga en yfirlýs- ingar Henriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottn- ingar, í blaðaviðtali á sunnudag um að hann þurfi að gera upp við sjálfan sig stöðu sína í dönsku samfélagi og innan konungsfjölskyldunnar. Voru dönsku blöðin enn undirlögð af um- fjöllun um málið í gær. Leiðarahöf- undar virtust sammála um að kon- ungdæmið sjálft væri ekki í hættu, þótt konungsfjölskyldan virtist þurfa að taka til í sínum ranni. Henrik, sem er franskur að upp- runa, hefur dvalið á búgarði sínum í Caïx í Frakklandi undanfarið. Þang- að komu drottningin og synir þeirra á sunnudag og sat fjölskyldan bros- mild fyrir í myndatöku fyrir fjöl- miðla. Álitsgjafar í dönskum dag- blöðum voru þó flestir á sama máli og almannatengslaráðgjafinn Hen- rik Byager, sem sagði í viðtali við B.T.: „Ef konungsfjölskyldan telur að málið sé leyst með fjölskyldu- myndatöku í Frakklandi hefur hún misreiknað sig. Við bíðum nánari út- skýringa.“ Leiðarahöfundar dönsku dagblað- anna í gær virtust ekki hafa sérlega mikla samúð með Henrik. Berlingske Tidende fullyrðir að konungdæmið sé ekki í hættu þótt drottningarmaðurinn virðist eiga í persónulegum vanda og bendir á að það hafi staðið af sér mun alvarlegri áföll síðustu þúsund árin. Leið- arahöfundur segir þó ekki unnt að horfa framhjá því að Henrik hafi kallað erfiðleika yfir konungsfjöl- skylduna, sem erfitt gæti reynst að leysa úr. Hann hafi sett drottn- inguna, sem bæði sé eiginkona hans og yfirboðari, í erfiða stöðu, sem og son sinn, krónprinsinn. Blaðið segir ennfremur að viðbrögð almennings í Danmörku séu á þann veg að drottn- ingarmaðurinn hafi svikið konu sína með því að taka eigin þarfir fram yf- ir hagsmuni lands og þjóðar. Hefur enga lagalega stöðu Í Politiken segir að manneskja í vanda veki alltaf samúð, en þó sé erfitt að skilja hvers vegna Henrik hafi ákveðið að „ónáða almenning“ með umkvörtunum sínum. Flestum hafi ávallt verið ljóst að drottning- armaðurinn hafi ekki verið nálægt því að teljast „númer tvö“ í virðing- arstiganum, hvorki formlega né í raun, ekki síst í ljósi þess að hann hafi sjálfur spilað sína rullu umyrða- laust í 35 ár. Jyllands-Posten segir það vafa undirorpið hvort allt geti fallið í fyrra horf eftir að Henrik hafi tekist að leysa tilvistarkreppu sína. Það verði að minnsta kosti erfitt. Gera megi ráð fyrir að þjóðin fyrirgefi honum upphlaupið, en hins vegar sé ljóst að hann þurfi að skýra mál sitt. Forystugrein B.T. í gær var á já- kvæðari nótum, en þar segir að svo virðist sem lausn á vanda konungs- fjölskyldunnar sé í sjónmáli, nú þeg- ar hann sé kominn upp á yfirborðið. „Allir aðilar eru saman komnir, neyðarópið hefur komist til skila, svo nú þarf konungsfjölskyldan að fá tækifæri til að ræða hlutina sín á milli og leysa vandann.“ Lögfróðir menn, sem fjölmiðlar hafa leitað til, eru flestir sammála um að drottningarmaðurinn hafi enga stjórnskipulega stöðu. Politiken hefur í gær eftir tveim- ur lagaprófessorum, Ditlev Tamm við Kaupmannahafnarháskóla og Stig Jørgensen við Árósaháskóla, að drottningarmaðurinn hafi misskilið hlutverk sitt, bæði að lögum og sem manneskja. „Krónprinsinn á að vera fulltrúi konungdæmisins þegar drottningin er ekki viðlátin – bæði út frá laga- legu sjónarmiði og persónulegu, því brátt er komið að krónprinsinum að taka við,“ segir Tamm við Politiken. Hann fullyrðir einnig að þau um- mæli Henriks að hann hafi hingað til alltaf verið „númer tvö“ eigi ekki við rök að styðjast. Drottningin sé núm- er eitt í virðingarstiganum og krón- prinsinn komi þar á eftir, en drottn- ingarmaðurinn hafi engan sérstakan sess. Jørgensen tekur í sama streng. „Það gilda engar reglur um stöðu maka þjóðhöfðingja. Hann hefur enga formlega stöðu. ... Í einka- samkvæmum má Henrik prins gjarnan vera í aðalhlutverki, en ekki við opinberar athafnir.“ Fjölmiðlar hafa litla samúð með Henrik AP Margrét Danadrottning og Hen- rik prins, eiginmaður hennar. DONALD Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, viðurkenndi í fyrsta sinn á mánudag að banda- rískir hermenn kynnu að hafa vegið bandamenn bráða- birgðastjórnarinnar í Kabúl í árás á afganska þorpið Hazar Qadam 23. janúar. Rumsfeld sagði að ef rétt reyndist að Afganar, vinveittir bráðabirgðastjórninni, hefðu fallið ættu Bandaríkjamenn að biðja fjölskyldur þeirra afsökunar. Rumsfeld kvaðst ekki geta staðfest fréttir um að bandarískir sérsveitarmenn hefðu þegar beðið fjöl- skyldurnar afsökunar og greitt hverri þeirra þúsund dali, andvirði rúmra 100.000 króna, í bætur. Rumsfeld og Richard Myers, forseti bandaríska her- ráðsins fullyrtu í fyrstu að aðeins óvinahermenn hefðu beðið bana í árás sérsveitarmanna á tvær byggingar tal- ibana í Hazar Qadam. 27 Afganar voru teknir til fanga. Afganskir embættismenn sögðu hins vegar að a.m.k. átján afganskir hermenn, vinveittir bráðabirgðastjórn- inni, hefðu fallið í árásinni. Þetta varð til þess að Rums- feld og Myers tilkynntu í vikunni sem leið að Banda- ríkjaher hefði hafið rannsókn á málinu að beiðni Hamids Karzais, forsætisráðherra bráðabirgðastjórn- arinnar. Sagðir hafa veitt rangar upplýsingar Þegar Myers skýrði frá rannsókninni kvaðst hann ekki hafa fengið neinar upplýsingar sem bentu til þess að vinveittir hermenn kynnu að hafa fallið. Rumsfeld viðurkenndi loks þennan möguleika á fréttamannafundi í Washington á mánudag. Hann ítrek- aði fyrri fullyrðingar sínar um að afganskir hermenn virtust hafa skotið að fyrra bragði á bandarísku sér- sveitarmennina en sagði að það væri „alveg hugsanlegt“ að afgönsku embættismennirnir hefðu á réttu að standa. Nokkrir embættismenn í Hazar Qadam hafa sagt að tvær fylkingar bandamanna bráðabirgðastjórnarinnar hefðu veitt sérsveitarmönnunum rangar upplýsingar af ásettu ráði. Þær hefðu sakað hvor aðra um að vera tal- ibanar og bandarísku hermennirnir hefðu ráðist á þær báðar. Fangarnir enn í haldi Bandaríkjamanna Rumsfeld og Myers segja að gert sé ráð fyrir því að rannsókninni ljúki í lok vikunnar. Craig Quigley, talsmaður Bandaríkjahers, sagði að allir mennirnir 27, sem voru teknir til fanga í árásinni, væru enn í haldi bandarískra hermanna. Hermt er að á meðal þeirra séu lögreglustjóri, aðstoðarmaður hans og nokkrir menn sem eiga sæti í afgönsku héraðsráði. Quigley sagði að sérsveitarmenn, sem tóku ekki þátt í árásinni, önnuðust rannsóknina undir stjórn embættis- manns sem ekki var nafngreindur. Hann kvaðst ekki geta staðfest fréttir um að hermenn hefðu þegar beðið fjölskyldur þeirra sem féllu afsökunar og greitt þeim bætur. Sérsveitarmenn vógu ef til vill vinveitta Afgana Rumsfeld viðurkennir að hernum kunni að hafa orðið á mistök Washington. The Washington Post, AP. Reuters Afganskir karlar sitja á þaki bifreiðar í borginni Mazar-e-Sharif í Norður-Afganistan í gær. Inni í bílnum sitja nokkrar konur. Þær hylja andlit sitt með búrkum rétt eins og var venjan á tímum talib- ana en í þá tíð var reyndar einnig illa séð að konur væru mikið á ferli úti við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.