Morgunblaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 22
LISTIR 22 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ GESTURINN gerist á heimili Sig- munds Freuds í Vínarborg árið 1938. Nasistar hafa tekið völdin í Austurríki og neita Freud um brott- fararleyfi nema hann undirriti yf- irlýsingu þess efnis að ekkert hafi verið gert til að hindra hann í vís- indastörfum hans. Þá þegar höfðu farið fram bókabrennur þar sem verk Freuds voru brennd með við- höfn. „Þetta er til marks um þróun mannsandans. Á miðöldum hefðu þeir brennt mig. Nú brenna þeir bækurnar,“ er haft eftir Freud. Gott af að kynnast Gestapo Hann bætti ennfremur við yfirlýs- inguna að hann teldi að allir menn hefðu gott af því að kynnast Ges- tapo. „Þetta er dæmi um gaman- semi hans enda er þessi yfirlýsing hreinn brandari frá upphafi til enda,“ segir Erich Emmanuel Schmitt sem á fáum árum er orðinn einn af þekktustu höfundum Frakka; leikrit hans Abel Snorko býr einn (Variations énigmatiques) og Gesturinn (Le Visiteur) hafa far- ið sigurför um heiminn á undanförn- um misserum. Í september sl. kom út skáldsaga eftir hann (La part de l’autre) sem vakið hefur mikla at- hygli í Frakklandi. Þar gefur höf- undurinn sér þá forsendu að saga 20. aldarinnar hefði orðið allt önnur ef Adolf Hitler hefði verið veitt inn- ganga í Listaskólann í Vínarborg á öðrum áratug aldarinnar. Leiðir þeirra Freuds og Hitlers liggja sam- an í sögunni þar sem Hitler leitar til Freuds í vandræðum sínum yfir að geta ekki gagnast konum. Hvert leitar Guð í raunum sínum? „Hugmyndin að Gestinum kvikn- aði þegar ég var að horfa á fréttir í sjónvarpinu og tók þær mjög nærri mér. Ég hugsaði hvort Guð yrði ekki þunglyndur yfir þessum frétt- um og þá hvert hann gæti leitað til að fá lausn á þunglyndi sínu. Hann færi auðvitað til þess besta í faginu sem er Sigmund Freud,“ segir Schmitt og bætir því við að sér hafi þótt spaugileg tilhugsun að sjá fyrir sér Guð yfirkominn á bekknum hjá Freud. Atburðarás verksins fer af stað þegar Gestapó handtekur Önnu dóttur Freuds og færir hana til yf- irheyrslu og Freud er einn eftir, niðurbrotinn af áhyggjum yfir af- drifum dóttur sinnar. Þá birtist ókunnugur maður sem kveðst vera Guð almáttugur sjálfur en stuttu síðar ber Gestapoforinginn á dyr aftur og tilkynnir að geðsjúklingur hafi sloppið út úr öryggisgæslu í ná- grenninu og hafi síðast sést í ná- munda við hús Freuds. Það er því óvíst hvort ókunnugi gesturinn er sá sem hann segist vera eða kannski bara geðsjúklingur með stórfeng- legar ranghugmyndir um sjálfan sig. „Það er eitthvað sem áhorfendur verða að gera upp við sig sjálfir og er ekki svarað endanlega í leikrit- inu,“ segir Schmitt. Skrifa fyrir ömmu og vini mína Erich-Emmanuel Schmitt er fæddur í Lyon í Frakklandi árið 1960 og stundaði nám í heimspeki og sálarfræði. Hann kenndi heimspeki við há- skólann í Savoie til ársins 1994. Frá 1991 hefur Schmitt skrifað sjö leik- rit: La nuit de valognes 1991, Le Visiteur (Gesturinn) 1993, Golden Joe 1994, Variations énigmatiques 1996 (eða Abel Snorkó býr einn), í þýðingu Kristjáns Þórðar Hrafns- sonar. Sýnt í Þjóðleikhúsinu 1998), einleikurinn Milarepa 1996, Le Lib- ertin 1997 (Léttúð í þýðingu Frið- riks Rafnssonar), Frédérick ou le boulevard du crime 1998, Hôtel des deux mondes 1999 og síðasta leikrit hans er einleikurinn Monsieur Ibra- him et les fleurs du Coran 1999. Hann hefur þýtt Kaupmanninn í Feneyjum eftir William Shake- speare og unnið leikgerðir að leik- verki rússneska leikskáldsins Vlad- imir Goubariev, Sarcophagus og einnig að söngleiknum Nine eftir Maury Yeston og Arthur Kopit. Er- ich-Emmanuel Schmitt hefur einnig sent frá sér skáldsögurnar: La secte des égoïstes, L’Evangile selon Pil- ate og La part de l’autre. Eins og sjá má skrifaði Schmitt Gestinn nokkru fyrr en Abel Snorko og hann segir að Gesturinn hafi ger- breytt lífi hans. „Leikritið var leikið samfleytt í fjögur ár í Frakklandi og það seldist í 50 þúsund eintökum. Þetta gerði mér kleift að hætta kennslu og snúa mér alfarið að rit- störfum.“ Honum hafa hlotnast fjöl- margar viðurkenningar fyrir verk sín bæði í Frakklandi og alþjóðlega og hann er nú einn þekktasti rithöf- undur Frakka á alþjóðlegum vett- vangi. Einkenni hans sem leikritahöf- undar eru býsna skýr ef taka má mið af þeim tveimur verkum sem hér hafa nú verið sviðsett. Form verkanna er hefðbundið á vissan hátt, dregur dám af spennuleikrit- um þar sem fléttan og óvæntur end- ir skiptir miklu máli. Persónusköp- un er raunsæ og sálfræðilega rökrétt en viðfang verka hans er heimspekilegt þar sem hlutskipti mannsins í veröldinni, einsemd hans og leit að merkingu jarðvistarinnar eru meginþræðir. Þetta fléttar hann saman á kunnáttusamlegan og list- fengan hátt þannig að úr verður djúphugull texti sem áhorfendur jafnt og leikarar hafa nautn af að brjóta til mergjar. Schmitt lýsir þessu sjálfur þannig að sem leikskáld sé hann jafnt undir áhrifum heimspekingsins Hegels og spennusagnahöfundarins Agöthu Christie. „Þegar ég skrifa leikrit hef ég vini mína úr röðum heimspek- inga í huga og ömmu mína sálugu, sem hafði gaman af spennandi glæpaleikritum,“ segir hann og samsinnir því að þarna sé lykilinn að vinsældum leikrita hans að finna; þau höfði til mjög breiðs fjölda áhorfenda. Blekking trúarinnar Kenningar Freuds mynda skemmtilegan bakgrunn verksins þar sem Freud var yfirlýstur trú- leysingi alla tíð og eitt meginverka hans nefnist Blekking trúarinnar. Þar heldur hann því fram að trúin og þar með Guð sé aðferð mannsins til að komast yfir hinn óbærilega sársauka sem lífið færir honum. Blekkingin er í því fólgin að Guð er í þessum skilningi hugarfóstur mannsins sjálfs; eins og konar end- urvarp óskhyggju hans um æðri til- gang með jarðvistinni. Schmitt snýr þessari kenningu upp á Freud sjálf- an með því að Gesturinn birtist hon- um þegar örvæntingin er að buga hann og spurningin sem Freud stendur frammi fyrir – og áhorf- endur líka – er hvort Gesturinn sé í rauninni bara hugarfóstur Freuds sjálfs, eintal hans við sitt annað sjálf um tilgang lífsins og hvort hægt sé að finna rökrænar skýringar á illsk- unni í heiminum. „Í rauninni má al- veg lýsa þessu leikriti sem eintali. Kannski gerist það að mestu í höfði Freuds og endirinn ýtir undir þá niðurstöðu, þó eins megi draga af honum aðra og raunsærri ályktun,“ segir Schmitt og vill alls ekki áhorf- endur séu rændir upplifuninni af óvæntum endi verksins. eftir Erich-Emmanuel Schmitt í þýðingu Kristjáns Þórðar Hrafnssonar. Leikarar: Gunnar Eyjólfsson, Ingvar E. Sigurðsson, Jóna Guðrún Jónsdóttir, Kristján Franklín Magnús. Lýsing: Lárus Björnsson. Hljóð: Baldur Már Arngrímsson. Leikmynd: Stígur Steinþórsson. Búningar: Stefanía Adólfsdóttir. Leikstjóri: Þór Tulinius. Gesturinn Gestur í höfði Freuds Morgunblaðið/Ásdís Gesturinn á bekknum hjá Freud. Gunnar Eyjólfsson og Ingvar E. Sigurðsson. Erich-Emmanuel Schmitt. Leikhópurinn Þíbilja frumsýnir í kvöld á Litla sviði Borgarleikhússins í samvinnu við Leikfélag Reykjavíkur Gestinn eftir Erich- Emmanuel Schmitt. Hávar Sigurjónsson hitti höfundinn sem er staddur hér á landi í tilefni af frumsýningunni. havar@mbl.is LISTDANSSKÓLI Íslands stendur í kvöld fyrir keppni í klassískum ballett, hefst hún kl. 20 í Íslensku óperunni. Geta áhorfendur fylgst með dagskránni. Ballettkeppni Listdansskólans er orðin árlegur viðburður þar sem valdir eru dans- arar til þátttöku í norrænni ball- ettkeppni sem haldin hefur verið í Mora í Svíþjóð í fimmtán ár. Þar keppa nemendur frá öllum Norð- urlöndunum, og hóf Listdansskól- inn þátttöku fyrir þremur árum. Örn Guðmundsson, skólastjóri Listdansskólans, segir ball- ettkeppnina ákaflega mikilvægan þátt í starfi skólans, hún veiti nem- endum hvatningu og geri þeim kleift að eiga samskipti og etja kappi við nemendur frá metn- aðarfullum óperuballettskólum Norðurlandanna. „Fyrsta árið sem Listdansskóli Íslands sendi þátttak- endur í keppnina fóru þrjár stúlkur sem stóðu sig með ágætum. Í fyrra fóru einnig þrjár stúlkur og komst ein þeirra í úrslit, sem teljast verð- ur góður árangur. Listdanskólinn hefur aðeins tök á að senda u.þ.b. þrjá nemendur í keppnina, en að jafnaði keppa um 10 til 15 nem- endur frá hverju landi,“ segir Örn. Eingöngu er keppt í klassískum ballett og hafa nemendur Listdans- skólans á aldrinum 15 til 19 ára æft sólódanshlutverk úr frægustu verk- um ballettsögunnar, s.s. Svanavatn- inu, Coppelíu, Öskubusku og Þyrni- rós. Örn segir norrænu ballettkeppnina í Mora upphaflega stofnaða í því skyni að endurvekja og hlúa að klassíska ballettinum og má segja að undankeppni Listdans- skólans gegni sama hlutverki. „Það er mikilvægur grunnur fyrir nem- endur í listdansi að læra klassísku balletthlutverkin og kynnast þeim verkum. Á það við um dansinn eins og aðrar listgreinar, þó svo að margir fari síðan út í nútímadans. Þátttakendur keppninnar í Ís- lensku óperunni hafa allir sérhæft sig í klassískum ballett, en í hléi verður flutt dansatriði úr nútíma- dansdeild skólans,“ segir Örn. Í dómnefnd ytra hafa setið fulltrúar frá öllum Norðurlönd- unum og Jóhann Freyr Björg- vinsson dansari hefur setið þar fyr- ir hönd Íslands. Í keppninni í dag verða fimm dómarar, þar af tveir erlendir. Aðgangseyrir er 500 krónur. Klassísk ballettkeppni á vegum Listdansskóla Íslands Frá jólasýningu nemenda í List- dansskóla Íslands, en skólinn stendur fyrir ballettkeppni í Ís- lensku óperunni í kvöld. TÓNLEIKAR Tríós Reykja- víkur ásamt Sigrúnu Hjálmtýs- dóttur og Bergþóri Pálssyni verða endurteknir í þriðja sinn í Hafnarborg nk. föstudags- kvöld kl. 20. Á efnisskrá er Vín- artónlist. Tríó Reykjavíkur skipa Gunnar Kvaran sellóleik- ari, Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Peter Máté pí- anóleikari. Sigrún Bergþór Aftur í Hafnarborg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.