Morgunblaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þegar Jón var á fyrsta ári veiktist kornabarnið af kíghósta er var að ganga um dalinn.Var honum vart hugað líf og varð móðirin að halda á barninu sólarhringum saman og hóstinn óskaplegur. Af þessum miklu veikindum náði Jón sér aldrei, sem kom fyrst og fremst fram í því að höf- uðburður Jóns var aldrei fullkomlega eðlilegur. Þetta varð minna áberandi með aldrinum. Mjög er líklegt að þessi veikindi hafi sett meira mark á manninn en menn gerðu sér grein fyrir. Um það bil er Jón er eins árs flytj- ast foreldrar hans í Hlíðarenda í Bárðardal en þá jörð átti Ólína. Þar átti Jón heima þar til fyrir 10 árum er hann flutti til Akureyrar, þá með sambýliskonu sinni Jakobínu Júl- íusdóttur af Svalbarðsströnd. Þá var hún búin að búa með Jóni á Hlíð- arenda í fimm ár. Jón var því rúmlega sextugur er sambúð þeirra hófst og voru það hamingjuríkustu ár hans. Annars þurfti ekki mikið til að gleðja Jón. Að gefa ánum sínum gott hey, halda þeim til beitar svo oft sem kostur var, fóðra vel og gæta hverrar skepnu var honum gleðiefni. Það var gaman að koma með Jóni í fjárhúsin, allt var snyrtilegt og vel um gengið. Þar fór ekki hey saman við taðið, allt var vandlega sópað. Dyrum vel lokað svo ekki væri trekkur í húsinu og ærnar vandar við að rísa strax á fætur að burði loknum, svo minni hætta væri á að lambið drukknaði í karinu, bæri ærin ein. Þegar Jón var ungur var hann aldrei kallaður annað en „Jónsi“. Svo þegar við unglingarnir komust að því JÓN ÓLAFUR SIGURÐSSON ✝ Jón Ólafur Sig-urðsson fæddist á Draflastöðum í Fnjóskadal árið 1914. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri 14. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Þorsteins- son, Þorsteinssonar er kenndur var við Skuggabjörg og Ól- ína Jónsdóttir hrepp- stjóra á Hvarfi í Bárðardal. Útför Jóns Ólafs fór fram frá Akureyrarkirkju 21. janúar. að brennimark Jónsa var „J Ólaf“ þá fórum við að kalla hann fullu nafni. Mátti það kallast eðlilegt, þar sem óvenju margir Jónar voru í Bárðardal um þessar mundir. Jóni þótti þetta miður og vildi breyta þessu en Jóns Ólafs nafnið var það nafn er festist við hann og varð hann seinna mjög ánægður með það. Jón var góðmenni og talaði ekki illa um fólk en fann gjarnan það spaugilega í fari annarra en græsku- laust gaman var það. Mönnum þótti gott að vinna með honum við erfiðis- vinnu, því Jón hlífði sér aldrei. Jón varð þeirrar gæfu aðnjótandi að bjarga manni frá drukknun í Skjálfandafljóti, líklega seint á 3. ára- tugnum, var það Helgi bóndi á Kálf- borgará, stendur sá bær nær gegnt Hlíðarenda, á fljótinu er Flúðavað, slæmt vað. Helgi var í heimsókn á Hlíðarenda, þetta var að vorlagi og vaxandi vatn í Fljótinu. Jón var að smala fé og sér hann hest Helga koma upp úr Fljótinu að austan mannlausan. Nær Jón hesti og ríður í hendingskasti að Fljótinu er þá Helgi á flúð út í miðju fljóti, reið Jón hik- laust í Fljótið nær manninum setur hann á bak en óð sjálfur í skjóli við hestinn er var hnakklaus, gekk vel, var Helgi mjög kaldur og mátti ekki tæpara standa með björgun, ástæða slyssins var sú að hestur Helga hnaut í djúpu vatni, við það slitnar gjörðin og hann missir hestinn frá sér. Vitni voru að þessum atburði og fékk Jón viðurkenningu frá Slysavarnafélagi Íslands fyrir afrekið. Jón Ólafur var gætinn maður við heyskapinn, við búskapinn, á ferða- lögum og við aðalskemmtun sína en það var að spila bridds. Hann gat vel spilað úr flóknum spilum og oft var setið lengi nætur á Hlíðarenda, spil- að og hlegið mikið. Jón ferðaðist mikið enda var hann póstur frá Fosshóli og suður til Mýr- ar á sjötta áratugnum. Þá gekk póst- ur aðeins hálfsmánaðarlega og oft var það mikill snjór að farið var á skíðum alla þessa leið, annars á hest- um. Hefur póstpokinn því oft verið þungur í upphafi ferðar. Einu sinu gekk Jón alla leiðina úr Hlíðarenda í Fosshól og suður í Mýri og til baka í Hlíðarenda á einum og sama degin- um, tæpa 80 kílómetra. Ekki var þurr þráður á fötum hans að leiðar- lokum. Miklar stillur höfðu verið, það lengi að skíðaslóðir stóðu frá næstu póstferð á undan og skíðafærið því afburða gott. Upp úr 1960 eignaðist Jón sína eigin dráttarvél er hann flutti póstinn á en þá voru að koma upphlaðnir vegir og póstur fluttur vikulega. En hamingjusamastur var nú Jón er hann fékk sér vélsleða. Nú þurfti hann ekki lengur að ganga á skíðunum. En um svipað leyti færðust póstflutningarnir yfir á mjólkurbílinn svo sérstakir póstar lögðust af. Hann sótti allar skemmtanir í Samkomuhúsinu í Sandvík og víðar, var mikill dansmaður og á síðustu ár- unum þar stjórnaði hann marsi á hverju balli. Jón kunni vel að meta góðan mat. Var mikil kökuveisla í Eiðsvallagötu ef maður kom í heimsókn. Trúlega hefur Jón farið í göngur öll haust í marga áratugi. Eitt sinn fór Trausti Einarsson jarðfræðingur með fram- gangnamönnum, líklega um 1960. Var hann að kynna sér örnefni og jarðlög, t.d. í Kiðagili, og huga að mögulegri fornri biskupaleið. Svo háttar til að fyrsta dag er farið í Kvía- kofa og gist þar. Annan dag er farið framfyrir, suður að Jökulfalli í það minnsta og á Tjarnardrag og smalað norður í Kvíar. Þetta getur orðið langur dagur og er venja að hafa sem minnst með sér, aðeins lítinn matar- bita. Þegar Jón kom í Kvíar um kvöldið og jarðfræðingurinn með honum fór hann beint í nesti sitt og varð þar fyrir sultukrukka er hann opnaði og spændi upp í sig ákaflega. Trausta varð starsýnt á aðfarirnar, enda maðurinn svangur. Tók Jón eft- ir þessu og hætti sultuátinu og rétti krukkuna á átt til Trausta og sagði: „ Viltu sultu?“ Varð þetta lengi síðan að orðatiltæki ef menn voru eitthvað ákafir en er nú öllum gleymt. Hlíðarendafólk hafði gaman af söng, sérdeilis Jón. Hann hafði mikla tenórrödd, kannski ekki mjög örugga en djarfur við háa tóna. Frá því að Mýrarrétt var byggð og svo lengi sem Jón kom á réttina var tekið lagið og lokið úr gangnapelunum að sund- urdrætti afstöðnum. Því miður mun þessi siður hafa aflagst er Jón Ólafur hætti að vera fjáreigandi og flutti brott enda hafa menn nú engan tíma. Það var vel til fundið að syngja vís- una um smaladrenginn við jarðarför Jóns Ólafs. Skrifað í minningu góðs drengs. Jón Aðalsteinn Hermannsson frá Hlíðskógum. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Við komum til Súða- víkur í október núna í haust til að fylgja vin- konu okkar síðasta spölinn, einnig heim- sóttum við ykkur Önnu en ekki áttum við von á því að það yrði í síðasta sinn sem við sæjum þig hérna megin. Staðreyndin er hins vegar sú að leiðir skilur um sinn. Þú varst hrókur alls fagnaðar hvar sem þú komst og ekki stóð nú á þér að vera hjálplegur og bónlipur ef svo bar undir, var þá oftast viðkvæðið: „Ég skal redda því elska, ekkert mál.“ Við hittumst í gegnum árin, oftast inni á Eyri eða úti í Súðavík, og það var gaman að fylgjast með hversu natinn þú varst og góður við Maríu ömmu Önnu enda þótti henni inni- lega vænt um þig og ykkur bæði og oft var litið út um gluggann eftir kvöldmat og spurt, skyldi nú einhver ELVAR RAGNARSSON ✝ Elvar Ragnars-son fæddist í Súðavík 16. janúar 1957. Hann lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Ísafirði 29. des- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Súðavíkur- kirkju 5. janúar. birtast á hjóli í kvöld? Þegar þið Anna vor- uð að draga ykkur sam- an gerðist það oftar en ekki að þú komst og gott var þá að koma inn í notalegt eldhúsið á Eyri. Ekki stóð á heit- um veitingum hjá þeirri gömlu því ekki er kannske beint hlýlegt að sitja á hjóli utan frá Súðavík en ástin kynti undir og fyrir hana eru engir vindar of kaldir. Þið eignuðust síðar mjög fallegt heimili, tvö börn og komuð ykkur upp glæsi- legu húsi í Súðavík, að sjálfsögðu, en þar kunnir þú best við þig. Við hefð- um svo gjarnan viljað fylgja þér síð- asta spölinn en gátum því miður ekki komið því við. Elsku Anna, Guðrún Astrid og Ragnar Berg og annað venslafólk, við vottum ykkur inni- lega samúð og biðjum Guð að styrkja ykkur og styðja. Við þökkum gengin spor með þér. Minningarnar eru dagbókin sem við berum með okkur. Kristján Albertsson, Þóra B. Jónsdóttir. Það er mjög erfitt að trúa því að hann Elvar blessaður sé farinn en við verðum að trúa því og treysta að hann hafi verið kallaður héðan til annarra starfa, nú lifa aðeins minn- ingarnar sem ylja okkur öllum á þessum raunastundum. Það er gott að minnast Elvars, hann var einstakur drengur, öllum vildi hann gera gott og rétta hjálp- arhönd. Ég sá það glöggt í sambandi við mömmu hvað hann var lipur og hjálpsamur í hennar garð enda ljóm- aði hún eins og sól í heiði þegar Elv- ar og Anna komu inn að Eyri. Hún syrgir nú Elvar og er jafnvel enn að leita að honum á Sólvangi. Elsku Anna mín, Guðrún og Ragnar, þið hafið nú misst mikið en góðar minningar ylja okkur öllum og vil ég þakka allar okkar skemmti- legu samverustundir. Ég samhrygg- ist ykkur öllum, svo og einnig föður Elvars og systkinum og bið góðan Guð að vaka yfir okkur öllum. Ég kveð þig Elvar – klökk í hinsta sinni, þú kvaddur ert með tárum vinum hjá. Þína glöðu lund ég geymi mér í minni, gæfumaður varstu Önnu að fá. Þið áttuð ykkar ást og unaðsstundir, örlögin þau blessuðu ykkar hag. Nú svíða í hjörtum margra – sárar undir, með söknuði ertu kvaddur hér í dag. Börnin ykkar – bjartar stundir muna, blíðum föður mikið eftir sjá. Allt er greypt í endurminninguna og ættingjarnir þerra vota brá. (Erla Ragnarsdóttir.) María E. Jónsdóttir. Við áttum oft sam- leið suður Strandgöt- una. Annar í skítugum samfestingi á leið í vinnuna sína í „Dröfn“ að sinna skipum. Hinn í hvíta frakk- anum sínum á leið á skrifstofuna hjá „Lýsi og mjöli“. Annar útskrifaður frá Flensborg með penna og strik – hinn að verða vélvirki frá Vélsmiðju Hafnarfjarðar. Svo oft vorum við samferða. Við urðum vinir. Og lífið beið. Okkar beggja. Ást, von, fyrirætlanir, hamingja. Foreldrar, systkini, konur, börn, og seinna – já, seinna Bakkus. Sá lífsins eiturkonungur beið okkar beggja og við buðum honum inn. – Og fögn- uðum honum. Þá varð okkur fyrst hált á svellinu. Hrösuðum og runn- um á rassinn. En við stóðum upp sí og æ í ótal ár, einungis til að verða hrint og sparkað af Bakkusi aftur. – Þá var fögnuðinum lokið. Þótt við steyttum hnefa og hefðum í hótun- um, hlutum við að tapa, því enginn sigrar Bakkus. Eina vonin gegn hon- um er að snúa við honum baki, – gef- ast upp – og skipta sér ekki af hon- um meir. Í því felst sigurinn. En tapið varð mikið. Tveir ágætir efnismenn fórnuðu konum, börnum og fjölskyldum á altari vínkóngsins. En öllu er upp- reisn ætluð. Þrátt fyrir ótal töp og föll var ærunni aldrei glatað. Í brjósti okkar beggja slógu lítil hjörtu, sem elskuðu bæði börn okkar og buru og þá aðra, sem aldrei fóru frá okkur né yfirgáfu frekar en Drottinn vor Jesús Kristur. Og seinna, þegar við vorum saman á sjó á bátnum þínum „Harrý“, spurðirðu mig um trúna. Þá voru ekki bara tveir alkar um borð – ann- ar sykursjúkur og hinn veikur af krabbameini, heldur vinir. „Á hvað trúirðu, Ævar?“ „Guð og kærleikann,“ sagði ég. „Gott,“ sagðirðu, „þá á ég eftir vonina“. Þetta var sannleikur, því sá sem á von, kærleika og Guð, á í raun- inni allt. Og það áttir þú, Óli! Ást og umhyggju, móður og föður og systk- ini. Dóttur, fyrrum eiginkonu, frændsystkini, vini og félaga. Bæði úr Hafnarfirði og Súganda og víða annars staðar frá. Þú áttir vini víða og reyndist vinur í raun þegar á þurfti að halda. Einu sinni í bullandi brælu vorum við einskipa á sjó. Við vorum komnir upp undir fjöru við Sæból á Ingjaldssandi. Þar vildir þú renna færi. Einn beit á. Kolbrúnn eins og sólarlandafari. Þú tókst hann af króknum, horfðir á hann og sagðir: „Óðinn vill þig ekki. Guð má eiga þig.“ Og slepptir honum. Líkt þér. Því þú varst ekki bara manna og barna vinur. Þú varst dýravinur. Og þar með slapp þessi þaraþyrsklingur með skrekkinn. Þegar við lögðum að bryggju og Guðmundur Karvel spurði hvort þetta hefði ekki verið „bölvað pus“ á ÓLI KRISTJÁN OLSEN ✝ Óli Kristján Ol-sen fæddist í Hafnarfirði 16. júlí 1948. Hann lést á heimili sínu 23. des- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fríkirkj- unni í Hafnarfirði 3. janúar. minnsta bátnum frá Suðureyri, sagðir þú, „Nei, nei. Þetta var bara pus!“ Þetta var síðasti róð- urinn okkar saman í þessu lífi. Og tonnið sem við komum með að landi, hafði kostað heil- mikið „pus“. En í gegn- um það komstu. Öllum, sem kynntust þér og skildu, þótti svo ósköp vænt um þig. Skýr, einlægur og hjartahreinn. Óli minn! Við gætum svo sannarlega átt sam- an annan róður á öðrum miðum. Jes- ús leitaði til fiskimanna í árdaga. Ég er að minnsta kosti viss um að hann elskar þig, eins og hann elskar alla menn. Hann sagði á erfiðustu stundu lífs síns við annan á Golgata- hæð, „Í dag skaltu vera með mér í Paradís“. Nú hafið þið væntanlega hist, fé- lagarnir. Vertu sæll að sinni, kæri Óli minn. Innileg samúðarkveðja til þeirra sem sakna. Síðan göngum við aftur suður Strandgötuna í Hafnarfirði. En þetta ljóð í lokin: Þú varst lítill drengur og lékst þér í kringum bæinn. Lífið var fagurt, því sumarið hafði völdin. Leggur og skel voru leikföngin þín á daginn, en lúinn og glaður háttaðir þú á kvöldin. Svo var það einn morgun að fórstu snemma á fætur, faðir og móðir glöddust með drengnum sínum. um nóttina hafði fífill fest sínar rætur á fallegum bala, rétt hjá gullunum þínum. Og fífillinn smái varð félagi þinn á daginn; forlögin höfðu gefið þér vin og bróður. Litli drengur, sem lékst þér í kringum bæinn, á leik þinn ég horfði klökkur og raunamóður. Ég horfði á leikinn og hreifst með af gleði þinni, og hefði viljað fylgjast með honum lengur, því hlátur þinn var sem bergmál frá bernsku minni, og björtum vonum, sem fölnuðu eins og gengur. Loksins kom að því, að leiðast þér tók að hanga hjá litlu blómi – allan guðslangan daginn, því leikbróðir þinn var fastur og fékk ei að ganga, fylgjast með þér eða hlaupa í kringum bæinn. Þá sleistu upp blómið og reifst hina römmu hlekki, rætur, sem lágu djúpt oní skauti jarðar. Þú varst lítill drengur og líklega skildirdu ekki lögmálið eina, sem blómin á jörðu varðar. Og nú gastu hoppað og hlaupið í kringum bæinn og haldið á blómi, sem jarðbundið var ei lengur. Barnslegi hláturinn ómaði allan daginn, ósköp var gaman að lifa og vera – drengur. En svo er það jafnan, að skuggarnir fylgja skini, og skjótt tóku enda hamingjustundir þínar. Um kvöldið hélstu á líki af látnum vini, – litlu blómi, sem misst hafði rætur sínar. Þú grést þig í svefn. Það var grátur, sem huggað fékk enginn Þín gleði var horfin og dimmt á framtíðarvegi. Svo er á enda sagan um blómið og drenginn, en samt er hún ennþá að gerast á hverjum degi. Því seg mér að lokum: Eru ei sífellt svona sorgleg þau örlög, er mennirnir verða að bera, að flest sem þeir elska og blóm sinna bestu vona brjóta þeir niður og vita ei hvað þeir gera? Við sjáumst. Þinn ferðafélagi og vinur, Ævar Harðarson, Suðureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.