Morgunblaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 38
FRÉTTIR 38 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ til baka en málið gegn olíufélögunum hafið á nýjan leik á löglegum forsend- um ef ástæða þykir til. Meðfylgjandi eru tvö skjöl sem Verslunarráðið hefur tekið saman vegna þessa máls. Í öðru skjalinu eru almennar viðmiðanir vegna aðgerða Samkeppnisstofnunar skv. 40. gr. samkeppnislaga. Þar er fjallað um at- riði sem gæta þarf vegna slíkra að- gerða, bæði vegna ákvæða laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála um leit og hald á munum og vegna al- mennra sjónarmiða sem talin eru fullgild á alþjóðlegum vettvangi í sambærilegum tilvikum þar sem byggt er á reglum Framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins og leið- beiningum Alþjóða verslunarráðsins. Í hinu skjalinu er yfirlit yfir hvern- ig að aðgerðunum 18. desember sl. var staðið af hálfu Samkeppnisstofn- unar. Þar kemur fram að mjög alvar- legar brotalamir virðast hafa verið á framkvæmd aðgerðanna, sem ekki verða taldar samræmast úrskurði héraðsdóms. Einnig virðist ákvæðum laga um meðferð opinberra mála um leit og hald á munum ekki hafa verið hlýtt í veigamiklum atriðum. Þess ber að geta að ákvæði 131. gr. og 132. gr. laga nr. 19/1940 fjalla m.a. um brot opinberra starfsmanna á ákvæð- um laga um meðferð opinberra mála að því er varðar leit og hald á munum. Ennfremur óskar Verslunarráðið eftir því að gerðar verði ráðstafanir til þess að framkvæmd aðgerða af þessum toga verði með eðlilegum hætti ef til þeirra kemur í framtíð- inni. Verslunarráðið vill taka fram að það hefur enga aðstöðu til þess að dæma um sekt eða sakleysi olíufélag- anna vegna ásakana um ólöglegt samráð þeirra í milli.“ HÉR fer á eftir bréf það sem Versl- unarráð Íslands ritaði Valgerði Sverrisdóttur viðskiptaráðherra hinn 30. janúar sl., þar sem ráðið óskar eftir því að gerð verði á vegum ráðu- neytisins sérstök athugun á fram- kvæmd aðgerða gegn olíufélögunum ásamt tveimur greinargerðum varð- andi aðgerðirnar: „Með bréfi þessu fer Verslunarráð Íslands fram á það við viðskiptaráð- herra að gerð verði á vegum ráðu- neytisins sérstök athugun á fram- kvæmd aðgerða gegn olíufélögunum samkvæmt 40. gr. samkeppnislaga hinn 18. desember sl. Ennfremur að viðskiptaráðherra beiti sér fyrir því að öllum þeim gögnum sem hald var lagt á og afritum af þeim verði skilað Bréf Verslunarráðs Íslands til viðskiptaráðherra Aðgerðir Sam- keppnisstofnunar verði rannsakaðar Morgunblaðið/Ásdís Frá aðgerðum Samkeppnisstofnunar gegn olíufélögunum í desember þar sem starfsmenn bera út gögn úr húsakynnum eins félaganna. I. Rökstuðningur fyrir ástæðum leitar og haldlagningar og nauðsyn aðgerðar Samkvæmt dómsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu RS47/2001 frá 17. des. sl. virðist rökstuðningur fyrir aðgerðum vera eft- irfarandi: 1. Nýlega hafi borist upplýsingar og ábend- ingar sem gefi ríkar ástæður til að ætla að brot hafi verið framið sem lýtur að samráði um ákvörðun verðs, álagningar og afslátta, sam- starfi við gerð tilboða og skiptingu markaða eft- ir landshlutum og viðskiptavinum og forstjórar olíufélaganna hafi hist reglulega á fundum til þess að taka ákvarðanir um þessi mál. 2. Verð á bifreiðaeldsneyti hafi breyst með samræmdum hætti olíufélaganna frá því að verðlag var gefið frjálst þann 1. apríl 1992. 3. Samstarf um skiptingu sölustaða og sam- eiginleg verðlagning á sölu á eldsneyti til er- lendra fiskiskipa hér við land. 4. Í febrúar 1996 boðuðu olíufélögin sameig- inlega til fundar með hagsmunaaðilum til að til- kynna að innflutningi 92 oktana bensíns yrði hætt og í framhaldi af því hafi olíufélögin tekið upp nákvæmlega sama verð á bensíni í stað 10 til 20 aura munar á lítra en að í ljósi hinna nýju upplýsinga feli þetta í sér veigamikla vísbend- ingu um ólöglegt samráð. 5. Gögn bendi til þess að öll álagningarhækk- un yfirstandandi árs hafi orðið á síðustu sex mánuðum enda hafi félögin snúið miklum tap- rekstri á fyrri hluta ársins í hagnað á fyrstu níu mánuðunum 6. Ummæli forstjóra Skeljungs í Morgun- blaðinu 11. janúar 2001 þar sem hann taldi að keppinautar hans væru ekki tilbúnir að breyta núverandi verðlagningarfyrirkomulagi. Í úrskurðinum er þess jafnframt getið að gögn sem sýni samráð, samvinnu og athafnir sem séu brot á bannákvæðum samkeppnislaga geti verið í formi bréfaskrifta, minnispunkta eða öðrum óformlegum hætti. Þegar rökstuðningur Samkeppnisstofnunar er metinn ber þess að geta að fyrir 1. apríl 1992 voru olíufélögin skylduð til samráðs og sóttu sameiginlega um heimild til Verðlagsráðs um verðbreytingar. Ákvarðanir Verðlagsráðs byggðust á tilteknu verðlagningarfyrirkomu- lagi sem olíufélögin notast enn við í stórum dráttum. Ennfremur voru stjórnvöld í samráði með olíufélögunum í sameiginlegum innkaup- um þeirra á eldsneyti meðan þau viðskipti voru gerð við Sovétríkin. Samkeppnisstofnun hefur aldrei gert athugasemdir við sameiginleg inn- kaup olíufélaganna sem skapar megingrunninn að verði á vörunum og jafnframt heimilað margvíslega hagræðingu í birgðahaldi og dreif- ingu með samstarfi tveggja eða fleiri félaga, t.d. með stofnun og rekstri Olíudreifingar ehf. sem hóf starfsemi í ársbyrjun 1996. Þá má ennfrem- ur geta þess að það var ekki fyrr en í september 1994 að afnumin var bein skylda á olíufélögin að selja sömu eldsneytistegund á sama verði um allt land og áframhaldandi tilvist flutningsjöfn- unarsjóðs hefur falið í sér ákveðna tilætlan til félaganna um slíka verðlagningu sem hefur m.a. beint samkeppninni í þann farveg sem hún hefur verið í. Á tímum verðákvarðana Verðlagsráðs var alltaf töluverð gagnrýni á að allur kostnaður væri viðurkenndur, og að verðlagningin væri það rúm, að olíufélögin gætu eytt óhóflega í uppbyggingu bensínstöðva á landsbyggðinni og að spara mætti í dreifingarkostnaði með því að fækka stöðvum og sameina. Þegar verðlagning var gefin frjáls og full samkeppni komst á hafa félögin smám saman verið að loka óhagkvæm- um stöðvum og víða eru stöðvar sameiginlegar en þá fyrst og fremst með því fyrirkomulagi að tvö eða fleiri félög eru með samninga við sjálf- stæðan rekstraraðila. Þessi þróun hefur verið mjög sýnileg, lækkað rekstrarkostnað, og þannig verið hagkvæm, og ekki hafa verið gerð- ar athugasemdir við hana af hálfu Samkeppn- isstofnunar enda hefur þjónustustig við neyt- endur verið hærra en ella hefði verið. Þegar vara á markaði er svo einsleit sem eldsneyti og þegar seljendur eru að selja vöru frá sama birgja er almennt við því að búast að verð sé það sama hjá seljendum. Eitt af grund- vallarlögmálum hagfræðinnar sem fjallar um verðmyndun á markaði segir einmitt fyrir um að á markaði fyrir einsleita vöru með mörgum seljendum og mörgum kaupendum myndist eitt verð. Á eldsneytismarkaðnum eru aðeins þrír seljendur en engu að síður gefur sama verð á sömu vöru allt eins vísbendingar um afar virka og harða samkeppni frekar en að þeir hafi sam- ráð. Við skilyrði af þessum toga reyna seljend- ur almennt að skapa vörunni einhverja þá eig- inleika í ímynd eða þjónustu að það skapi vörunni sérstöðu sem réttlæti hærra verð eða að þeir reyna að ná niður kostnaði sem mest og lækka verð í krafti þess (sbr. ÓB og Orkuna). Verðbreytingar á eldsneyti undanfarin ár og af- koma olíufélaganna benda alveg eins til þess að engu félaganna hafi tekist að skapa sér umtals- verða sérstöðu umfram hin og að engu félag- anna hafi tekist að hagræða í rekstri að marki umfram hin fremur en að hægt sé að álykta að þau hafi með samráði haldið uppi verði og hagnaði. Sérstaklega bendir mikið tap á fyrstu sex mánuðum ársins 2001 til þess að félögin beiti ekki samráði til þess að verjast tapi en að um mitt ár hafi tapþol þeirra í samkeppninni verið þrotið og þau neyðst til þess að breyta um verðstefnu. Í ólöglegu verðsamráði er reyndar allt eins líklegt að olíufélögin hefðu jafnan ákveðið einhvern verðmun, óreglulegan milli félaganna. Í febrúar 1996 hættu félögin innflutningi 92 oktana bensíns sem virtist fullkomlega eðlileg ráðstöfun í ljósi breytinga á eftirspurn og vegna hinna sameiginlegu innkaupa sem við- urkennd eru af Samkeppnisstofnun var varla annað hægt en að það kæmi fram á sama tíma. Ennfremur hafði komið fram að sífellt erfiðara var að fá 92 oktana bensín og þurfti orðið að framleiða það sérstaklega fyrir íslenska mark- aðinn sem gerði það dýrara en 95 oktana bens- ín. Ákvörðun þessi var mjög sýnileg og sam- keppnisyfirvöld höfðu alla möguleika á því að rannsaka tilurð hennar mjög nákvæmlega á þeim tíma sem hún var tekin. Við innleiðingu frelsis í verðlagningu elds- neytis á árinu 1992 hófst sú þróun að olíufélögin veita stórum föstum viðskiptavinum sínum af- slætti sem eru eitt aðalsamkeppnistæki félag- anna. Verð án afsláttar til tilfallandi viðskipta- vina, s.s. erlendra fiskiskipa, segir ekkert sem slíkt um samráð milli félaganna en miklu frem- ur að afsláttarstefnu þeirra sé fylgt fram. Ummæli forstjóra Skeljungs í Morgun- blaðinu 11. janúar 2001 þar sem koma fram full- yrðingar um afstöðu keppinauta hefðu strax átt að vera tilefni til spurninga af hálfu Samkeppn- isstofnunar frekar en að skapa tæpu ári síðar ástæðu til sérstakra aðgerða. Algengt er að stjórnendur fyrirtækja setji fram fullyrðingar um keppinauta sína enda er það þáttur í sam- keppni milli fyrirtækja að þeir reyna að fegra sinn hlut á kostnað keppinautanna. Flestir munu hafa skilið þessi ummæli í því ljósi. Líka ber þess að geta að í ársskýrslu Skeljungs fyrir árið 1999 hafði forstjórinn sett það fram sem möguleika að fyrirkomulagi verðlagningar yrði breytt og viðrað það síðan nokkrum sinnum í fjölmiðlum. Þegar fjölmiðlar kanna viðbrögð keppinauta hans eru þau neikvæð og þeir finna annmarka á breytingum á fyrirkomulagi verð- lagningar. Afar hæpið er að skilgreina sem samráð svör manna í fjölmiðlum við spurning- um blaðamanna. Eina röksemdin sem raunverulega getur skapað ástæðu fyrir aðgerðum af hálfu Sam- keppnisstofnunar skv. 40. gr. samkeppnislaga eru hinar nýlegu upplýsingar og ábendingar sem stofnuninni hafa borist og vísað er til í for- sendum fyrir úrskurði héraðsdóms. En til þess að þessar upplýsingar teljist trúverðugar hljóta þær að þurfa að vera allnákvæmar og beinast að tilteknum atburðum eða ákvörðunum sem hafa vel skilgreindar tímasetningar. Aðgerðir Samkeppnisstofnunar samkvæmt þessu hefðu því átt að vera allbeinskeyttar og með trúverð- ugum upplýsingum hefði nánast átt að vera hægt að ganga að tilteknum einstaklingum og biðja þá um að afhenda viðeigandi gögn sem vörpuðu réttu ljósi á málið. Framkvæmd aðgerðanna virðist ekki benda til þess að upplýsingarnar hafi verið nákvæmar því leitin var mjög umfangsmikil og ekki virtist vera fyrirfram ljóst að hverju nákvæmlega væri verið að leita. Þvert á móti bar mikið á því að leitarmennirnir væru að reyna „fiska“, þ.e.a.s. fara í gegnum og leggja hald á mikið magn af gögnum í von um að finna eitthvað sem ekki var fyrirfram skilgreint. Verslunarráð Íslands hefur hins vegar enga aðstöðu til þess að dæma um sekt eða sakleysi olíufélaganna vegna ásakana um ólöglegt sam- ráð þeirra í milli. II. Ákvæði laga um meðferð opinberra mála um hald á munum 78. gr. 1. mgr. og 79. gr. Í viðmiðunum Verslunarráðsins er lögð áhersla á að vörsluhafi hafi aðstöðu til þess að átta sig á hvað nákvæmlega verið er að leggja hald á og koma með mótbárur ef við á og vakin athygli á því að hann verði að kæra ágreining til dómara. Aðgerðir Samkeppnisstofnunar voru fram- kvæmdar með þeim hætti viðkomandi starfs- menn fengu að vera viðstaddir en gátu ekki í ýmsum tilfellum áttað sig á hvað nákvæmlega var verið að taka þar sem safn af gögnum var tekið í heilu lagi og þeim ekki boðið að skoða það sem fjarlægt var. Í mörgum tilvikum voru tekin skjöl sem voru alls óviðkomandi málinu og það þrásinnis eftir að gerður hafði verið ágreiningur um haldlagningu. Í engu tilviki virtu fulltrúar Samkeppnisstofnunar það for- takslausa ákvæði 79. gr. að benda vörsluhafa á að hann gæti borið ágreiningsefni undir dóm- ara. Meðal þess mikla fjölda skjala sem lagt var hald á og eru málinu óviðkomandi má nefna hluta af bókhaldi kirkjusafnaðar í Reykjavík, minnisblað um öryggismál í olíustöð, samninga við erlenda banka, bókhaldslykla, persónuleg- an tölvupóst og persónulega greiðsluseðla og greiðslukortareikninga starfsmanna. Ljóst er að ákvæði 1. mgr. 78. gr. voru þverbrotin í að- gerðum Samkeppnisstofnunar en þar er áskilið að munir (skjöl) sem lagt er hald á verði að hafa sönnunargildi í viðkomandi máli. 81. gr. Í viðmiðunum Verslunarráðsins er bent á nauðsyn þess að skrá yfir haldlagða muni sé svo nákvæm að hún telji upp hvern einstakan mun sem ætlað er að hafi sönnunargildi en ekki sé nægjanlegt að tiltaka í slíkri skrá safn af mun- um. Skrár sem gerðar voru um haldlagða muni geta engan veginn uppfyllt þau skilyrði sem sett eru í 81. gr. vegna þess að í þeim er ekki getið um hvern einstakan mun sem hald er lagt á heldur eru þær fyrst og fremst yfirlit yfir safn muna, mismunandi stór. Vörsluhafi getur því með engu móti áttað sig á því hvort einhver hluti munanna sem síðan kunna að vera lagðir fram í málaferlum hafi raunverulega verið í hans vörslu eða ekki og sönnunarbyrði í slíku máli hlýtur nánast að vera útilokuð. Vörsluhafi hefur heldur enga aðstöðu til þess að átta sig á því hvort munum hefur verið skilað eða ekki. Nöfn yfir einstaka muni í skrám ná oft yfir heilar skjalagrindur. Dæmi er um að bætt hafi verið við númerum í haldlagningarskrá eftir viðkomandi skjöl voru komin á skrifstofu Sam- keppnisstofnunar til þess að skráin yrði heldur nákvæmari. Iðulega eru heitin í skrám almennt orðuð s.s. „mappa“, „lausblaðabunki“, „disk- ettubox“, og „ýmsir pappírar s.s. fundargerðir – email“. Þá hefur eitt olíufélagið óskað eftir því við Samkeppnisstofnun að fá sérstaka skrá yfir tölvugögn sem stofnunin lagði hald á. Þessu var svarað og lögð fram skrá sem er í veigamiklum atriðum ófullkomin þar sem aðeins er upplýst um hluta þeirra gagna sem haldlögð voru. Ljóst er af þessu að framkvæmd 81. gr. lag- anna hefur verið algjörlega í molum í aðgerðum Samkeppnisstofnunar og að fátt af því sem nefnt er í skránum geti uppfyllt það skilyrði að kallast munur (skjal) sem gagnast í dómsmáli. 82. gr. Í viðmiðun Verslunarráðsins er rætt um að þegar vörsluhafi býðst til þess að ljósrita skjöl eða afrita tölvugögn og afhenda þau á því formi sé almennt ekki lengur þörf til að leggja á þau hald og þá verði að láta ljósrit nægja. Þegar boðist er til að leggja fram ljósrit af skjali (þess vegna staðfest) hefur skalið ekkert Um aðgerðirnar gegn olíufélögunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.