Morgunblaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 44
DAGBÓK 44 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Vigri, Laugarnes og Helgafell koma í dag. Selfoss Dettifoss koma og fara í dag. Víðir fer í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sól- vallagötu 48. Skrifstofa s. 551-4349, flóamark- aður, fataútlutun og fatamóttaka, sími 552- 5277 eru opin miðvikud. kl. 14–17. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 og kl. 13 vinnustofa og postulínsmálning. Verslunarferð í Hag- kaup kl. 10 frá Granda- vegi 47 með viðkomu í Aflagranda 40. Skrán- ing í afgr. s. 562-2571. Fimmtudaginn 7. feb. er opið hús frá kl. 19.30, félagsvist kl. 20. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta og opin handavinnustofan, kl. 13 spilað, kl. 13–16.30 opin smíðastofan. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8– 12.30 böðun, kl. 9–12 vefnaður, kl. 9–16 handavinna, kl. 10–17 fótaaðgerð, kl. 10 banki, kl. 13 spiladagur, kl. 13–16 vefnaður, kl. 14 dans. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudög- um kl. 13–16.30. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslu- og handa- vinnustofur opnar, kl. 10–10.45 leikfimi, kl. 14.30 banki. Félag eldri borgara Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15– 16. Skrifstofan í Gull- smára 9 opin í dag kl. 16.30–18. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 10– 12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 13.30 enska, byrj- endur. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Spilakvöld á Álftanesi 14. febr. kl. 19.30 á veg- um Lionsklúbbs Bessa- staðahrepps. Akstur samkvæmt venju. Mið. 6. feb. kl. 9 snyrti- námskeið, kl. 11.15 og 12.15 og 13.05 leikfimi, kl. 13.30. Handa- vinnuhornið kl. 16. Tré- smíði (nýtt og notað.) Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Línudans kl. 11, pílu- kast kl. 13.30, myndlist kl. 13, á morgun pútt í Bæjarútgerð kl. 10– 11.30. Glerskurður byrjar aftur kl. 13. Á morgun verður farið í heimsókn í Menningar- miðstöðina Gerðuberg. Rúta frá Hraunseli kl. 13.30. Skráning í Hraunseli, s. 555-0142. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi – blöðin og matur í hádeginu. Miðvikud.: Göngu- Hrólfar fara í göngu frá Hlemmi kl. 9.45. Söng- félag FEB, kóræfing kl. 17. Línudanskennsla kl. 19.15. Leikfélagið Snúð- ur og Snælda sýnir í Ásgarði í Glæsibæ söng- og gamanleikinn „Í lífsins ólgusjó“, og „Fugl í „búri“. Sýn- ingar: Miðviku- og föstudaga kl. 14 og sunnudaga kl. 16. Mið- apantanir í s.: 588-2111, 568-8092 og 551-2203. Brids fyrir byrjendur hefst á fimmtud. 7. feb. kl. 19.30. Stjórn Ólafur Lárusson. Heilsa og hamingja á efri árum. Laugard. 9. febrúar kl. 13.30. Fræðslufundirnir verða haldnir í Ásgarði í Glæsibæ, félagsheimili Félags eldri borgara, og hefjast kl. 13.30. All- ir velkomnir. Aðal- fundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, verður hald- inn í Ásgarði, Glæsibæ, sunnud. 24. feb. kl. 13.30. Tillögur fé- lagsmanna um einstaka menn til stjórnarkjörs skulu berast skrifstofu eða kjörnefnd minnst hálfum mánuði fyrir að- alfund. Farin verður ferð til Krítar með Úr- vali-Útsýn 29. apríl, 24ra daga ferð. Skemmtanastjóri Sig- valdi Þorgilsson. Skrán- ing fyrir 15. febrúar á skrifstofu FEB. Hag- stætt verð. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 fótaaðgerð, opin vinnu- stofa, postulín, mósaik og gifsafsteypur, kl. 9– 13 hárgreiðsla, kl. 9–16 böðun. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 10.30 gamlir leikir og dansar, þorra- hlaðborði í hádeginu í veitingabúð, allir vel- komnir, frá hádegi spilasalur opinn. Fimmtud. 7. feb. koma eldri borgarar úr Hafn- arfirði í heimsókn kl. 14. Veitingar í veit- ingabúð. Upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575- 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 10 handavinna, kl. 10.30 boccia, kl. 11 hæg leikfimi, kl. 13 fé- lagsvist FEBK og gler- list, kl. 15–16 viðtals- tími FEBK, kl. 16 hringdansar, kl. 17 bobb, kl. 20 æfing nafn- lausa hópsins. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.05 leikfimi, kl. 9.55 róleg stólaleikfimi, kl. 13 keramikmálun. Hið árleg þorrablót Gull- smára verður laug- ardaginn 9. feb. kl. 18. Örfá sæti laus uppl. í s. 564-5260 og á staðnum. Hraunbær 105. Kl. 9 opin vinnustofa, handa- vinna, bútasaumur, kl. 9–12 útskurður, kl. 9– 17 hárgreiðsla og fóta- aðgerðir, kl. 11 banki, kl. 13 brids. Leikfimi hefst á morgun klukkan 11. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 böðun, föndur- klippimyndir, kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 13.30 gönguferð, kl. 14 dans, kl. 15 frjáls dans kl. 15 teiknun og málun. Fótaaðgerð, hársnyrt- ing. Á morgun kl. 13, opin handavinnustofa, en enginn leiðbeinandi vegna veikinda. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi, hittast á morgun kl. 10 í keilu í Mjódd, spjallað og heitt á könnunni. Upplýsingar veitir Þrá- inn Hafsteinsson í s. 5454-500. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9–16 fótaaðgerðir, kl. 9–12 tréskurður, kl. 10 sögustund, kl. 13 banki, kl. 14 félagsvist, kaffi, verðlaun. Vesturgata 7. Kl. 8.25 sund, kl. 9–16 fótaað- gerð og hárgreiðsla, kl. 9.15–16 postulínsmálun og myndmennt, kl. 13– 14 spurt og spjallað, kl. 13–16 tréskurður. Fimmtud. 7. feb. verður helgistund kl. 10.30 í umsjón séra Hjálmars Jónssonar dóm- kirkjuprests. Lokað verður frá kl. 13 fimm- tud. 7. feb. vegna und- irbúnings þorrablóts. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 10 fóta- aðgerðir, morgunstund, bókband og bútasaum- ur, kl. 12.30 versl- unarferð, kl. 13 hand- mennt og kóræfing, kl. 13.30 bókband, kl. 15.30 kóræfing. Sjálfsbjörg, félagsheim- ilið Hátúni 12. Fé- lagsvist kl. 19.30. ITCdeildin Korpa held- ur deildarfund í kvöld kl. 20. í Safnaðarheim- ilin Lágafellsóknar. All- ir velkomnir. Bústaðakirkja. Sam- vera eldri borgara í dag kl. 13–16.30 spilað, föndrað, gáta og helgi- stund. Gestir úr Kór Bústaðakirkju. Þið sem viljið láta sækja ykkur, látið kirkjuverði vita í s. 553 8500 eða Sigrúnu í s.553 0448 og 864 1448. Verið velkomin. Hvítabandsfélagar. Munið fundinn í kvöld á Hallveigarstöðum kl. 20. Hringurinn. Fé- lagsfundur á Ásvalla- götu 1 kl. 18.30. Knattspyrnudeild Hauka. Aðalfundurinn verður haldinn fimm- tud. 14. feb. kl. 20 í há- tíðarsal félagsins á Ás- völlum. Venjuleg aðalfundarstörf, kosn- ing nýrrar stjórnar, önnur mál. Í dag er miðvikudagur 6. febrúar, 37. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Ég er ljós í heiminn komið, svo að enginn, sem á mig trúir, sé áfram í myrkri. (Jóh. 12, 46.) LÁRÉTT: 1 hræsni, 8 knappur, 9 synja, 10 sefi, 11 skriki til, 13 talaði um, 15 kven- vargur, 18 kölski, 21 grænmeti, 22 augabragð, 23 hagnaður, 24 lyddan. LÓÐRÉTT: 2 urtan, 3 á næsta leiti, 4 ránfuglar, 5 burðarviðir, 6 mikill, 7 opi, 12 tangi, 14 þjóta, 15 geð, 16 gamla, 17 sveðja, 18 ráin, 19 skaða, 20 skylt. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 súgur, 4 kóngs, 7 ætlum, 8 ágóði, 9 súr, 11 tími, 13 eitt, 14 nefni, 15 skán, 17 ráða, 20 þró, 22 elfur, 23 skæni, 24 farga, 25 reiði. Lóðrétt: 1 skært, 2 gálum, 3 rúms, 4 klár, 5 njóli, 6 seigt, 10 úlfur, 12 inn, 13 eir, 15 skelf, 16 álfur, 18 áræði, 19 að- ili, 20 þróa, 21 ósar. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a Víkverji skrifar... SKIL á skattskýrslum á rafrænuformi hafa verið mikil og vax- andi hér á landi. Ekki getur Vík- verji sagt með sanni að hann sé hrifinn af nokkru því sem viðkemur skattamálum. Leiðist honum frekar skriffinnskan í kringum framtalið en margt er þó þar á framfarabraut. Hæla verður skattyfirvöldum fyr- ir að bjóða upp á rafræna skatt- skýrslugerð. Fólk sem á annað borð notar tölvu dags daglega í starfi sínu vill nefnilega líka geta notað hana í alls kyns einka- og heim- ilisstússi og samskiptum hvar og hver sem þau eru. Viðbrögð al- mennings hafa sýnt að þessari leið hefur verið fagnað. Hæla má skattinum líka fyrir annað atriði við framtalsundirbún- inginn. Það er áritun upplýsinga á framtalseyðublöðin. Þetta sparar vinnu og léttir verkið. Kannski verður framtalið líka bara réttara og nákvæmara. Þeir sem vinna venjulega launavinnu á einum stað fá allar nauðsynlegar tölur áritaðar og ekkert vesen. Á sama hátt eru eigur færðar inn og eitthvað er ver- ið að tala um að skella þarna inn skuldunum líka. (Skuldar einhver eitthvað?) Er ekki langbest að þetta sé þannig allt gert fyrir okkur? Best að fá framtalið sent heim til staðfestingar og undirritunar og – búið. Þetta fyndist Víkverja ákjósan- legasta lausnin. Það er kannski af því að hann hefur ekki samið fram- talið sitt sjálfur undanfarin ár held- ur fengið til þess kunningja sinn úr stétt endurskoðenda. Víkverji játar að hann er nefnilega heldur latur að eðlisfari og gerir helst ekki það í dag sem hann getur fengið aðra til að gera fyrir sig á morgun. Það er mjög þægilegt. x x x GÖNGUSTÍGAR liggja víða umborgarlandið eins og kunnugt er og tengjast stígum í nágranna- bæjunum. Þetta net er sífellt að teygja sig lengra um höfuðborgar- svæðið og fjölmenni á þessum göngustígum er til vitnis um að menn kunna að meta þessar slóðir. Karlarnir viðra hundana sína og konurnar karlana og svo framvegis. Að vetrarlagi þegar dagur er stuttur er samt heldur dimmt á sumum stígunum. Þar sem þeir liggja yfirleitt aðeins utan við byggð ból eða spölkorn frá götum nær lýsing frá umhverfinu sjaldnast inn á þá. Stöku stígar eru upplýstir en væri ekki ráð að gera aðeins bet- ur í þessum efnum? Það myndi kannski auka enn á nýtingu stíg- anna á dimmasta árstímanum þótt arðsemi þeirra sé kannski ekki reiknuð svo stíft. x x x OG úr því búið er að nöldra máað lokum fagna aftur. Nú er það framtak borgarinnar við Tjörn- ina. Sem sagt að huga að skauta- færinu þar á þessum frostköldu dögum, bjóða upp á tónlist þannig að menn geti tekið skautavalsinn og hvaðeina sér og öðrum til ánægju. Þarna hafa borgaryfirvöld brugð- ist skjótt og skemmtilega við og íbúar kunnað að meta þennan gjörning. Ungir og aldnir hafa skellt sér á skauta og komið heim rjóðir og sællegir. Víkverji viður- kennir nokkra öfund í garð þeirra sem kunna þessa list. Hann reyndi ekki nema einu sinni fyrir sér á þessu sviði (reyndar fyrir áratug- um) með þeim árangri að það hefur ekki komist á dagskrá aftur. Það er kannski bara af því að þessi ber eru súr. UM daginn kom frétt frá breska lágfargjaldaflug- félaginu Go þar sem til- kynnt var að það hygðist ekki fljúga hingað til lands næsta sumar. Þar sem ég hef notið þjónustu hjá þessu ágæta flugfélagi vakti fréttin töluverða at- hygli af minni hálfu. Skýr- ing Go-manna á því að fljúga ekki hingað til lands var of há lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli. Það er sorgleg stað- reynd að hér á landi þrífst ekki virk samkeppni með nokkru móti. Ef einhver hyggur á samkeppni er hún kæfð niður um leið og færi gefst. Þetta á svo sannarlega við um flug- félagið Go og helsta keppi- naut þess hér á landi, Flugleiðir (Icelandair). Í þessu samhengi eru Flug- leiðir stóri bróðir og Go litli bróðir, og litli bróðir fær litlu framgengt. Með öðrum orðum: Flugleiðir veita flugþjónustu á Kefla- víkurflugvelli og eru nán- ast einráðar um þjónustu- verð. Ég álít þetta helstu ástæðu þess að flugfélagið Go ákvað að leggja af flug hingað til lands, þjónustu- gjöldin reyndust flugfélag- inu of þungur róður. Án efa kemur þetta Flugleið- um vel, en það sama er ekki hægt að segja um ís- lenska ferðalanga. Þetta kemur mjög niður á budd- unni hjá okkur sem eigum þann draum að fara á vit ævintýranna til fjarlægra landa. Við búum í yndis- legu landi, sem jafnframt er mjög einangrað, því höf- um við þörf fyrir að auka víðsýni okkar. Tilgangur minn með skrifum mínum í Velvak- anda Morgunblaðsins er ekki að rakka niður Flug- leiðir, síður en svo. Flug- leiðir eiga heiður skilinn fyrir ýmislegt, t.a.m. góð- an flugflota og gott starfs- fólk. Meginþráðurinn í skrifum mínum er frekar sá að ég aðhyllist heil- brigða samkeppni. Sam- keppni kemur öllum til góða, hún heldur uppi sanngjörnu verðlagi og viðheldur sjálfsgagnrýni meðal keppinauta. Öll fyr- irtæki þurfa aðhald og samkeppnin er besta tækið til að viðhalda því. Við vilj- um öll hafa valkosti í lífinu og það á einnig við um þjónustu í háloftunum. Það er von mín að stjórnvöld hér á landi geri erlendum flugfélögum kleift að fljúga hingað til lands án þess að þau þurfi að hörfa á brott vegna of hárra flugvallargjalda, hvort sem það er í formi lendingargjalda eða þjón- ustugjalda. Hvort sem það er flugfélagið Go, Ryanair eða annað lágfargjalda- flugfélag er óhætt að segja að allt er þetta mikil kjara- bót fyrir okkur sem búum hér heima á Fróni, þá sér í lagi lágtekjufólk. Þórður Þ. Sigurjónsson. Fáir NBA-leikir á lengjunni ÉG tippa oft á lengjuna um helgar. Mér finnst það skemmtilegt og spennandi. Mér finnst sérstaklega gaman að tippa á körfu- boltaleiki í NBA-deildinni í Bandaríkjunum. En því miður eru fáir leikir úr NBA-deildinni á lengjunni. Ég skora á Íslenskar getraunir að fjölga körfu- boltaleikjum úr NBA- deildinni, sem hægt er að tippa á, á lengjunni. 12 ára tippari. Að athuga sinn gang við ákeyrslu FYRIR stuttu lenti ég í ákeyrslu. Ég vildi kalla á lögreglu til að fá aðstoð við skýrslugerð en sá sem ég lenti í ákeyrslu við vildi að við gerðum skýrsluna sjálf, sem við gerðum, og skrif- aði ég undir. Þegar heim var komið og ég fór að at- huga skýrsluna nánar sá ég að það sem hinn aðilinn hafði skrifað í skýrsluna um orsakir ákeyrslunnar var ekki alveg rétt. Þegar ég reyndi að fá skýrslunni breytt hjá tryggingafélag- inu var mér sagt að þar sem ég hefði skrifað undir skýrsluna væri ekki hægt að breyta henni og sit ég uppi með að borga tjónið á bílnum mínum. Vil ég benda fólki á að athuga vel sinn gang áður en það skrifar undir svona skýrslu, fólk er oft ekki í nógu góðu jafnvægi eftir ákeyrslu til að skrifa undir skýrslur og getur lent illa í því eins og ég gerði. Ólöf Jónsdóttir. Tapað/fundið Dúnúlpa týndist SVÖRT Northland-dún- úlpa týndist í Laugardaln- um laugardaginn 2. feb. Skilvís finnandi vinsamleg- ast hafi samband við Sindra í síma 553 5516 eða 868 2226. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Icelandair, hvað svo?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.