Morgunblaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 13 TÓNLISTARKENNSLA á vegum Tónlistarskóla Kópa- vogs verður flutt í ríkara mæli inn í grunnskólana í bænum, þar sem um yngri nemendur er að ræða, gangi hugmyndir nefndar um stefnumörkun í tónlistar- kennslu eftir. Að sögn for- manns nefndarinnar er með þessu leitast við að færa tón- listarnám yngstu nemend- anna fram þannig að þeir geti notið kennslunnar fyrr á daginn en ella. Bæjarráð skipaði í nefnd- ina í haustbyrjun og segir Halla Halldórsdóttir, for- maður nefndarinnar, að að- dragandann megi rekja til þeirrar umræðu sem hefur orðið um að gera listnámi í skólum hærra undir höfði. „Við erum að horfa til þess að fá tónlistarkennslu fyrir yngri börnin meira út í skólana en er í dag þannig að fleirum verði gert kleift að fá forskólakennsluna. Sú kennsla getur verið á marg- an hátt og þarf ekki endilega að vera einstaklingskennsla heldur getur kennslan verið hluti af skólatímanum.“ Halla segir tilraunaverk- efni þar sem þetta er reynt í gangi í Kársnesskóla og í Salaskóla. „Þar er samvinna á milli tónlistarskólanna og skólanna sjálfra um að for- skólakennslan fari fram í grunnskólunum. Reykjanes- bær og Akureyri eru byrj- aðir með þetta og samkvæmt upplýsingum frá þeim hefur þetta gengið mjög vel þar.“ Verkefnið segir Halla ganga þannig fyrir sig að ráðinn er kennari sem er á vegum tónlistarskólans en er í grunnskólanum. Sá kennari sjái svo alfarið um tónlistar- og tónmenntakennsluna í skólanum. „Þarna er á ferð- inni samvinna milli tónlistar- skólans, skólans og foreldra. Það er gert ráð fyrir því að börnin fái ákveðna kennslu í tónmenntinni en foreldr- arnir þurfa að samþykkja að þeir tímar verði nýttir í flautuleik eða kórstarf eða hvað annað sem viðkomandi tónlistarkennari vill gera.“ Hún segir kennsluna fara meira fram í hópum en einkatímum og með þessu sé verið að kynna tónlistina fyr- ir yngstu börnunum. „Við viljum gera þeim grein fyrir því að tónlistin er ekki bara sjálfstæð grein heldur er hægt að nýta hana svo mikið. Leikfimin er ekkert skemmtileg nema tónlistin sé með, við notum hana meðan við erum að slaka á og líka meðan við erum að gera heimilisverkin svo eitthvað sé nefnt.“ Áhugasamir um leikskólana Halla segist hafa viðrað það við stjórn Tónlistarskól- ans hvort ekki sé áhugi fyrir því að tengja leikskólana við slíka tónlistarkennslu og undirtektirnar hafi verið góðar. „Við getum þess vegna farið út í fleiri list- greinar í framtíðinni,“ segir hún. Þá er að sögn Höllu stefnt að því að halda áfram verk- efninu „Tónlist fyrir alla“ sem hún segir hafa gefið góða raun. Það verkefni hafi upphaflega gengið út á að fara með heilu tónlist- arverkin inn í alla grunn- skólana en nú komi nem- endur úr skólunum í Salinn, tónleikahús Kópavogsbúa, á tónleika. Auk þess hafi verið reynt að nýta skólana sjálfa þar sem börnin dvelji þar í svo langan tíma yfir daginn. Loks sé verið að yfirfara hvernig nýta megi sem best það fjármagn sem bæjar- félagið leggur til tónlistar. Tónlistarkennslu inn í grunnskólana Morgunblaðið/Ásdís Nefnd um stefnumörkun tónlistarskólanna hefur áhuga á að færa tónlistarkennslu yngstu nemendanna inn í grunnskólana en hér er það Michael Pétur Máté, 8 ára blokkflautuleikari í Tónlistarskóla Kópavogs, sem nýtur leiðsagnar kennara síns, Kristínar Stefánsdóttur. Kópavogur NÝTT deiliskipulag Skip- holtsreits svokallaðs hefur verið auglýst. Meðal þess sem tillagan gerir ráð fyrir eru nýbyggingar á tveimur lóðum á horni Skipholts og Brautarholts og viðbygging- ar við eldri hús á reitnum. Reiturinn afmarkast af Brautarholti til norðurs og austurs, Skipholti til suðurs og Nóatúni til vesturs. Að sögn Margrétar Þormar, hverfisstjóra hjá skipulags- og byggingasviði Reykjavík- urborgar, er ástæðan fyrir því að ákveðið var að vinna nýtt deiliskipulag að reitn- um ósk um uppbyggingu á lóðunum númer 29 við Skip- holt og númer 30 við Braut- arholt. „Þetta er þar sem Brautarholt liggur í boga upp frá Skipholtinu og við vildum nota tækifærið til að skoða heildarsvip og yfir- bragð reitsins, með tilliti til bílastæða, bakbygginga og annars.“ Hún segir skipulagið frek- ar einfalt. „Við leggjum til ákveðna uppbyggingu á horninu á þessum tveimur lóðum sem eru óbyggðar. Við leyfum einnig viðbygg- ingar til suðurs við neðstu hæð eldri húsa þar sem það er nokkuð gott bil frá þeim að bílastæðum og gangstétt- inni. Þannig leyfum við þar ákveðna uppbyggingu en hún er mjög takmörkunum háð.“ Nýtingarhlutfall hækkar Margrét segir ekki fast- sett hversu háar nýbygging- arnar verða. „Þetta eru þrjár hæðir en við festum það ekki heldur gefum upp ákveðinn ramma sem hæðin þarf að falla innan. Svo er þetta í brekku þannig að hæðirnar geta stallast. Því er svolítið erfitt að segja af eða á um hversu margar hæðir verða þarna en þetta nokkurn veginn eins og önn- ur hús í þessari götu. Þau eru þrjár hæðir og ris og það er eiginlega verið að halda í það munstur.“ Með nýja deiliskipulaginu mun nýtingarhlutfall margra lóð- anna aukast nokkuð frá því sem áður var. Í gamla að- alskipulaginu var hámarks- nýtingarhlutfall 1,5 en sam- kvæmt skilmálum deiliskipu- lagsins er gert fyrir nýting- arhlutfalli allt að 2,0. Hvað varðar bílastæði, gerir tillagan ráð fyrir sama fjölda bílastæða við eldri byggingar og nú er. Skerðist þessi stæði, t.d. vegna við- bygginga, skal gera jafn- mörg stæði í staðinn á lóð- inni. Þá er gert ráð fyrir einu stæði á hverja 35 fer- metra við nýbyggingar. Hönnun skipulagsins var í höndum Arkitektastofunnar OÖ en hana reka arkitekt- arnir Ormar Þór Guðmunds- son og Örnólfur Hall. Hægt er að kynna sér tillöguna hjá skipulags- og bygginga- sviði Reykjavíkurborgar í Borgartúni 3 fram til 8. mars næstkomandi en þá rennur einnig út frestur til að gera athugasemdir við skipulagið. Athugasemdafrestur nýs deiliskipulags svokallaðs Skipholtsreits rennur út 8. mars Nýbyggingar á tveimur lóðum                                  Holt HAFIST verður handa við viðbyggingu Flataskóla í vor en gert er ráð fyrir að hægt verði að taka hluta hennar í notkun í ágúst á næsta ári. Áætlaður heildarkostnaður við bygginguna er 400 millj- ónir króna. Í frétt á heimasíðu Garða- bæjar kemur fram að stærð viðbyggingarinnar sé 2266 fermetrar. Í fyrsta áfanga verður öll byggingin reist og gengið frá henni að utan. Þá verður innréttuð efri hæð hússins, sem er stjórnunar- álma, þrjár kennslustofur og bókasafn fyrir utan önnur smærri rými. Auk þess verður tengt á milli gamla hússins og efri hæðarinnar með þeim breytingum sem því fylgir. Þá segir að í öðrum áfanga verði neðri hæð hússins inn- réttuð en þar eiga að koma meðal annars þrjár kennslu- stofur, tónlistarstofa, eldhús, matsalur og samkomusalur. Í kjölfarið er síðan gert ráð fyr- ir framkvæmdum við breyt- ingar á eldra húsnæði húss- ins. Framkvæmdir eiga að hefj- ast í vor og verður þá boðin út jarðvinna, sökklar og neðsta plata. Í haust verður síðan hafist handa við að reisa húsið og er áætlað að framkvæmd- um við það og innréttingu efri hæðarinnar ljúki í ágúst 2003. Innréttingu neðri hæðarinnar lýkur síðan ári síðar eða 2004. Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdirnar er rúm- ar 400 milljónir króna en kostnaður við fyrstu tvo áfangana er tæplega 300 milljónir. Hönnuður viðbyggingar- innar er Einar Ingimarsson. Kynningarfundur fyrirhugaður Á fundi bæjarráðs í síðustu viku var lagt fram bréf for- eldra þar sem skorað er á bæjarstjórn að áfangaskipta ekki fyrirhugaðri viðbygg- ingu við skólann heldur að haldið verði í upprunanlega áætlun um að ljúka bygging- unni á haustmánuðum 2003. Segir að áfangaskipting skólabyggingarinnar sé ekki viðunandi lausn, hvorki fyrir nemendur né kennara. Í svar- bréfi bæjarins eru tíundaðar áætlanir bæjaryfirvalda um framkvæmdir við skólann og upplýst að fyrirhugað sé að halda kynningarfund í Flata- skóla fyrir foreldra barna í skólanum. Tölvuteikning af viðbyggingunni sem verður 2.266 fermetrar að stærð. Viðbygging við Flataskóla tekin í notkun á næsta ári Framkvæmdir hefjast í vor Garðabær SAMNINGUR um ritun sögu Mosfellsbæjar var und- irritaður á mánudag en bæj- aryfirvöld hafa fengið tvo staðkunna menn til verksins. Áætlað er að lokið verði við handrit fyrir 1. júlí árið 2004. Það eru þeir Bjarki Bjarnason og Magnús Guð- mundsson sem munu rita söguna en í minnisblaði bæj- arstjóra segir að þeir hafi yf- irburðaþekkingu á sögu sveitarinnar. Báðir hafi búið í bæjarfélaginu um langa hríð og verið virkir þátttak- endur í Sögufélagi bæjarins. Í samningnum er kveðið á um að verkið skuli vera um 400 síður og taki til sögu bæjarins frá landnámi til vorra daga. Verktaka- greiðslur vegna samningsins verða um 9 milljónir á því 30 mánaða tímabili sem vinna á verkið. Þá kemur fram í minnis- blaði bæjarstjóra að gert sé ráð fyrir að höfundar full- vinni kennsluleiðbeiningar sem nýta má við kennslu í skólum bæjarins til viðbótar við söguverkið. Bjarki Bjarnason, Jóhann Sigurjónsson bæjarstjóri og Magnús Guðmundsson undirrita samninginn. Saga bæjarins rituð Mosfellsbær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.