Morgunblaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 27 SAMSKIPTI og sambandríkis og kirkju hafa veriðtil umræðu með margvís-legum hætti upp á síðkast- ið. Sú umræða er þörf en þó virðist oft á vanta að tillit sé tekið til stað- reynda þeirrar þúsund ára sögu sem þetta samband á sér, né stöðu mála nú. Vil ég því velta upp nokkrum atriðum í ljósi umræðunnar. Ríkisvaldið á Ís- landi lætur sig trú og sið þjóðarinnar varða, setur um það lög og stuðlar að því að landsmenn geti iðkað trú sína og ræktað sið- inn. Hér höfum við bú- ið við fyrirkomulag sem að meira eða minna leyti er sameig- inlegt Norðurlöndun- um öllum. Það er eng- in ríkiskirkja á Íslandi og hugtakafölsun að tala um að hér sé ríkisrekin kirkja. En hér er þjóð- kirkja samkvæmt stjórnarskrá, þjóðkirkja sem nýtur verndar, en ber skyldur að lögum. Hinn 1. jan- úar 1998 tóku gildi núgildandi lög sem ákvarða sjálfstæði þjóðkirkj- unnar og frelsi. Þar segir að „Ís- lenska þjóðkirkjan er sjálfstætt trú- félag á evangelisk-lútherskum grunni“. Líf og starf kirkjunnar á Íslandi hefur tekið miklum breytingum um þúsund ár. En meginþráðurinn hef- ur verið órofinn gegnum allar svipt- ingar og umbyltingar. Það er boðun fagnaðarerindis Jesú Krists, bæn, boðun og þjónusta. Skipulag og starfshættir hafa tekið breytingum, samskipti ríkisvalds og kirkju hafa verið með ýmsu móti, fjárhagur kirkna og safnaða margvíslegur, en hér hefur alltaf verið til staðar kirkja sem þjónað hefur þjóðinni allri, kirkja á grundvelli postulanna og almennrar kirkju sem séð hefur það sem hlutverk sitt að þjóna þjóð- inni allri um land allt. Þjóð og kirkja Umræðan um aðskilnað ríkis og kirkju er eðlileg í ljósi þeirra öru breytinga sem eru á hugmyndum okkar um hlutverk ríkisvaldsins og stöðu þjóðríkisins. Ég fagna þeirri umræðu. En ég vil benda á að þessi spurning er ekki eins einföld og margir álíta. Oft er höfðað til jafn- ræðis og mannréttinda í þessu sam- bandi og því slegið föstu að tilvera þjóðkirkju samrýmist ekki hug- myndum okkar um trúfrelsi. Það er reyndar leitun að ríki sem viður- kennir algjört jafnræði í trú og sið. Ríkisvald hlýtur að láta sig trú og sið varða vegna þess að hvort tveggja er meginstoð lífsgilda sam- félagsins, laga og réttar. Samband ríkis og kirkju er hér á landi í svipuðu fari og á hinum Norðurlöndunum. Það er umhugs- unarvert að óvíða í veröldinni er lýð- ræði, frelsi og mannréttindi virkara en einmitt í þessum löndum, hvergi er trúfrelsi og skoðanafrelsi meir í hávegum haft. Ég held að það sé engin tilviljun. Undanfarið hafa stjórnvöld á hinum Norðurlöndun- um sem og ríkisstjórn Tony Blair á Bretlandi litið til þjóðkirknanna um stuðning við stjórnvöld við að efla nærsamfélag fólks, samábyrgð og hefðarfestu andspænis ágengni fjöl- hyggju og hnattvæðingar. Norsk og dönsk stjórnvöld hafa á umliðnum árum hækkað umtalsvert fjárfram- lög til þjóðkirkna sinna til að fjölga stöðugildum presta og styrkja stöðu kirknanna vegna þeirrar mikilvægu þjónustu sem kirkjurnar veita sam- félaginu. Aðskilnaður Rúmlega 53% landsmanna telja sig hlynnta aðskilnaði ríkis og kirkju, skv. skoðanakönnun Gallups á sl. hausti. Ekki kemur að öðru leyti fram hvað menn vilja sjá koma í staðinn. Á sama tíma er augljóst að almenningur í landinu heldur tryggð við þjóðkirkjuna og kallar eftir þjónustu hennar. Hvað merkir annars aðskilnaður ríkis og kirkju? Ýmsir benda á fjárhagshliðina og sparnað skattgreiðenda. Þar er bent á að fjármunir til trúmála fara um hendur ríkisvalds- ins, umtalsverðir fjár- munir vissulega. Fyrr- verandi kirkjumála- ráðherra, Þorsteinn Pálsson, sagði að sú upphæð væri ámóta og árleg pizzusala í Reykjavík! Því er haldið fram að rétt væri að trúfélög og sóknir þjóðkirkjunnar innheimti sín með- limagjöld sjálf án at- beina og aðstoðar rík- isins og ríkið hætti að greiða þjóðkirkju- prestum laun. En hvað þá? Og hvað býr á bak við núverandi fyrirkomulag í þess- um efnum? Á okkar öld hefur lagasetning æ meir miðað að því að aðskilja ríki og kirkju hvað varðar stjórnun og fjár- mál. Kirkjulögin, sem gengu í gildi í ársbyrjun 1998, marka hér gagnger tímamót. Samingur milli ríkis og kirkju um fjármál þjóðkirkjunnar var gerður í kjölfarið og staðfestir að þjóðkirkjan beri ábyrgð á fjár- málum sínum. Frá öndverðu og allt fram á 20. öld var kirkjan á Íslandi fjárhags- lega sjálfstæð, og stóðu jarðeignir og margvísleg gjöld og hlunnindi á grundvelli tíundarlaganna 1097 undir allri þjónustu hennar og launakostnaði. Þetta stóð meir og minna óhaggað til 1907. Þá yfirtók ríkisvaldið umsjá kirkjujarða og skyldi afgjald þeirra renna í svo- nefndan Prestslaunasjóð sem skyldi standa undir launum presta. Sam- tímis var prestsembættum fækkað umtalsvert. Þetta fyrirkomulag var síðan staðfest með áðurnefndum samningum milli ríkis og kirkju um kirkjujarðir. Laun presta, biskupa og starfsliðs á biskupsstofu eru samkvæmt því samkomulagi arð- greiðslur af kirkjujörðum. Sé það dæmi reiknað er ljóst að það er býsna lág arðgreiðsla. Þetta gleym- ist oft í umræðunni um aðskilnað ríkis og kirkju og þá jafnframt er því látið ósvarað hvernig menn hugsa sér að gera upp þessa reikn- inga ef efnt yrði til aðskilnaðar. Sóknargjöldin Í byrjun 20. aldar var aragrúi lög- boðinna tolla og gjalda og leigu- tekna sem sóknarkirkjur innheimtu til prests og kirkju afnumin og sett- ur var nefskattur, svonefnt sóknar- gjald. Síðar tók hið opinbera að sér að innheimta sóknargjöldin. Lengst af var þeim gjöldum þó haldið svo lágum að sóknum og söfnuðum var gert afar erfitt fyrir um að sinna verkefnum sínum. Á því var fyrst gerð bragarbót fyrir rúmum áratug með lögum um sóknargjöld 1985 sem afnam nefskattinn en tengdi sóknargjöldin við skattstofn. Sú lagasetning var ávöxtur samninga milli ríkis og kirkju og var tilkomin vegna staðgreiðslunnar. Sóknar- gjöld sem ríkið stendur skil á eru enn sem fyrr meðlimagjöld. Sókn- argjöld eru innheimt fyrir öll löggilt trúfélög í landinu og þar sitja allir við sama borð í þeim efnum á grundvelli trúfélagaskráningar. Þeir sem utan trúfélaga standa gjalda tilsvarandi til Háskóla Ís- lands. Þar með hefur löggjafinn vilj- að koma í veg fyrir að fólk skrái sig utan trúfélaga í ábataskyni. Þetta hefur verið gagnrýnt. Ég skal ekki dæma um það. En ég fullyrði að inn- heimta sóknargjalda gegnum skattakerfið, gjalda sem ganga til allra löggiltra trúfélaga, stuðli að réttlæti og jafnræði. Ég er líka sannfærður um það að verði inn- heimta sóknargjalda felld niður þá myndu hinir sterku og ríku halda velli, svo og þeir söfnuðir sem nytu styrkja af erlendum trúboðum. Fjölmargar þjóðkirkjusóknir færu illa út úr því, sérstaklega kirkjan í dreifbýlinu og umsjá hinna 200 frið- uðu helgidóma og margvíslegu menningarverðmæta sem hún hef- ur með höndum. Þjóðkirkjan hefur skyldum að gegna Þjóðkirkjan hefur skyldum að gegna í íslensku samfélagi og þeim skyldum vill hún ekki bregðast. Hún ber þá frumskyldu að boða Krist og fagnaðarerindi hans, sem er dýrmætasti grundvöllur heil- brigðs mannlífs og samfélags sem völ er á. Það er boðskapur og gilda- grunnur sem stuðlað hefur að frelsi og mannúð, virðingu fyrir mann- eskjunni, lotningu fyrir lífinu. Bæn, boðun og þjónusta kirkjunnar hefur um aldir verið iðkuð á vettvangi þjóðlífsins, tengd atburðum í lífi einstaklinga, fjölskyldna, sam- félags, byggð upp um helga staði og helgar athafnir sem signt hafa líf og land og hús og hjörtu fólksins. Svo er enn. Þjóðkirkjan er skuldbundin þeirri hefð og sögu. Þjóðkirkjan er og skuldbundin forsendum trúfrels- is og mannréttinda, vill stuðla að skilningi milli trúarbragða og sam- vinnu kristinna trúfélaga innan lands og utan. En þjóðkirkjan ber sérstakar skyldur við íslenskt sam- félag. Hún hefur verið ráðsmaður okkar andlega arfs og gegnir enn mikilvægu hlutverki fyrir menn- ingu og andlegt líf þjóðarinnar og sinnir margvíslegri þjónustu til hagsbóta fyrir almenning. Hið þétta og víðtæka samfélagsnet sem þjóð- kirkjan myndar í íslensku þjóð- félagi mótar þjóðarvefinn og menn- inguna meir en okkur er alla jafna ljóst og uppeldishlutverk kirkjunn- ar og andleg leiðsögn er þjóðinni mikilvægara nú en nokkru sinni. Umræðan Því er oft haldið fram aðskilnaður ríkis og kirkju sé sanngirnismál, réttlætismál og pólitísk nauðsyn í ljósi kröfu samtímans. Samt horfum við upp á að með vaxandi hnattvæð- ingu hefur mikilvægi rótanna auk- ist, þjóðmenningar, tungumáls, sögu og hefða. Þar gegnir trúin gjarna lykilhlutverki í miðlun hefð- anna og viðhaldi siðarins. Ég tel að ríki og kirkja hafi bæði mikilla hags- muna að gæta í þessum efnum. Átrúnaður landsmanna er grund- vallarþáttur í þjóðaruppeldi og sið. Sú iðkun og uppeldi sem þjóðkirkj- an stendur fyrir stuðlar að sam- ábyrgð og samstöðu, styrkir nær- samfélagið til sjávar og sveita, miðlar reynsluarfi og grundvallar- gildum milli kynslóðanna og varð- veitir samhengi trúar og siðar, máls og listar. Afnám ákvæða stjórnarskrárinn- ar og löggjafar um þjóðkirkjuna hlýtur þá að kalla á svör við grund- vallarspurningum um siðagrundvöll íslensks samfélags og áhrif trúar- innar innan þess. Það er miður hve margt í þessari mikilvægu umræðu ber vitni um fá- fræði og fordóma í garð trúar. Virð- ingarleysi við trú og helgar tilfinn- ingar er engum til sóma. Trú er afl í lífi einstaklinga og þjóða. Afl sem auðvelt er að afvegaleiða og mis- beita. Vanrækt trú og bæld trú verður oft eldsneyti fyrir ofstækis- menn. Mörg dæmi má sjá um slíkt. Hin opna og rúmgóða þjóðkirkja á Íslandi hefur staðið vörð um heil- brigt trúaruppeldi, opna og frjálsa hugsun, virðingu fyrir fólki, um- burðarlyndi og jafnrétti. Hún vill rjúfa helsi, helsi fáfræði og for- dóma, og stuðla að frelsi trúar, frelsi lífs og anda einstaklinga og al- þjóða. Karl Sigurbjörnsson Höfundur er biskup Íslands. Virðingarleysi við trú og helgar tilfinningar er engum til sóma, seg- ir Karl Sigurbjörnsson. Trú er afl í lífi ein- staklinga og þjóða. Trúfrelsi, þjóð og kirkja Trú magntolla g papriku ð til neyt- reiðslur til á þessar mkeppnis- gagnvart ar eiga að óna á ári, í dag, sem eitt magn n ársins. dverði 81 tum sem miðað við áætlað magn í dag. Af agúrkum yrðu greiddar 74 milljónir í bein- greiðslur á ári sem svar- ar til 73 kr./kg. Tómatar og agúrkur gætu lækkað um allt að 50% að mati nefndarinnar. Bein- greiðslur vegna papriku gætu orðið 40 milljónir á ári sem svarar til 190 kr. á hvert framleitt kíló. Nefndin telur að paprik- an gæti lækkað í verði um 50–55% til neytenda. Allir framleiðendur munu eiga rétt á beingreiðslum, þó aðeins þeir árin 2002 og 2003 sem voru að framleiða tómata, agúrk- ur eða papriku árið 2001. Áætlaður kostnaður ríkissjóðs vegna niður- greiddrar raforku til lýs- ingar í gróðurhúsum og styrkja til lýsingarbúnað- ar er 30 til 35 milljónir á ári. Rafmagnið á að vera sambærilegt og t.d. í Noregi og Kanada og styrkirnir eiga að nema um 30% af kostnaði að hámarki, þó ekki umfram tiltekna fjárhæð á hvern fermetra. Styrkja á úreldingu á gróðurhúsum sem hafa verið í framleiðslu síðast- liðin 2 ár, allt að 30 millj- ónir á ári í fimm ár sam- kvæmt þartilgerðum reglum. Styrkurinn nem- ur 5 þúsund kr. á hvern fermetra. Þá á að veita 25 millj- ónir á ári í framlög úr ríkissjóði til kynninga-, rannsókna-, þróun- ar og endurmenntunarverkefna í ylrækt og garðrækt, svo efla megi samkeppnishæfni greinar- innar. Sambandi garðyrkjubænda er ætlað að ráðstafa þessum fjár- munum og setja í forgang verk- efni vegna rekstrarhagræðingar, ræktunartækni og endurmennt- unar bænda. Sem fyrr segir á að efla verð- lagseftirlit með grænmeti og ávöxtum í víðtæku samstarfi hagsmunaaðila. Markmiðið er að tryggja tilgang fyrrgreindra til- lagna nefndarinnar. Fylgjast á með smásöluálagningu grænmetis og ávaxta, heildsölu- og dreifing- arkostnaði og skilaverði til bænda. Kynnt fyrir garðyrkjubændum í gær Landbúnaðarráðherra skipaði nefndina í apríl sl. og var henni ætlað að meta starfsskilyrði í greininni, álagningu tolla og verð- myndun á gróðurhúsaafurðum og garðávöxtum við framleiðslu, heildsölu og smásölu. Ennfremur var nefndinni ætlað að gera til- lögur til ráðherra um það hvernig tryggja megi framleiðslumögu- leika íslenskrar garðyrkju og lækka verð á grænmeti og ávöxt- um til neytenda. Nefndin skilaði áfangatillögum sl. vor um afnám tolla af grænmeti sem ekki er framleitt hér á landi. Lokatillög- urnar eru því talsvert ítarlegri. Í Morgunblaðinu í desember sl. var svo greint frá helstu atriðum lokatillagnanna. Í nefndinni sátu Ari Edwald frá Samtökum atvinnulífsins, Elín Björg Jónsdóttir frá BSRB, Kjartan Ólafsson frá Sambandi garðyrkjubænda, Kristján Braga- son frá ASÍ, Sigurgeir Þor- geirsson frá Bændasamtökunum, Ólafur Friðriksson frá land- búnaðarráðuneytinu og Guð- mundur Sigþórsson, skrifstofu- stjóri í ráðuneytinu, var formaður nefndarinnar, sem alls hélt 26 formlega fundi og fjölda óform- legra funda. Kjartan Ólafsson, formaður Sambands garðyrkjubænda og þingmaður, kynnti tillögurnar fyrir bændum á Hótel Örk í Hveragerði síðdegis í gær, ásamt landbúnaðarráðherra. Í samtali við Morgunblaðið átti hann ekki von á öðru en að garðyrkjubænd- ur myndu samþykkja tillögurnar. Þær hefðu áður fengið lítilsháttar kynningu meðal framleiðenda. „Grænmetisbændur hafa mjög horft til þess að kerfinu verði breytt. Miklu skiptir hvernig framkvæmdin verður. Með góðri sátt milli aðila vinnumarkaðarins, neytenda og bænda þá gætum við komist að þeim endamörkum að garðyrkjubændur hér geti tækni- væðst enn meira. Þannig ætti varan að vera framleidd á ódýrari hátt en verið hefur,“ sagði Kjart- an sem lagði einnig ríka áherslu á að hér væri ekki verið að tala um stuðning í formi kvóta sem bænd- ur gætu verslað með fram og til baka. Þetta væru fyrst og fremst styrkir til að jafna samkeppnis- stöðu framleiðenda og hæfni þeirra til að bjóða neytendum upp á gæðavöru á hagstæðum kjörum. Greinin væri öllum opin en eflaust myndu einhverjir framleiðendur draga sig í hlé. Rúmast innan skuldbindinga GATT-samningsins Guðmundur B. Helgason, ráðu- neytisstjóri í landbúnaðarráðu- neytinu, sagði við Morgunblaðið að tillögur nefndarinnar rúmuð- ust innan skuldbindinga sem Ís- land hefur tekið á sig í GATT- samningunum og þess þaks sem Alþjóðaviðskiptastofnunin (WTO) setti um framleiðslutengdan stuðning við landbúnað. Þetta hefði verið kannað sérstaklega af nefndinni. „Aðgerðin rúmast innan okkar skuldbindinga en komi að því á einhverjum tímapunkti að hún geri það ekki þá þurfa stjórnvöld að skoða málið í heild sinni að nýju,“ sagði Guðmundur. tillögum til landbúnaðarráðherra meti til neyt- kað um 15% dbúnaðarráðherra tisnefndarinnar í n vonast til að þær upphlaup sem að eftir 15. mars ár llar hafa hækkað verðið. Morgunblaðið/Ásdís naði. Kostnaður: 30-35 milljónir á ári. kir boðnir til úreldingar á gróðurhúsum sem verið í framleiðslu sl. tvö ár. Kostnaður: 30 ónir árlega í fimm ár. mlög veitt úr ríkissjóði til kynningar-, rann- a-, þróunar- og endurmenntunarverkefna í kt og garðrækt. Kostnaður: 25 milljónir á nlán til garðyrkju endurskoðuð, fjármögnun ra og stærðarmörk. tt til öflugs verðlagseftirlits með samstarfi da, verkalýðshreyfingarinnar, vinnuveitenda jórnvalda. Kostnaði skipt á milli aðila. Morgunblaðið/RAX ræða um í lok fundarins. ar sjö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.