Morgunblaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra segir að vinna við endur- skoðunarfrumvarpið um stjórn fisk- veiða gangi vel og það verði lagt fyrir ríkisstjórn og þingflokka á næst- unni. Endurskoðunarnefnd um stjórn fiskveiða skilaði tillögum sínum til sjávarútvegsráðherra í lok septem- ber sem leið og hugðist Árni M. Mathiesen leggja fram nýtt frum- varp um stjórn fiskveiða fyrir jóla- leyfi. Hann sagði á Alþingi í desem- ber að vegna anna hefði það ekki tekist en það ætti að geta verið kom- ið til þingflokkanna fyrir upphaf þings að loknu jólahléi. Árni M. Mathiesen segir að verið sé að fínpússa frumvarpið. Ýmis tæknileg mál hafi tekið lengri tíma en gert hafi verið ráð fyrir en þau séu leyst og frumvarpið verði lagt fyrir ríkisstjórn innan skamms. Frumvarp á næstunni Fiskveiðistjórn BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær að veita samtökunum Samhjálp heimild til að hefja und- irbúning að opnun heimilis fyrir heimilislausa í borginni. Heimilið verður staðsett í húsnæði á Miklubraut 20 og er gert ráð fyrir níu rúmum í húsinu. Að sögn Helga Hjörvars, forseta borgar- stjórnar Reykjavíkur, er miðað við að heimilið verði opnað með vorinu. Áætlaður rekstrarkostnaður við heimilið er rúmlega 20 milljónir kr. á ári en miðað er við að íbúar greiði ákveðna leigu á mánuði. Stofnkostnaður er áætlaður um 3 millj. króna. Í fréttatilkynningu frá Reykja- víkurborg segir að heimilið verði fyrst og fremst ætlað þeim mönn- um sem lengst hafi gist í Gisti- skýlinu við Þingholtsstræti án þess að hægt hafi verið að útvega þeim annan samastað. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins gista að jafnaði fimmtán manns í Gisti- skýlinu. Ekki náðist í forstöðumann Samhjálpar í gær en Grímur Atla- son, verkefnisstjóri hjá Fé- lagsþjónustunni í Reykjavík, upp- lýsir að um sextíu manns búi á götunni á hverjum tíma. Að sögn Helga Hjörvar er einnig í bígerð að opna annað gistiskýli sambæri- legt við Gistiskýlið við Þingholts- stræti sem og annað heimili fyrir heimilislausa þegar fram í sækir. Heimili fyrir heimilislausa UM 13 til 14% lækkun hefur orðið á verði svína- kjöts til svínabænda frá áramótum vegna aukins framboðs en svínabændur eru bjartsýnir á að góð sala haldi áfram og hún hafi áhrif á rauðu strikin. Kristinn Gylfi Jónsson, formaður Svínaræktar- félags Íslands, segir að miðað við það verð sem bændur hafi fengið greitt frá sláturleyfishöfum og markaðnum í desember hafi orðið tæplega 14% verðlækkun frá áramótum. Eftir jólavertíðina hafi reyndar alltaf verið verðlækkun á svínakjöti, en hún sé mun meiri nú en oft áður vegna aukins framboðs á svínakjöti, og neytendur njóti góðs af. „Við svínabændur svínvirkum,“ segir hann og vísar til fjölda tilboða á svínakjöti í verslunum og áhrifa sölunnar á neysluverðsvísitöluna. Að sögn Kristins Gylfa Jónssonar voru framleidd rúm 5.200 tonn af svínakjöti í fyrra en þá var 10% framleiðsluaukning frá fyrra ári og aukningin haldi áfram á sömu nót- um í ár. Öll framleiðsla hafi selst, en til að koma auknu magni inn á markaðinn þurfi að slá af verði tíma- bundið og það hafi verið gert. Ekki sé skráð op- inber verðlagning á svínakjöti og ekki hafi mátt gefa út viðmiðunarverð í átta ár. Því sé ekki um það að ræða að svínabændur taki einsleita ákvörðun um að lækka verðið. Hins vegar finni stórir kaup- endur á markaðnum að til að koma út kjöti þurfi að lækka verðið og frá áramótum hafi orðið tvær verð- lækkanir, önnur um áramótin og hin 1. febrúar. Salan hafi verið góð og ástæða sé til að ætla að framhald verði á. Kristinn Gylfi Jónsson segir að framleiðsluaukn- ing á svínakjöti sé fyrirsjáanleg næstu tvö árin en verðið geti sveiflast upp og niður og í fyrra hafi verðið hækkað vegna hækkunar á fóðurkostnaði og öðrum tilkostnaði. Hins vegar hafi verðið alla tíð fyrst og fremst ráðist af framboði og eftirspurn. Hann segir að 1984 hafi neysla svínakjöts verið 11% af heildarkjötmarkaðnum en væri nú 27%. „Markaður fyrir svínakjöt hefur stækkað gífurlega mikið og við teljum að verðlækkunin á svínakjöti hjálpi til varðandi neysluverðsvísitöluna.“ Um 14% verðlækkun til framleiðenda svínakjöts ÞORGEIR Pálsson flugmálastjóri segir að sú nið- urstaða nefndar, sem gerði úttekt á störfum trún- aðarlæknis Flugmálastjórnar, að óheimilt hafi ver- ið að setja takmarkanir í flugskírteini Árna G. Sigurðssonar flugmanns hafi komið sér á óvart. Flugmálastjórn muni hins vegar taka fullt mark á þessari gagnrýni nefndarinnar. Hann segir ekki tímabært að svara því hvort Þengill Oddsson komi aftur til starfa. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra kynnti í fyrradag niðurstöðu úttektarnefndarinnar. Ráð- herra sagði við það tækifæri að skýrslan fæli í sér alvarlega áminningu um að stjórnsýslu Flugmála- stjórnar hefði verið áfátt við útgáfu heilbrigðisvott- orðs og flugskírteinis flugmannsins. Tökum fullt mark á gagnrýninni Þorgeir sagði að Flugmálastjórn hefði ekki lokið að fara yfir skýrslu úttektarnefndarinnar. „Við fór- um yfir skýrsluna á fundi með samgönguráðherra í morgun [gærmorgun]. Það er ljóst að við munum taka ákvarðanir í framhaldinu um fyrirkomulag mála hjá Flugmálastjórn.“ Þorgeir var spurður hvort hann teldi að skýrslan fæli í sér alvarlegan áfellisdóm yfir Flugmála- stjórn. „Í skýrslunni er gerð alvarleg athugasemd við það hvernig staðið var að því að setja takmarkanir inn í flugskírteini flugmannsins. Það var gert af varfærnisástæðum með flugöryggi að leiðarljósi, en gerði flugmanninum jafnframt fært að neyta sinna réttinda sem hann gerði. Það má segja að það hafi komið okkur á óvart að nefndin skyldi komast að þeirri niðurstöðu að þetta væri ekki heimilt en við tökum fullt mark á henni. Okkur finnast hins vegar mikilsverðar og athygl- isverðar upplýsingar koma fram í skýrslu nefnd- arinnar sem í sjálfu sér hefði verið gott að hefðu legið fyrir fyrr eins og um stöðu áfrýjun- arnefndarinnar og að það hefði verið eðlilegt að það hefði verið samráð milli aðila og jafnvel að það hefði komið til greina að endurskoða niðurstöður nefnd- arinnar. Eins er eftirtektarvert að nánast allar þær reglur og leiðbeiningarefni sem kemur frá Flug- öryggisamtökum Evrópu hefur gildi hér á landi við úrlausn mála af þessum toga,“ sagði Þorgeir. Þorgeir sagðist ekki geta svarað því á þessu stigi hvort Þengill Oddsson tæki aftur við starfi trún- aðarlæknis Flugmálastjórnar. Það væri í skoðun. Í Morgunblaðinu í gær lýsti Atli Gíslason, lög- maður flugmannsins, því yfir fyrir hönd Félags ís- lenskra atvinnuflugmanna, að félagið myndi ekki sætta sig við að Þengill kæmi aftur til starfa. Þor- geir sagði að þessi ummæli kæmu sér ekki á óvart. Þessi sjónarmið hefðu komið skýrt fram fyrir jól þegar lögmaðurinn hefði fyrir hönd FÍA lýst yfir trúnaðarbresti milli aðila. Þorgeir sagði í sambandi við mál flugmannsins að nauðsynlegt væri að fram kæmi að trúnaðar- læknir Flugmálastjórnar hefði gefið út heilbrigð- isvottorð til handa flugmanninum í júní á síðasta ári og hann hefði á grundvelli þess stundað sína at- vinnu sem flugmaður fram í desember ef undan væru skildar tvær vikur. Eftir að heilbrigðisvottorð flugmannsins rann úr gildi var Jóni Þór Sverrissyni fluglækni falið að skoða mál flugmannsins. Ekki verður gefið út nýtt vottorð til handa flugmanninum fyrr en Jón Þór hefur lokið skoðun sinni. Framtíð Þengils hjá Flugmálastjórn óráðin ÞEGAR dagarnir heilsa mann- fólkinu með froststillum, þurr- viðri og glampandi sólskini, búa starfsmenn bílaþvottastöðva sig undir mikið annríki. Biðraðir myndast fyrir utan þvottastöðv- arnar á skammri stundu og sumir taka með sér bók að lesa til að drepa tímann á meðan beðið er eftir löðrinu. Sumum þykir biðin fram úr hófi löng og steinsofna við stýrið eins og bifreiðaeigand- inn, sem beið eftir langþráðu bílabaði í gær. Hafi hann dreymt bílabað má telja hann berdreym- inn í meira lagi. Draum- urinn um bílabað Morgunblaðið/Golli Kjörstaðir verða annars eftirfar- andi: Í Ráðhúsi Reykjavíkur, en kjör- svæðið nær til svæðisins vestan og norðan við Hringbraut og Snorra- braut. Í Hagaskóla en kjörsvæðið nær til svæðisins sunnan Hringbraut- ar. Á Kjarvalsstöðum en kjörsvæðið er milli Snorrabrautar og Kringlu- mýrarbrautar. Í Laugardalshöll en kjörsvæðið nær frá Kringlumýrar- braut norðan Miklubrautar. Í Breiða- gerðisskóla en kjörsvæðið nær frá Kringlumýrarbraut sunnan Miklu- brautar. Í Ölduselsskóla, en kjör- svæðið nær til Seljahverfis að Breið- holtsbraut og Reykjanesbrautar að mörkum Kópavogs. Í Íþróttamiðstöð- inni við Austurberg en kjörsvæðið nær til Hóla-, Fella- og Breiðholts- hverfis, milli Breiðholtsbrautar, Elliðaáa og Reykjanesbrautar. Í Ár- bæjarskóla en kjörsvæðið nær til Grafarholts, Seláss, Árbæjarhverfis og Ártúnsholts. Í Íþróttamiðstöð Grafarvogs en kjörsvæðið er suður- hverfi Grafarvogs að Elliðaám, þ.m.t. Bryggjuhverfi. Í Borgaskóla en kjör- svæðið nær til norðurhverfis Grafar- vogs. Og að síðustu verður kjörstaður á Kjalarnesi þar sem kjörsvæðið nær til íbúa Kjalarness. Kjörstöðum fjölgar um tvo BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær þá kjörstaði sem notast verður við í borgarstjórnarkosningunum hinn 25. maí nk. Er gert ráð fyrir því að kjörstöðum fjölgi um tvo frá síðustu kosningum. Þannig er gert ráð fyrir nýj- um kjörstað í Grafarvogi, m.a. vegna fjölgunar í hverfinu, en einnig er gert ráð fyrir því að kjörstaður verði í Ráðhúsi Reykjavíkur til að létta á kjörstöð- unum í Hagaskóla og á Kjarvalsstöðum. Fjölmennasti kjörstaðurinn verður kjörstaðurinn í Laugardalshöll sem nær til rúmlega 16 þúsund íbúa Reykja- víkur. Næstfjölmennasti kjörstaðurinn verður í Íþróttamiðstöðinni við Aust- urberg með ríflega þrettán þúsund íbúa. ♦ ♦ ♦ SVEITARFÉLÖGUM í landinu gæti fækkað enn frekar áður en til kosninga kemur í lok maí næst- komandi, að því er fram kemur á kosningavef félagsmálaráðuneytis- ins. Tvær atkvæðagreiðslur um sameiningu hafa verið ákveðnar í næsta mánuði og tvær til viðbótar eru fyrirhugaðar. Hinn 9. mars nk. á að fara fram atkvæðagreiðsla um sameiningu Húsavíkurkaupstaðar og Reykja- hrepps í eitt sveitarfélag og viku síðar fer fram samskonar kosning um samruna Ásahrepps, Djúpár- hrepps, Holta- og Landsveitar og Rangárvallahrepps í eitt. Einnig eru líkur á að kosið verði um sameiningu Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Saurbæjar- hrepps hinn 9. mars og 16. mars um sameiningu Hraungerðis- hrepps og Sveitarfélagsins Ár- borgar. Munu þau mál skýrast á næstunni. Kosið um fleiri sameiningar Fækkun sveitarfélaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.