Morgunblaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ DELTA hf. er með í athugun að setja á fót sérstaka innkaupaskrif- stofu á Indlandi, hugsanlega á þessu ári. Markmiðið er að vera sem næst þeim markaði þar sem stór hluti hráefnisins til lyfjafram- leiðslu fyrirtækisins er framleiddur. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Róberts Wessman, forstjóra Delta, á kynningarfundi sem Bún- aðarbankinn Verðbréf stóð fyrir í gær fyrir aðila á fjármálamarkaði vegna fyrirhugaðrar sameiningar Delta og Omega Farma, sem stjórnir félaganna samþykktu í fyrradag. Róbert sagði jafnframt að vonir stæðu til að samningar næðust um sölu á fyrsta lyfi Delta á Banda- ríkjamarkaði á þessu ári. Einnig sé stefnt að því að sækja lengra inn á markaði í Evrópu í ár, og nefndi hann sérstaklega Skandinavíu og Austur-Evrópu í því sambandi. Hann sagði vöxt Delta ekki háðan þróun markaðar hér á landi þar sem um 90% af tekjum fyrirtæk- isins komi erlendis frá. Vöxtur fé- lagsins ráðist hins vegar af því hvað það kemur mörgum lyfjum á mark- að. Samkvæmt samkomulagi stjórna Delta og Omega Farma er gert ráð fyrir að Omega Farma verði rekið sem dótturfélag Delta. Í samkomu- laginu eru ítarlegir fyrirvarar, m.a. um niðurstöðu áreiðanleikakönnun- ar. Stefnt er að því að ljúka henni í lok þessa mánaðar og að ganga frá endanlegum kaupsamningi í fram- haldi af því. Róbert sagði að eftir undirskrift kaupsamnings verði birtar ítarlegar áætlanir fyrir sam- einað félag. Tilkynnt til VÞÍ um frekari viðskipti Búnaðarbankinn keypti hlutabréf í Delta að nafnverði rúmlega 43,5 milljónir króna miðvikudaginn 30. janúar síðastliðinn af Kaupthing Bank Luxembourg S.A. Um var að ræða 19,95% af heildarhlutafé Delta. Delta keypti hlutabréfin svo af Búnaðarbankanum í fyrradag. Fram kom hjá Róbert Wessman á kynningarfundinum í gær að kaupin hafi verið gerð til að standa straum af greiðslu til eigenda Omega Farma, en gert er ráð fyrir að þeir fái 26% hlut í Delta við samruna fyrirtækjanna. Samkvæmt upplýsingum frá Hel- enu Hilmarsdóttur, framkvæmda- stjóra Verðbréfaþings Íslands, greindi Búnaðarbankinn VÞÍ frá því að kaup bankans á hlutabréfum í Delta væru liður í frekari við- skiptum. Hún segir algengt að fyr- irtæki láti VÞÍ vita ef sameining- arviðræður eða önnur stórmál séu í gengi, til að þingið getið fylgst með þróun verðs viðkomandi hlutabréfa. Í slíkum tilvikum upplýsi VÞÍ um hvaða reglur gildi um tilkynningar sem varða viðkomandi mál. Það sé hins vegar á ábyrgð þeirra sem í hlut eiga að meta aðstæður og til- kynna í samræmi við reglurnar. Aðspurð um hvort viðskipti með hlutabréf Delta að undanförnu hafi leitt til þess að VÞÍ hafi séð ástæðu til að skoða þau eitthvað nánar seg- ist Helena ekkert geta sagt til um á þessu stigi. Gengið 49,5% hærra en um áramótin Gengi hlutabréfa Delta hf. hækk- aði um 19,9% í fyrradag í framhaldi af fréttum um sameiningu Delta og Omega Farma og var lokagengið þann dag 58,50. Í lok viðskipta í gær var gengið 64,00, eða 9,4% hærra en í lok dagsins áður. Gengið hefur því hækkað um 31,1% frá því við lok viðskipta síðastliðinn föstu- dag, síðasta viðskiptadaginn áður en greint var frá sameiningu félag- anna tveggja. Frá áramótum hefur gengi Delta hækkað um 49,5%. Í gær voru viðskipti á Verðbréfa- þingi Íslands með hlutabréf Delta fyrir samtals 214 milljónir króna. Viðskiptin frá áramótum nema sam- tals um 6,7 milljörðum króna. Þar af eru um 2,2 milljarðar vegna kaupa Búnaðarbankans af Kaup- thing Bank og aðrir 2,2 milljarðar kaup Delta af Búnaðarbankanum. Önnur viðskipti en þessi tvenn nema því samtals um 2,3 milljörðum króna að markaðsvirði. Delta hf. stefnir að því að sækja lengra inn á erlenda markaði Kanna með innkaupa- skrifstofu á Indlandi Morgunblaðið/Kristinn Frá töfluverksmiðju Delta hf. í Hafnarfirði. Um 90% af tekjum Delta koma erlendis frá og segir Róbert Wessman, forstjóri fyrirtækisins, að vöxtur þess ráðist af því hvað það kemur mörgum lyfjum á markað. EYJÓLFUR Sveins- son sagði í gær af sér setu í bankaráði Ís- landsbanka frá og með sama degi. Frá þessu var greint í til- kynningu frá Íslands- banka. Eyjólfur hefur selt öll hlutabréf sem voru í hans eigu í bankanum og það sama hafa tvö félög, sem hann er hluthafi í, einnig gert, samtals um 42,7 milljónir króna að nafnverði. Um utanþingsvið- skipti var að ræða. Um síðustu áramót seldi Eyjólfur eignarhlut sinn í Orca SA og þar með í Íslandsbanka. Eftir söluna á eignarhlutnum í Orca áttu Eyjólfur og félög á hans vegum um 157 milljónir að nafnverði í bankanum. Eignarhlutur félaga á hans vegum nú er því um 114 milljónir króna að nafnverði, eða um 1,18% af heildar- hlutafé Íslandsbanka. Selt fyrir 205 milljónir Í fyrradag seldi Íslenska skipa- félagið ehf. hlutabréf í Íslands- banka að nafnverði 37.376.200 krónur og Óháði fjárfestingar- sjóðurinn hf. seldi jafn- framt hlutabréf í bank- anum að nafnverði 5.229.540 krónur. Eyj- ólfur er stjórnarmaður og hluthafi í báðum þessum félögum. Einn- ig seldi Eyjólfur hlutabréf í Íslands- banka að nafnverði 66.208 krónur. Framan- greind viðskipti voru öll á genginu 4,80. Heild- arsöluvirði hlutabréf- anna var því tæpar 205 milljónir króna. Í tilkynningu Íslandsbanka segir að bankanum hafi í gær borist bréf frá Eyjólfi Sveinssyni þar sem seg- ir: „Í framhaldi af sölu undirritaðs og Fjárfestingarfélagsins Dals- mynnis hf. þann 31. desember sl. á öllum hlutum í Orca SA og tengd- um félögum og sölu Íslenska skipa- félagsins ehf. og Óháða fjárfesting- arsjóðsins hf. og undirritaðs á öllum hlutabréfum sínum í Íslands- banka í gær [mánudag: innskot Morgunblaðið], hef ég ákveðið að segja af mér setu í bankaráði Ís- landsbanka frá og með deginum í dag að telja.“ Greint var frá því 3. janúar síð- astliðinn að Eyjólfur Sveinsson hefði hinn 31. desember 2001 selt eignarhlut sinn í Orca SA og þar með í Íslandsbanka. Kaupendur voru tveir félagar hans úr Orca- hópnum svokallaða, Jón Ásgeir Jó- hannesson, forstjóri Baugs, og Þor- steinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Ekki lengur innherji Eyjólfur vildi í samtali við Morg- unblaði í gær ekki greina frá því hverjir kaupendur hlutabréfanna í Íslandsbanka, sem hann og félögin tvö seldu í gær, voru. Hann segist sáttur við það verð sem hann fékk fyrir bréfin og jafnframt sáttur við þá ávöxtun sem þau hafi gefið af sér. Hann hafi selt meginhluta þeirra hlutabréfa sem hann og félög honum tengd áttu um síðastliðin áramót. Við það að bréfin hafi hækkað eins mikið og raun ber vitni síðan, og nú verði áframhald- andi sala, hafi hann tekið ákvörðun um að sitja ekki áfram í stjórninni en hleypa öðrum að. Þar sem Eyj- ólfur hefur sagt sig úr bankaráði Íslandsbanka er hann ekki lengur innherji, og er því ekki lengur til- kynningaskyldur varðandi hugsan- lega sölu á hlutabréfum, sem eru í eigu félaga sem eru honum tengd, hér eftir. Einar Örn Jónsson, sem verið hefur varamaður í bankaráði Ís- landsbanka, tók sæti Eyjólfs Sveinssonar í bankaráðinu frá og með deginum í gær. Ekkert nýtt varðandi tilboð erlendra fjárfesta Gunnar Jónsson hrl., sem hefur starfað fyrir Orca-hópinn, segir ekkert nýtt hafa gerst í sambandi við tilboð erlendra fjárfesta í um 30% eignarhlut hópsins og tengdra aðila í Íslandsbanka sem greint var frá í janúar síðastliðnum. Gunnar sendi gögn til Fjármála- eftirlitsins í samræmi við beiðni eft- irlitsins varðandi áhuga erlendra aðila á að kaupa hlut Orca-hópsins í Íslandsbanka. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir ekkert að frétta af þessu máli af hálfu eftirlitsins fyrr en hugsanlega í lok þessarar viku. Eyjólfur Sveinsson hættir í bankaráði Íslandsbanka Eyjólfur Sveinsson Greining ÍSB spáir 2,9% verð- bólgu GREINING Íslandsbanka spáir því að verðbólgan yfir þetta ár verði 2,9%, eða tæplega þriðjungur þess sem hún var á síðasta ári. Í Markaðs- yfirliti Greiningar ÍSB segir að hjöðnun framleiðsluspennunnar og stöðugri króna eigi þar stærstan hlut að máli. Þetta er minni verðbólga en Greining ÍSB spáði í janúar síðast- liðnum og er meginástæðan sú að Greining ÍSB væntir þess að krónan haldi betur verðgildi sínu á árinu. „Við birtingu vísitölu neysluverðs í janúar jukust líkur á því að verðlag yrði yfir verðlagsviðmiði kjarasamn- inga í maí næstkomandi og að kjara- samningsbundnar hækkanir yrðu meiri en núverandi samningar kveða á um. Þessar auknu líkur ásamt væntingum um að verðhækkanir á innflutningi verði meiri á næsta ári en þessu gera það að verkum að Greining ÍSB telur að verðbólgan fyrir næsta ár verði 2,8% og meiri en áður var spáð. Rætist spáin mun Seðlabankinn ekki ná verðbólgu- markmiði sínu á næsta ári,“ segir í Markaðsyfirliti Greiningar ÍSB. Þá segir að lengra virðist vera í næstu vaxtalækkun Seðlabanka Ís- lands en Greining ÍSB hefur reiknað með. Til skemmri tíma séu aðgerðir bankans undir áhrifum af verðlags- viðmiði kjarasamninga og ljóst megi vera af orðum hans að bankinn vilji ekkert aðhafast sem geti grafið und- an gengi krónunnar og þar með kjarasamningum. „Greining ÍSB er þó enn þeirrar skoðunar að bankinn muni lækka stýrivexti sína um 200 punkta yfir þetta ár. Bankinn muni vilja sjá skýr merki þess að úr verð- bólgu sé að draga og í því ljósi kann að vera að bíða þurfi fram til loka fyrsta ársfjórðungs eftir næstu vaxtalækkun bankans,“ segir í Markaðsyfirlitinu. Stikla og Tetralína sameinuð í Tetra Ísland Tetra Ísland rekur Tetra- kerfi Stiklu STIKLA ehf. og Tetralína.Net ehf. hafa verið sameinuð undir nafninu Tetra Ísland. Nýráðinn fram- kvæmdastjóri félagsins er Jón Páls- son. Samruninn var afgreiddur í des- emberlok og gildir frá 1. október 2001. Tetra Ísland mun reka Tetra- kerfi frá Nokia en það kerfi rak Stikla áður. Bæði Stikla og Tetralína ráku Tetrakerfi og verða bæði kerfin rekin áfram um sinn. Markmið Tetra Ísland er að byggja upp öflugt og öruggt Tetra-fjarskiptakerfi á landsvísu, að sögn Jóns Pálssonar. Eitt af verkefn- um félagsins er að koma í verð Tetra- kerfinu frá Motorola, sem Tetralína rak áður, að sögn Stefáns Pétursson- ar, stjórnarmanns í Tetra Ísland. Stikla var í eigu Landssímans, TölvuMynda og Landsvirkjunar og Tetralína í eigu Línu.Nets. Orkuveit- an keypti Tetralínu svo af Línu.Neti og hlut Landssímans í Stiklu. Eign- arhlutföll Tetra Íslands eru nú þannig að Orkuveitan er stærsti hluthafi með um 67%, Landsvirkjun á um 19% og TölvuMyndir um 14%. Stefnt er að því að fjölga hluthöfum. Tetrakerfi er þróað talstöðvakerfi með símaviðmóti og þjónar lögreglu, slökkviliði, flutningsaðilum, ferða- þjónustuaðilum, orkufyrirtækjum, verktökum og öðrum aðilum sem þurfa á hópfjarskiptum og annarri þjónustu Tetra að halda. Tetrakerfið nær til helstu þéttbýlissvæða og þjóð- vega Íslands. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.