Morgunblaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 39 Hér eru settar fram almennar viðmiðanir vegna aðgerða Samkeppnisstofnunar skv. 40. gr. samkeppnislaga 8/1993. Þær eru til leið- beiningar fyrir fyrirtæki vegna slíkra að- gerða og byggjast á ákv. laga um meðferð op- inberra mála nr. 19/1991 um leit og hald á munum. Einnig er stuðst við reglur og leið- beiningar sem gilda um þessar aðgerðir í helstu viðskiptalöndum Íslendinga og er í því sambandi byggt á reglum Framkvæmda- stjórnar ESB og leiðbeiningum Alþjóða versl- unarráðsins. 1. Ákvæði samkeppnislaganna 40. gr. Samkeppnisstofnun getur við rannsókn máls gert nauðsynlegar athuganir á starfs- stað fyrirtækis og lagt hald á gögn þegar rík- ar ástæður eru til að ætla að brotið hafi verið gegn lögum þessum eða ákvörðunum sam- keppnisyfirvalda. Við framkvæmd aðgerða skv. 1. mgr. skal fylgja ákvæðum laga um meðferð opinberra mála um leit og hald á munum. „Ríkar ástæður“ þurfa að vera til að ætla að brotið hafi verið gegn samkeppnislög- unum og að þessi tiltekna aðgerð sé „nauð- synleg“ vegna rannsóknar málsins. Aðgerðin getur ekki verið hluti af reglubundnu eftirliti. 2. Ákvæði laga um meðferð opinberra mála um hald á munum og um leit 78. gr. 1. mgr. Leggja skal hald á muni ef ætla má að þeir hafi sönnunargildi í opinberu máli, ef þeirra hefur verið aflað á refsiverðan hátt eða ef ætla má að þeir kunni að verða gerðir upp- tækir. Til muna teljast skjöl. 79. gr. Nú vill vörsluhafi munar, sem hald er lagt á, ekki hlíta þeirri ákvörðun og skal honum þá bent á að hann geti borið ágreiningsefnið undir dómara. Slík krafa frestar þó ekki hald- lagningunni. Til þess að þetta sé framkvæmanlegt þarf vörsluhafi að getað áttað sig á hvað nákvæm- lega verið er að leggja hald á og hafa tök á því að koma með mótbárur ef hann telur að viðkomandi munur sé málinu óviðkomandi. Þá þarf vörsluhafi að kæra málið til dómara. 81. gr. Skrá skal þá muni sem lagt er hald á og varðveita þá með tryggilegum hætti. Eftir kröfu þess sem lætur muni af hendi skal láta honum í té afrit af skránni eða annars konar fullnægjandi kvittun. Skrá af þessu tagi þarf að vera nákvæm og í henni þarf að telja upp hvern einstakan „mun“ sem ætlað er að hafi sönnunargildi. Þannig er ekki nægjanlegt að tiltaka sem „mun“ eitthvað sem er „safn muna“ vegna þess að þá er verið að spilla réttarstöðu vörsluhafa. 82. gr. Aflétta skal haldi þegar þess er ekki lengur þörf og í síðasta lagi þegar máli er endanlega lokið, nema um sé að ræða: a. muni sem gerðir hafa verið upptækir með dómi, b. muni sem aflað hefur verið með refsi- verðum hætti og afhentir þeim sem til- kall eiga til þeirra, c. gögn sem lögð hafa verið fram í dómi, nema sá sem afhendingar krefst þurfi á gagni að halda til að ná rétti sínum eða afstýra réttindamissi Ef vörsluhafi býðst til þess að ljósrita skjöl eða afrita tölvugögn og afhenda þau á þann hátt er almennt ekki lengur „þörf“ á að leggja hald á þau og þá verður að láta ljósrit nægja. 94. gr. 1. mgr. Lögreglumenn stjórna leit samkvæmt ákvæðum þessa kafla. Lögreglumenn þurfa að hafa raunverulega stjórn á aðgerðum og gefa fyrirmæli um ein- staka þætti og m.a. sjá til þess að réttindi gerðarþola séu virt. 94. gr., 2. mgr. Húsráðanda eða umráðamanni staðar, þar sem leit fer fram, skal kynnt heimild til hús- leitar og veittur kostur á að vera viðstaddur húsleit, ef unnt er, en ef hann er fjarri skulu heimilismenn til kvaddir. Þeim má víkja brott af leitarstað trufli þeir eða hindri leitina. Starfsmönnum skal beinlínis vera veittur kostur á að vera viðstaddir húsleit og það þarf að framkvæma með þeim hætti að þeir geti átt raunhæfa möguleika á að fylgjast með hvaða „muni“ verið er að skoða og leggja hald á. 95. gr. Sá sem stýrir leit skal skrá skýrslu um hana og komi þar fram hvernig leit fór fram og samkvæmt hvaða heimild, hverjir voru við- staddir og hvern árangur leitin bar. Skýrsla af þessu tagi þarf að liggja fyrir án ástæðulauss dráttar þannig að gerðarþola sé ljóst hver staða hans er. Tímafrestur umfram eina viku getur ekki talist eðlilegur. Almennt um leit og hald: Óheimilt er að leggja hald á „muni“ sem eru augljóslega ekki í „vörslu“ vörsluhafa, s.s. persónulega muni starfsfólks fyrirtækis, né heldur muni sem eru augljóslega í eigu viðskiptavina þess eða annarra aðila og ætla má að séu þar sem þeir eru með vitund eig- enda þeirra. Gera verður viðeigandi tilraunir til þess að flokka sundur þá muni sem heimilt er að leggja hald á og aðra muni. 3. Ýmis atriði varðandi almenn gögn a. Starfsmenn Samkeppnisstofnunar verða að sýna fram á heimildir sínar til leitar og haldlagningar. b. Starfsmenn Samkeppnisstofnunar verða að hafa afmarkað tilefni til leitar og hald- lagningar. Þeir verða að leggja fram lista yfir þau gögn eða flokka af gögnum sem þeir eru að sækjast eftir. Þeir geta ekki komið og leitað og lagt hald á muni í því skyni að „fiska“ eitthvert brot sem ekki er fyrirfram tilefni til að ætla að hafi ver- ið framið. Þeir munir sem hald er lagt á verða að tengjast beint ætluðu broti. c. Ef starfsmenn Samkeppnisstofnunar eru upplýstir um að tilteknir munir séu ekki í vörslu eða eigu vörsluhafa verða þeir að gera viðeigandi tilraun til þess að kanna sannleiksgildi þess og ekki leggja hald á viðkomandi muni. d. Gögn sem eru samkvæmt eðli máls trún- aðarmál fyrir utanaðkomandi aðila (s.s. læknaskýrslur) má ekki leggja hald á. c. Starfsmenn Samkeppnisstofnunar verða bæði að gera starfsmönnum viðkomandi fyrirtækis ljóst nákvæmlega hvaða gögn þeir eru að skoða og hvað hald er lagt á. 4. Ýmis atriði varðandi tölvugögn a. Þörf þarf að vera til staðar á því að leggja hald á tölvugögn, þ.e. ekki er rétt að taka sama skjalið bæði sem tölvuskjal og pappírsskjal. b. Ekki á að leggja hald á fleiri en eitt ein- tak af sömu tölvuskránni. c. Þau tölvugögn sem lagt er hald á verða engjast beint því máli sem verið er að rannsaka. Gæta verður að leggja ekki hald á gögn í eigu utanaðkomandi aðila. d. Starfsmenn samkeppnisyfirvalda verða að spyrja hvort og hvernig tölvur séu tengdar þannig að gögn þriðja aðila fari ekki með þegar hald er lagt á tölvugögn og ekki skal nota tölvur viðkomandi fyr- irtækis til þess að nálgast gögn frá aðila utan lögsögu samkeppnisyfirvalda. e. Starfsmenn samkeppnisyfirvalda skulu ráðgast við starfsmenn fyrirtækisins um hvernig unnt sé að minnka líkurnar á skemmdum á vélbúnaði, hugbúnaði gögnum eða vinnuferlum. f. Starfsmenn samkeppnisyfirvalda ættu ekki að leggja hald á vélbúnað ef það raskar starfsemi viðkomandi fyrirtækis. g. Starfsmenn samkeppnisyfirvalda ættu að ráðgast við starfsmenn fyrirtækisins um leiðir til þess að koma í veg fyrir að trúnaðarupplýsingar verði opinberar. h. Samkeppnisyfirvöld eiga að vera skaða- bótaskyld vegna skemmda sem aðgerðir þeirra valda á búnaði eða gögnum ef ekki hefur verið haft nægilegt samráð til þess að koma í veg fyrir skemmdir. i. Þegar starfsmenn samkeppnisyfirvalda og fyrirtækis eru ekki sammála um vinnubrögð er eðlilegast að leggja málið fyrir dómara. j. Samkeppnisyfirvöld eiga að taka afrit af skrám þegar það er mögulegt en ekki leggja hald á þær og leitast við að tryggja að afritin séu rétt. Almennar viðmiðanir sönnunargildi umfram ljósritið í vinnslu máls-ins eða meðferð fyrir rétti, enda vinnur Sam-keppnisstofnun nú í málinu með ljósrituð skjöl eftir að hafa ljósritað þau á starfsstöð sinni. Starfsmenn Samkeppnisstofnunar buðu að- eins í örfáum tilfellum starfsmönnum að ljós- rita skjöl jafnvel þótt eftir því væri leitað og skjöl voru þannig tekin af starfsfólki olíufélag- anna þrátt fyrir að þau væru nauðsynleg við störf þess. Þá lögðu starfsmenn Samkeppnisstofnunar í a.m.k. einu tilviki hald á gögn sem tilheyra flutningsjöfnunarsjóði en þau sömu gögn voru öll til staðar á skrifstofu Samkeppnisstofnunar sem annast málefni sjóðsins. Í 82. gr. segir fortakslaust að aflétta skuli haldi þegar þess er ekki lengur þörf og ljóst er að starfsmenn Samkeppnisstofnunar tóku mörg skjöl sem engin þörf var á að taka vegna þess að þeir gátu tekið fullgild ljósrit eða höfðu þau jafnvel fyrir. III. Ákvæði laga um meðferð opinberra mála, XI. kafla um leit 94. gr. 1. mgr. Í viðmiðun Verslunarráðsins er gert ráð fyrir því að lögreglumenn þurfi að hafa raunverulega stjórn á aðgerðum og gefa fyrirmæli um ein- staka þætti og m.a. bera ábyrgð á því að rétt- indi gerðarþola séu virt. Í engu tilviki hafði lögreglan stjórn á aðgerð- um og hafði nánast ekki afskipti af þeim eftir að þær voru farnar af stað þrátt fyrir að vera á staðnum. Lögreglumenn bentu gerðarþola aldrei á rétt sinn t.d. vegna möguleika á að fá dómsúrskurði vegna ágreinings um einstök skjöl sem hald var lagt á. Þegar einstök álita- mál komu upp voru það aldrei lögreglumenn sem tóku ákvarðanir heldur yfirmenn aðgerð- anna af hálfu Samkeppnisstofnunar. Ákvæði 1. mgr. 94. gr. er afar skýrt og þar segir að lögreglumenn skuli stjórna leit en að- gerðin fór alls ekki fram með þeim hætti. 94. gr. 2. mgr. Í viðmiðun Verslunarráðsins segir að starfs- mönnum skuli beinlínis veittur kostur á að vera viðstaddir húsleit sem þarf að framkvæma þannig að þeir eigi raunhæfa möguleika á að fylgjast með því hvaða munum verið er að leita að og leggja hald á. Ekki kemur fram annað en að starfsmönnum hafi almennt verið gefinn kostur á að vera við- staddir en mikill misbrestur á að þeir hefðu eðlileg tækifæri til þess að fylgjast með því hvað væri verið að leggja hald á. Benda má á að í 3. mgr. 94 gr. er rætt um að gæta þurfi var- færni við framkvæmd og valda sem minnstu óhagræði. Olíufélögin hafa kvartað undan því að ekki hafi nægilegt tillit verið tekið til þess að þau eru þjónustufyrirtæki á landsvísu og ýmsir sem þurftu að leita til félaganna á þessu tíma urðu fyrir truflunum vegna aðgerðanna. 95. gr. Í viðmiðun Verslunarráðsins er sett fram að skýrsla um leit þurfi að liggja fyrir án ástæðu- lauss dráttar þannig að gerðarþola sé ljós hver staða hans sé og að tímafrestur umfram eina viku geti ekki talist eðlilegur. Enn (26. janúar 2002) hafa ekki komið fram skýrslur um leit hjá olíufélögunum þann 18. des. 2002. Almennt vegna leitar og halds: Í viðmiðun Verslunarráðsins er kveðið á um að óheimilt sé að leggja hald á muni sem eru augljóslega ekki í vörslu vörsluhafa þrátt fyrir að vera á starfsstöð hans. Þetta á t.d. við um persónulega muni starfsfólks, muni í eigu við- skiptavina fyrirtækjanna eða annarra aðila sem eru þar sem þeir eru með vitund og vilja eig- enda þeirra. Í aðgerðum Samkeppnisstofnunar var lagt hald á marga persónulega muni starfsfólks og aðila sem þeim tengdust þrátt fyrir að augljóst væri að þessi munir væru dómsúrskurðinum al- gjörlega óviðkomandi. Ennfremur var í ýmsum tilvikum lagt hald á gögn sem tilheyrðu öðrum fyrirtækjum en þeim sem aðgerðir beindust að og í einu tilviki var starfsemi slíks fyrirtækis jafnvel alvarlega trufluð með því að taka tölvu- kerfi þess úr sambandi. Ljóst er að í aðgerðum sínum fór Samkeppn- isstofnun langt úr fyrir þær heimildir sem dómsúrskurður sem kveðinn var upp hinn 17. desember veitti. M.a. var sérstaklega tekið fram í úrskurðinum að taka ætti afrit af gögn- um sem geymd eru á tölvutæku formi sem þýð- ir í öllum venjulegum skilningi að Samkeppn- isstofnun var heimilt að afrita skjöl eða önnur gögn úr tölvum olíufélaganna eða öðrum gagnageymslum. Starfsmenn Samkeppnis- stofnunar tóku hins vegar líka með sér „back- up“ spólur olíufélaganna án þess að afrita þær á staðnum sem er gengur afar gróflega gegn dómsúrskurðinum og hefði hugsanlega getað valdið olíufélögunum miklu fjárhagslegu tjóni. Ennfremur gengur það freklega gegn dóms- úrskurðinum að í a.m.k. einu olíufélaganna fóru starfsmenn Samkeppnisstofnunar yfir tugi af einmenningstölvum, m.a. allra starfsmanna í bókhalds-, innheimtu- og tölvudeild og afrituðu þar gögn en eyddu þeim jafnóðum, bæði af drif- um og úr „ruslakörfum“. Starfsmenn Sam- keppnisstofnunar höfðu enga heimild til þess að eyða tölvugögnum en skildu eftir sig rafræn spor sem staðfesta að það hafi verið gert. IV. Ýmis atriði varðandi almenn gögn Í viðmiðun Verslunarráðsins segir að starfs- menn Samkeppnisstofnunar verði að sýna fram á heimildir sínar til leitar og haldlagningar. Starfsmenn Samkeppnisstofnunar og lög- reglumenn kynntu sig og þann úrskurð sem að baki lá. Hins vegar voru það einungis sjálf úr- skurðarorðin sem voru kynnt starfsmönnum ol- íufélaganna í fyrstu og úrskurðurinn í heild ekki fyrr en eftir beiðni og í sumum tilvikum ekki fyrr en liðið var fram á daginn. Þannig var það í mörgum tilvikum alveg óljóst fyrir starfs- mönnum að hverju og af hverju væri verið að leita. Í viðmiðun Verslunarráðsins er fjallað um að tilefni til leitar og haldlagningar verði að vera afmarkað og leggja þurfi fram lista yfir þau gögn eða flokka gagna sem verið er að sækjast eftir. Ekki megi „fiska“ vegna einhvers brots sem ekki er fyrirfram tilefni til að ætla að hafi verið framið og munir sem lagt er hald á verða að tengjast beint ætluðu broti. Aldrei var lagður fram listi yfir gögn eða gagnaflokka sem verið var að sækjast eftir. Starfsmenn olíufélaganna telja að starfsmenn Samkeppnisstofnunar hafi aldrei gert ná- kvæmlega grein fyrir því að hverju þeir voru að leita og magn haldlagðra gagna staðfesti að til- gangur leitarinnar hafi alls ekki verið skýr. Í viðmiðun Verslunarráðsins er gert ráð fyrir því að starfsmenn Samkeppnisstofnunar geri viðeigandi tilraun til þess að kanna sannleiks- gildi þess þegar þeir eru upplýstir um að tiltek- inn munur sem hald er lagt á sé ekki í vörslu eða eigu vörsluhafa. Margoft voru starfsmenn Samkeppnisstofn- unar upplýstir um slíkt en skeyttu því iðulega engu. Í viðmiðun Verslunarráðs segir að ekki megi leggja hald á gögn sem séu samkvæmt eðli máls trúnaðarmál fyrir aðra. Helstu gögn af þessum toga sem tekin voru snúa að persónulegum gögnum starfsmanna s.s. greiðsluseðlar, greiðslukortareikningar, önnur gögn fjárhagslegs eðlis og einkatölvu- póstur. Í viðmiðun Verslunarráðsins er sagt að starfsmönnum verður að vera ljóst hvaða gögn verið er að skoða og hvað nákvæmlega lagt er hald á. Í mörgum tilvikum var starfsmönnum þetta ekki ljóst þar sem starfsmenn Samkeppnis- stofnunar tóku heilu gagnasöfnin án þess að fara í gegnum þau af neinni nákvæmni og þess vegna var iðulega ómögulegt að átta sig á hvað verið var að taka. V. Ýmis atriði varðandi tölvugögn Þörf þarf að vera til staðar á því að leggja hald á tölvugögn, þ.e. ekki á að taka sama skjal- ið bæði sem tölvuskjal og pappírsskjal. Ekki var gerð nein tilraun til þess að flokka eða fara yfir með skipulegum hætti hvort sömu skjöl voru tekin tvisvar. Ekki á að leggja hald á fleiri en eitt eintak af sömu tölvuskránni. Sömu tölvuskrárnar voru haldlagðar, ýmist beint úr kerfi, af geymsluspólum og í sumum tilvikum af hörðum diskum einstakra starfs- stöðva. Þau tölvugögn sem lagt er hald á verða að tengjast beint því máli sem verið er að rann- saka. Gæta verður þess að leggja ekki á að leggja hald á gögn í eigu utanaðkomandi aðila. Öll tölvugögn voru afrituð, utan bókhalds- gögn, algjörlega óháð því hvort þau tengdust rannsókn Samkeppnisstofnunar eða ekki, þ.m.t. persónulegur tölvupóstur starfsmanna og gögn þriðja aðila sem úrskurðurinn náði ekki til. Starfsmenn samkeppnisyfirvalda verða að spyrja að því hvort tölvur séu tengdar þannig að gögn þriðja aðila komi með þegar hald er lagt á tölvugögn og ekki skal nota tölvur við- komandi fyrirtækis til þess að nálgast gögn ut- an lögsögu samkeppnisyfirvalda. Ekki var spurt sérstaklega um gögn frá þriðja aðila áður en afrit voru tekin ásamt geymsluspólum. Starfsmenn samkeppnisyfirvalda skulu ráðgast við starfsmenn fyrirtækisins um hvern- ig unnt sé að minnka líkurnar á skemmdum á vélbúnaði, hugbúnaði, gögnum eða vinnuferl- um. Ekki er vitað til að neitt hafi eyðilagst við leitina af vélbúnaði eða hugbúnaði en í ákveðnu tilviki var gögnum eytt. Starfsmenn samkeppnisyfirvalda ættu ekki að leggja hald á vélbúnað þegar það raskar starfsemi viðkomandi fyrirtækis. Gögn voru afrituð af tölvum en lófatölvur teknar í einhverjum tilvikum. Starfsmenn samkeppnisyfirvalda ættu að ráðgast við starfsmenn fyrirtækisins um leiðir til að koma í veg fyrir að trúnaður falli af gögn- um og þau verði opinber. Í engum tilfellum var boðið til slíks samstarfs en mikið var tekið af persónulegum tölvupósti. Samkeppnisyfirvöld eiga að vera skaðabóta- skyld vegna skemmda sem aðgerðir þeirra valda á búnaði eða gögnum ef ekki hefur verið haft nægilegt samráð til þess að koma í veg fyr- ir skemmdir. Ekki er vitað um neinar skemmdir. Þegar starfsmenn samkeppnisyfirvalda og fyrirtækis eru ekki sammála um vinnubrögð er eðlilegast að leggja málið fyrir dómara. Aldrei var boðið upp á slíkt. Samkeppnisyfirvöld eiga að taka afrit af skrám þegar það er mögulegt en ekki leggja hald á þær og leitast við að tryggja að afritin séu rétt. Almennt voru afrit tekin utan að „backup“ spólur voru haldlagðar þrátt fyrir skýr ákvæði í dómsúrskurði um að gögn á tölvutæku formi skyldu afrituð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.