Morgunblaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 48
Morgunblaðið/Golli Helena Stefánsdóttir þrjár stuttmyndir eftir konur í vinnslu og þær verða örugglega fleiri. Já, ég held að konur muni alveg standa undir þessu. Fjöldi mynda má alltaf vera breytilegur frá ári til árs.“ Helena talar um „matseðil“ veislunnar og að „kokkar kvöldsins“ séu auk hennar Bjarg- ey Ólafsdóttir, Katrín Ólafsdóttir, Kristín María Ingimarsdóttir, Inga Lísa Middleton, Ragna Sara Jónsdóttir, Margrét Sara Guð- jónsdóttir og Sveinbjörg Þórhallsdóttir. Brot af Degi virðingar Nýjasta myndin sem sýnd verður er eftir Helenu. Hún heitir Brot, og var eins og áður sagði frumsýnd á Degi virðingar í Ráðhúsinu á síðasta ári. „Þetta er hálftímalöng mynd sem fjallar á dramatískan hátt um mannleg samskipti og virðingu. Hún gerist á einum föstudegi í lífi tveggja fjölskyldna. Það er ekki tilviljun að myndin skuli gerast á föstudegi. Þann dag er EINS og nafnið gefur til kynna verðatil sýningar á hátíðinni stuttmynd-ir eftir konur og að sögn HelenarStefánsdóttur fjöllistakonu, sem er hvatamaður að hátíðinni, eru það sjö myndir sem spanna sjö ár á dagskrá hátíðarinnar. Hvaðan skyldi hugmyndin vera sprottin? Helena svarar því: „Ég frumsýndi eigin stuttmynd, Brot, í Ráðhúsinu á síðasta ári, á Degi virðingar. Mig langaði að koma myndinni minni áfram í kvikmyndaheiminum og fékk þá hugmynd að standa fyrir kvikmyndaviðburði í samvinnu við Filmund. Nú er þetta orðið að veruleika. Við köllum þetta Kvenlega kvikmyndaveislu og tilgangurinn með veislunni er að vekja at- hygli á kvikmyndum íslenskra kvenna. Helst vildi ég að þetta yrði árleg veisla.“ –Eru nógu margar konur að vinna kvik- myndir hér á landi til að það standi undir ár- legri uppákomu? „Við ætlum núna að sýna sjö stuttmyndir sem spanna sjö ár, en konur eru að koma æ meira inn í þessa grein. Þessa dagana eru gjarnan mikil spenna í loftinu, helgin að koma, væntingar miklar. Myndin ber keim af því og endar sterkt í einhvers konar föstu- dagsfári. Meira vil ég ekki segja um efni hennar. Þetta var nokkuð dýr mynd, kostaði 2,7 milljónir. Það er dýrt að gera kvikmyndir hér á landi og þetta er nánast allt laun leik- ara og þeirra sem unnu myndina með mér, auk tækjaleigu. Þó hefði hún getað verið miklu dýrari, en ég fékk góða afslætti og hjálp út á það að fólki fannst þetta spenn- andi verkefni og viðfangsefnið gott,“ segir Helena. Hún bætir við að Brot hafi ekki verið sín síðasta mynd. „Ég er komin með nýja hug- mynd, styttri mynd. Brot var í lengri kant- inum fyrir stuttmynd. Ég ætla ekki út í að segja frá hugmyndinni, en ég ætla að gera meiri abstraktmynd. Næst á dagskrá hjá mér er þó aðstoðarleikstjórn með Hlín Agn- arsdóttur við leikrit Ólafs Hauks Símonar- sonar, Viktoría og Georg.“ Sjö myndir á sjö árum Brot úr Brot. Kvenleg kvikmyndaveisla í Háskólabíói Stuttmyndahátíðin „Kvenleg kvikmyndaveisla“ hefst í dag á vegum Filmundar í Háskóla- bíói og stendur fram á mánu- daginn næsta.                ! "   #  $ % & ' (  ( " ) * +                              !  ! "   #  !  $    %&      '          (  & %'  ")  *$ +                               "     #   $ % &  & '  "  (  ) )   )   ( # **                  , -  . /   0  1 2 3 4 -, --  -/ -5  ,,   0 , 6 . 1 6 6 0 6 -5 0 -3 2 / . 6 / . 6 -.  789:; 789:;! 89:;' ;<=9 <7:89:;! 89:'  ;!9:>?; @!9:A +9 <7:89:;! 89:'  ; 789:  789:;B 8 ; @!9:A +9;! 89:'   <7:89:;! 89:'  ;!9:>?;A 89:;  789:  89:C+8; 89: 8  89:C+8; 8 ;<=9;      89:A ; 89:'    89:C+8;A ;A +9;!?) :;< +@?   89:C+8;A ;A +9;'  ;<7:89: B 8 <7:89:  789: <7:89:;!9:>? B 8 B 8  89:A ; 89:'    @? 89:  @? 89: ÆVINTÝRIÐ um dróttna hring- anna er sannarlega sprelllifandi. Kvikmyndin Föruneyti hringsins, sem svo listilega er gerð af Ástr- alanum Peter Jackson, sest á nýjan leik í fyrsta sæti þess lista sem tekur yfir vinsælustu kvikmyndir á Ís- landi. Hvorki meira né minna en 78.000 manns hafa nú séð myndina en áður hafði myndin setið fjórar vikur á toppnum en Vanilla Sky með Tom Cruise ruddi henni þaðan um þarsíðustu helgi. Hún sest nú í ann- að sætið, en þar dvaldi Hringadrótt- inssaga áður en hún lét skeika að sköpuðu á nýjan leik. Þess má geta að Föruneyti hringsins er í dag þriðja vinsælasta mynd allra tíma á Íslandi; aðeins Englar alheimsins og Titanic hafa náð betri aðsókn. Þá nær mynd Mikaels Torfasonar, Gemsar, þeim góða árangri að kom- ast í þriðja sætið, þar sem óhætt er að segja að við ramman reip sé að draga, sér litið til þeirra mynda sem fyrir ofan eru. Gaman er og að sjá að Regína heldur sínu og vel það, situr í fimmta sæti en aðsókn á þessa mynd hefur verið vonum framar. Það var talsvert um sviptingar síðustu helgi því auk Gemsa koma fimm aðrar myndir nýjar inn á listann: gamanmyndin Out Cold, Hearts in Atlantis með Anthony Hopkins í burðarrullu, hasarstuð- myndin American Outlaws, hin róm- aða franska mynd Piano Teacher og Just Visiting, sem er endurgerð frönsku myndarinnar Les Visiteurs. Hringadróttinssaga aftur á toppinn Gemsar, hin listræna könnun Mikaels Torfasonar á unglingamenningu Reykjavíkur, var þriðja vinsælasta myndin á Íslandi síðustu helgi. 48 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ 1/2 Kvikmyndir.com Sýnd kl. 8 og 10.20 Vit 319 KEVIN SPACEY JEFF BRIDGES Strik.is RAdioX 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 4. Ísl. tal. Vit 320 1/2 Kvikmyndir.com strik.is Sýnd kl. 4 ísl tal. Vit 325 Sýnd kl. 4. E. tal. Vit 307 1/2 RadíóX 1/2 Kvikmyndir.isSV MBL Sýnd kl. 8 og 10.20. Vit 327 Sýnd kl. 4 og 6. Vit 328 HJ MBL ÓHT Rás 2DV HK DV Hann er gæddur þeim hæfileika að geta séð fortíðina, að geta spáð fyrir um framtíðina og að geta látið hæfileika sína öðrum í te. Ó.H.T Rás2 Sýnd kl. 3.45, 5.45, 8 og 10.15. B.i. 12 ára. Vit 339. Byggt á sögu Stephen King A N T H O N Y H O P K I N S Sýnd kl. 6, 8 og 10. Vit 334. Bi. 14. Sýnd í Lúxus VIP kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16. HJ MBL ÓHT Rás 2 DV Edduverðlaun6 Sýnd kl. 10. B.i 14 ára ÓHT Rás 2  HL Mbl Ó.H.T Rás2 Strik.is Strik.is HK DV Kvikmyndir.com SG. DV HL:. MBL Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Sýnd kl. 5, 7 og 9. B.i 14.Sýnd kl. 5, 7 og 9. B.i 14. RAdioX  SG DV Sýnd kl. 10. Sýnd kl. 5. Sýnd kl. 5 Ó.H.T Rás2 Sýnd kl.8. Kvenleg kvikmyndaveisla ÞÞ Strik.is Tilnefningar til frönsku Cesar - verðlaunanna13 – Keðja og lokasjóður (e. Kristínu Maríu Ingimarsdóttur) – Í draumi sérhvers manns (e. Ingu Lísu Middleton) – Slurpurinn & co. (e. Katrínu Ólafsdóttur) – Falskar tennur (e. Bjargeyju Ólafsdóttur) – Örsögur úr Reykjavík (e. Rögnu Söru Jónsdóttur, Sveinbjörgu Þórhalls- dóttur og Margréti Söru Guðjónsdóttur) – Brot (e. Helenu Stefándóttur) Kvenleg kvikmynda- veisla – efnisskrá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.