Morgunblaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 41 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Sjávarútvegsráðuneytið Laus staða Með vísan til laga nr. 64 1965 um rannsóknir í þágu atvinnuveganna, auglýsir ráðuneytið hér með stöðu forstjóra við Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins lausa til umsóknar. Umsækjendur, sem skulu hafa lokið háskóla- prófi, skulu senda umsóknir til Sjávarútvegs- ráðuneytisins, Skúlagötu 4, 150 Reykjavík, með upplýsingum um menntun og fyrri störf. Umsóknarfrestur er til 25. febrúar 2002. Sjávarútvegsráðuneytið, 4. febrúar 2002. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Atvinnuhúsnæði til leigu Höfum til leigu ýmsar gerðir og stærðir af skrifstofu- og verslunarhúsnæði í Reykjavík. Allar upplýsingar veittar á skrifstofu Eyktar í síma 595 4400. Eykt ehf., Lynghálsi 4. TIL SÖLU Dráttarbraut Dráttarbraut ásamt spilbúnaði til sölu. Brautin er til sýnis á fyrrverandi athafnasvæði NORMA/STÁLVÍKUR við Arnarnesvog. Allar upplýsingar veitir Páll Karlsson hjá Björg- un ehf. í síma 898 4855 eða 577 2000. STYRKIR      Túngata 22 - BP 1750, 121 Reykjavík                !  !! ! "  #  !$ !                !    "  #            $ %  &  '  (  &  '  % )        &  '  (  "    "   &  '   '  #       "     !    #    *               +, --" &.& /' " ' &*   -..-* 0  )       1 ' #, )  * TILKYNNINGAR Hafnarfjarðarbær Bæjarskipulag Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi fyrir miðbæ Hafnarfjarðar sem staðfest var 19. sept. 1983 m.s.br. Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 28. júní 2001 að auglýsa til kynningar breytingu á deiliskipu- lagi fyrir miðbæ Hafnarfjarðar vegna flutnings á „Beggubúð“ í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Breytingin felst í að útbúa byggingarreit fyrir húsið, sem stóð við Strandgötu 5, Beggubúð, og safnagarð í tengslum við byggðasafnið með möguleikum til leikja fyrir börn bæjarins. Breytingin verður til sýnis í afgreiðslu umhverfis- og tæknisviðs, Strandgötu 8—10, þriðju hæð, frá 6. febrúar til 5. mars 2002. Nánari upplýsingar eru veittar á bæjarskipulagi. Þeim, sem telja sig hagsmuna eiga að gæta, er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna og skal þeim skilað skriflega til bæjar- skipulags í Hafnarfirði, eigi síðar en 19. mars 2002. Þeir, sem ekki gera athugasemd við tillöguna, teljast samþykkir henni. Skipulagsstjóri Hafnarfjarðar. ÝMISLEGT Frímerki Fyrirtækið Thomas Höiland Auktioner A/S í Kaupmannahöfn er eitt stærsta fyrirtæki á Norðurlöndum með uppboð á frímerkj- um og mynt og heldur það tvö stór upp- boð á hverju ári auk minni uppboða. Dagana 8. og 9. febrúar nk. mun sérfróður maður um frímerki frá fyrirtækinu verða á Íslandi í leit að efni á næsta uppboð sem verður í lok apríl. Leitað er eftir frímerkj- um, gömlum umslögum og póstkortum, heilum söfnum og lagerum. Hann verður til viðtals á Hótel Esju laug- ardaginn 9. febrúar kl. 11.00—13.00 og eftir nánara samkomulagi á öðrum tím- um. Þetta er kjörið tækifæri til að fá sér- fræðilegt mat á frímerkjaefni þínu og til að koma slíku efni á uppboð. Nánari upplýsingar veitir Össur Kristins- son í síma 555 4991 eða 698 4991 eftir kl. 17.00 á daginn. Thomas Höiland Auktioner A/S, Frydendalsvej 27, DK-1809, Frederiksberg C. Tel: 45 33862424 - Fax: 45 33862425. SMÁAUGLÝSINGAR ÝMISLEGT Pennavinir. Æfðu ritmálið með bréfaskriftum. Sími 881 8181. TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur, Síðumúla 31, s. 588 6060. Miðlarnir, spámiðlarnir og hug- læknarnir, Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen, Bíbí Ólafsdóttir, Lára Halla Snæfells, Erla Alex- andersdóttir, Margrét Haf- steinsdóttir og Garðar Björg- vinsson michael-miðill starfa hjá félaginu og bjóða félags- mönnum og öðrum uppá einka- tíma. Upplýsingar um félagið, einka- tíma og tímapantanir eru alla virka daga ársins frá kl. 13—18. Utan þess tíma er einnig hægt að skilja eftir skilaboð á sím- svara félagsins. Netfang: mhs@vortex.is . Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur starfar í nánum tengslum við Sál- arrannsóknarskólann á sama stað. SRFR. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 18  182268  Kk.  GLITNIR 6002020619 III  Njörður 6002020619 I I.O.O.F. 7  182267½  8.0.* I.O.O.F. 9  1822068½   HELGAFELL 600202069 VI Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Skyggnilýsingafundur Þórhallur Guðmundsson, miðill, heldur skyggnilýsingafund í kvöld, miðvikud. 6. febrúar, kl. 20.30 í Skútunni, Hóls- hrauni 3, Hafnarfirði. Húsið verður opnað kl. 19.30. Allir vel- komnir. Í kvöld kl. 20.00 minningar- samkoma vegna fráfalls brigader Óskars Jónssonar. Fimmtudagssamkoman fellur niður. Samkoma í Kristniboðs- salnum í kvöld kl. 20.30. Þórunn A. Karlsdóttir segir frá kristilegu móti í Hollandi. Sr. Guðmundur Óli Ólafsson flytur hugleiðingu. Árni Gunnarsson syngur einsöng. Allir hjartanlega velkomnir. sik.is SAMFYLKINGIN í Þorláks- höfn boðar til fundar um sjáv- arútvegsmál í Duggunni, Þor- lákshöfn, fimmtudaginn 7. febrúar kl. 20. Allir velkomnir. Margrét Frímannsdóttir, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, stjórnar fundi. Fundur um sjávarútvegsmál í Þorlákshöfn VAKA heldur hádegisfund, sem ber yfirskriftina „Er nám fjárfesting og er hægt að auka nýtingu hennar?“. Á fundinum verða kennslumál og nýj- ungar í kennslu rædd. Fundurinn er haldin í dag, miðvikudag 6. febrúar, kl. 12.15, í Odda, stofu 101. Fundarmenn eru þeir Jón Er- lendsson, forstöðumaður Upplýs- ingaþjónustu Háskólans, Tómas Ingi Olrich þingmaður og Guðfinnur Sig- urvinsson stjórnmálafræðinemi. Að loknum framsögum þeirra verða leyfðar spurningar, segir í fréttatil- kynningu. Rætt um nýjungar í kennslu LISTI Vöku til Stúdentaráðs- og Há- skólaráðskosninga, sem haldnar verða 20. og 21. febrúar, var nýlega kynntur í Þjóðleikhúskjallaranum. Eftirfarandi skipa sætin á listunum tveimur: Listi Vöku til Stúdentaráðs Sigþór Jónsson viðskiptafræði, Guðjón Ármannsson lögfræði, Ing- unn Guðbrandsdóttir sálfræði, Páll Ragnar Jóhannesson verkfræði, Steinunn Vala Sigfúsdóttir verk- fræði, Erla Ósk Ásgeirsdóttir stjórn- málafræði, Einar Leif Nielsen eðlis- fræði, Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir stjórnmálafræði, Gígja Guðbrands- dóttir læknisfræði, Guðmundur E. Birgisson sálfræði, Teitur Einarsson lögfræði, Júlíana Guðrún Þórðar- dóttir hjúkrunarfræði, Sverrir Bj. Sigursveinsson viðskiptafræði, Sar- ah Knappe íslenska fyrir erlenda stúdenta, 15. Guðmundur Rúnar Svansson hagfræði, Borgar Þór Ein- arsson lögfræði, Ingibjörg Lind Karlsdóttir íslenska, Þorbjörg Sig- ríður Gunnlaugsdóttir lögfræði. Listi Vöku til Háskólaráðs Davíð Gunnarsson hagfræði, Drífa Kristín Sigurðardóttir lögfræði, Þor- lákur Guðjónsson verkfræði, Þröstur Freyr Gylfason stjórnmálafræði, Berglind Guðmundsdóttir viðskipta- fræði, Baldvin Þór Bergsson stjórn- málafræði. Listi Vöku til Stúdentaráðs- og Háskólaráðs- kosninga STUÐNINGSHÓPUR um krabba- mein í blöðruhálskirtli verður með rabbfund í húsi Krabbameins- félagsins í Skógarhlíð 8 í Reykja- vík í dag, miðvikudaginn 6. febr- úar, kl. 17. Guðrún Sigurjónsdóttir og Kristbjörg Þórhallsdóttir frá Sam- hjálp kvenna, sem er félagsskapur kvenna sem greinst hafa með brjóstakrabbamein, ætla að kynna hvernig Samhjálp kvenna starfar. Samhjálp kvenna er rúmlega 20 ára gamall félagsskapur og getur á ýmsan hátt gefið, hinum nýja stuðningshópi um krabbamein í blöðruhálskirtli, góð ráð. Brjóstakrabbamein er algeng- asta krabbamein kvenna og krabbamein í blöðruhálskirtli al- gengasta krabbamein karla. Stuðningshópur um krabbamein í blöðruhálskirtli Samhjálp kvenna kynnt á rabbfundi Rangt nafn Rangt var farið með nafn herra Shi Guangsheng, utanríkisviðskipta- og efnahagsmálaráðherra Kína, í frétt í gær af afhendingu nýrrar bók- ar um Kína. Er beðist velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT BYRJENDANÁMSKEIÐ í rúss- nesku hefst hjá Endurmenntunar- stofnun HÍ 18. febrúar. Áhersla verður lögð á algengustu orð og orðasambönd með það fyrir augum að byggja upp hagnýtan orðaforða. Fjallað verður um rúss- neska menningu, rithöfunda 19. ald- ar og lesnir verða kaflar úr nokkrum bókmenntaverkum Rússa. Kennari er Áslaug Agnarsdóttir, cand. mag. í rússnesku og bók- menntum. Námskeið í rússnesku LANDSSÍMINN vill vegna fréttar í Morgunblaðinu í gær um að sím- stöð í Lýsuhólsskóla hafi hætt að virka í rafmagnsleysi taka fram að það hafi ekki átt við um símstöð Landssímans við Lýsuhól, heldur hafi innanhússsímstöð skólans orð- ið óvirk. Ekki símstöð Landssímans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.