Morgunblaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Árni Sæberg Fundur borgarfulltrúa sjálfstæðismanna um skipulagsmál í Reykjavík var fjölsóttur. BORGARFULLTRÚAR Sjálfstæð- isflokksins vilja að lögð verði áhersla á uppbyggingu íbúðahverfa við strendur og falla frá hugmyndum um ný hverfi „upp til heiða,“ eins og það var orðað á kynningarfundi í gær. Vilja þeir að fallið verði frá gerð hafnar í Geldinganesi og skipulögð íbúðabyggð þess í stað. Á fundinum kynntu þeir tillögur sínar til breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur til ársins 2024 og Björn Bjarnason menntamálaráðherra, sem hefur ákveðið að gefa kost á sér á lista sjálfstæðismanna í borgar- stjórn, flutti einnig ávarp. Björn Bjarnason minntist í upp- hafi ræðu sinnar á móttökuathöfn fyrir íslenska handboltalandsliðið í Smáralind í fyrradag sem hann var viðstaddur. Sagði hann það hafa ver- ið nefnt við sig þar að dæmigert væri að leita þyrfti til Kópavogs til að finna hentugt húsnæði til slíkrar at- hafnar. Engar bílaraðir hefðu mynd- ast við komu eða brottför þeirra fjögur þúsund gesta sem þar voru. Björn sagði skipulagsmál hafa verið í miklu uppnámi hjá Reykjavíkurlist- anum. Það hefði birst í ómarkvissri uppbyggingu svæða fyrir íbúðir og fyrirtæki, í biðröðum og öngþveiti í umferðarmálum, í marklausum kosningum um tilvist flugvallarins og síendurteknum deilum borgaryf- irvalda við íbúa í einstökum hverfum um skipulagsmál og sagði hann fátt eitt nefnt. Ráðherrann sagði að með skipulagsvinnu væri verið að móta tæki til að takast á við framtíðina. Hann sagði ýmsar tillögur í aðal- skipulaginu bera greinilega með sér að þröngsýni og þvermóðska R- listans hefði þar vegið of þungt. „Til dæmis hefur R-listinn bitið sig fast- an í það að leggja eigi stein í götu íbúðabyggðar í Geldinganesi. Hitt er jafnvel enn verra að standa þannig að því að framkvæma skipulagið að fara þarf hálfa öld aftur í tímann til að finna sambærilegar biðraðir eftir lóðum og hafa verið hér síðustu ár. Þessu viljum við sjálfstæðismenn breyta,“ sagði ráðherra. Flugvöllur fluttur í áföngum? Björn kvaðst ekki skilja hvernig unnt væri að flytja flugvöll brott í áföngum eins og R-listinn boðaði. Hann sagði felast í því að þrengja jafnt og þétt að starfsemi vallarins og sagði hann sérfræðinga hafa bent á að væri aðeins austur-vesturflug- brautin við lýði yrði ekki hægt að lenda á flugvellinum í tvo mánuði á ári að meðaltali. Því væri tæplega gerlegt að reka þaðan áætlunarflug. Þá sagði Björn Bjarnason að öflug- ustu tillögur varðandi miðborgina hefðu komið frá ríkisvaldinu með áformum um tónlistarhús, ráð- stefnumiðstöð og hótel í norðurhluta miðborgarinnar en þekkingar- og sjúkrahúsþorp í suðri. Inga Jóna Þórðardóttir sagði sjálfstæðismenn hafa skýra og metn- aðarfulla stefnu í skipulagsmálum. „Við viljum að Reykjavík verði í for- ystu á ný. Reykjavík hefur verið að glata því forystuhlutverki á undan- förnum árum og við ætlum að end- urheimta það. Liður í því er að skapa hér umhverfi og aðstæður í borginni sem bjóða fólk velkomið,“ sagði Inga Jóna og sagði þveröfuga stefnu hafa verið uppi hjá meirihlutanum, stefnu ringulreiðar og stöðnunar. Hún sagði aðaltillögu sjálfstæðismanna varðandi aðalskipulag lúta að því hvert íbúðabyggð borgarinnar eigi að þróast. Kynnti hún myndband um íbúðabyggð í Geldinganesi sem hún sagði sýna þessa stefnu. Þar kom m.a. fram að höfn sem byrjað er að undirbúa þar samkvæmt ákvörðun meirihlutans væri óþörf og nær væri að taka landið undir íbúðir. Í Geld- inganesi væri stærsta óbyggða byggingarsvæði í borgarlandinu sem sneri móti suðri. Þar væri hægt að koma fyrir 10 þúsund manna byggð. Inga Jóna sagði borgarbúa standa frammi fyrir valinu um hvernig nýta ætti þetta svæði í borginni. Sagði hún núverandi aðgerðir í Geldinga- nesi til undirbúnings höfn óaftur- kræfar ef Sjálfstæðisflokkurinn fengi ekki stuðning meirihluta borg- arbúa. Borgarfulltrúinn sagði sjálf- stæðismenn vilja efna til hugmynda- samkeppni um hvernig nýta mætti holuna sem myndast hefði við efn- istöku í Geldinganesi en ljóst væri að lengra mætti ekki ganga í því verki. Íbúðahverfi í slippnum Nokkrir aðrir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kynntu síðan ýmsar hugmyndir um breytingar á aðalskipulaginu. Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson sagði sjálfstæðismenn vilja byggja í Gunnunesi og Geld- inganesi og koma Sundabraut á verkáætlun fyrr en ráðgert væri nú. Hún væri enda forsenda byggðar á þessum svæðum. Júlíus Vífill Ingv- arsson benti á að tölur varðandi skipulagið sýndu að lóðaskortur væri í Reykjavík. Árin 1998 til 2024 væri séð að íbúðafjölgun í Reykjavík yrði um 38% en 77% í nágrannasveit- arfélögum. Á sama tíma sagði hann atvinnuhúsnæði aukast um 40% í Reykjavík en 89% í nágrannasveit- arfélögum. Þá sagði hann sjálfstæð- ismenn vilja gera lóð Árbæjarsafns meira lifandi með því að flytja þang- að gömul hús og gera með þeim íbúðagötu. Jóna Gróa Sigurðardóttir kynnti tillögu um að taka hluta af landi Keldna undir íbúðir ef semdist um kaup við ríkið og Guðlaugur Þór Þórðarson sagði sjálfstæðismenn vilja skipuleggja íbúðahverfi í slippnum við Reykjavíkurhöfn. Kjartan Magnússon sagði stefnu meirihlutans varðandi umferðarmál síðustu ár hafa leitt til tafa í umferð og mengunar og brýnt væri að reisa mislæg gatnamót á mótum Kringlu- mýrarbrautar og Miklubrautar. Fjölmenni á opnum fundi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um skipulagsmál Vilja íbúðabyggð í Geldinganes Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, kynnti myndband um hugmyndir þeirra um þróun íbúðabyggðar. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 11 Heimsferðir bjóða nú vikulegt flug til Costa del Sol í sumar á frábærum kjörum og þeir sem bóka fyrir 15. mars geta tryggt sér allt að 32.000 kr. afslátt fyrir fjölskylduna í valdar brottfarir, eða kr. 8.000 á mann- inn. Costa del Sol er vinsælasti áfangastaður Íslend- inga við Miðjarðarhafið og við bjóðum þér vinsæl- ustu gististaðina á ströndinni, spennandi kynnisferðir í fríinu og þjónustu reyndra fararstjóra Heimsferða til að tryggja þér ánægjulega dvöl í fríinu. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 39.805 M.v. hjón með 2 börn, 22. maí í viku, El Pinar. Verð kr. 45.205 M.v hjón með 2 börn, 2–11 ára, 26. júní, í 2 vikur, El Pinar, með 8.000 kr. afslætti. Verð kr. 58.850 M.v. 2 í stúdíó, El Pinar, 26. júní, 2 vikur, með 8.000 kr. afslætti. Bókaðu til Costa del Sol og tryggðu þér 32.000 kr. afslátt af ferðinni Beint flug alla miðvikudaga í sumar Ótrúlegt verð í sólina í sumar Fáðu bæklinginn sendan Lægsta verðið í sólina Alltaf á þriðjudögum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.