Morgunblaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 16
LANDIÐ 16 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ KJÖR Íþróttamanns Hamars 2001 fór fram á Þinghúscafé sunnudaginn 27. janúar. Fjölmennt lið íþrótta- manna mætti á hátíðina ásamt áhangendum og íþróttaáhugamönn- um. Þorvaldur Snorrason, formaður Hamars, setti hátíðina og bauð gesti velkomna. Fyrst stigu á svið ungar og bráðefnilegar stúlkur sem kall- aðar eru Suzuki-hópurinn. Þær eru að læra fiðluleik með sérstakri kennsluaðferð sem kennd er við höf- und aðferðarinnar. Þessar stúlkur fóru m.a. á alþjóðlegt námskeið í Su- zuki-fiðluleik á Englandi í ágúst sl. með kennara sínum, Guðmundi. Þessu næst voru íþróttamenn hverr- ar deildar útnefndir. Alls eru fimm deildir starfandi innan Hamars; badmintondeild, blakdeild, fimleika- deild, knattspyrnudeild og körfu- knattleiksdeild. Þegar deildirnar hafa hver um sig útnefnt einn íþróttamann úr sínum röðum er einn valinn úr þeim hópi og hlýtur sá titilinn Íþróttamaður Hamars. Úr blakdeild var Haraldur Örn Björnsson tilnefndur. Hann hefur stundað blak af kappi frá 16 ára aldri, sýnt miklar framfarir og vax- andi styrk. Auk þess hefur Harald- ur verið í stjórn og ritnefnd deild- arinnar. Badmintondeildin útnefndi Hafstein Valdimarsson sem besta badmintonspilara ársins. Hafsteinn er iðinn og prúður leikmaður og tek- ur bæði sigrum og ósigrum af mik- illi stillingu. Útnefning fimleika- deildar kom næst og var það Karen Ósk Guðmundsdóttir sem þykir hafa náð bestum árangri þar. Karen hefur unnið til verðlauna á mótum sem hún hefur tekið þátt í á árinu, hún hefur stundað fimleikaæfingar af miklu kappi, verið samviskusöm og dugleg. Knattspyrnudeildin út- nefndi Hauk Kristinsson sem íþróttamann sinnar deildar í ár. Haukur hefur tekið þátt í mótum og staðið sig vel, hann byrjaði í mark- inu en er nú farinn að spila sem úti- leikmaður. Haukur er prúður leik- maður, sterkur og fylginn sér. Síðasta útnefningin kom frá körfu- knattleiksdeildinni og var það Ragnheiður Magnúsdóttir sem varð fyrir valinu. Ragnheiður æfir bæði með unglingaflokki og meistara- flokki Hamars auk þess sem hún hefur verið valin í unglingalands- liðið. Ragnheiður er vinsæl meðal leikmanna og góður varnarleikmað- ur. Þá var komið að því að tilkynna hver þessara góðu íþróttamanna fengi útnefninguna íþróttamaður Hamars 2001. Þorvaldur Snorrason formaður tilkynnti valið og var það Ragnheiður Magnúsdóttir sem hlaut titilinn. Eftir útnefninguna var gestum boðið að þiggja veitingar og síðan spilaði Suzuki-hópurinn fyrir gesti. Íþróttamaður Hamars kjörinn Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Suzuki-hópurinn; Krissí, Irena, Eva og Sæunn. Íþróttamaður Hamars árið 2001, Ragnheiður Magnúsdótt- ir, ásamt formanni Hamars, Þorvaldi Snorrasyni. Hveragerði STJÓRNIR Upplýsinga- og kynn- ingarmiðstöðvarinnar og Ferða- málasamtaka Vesturlands komu saman nýverið til að ræða verkefnin á árinu og samræma aðgerðir. Fund- urinn var liður í því að efla samvinn- una á svæðinu og tryggja fullt sam- ráð á milli þessara stjórna sem vinna að sömu málum; ferðamálum á Vest- urlandi. Á þennan sameiginlega fund þess- ara stjórna kom einnig Pétur Rafns- son, verkefnisstjóri Ferðamálaráðs og formaður Ferðamálasamtaka Ís- lands. Hann ræddi um mikilvægi upplýsingamiðstöðva og þess að heimamenn stæðu á bak við slíka starfsemi með hlutleysi að mark- miði. Hann fræddi stjórnarmenn einnig um hvað væri á döfinni hjá Ferðamálaráði og Ferðamálasam- tökum Íslands, auk þess að ræða ferðamál vítt og breitt. Ferðamálasamtök Vesturlands eiga 20 ára afmæli hinn 18. maí og eru þau elstu á landinu. Af því tilefni hyggjast þau gefa út veglegt sögu- og vegakort af Vesturlandi. Kortið verður hægt að nota samhliða Ferðablaði Vesturlands sem Tíð- indamenn gefa út. Í tilefni afmæl- isins hefur verið skipaður 4 manna hópur til að vinna að undirbúningi að afmælisveislu samtakanna. Fjölmörg önnur verkefni eru í gangi þessa dagana s.s. markaðsetn- ing bæði innan- og utanlands. Vand- inn sem menn glíma við hér er að- fjármagnið sem rennur til UKV er ótryggt milli ára og því erfitt að skipuleggja marktæka markaðs- og kynningaráætlun og vinna eftir henni. Ferðafröm- uðir stilla saman strengi Borgarnes VEÐUR gekk í austnorðaust- an og norðaustan hvassviðri á föstudaginn og síðan í norð- anrok um nóttina og á laug- ardag og snöggfrysti. Raf- magn fór af allri sveitinni fyrir miðnætti á föstudagskvöld og var rafmagnslaust á öllum bæjum um tvo sólarhringa nema tveimur, Munaðarnesi, sem er nyrsti bær í byggð, og svo Krossnes, sem fengu ekki rafmagn fyrr en á mánudag, Munaðarnes um kl. 18.40 og Krossnes komst inn um kl. 22.50. Og enn eru tveir menn frá Orkubúi Vestfjarða ásamt heimamönnum að yfirfara lín- ur og hreinsa sjávarseltu af spennum á eyðibílum og við sumarhús. Mestallt rafmagns- leysi má rekja til sjávarseltu, reyndar var slitinn strengur á milli staura við Krossnes. Margir bæir hafa heimilis- rafstöðvar og viðarkyndingu og höfðu því ljós og hita, en þar sem var bara rafmagnshiti var orðið afar kalt. Til dæmis í veðurathugunarhúsinu í Litlu- Ávík var hiti kominn niður í tvær gráður, þar sem vara- mælar voru geymdir í tölvu- borði og veðurathugunarmað- urinn varð að hita penna í höndum sér til að skrifa í veð- urbók. Þeir sem höfðu rafmagn með heimilisrafstöðvum gátu horft á íþróttaleikina um helgina, því Krossnes hefur rafstöð og endurvarp sjón- varps frá Hnjúkum við Blönduós og er endurvarp þaðan um mestalla sveitina. Morgunblaðið/Jón G. Guðjónsson Óveður var í Ár- neshreppi Árneshreppur VEITT voru verðlaun fyrir hæst dæmdu kýr á Suðurlandi árið 2000 og 2001 á fjölmennum fundi á Þing- borg 25. janúar sl. á vegum Búnaðar- sambands Suðurlands. Kynntar voru fyrstu niðurstöður skýrsluhaldsins og sýndar myndir af hæst dæmdu kúnum. Um 120 manns, bændur, búalið og áhugamenn, voru á fundinum sem sýnir vel áhugann á ræktun íslensku kýrinnar. Kýrnar eru dæmdar og stigaðar eftir útlitsdóm þriggja dóm- ara að viðbættu kynbótamati þar sem margir eiginleikar koma inn í. Árið 2000 var hæst dæmda kýr í Vestur-Skaftafellssýslu númer 248 frá Kálfafelli með 279 stig. Í Rang- árvallasýslu Stör frá Lambhaga með 293 og í Árnessýslu kýrin Spurning frá Syðri-Gegnishólum með 290 stig. Árið 2001 kom út hæst kýrin Drottning frá Kálfafelli með 279 stig í Vestur-Skaftafellssýslu. Úr Rang- árþingi kom Hetta frá Nýjabæ með 304 og trónaði hún einnig hæst í stigagjöf á Suðurlandi. Í Árnessýslu var einnig kýr úr Gaulverjabæjar- hreppi seinna árið og stóð þar Rauðá frá Syðra-Velli hæst með 297 stig. Í viðtali sagði Guðmundur Jó- hannesson ráðunautur að áhersla á ræktun fyrir próteini í mjólk fyrir tæpum tuttugu árum væri ótvírætt farin að skila sér. Án þessara mark- miða væri án efa skortur á mjólk- urpróteini innanlands í dag vegna aukinnar sölu. Til að ná hraðari framförum taldi hann mikilvægt að fá enn fleiri í skýrsluhald og auka sæðingar á kvígum. Einnig sagði hann nú vera horft erlendis til að finna mæli- kvarða á endingu gripa en slíkt myndi einnig skila sér vel hér í rækt- unarstarfinu. Hetta og Stör hæst dæmdu kýr á Suðurlandi Gaulverjabær NÚ er að ljúka prófunum á vélbún- aði Tunguvirkjunar í Tálknafirði. Áætlað er að virkjunin geti skilað allt að 165 kW, en að jafnaði skili hún 80- 160 kW. Tunguvirkjun ehf. hefur gert samning við Orkubú Vestfjarða um að framleiða inn á dreifikerfi Orkubúsins. Sigurður Á. Magnússon trésmiður, stjórnarformaður Tungu- virkjunar ehf., hafði frumkvæði og forgöngu að virkjuninni og hefur hann notið aðstoðar fjölmargra við verkið. Með honum í stjórn fyrirtæk- isins eru Margrét Magnúsdóttir og Magnús Kr. Guðmundsson. Íslensk orkuvirkjun ehf. hafði milligöngu um að útvega vatnshverf- ilinn og rafalinn. Hvort tveggja kem- ur frá fyrirtækjum í Austurríki, vatnshverfillinn frá Gugler og rafall- inn frá Hilzinger. Þrýstipípurnar eru frá Flowtite Pipe & Tank í Noregi og eru framleiddar úr glertrefjaefni. Rafstöðin er alsjálfvirk með fjar- vöktunarbúnaði, sem býður upp á þann möguleika að stjórna virkjun- inni með PC-tölvu nánast hvaðan sem er. Allur raf- og stjórnbúnaður er hannaður af Örgjafanum ehf. í samvinnu við danska fyrirtækið DEIF. Prófanir á vélbúnaði og stjórnkerfi virkjunarinnar hafa stað- ið yfir undanfarnar vikur. Að sögn Sigurðar Magnússonar er þess vænst að virkjunin fái rekstrarleyfi á næstu dögum. Áætlaður kostnaður við virkjunina er 18 milljónir. Í stöðvarhúsinu er einnig rafstöð í eigu Magnúsar Kr. Guðmundssonar, sem nýtir umframvatn úr Geitá. Áætlað er að sú rafstöð geti skilað 8- 15 kW. Rafstöð Magnúsar kemur frá sömu framleiðendum og vélbúnaður Tunguvirkjunar. Tunguvirkjun gangsett Morgunblaðið/Finnur Áætlað er að Tunguvirkjun geti skilað allt að 165 kW. Tálknafjörður TOGARINN Núpur BA, sem strandaði í Patreksfirði síðla síð- asta árs, kom til Vestmannaeyja í liðinni viku en skipið var dregið til Eyja frá Akranesi. Hjá Skipalyft- unni í Eyjum mun fara fram við- gerð á skipinu sem laskaðist mikið í strandinu. Núpur var tekin í slipp á Akranesi þar sem skipið var þétt fyrir ferðina til Eyja en síðan dró Lóðsinn, skip Vestmanna- eyjahafnar, Núp til Eyja. Viðgerðin á Núpi var boðin út og var tilboð Skipalyftunnar hagstæð- ast. Að sögn Ólafs Friðrikssonar, framkvæmdastjóra Skipalyftunnar, er um stórt verk að ræða. Hann sagði að endurnýja þyrfti botn skipsins, vélbúnaður allur yrði yf- irfarinn eða endurnýjaður, allt raf- magnskerfi og töflur yrðu end- urnýjuð, íbúðir framskips yrðu endurnýjaðar og brú skipsins end- urbyggð. Áætlaður kostnaður við verkið er um 95 milljónir og ráð- gert er að því verði lokið um miðjan júní. Ólafur sagði að upphaflega hefði verið ráðgert að Núpur yrði kom- inn til Eyja 10. janúar sl. Þar sem lengri tíma tók að þétta skipið en ráðgert var dróst það. Hann sagði að verk þetta væri stórt á mæli- kvarða Skipalyftunnar og væri meginverkefni fyrirtækisins næstu mánuðina og sama gilti fyrir fyr- irtækin Geisla og Drang, sem önn- uðust rafmagnsvinnu og trésmíði í Núpi. Núpur BA dreginn til viðgerðar Vestmannaeyjar Morgunblaðið/Sigurgeir Lóðsinn kemur með Núp BA til hafnar í Eyjum. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.