Morgunblaðið - 09.02.2002, Síða 8

Morgunblaðið - 09.02.2002, Síða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Dagskrá um norrænar bókmenntir Dagskrá bæði til fróðleiks og skemmtunar HINN 1. desembersl. var tilkynntumhverjir hlotið hafa tilnefningu til bók- menntaverðlauna Norður- landaráðs 2002. Nú á mánudaginn, 11. febrúar, mun dómnefndin koma saman í Reykjavík til að skera úr um hver hlýtur verðlaunin í ár. Í tilefni þess mun Norræna húsið í samstarfi við norrænu sendikennarana við Há- skóla Íslands og íslensku dómnefndina standa fyrir dagskrá með fyrirlestrum, upplestrum og pallborðs- umræðum um norrænar bókmenntir. Nordbok styrkir þessa dagskrá. Dagný Kristjánsdóttir, prófessor við heimspeki- deild Háskóla Íslands, er í for- svari fyrir dagskrána og hún svaraði nokkrum spurningum Morgunblaðsins í vikunni. – Hverjir standa að dagskránni og hversu viðamikil verður hún? „Að dagskránni standa Nor- ræna húsið og norrænu sendi- kennararnir við Háskóla Íslands ásamt dómnefndinni til bók- menntaverðlauna Norðurlanda- ráðs.“ – Hverjar verða megináherslur dagskrárinnar? „Í dómnefndinni sitja tveir fulltrúar frá hverju Norður- landanna, reglan er að annar er bókmenntafræðingur, hinn rit- höfundur. Frá minni málsvæðun- um er einn fulltrúi. Við höfum beðið bókmenntafræðingana í nefndinni að gefa stutt yfirlit yfir það sem er merkilegast að gerast í bókmenntum hvers lands fyrir sig og rithöfundana höfum við beðið að gefa okkur stutta en góða innsýn í höfundarverk sín. Dagskráin á þannig bæði að vera til fróðleiks og skemmtunar og í lokin geta menn spurt nánar um það sem þeir vilja vita.“ – Hverjum er dagskráin ætluð? „Dagskráin er ætluð öllum áhugamönnum um bókmenntir Norðurlanda.“ – Eru einhverjir sem láta óvenjumikið að sér kveða í nor- rænum bókmenntum nú um stundir? „Nei, það held ég ekki. Ég held að það sé gífurleg fjölbreytni ríkjandi. En ef hægt er að setja niður strauma og stefnur vona ég að það verði gert í Norræna hús- inu á sunnudaginn. Dómnefndar- mennirnir eru búnir að lesa mik- ilvægustu bækur síðustu ára og ættu að geta bent á stóru línurn- ar.“ – Standa Íslendingar bærilega að vígi? „Já, ég er viss um það. Annars hefðum við ekki valið bækur Gyrðis Elíassonar og Mikaels Torfasonar, Gula húsið og Heimsins heimsk- asti pabbi. Bók Gyrðis er smásagnasafn, en bók Mikaels er skáld- saga. Auk þeirra hafa Danirnir Klaus Höeck og Ib Michael, Finnarnir Kari Aronp- uro og Ulla Lena Lundberg, Norðmennirnir Lars Saabye Christensen og Hans Herbjörns- rud, Svíarnir Eva Runefelt og Peter Kihlgaard, Færeyingurinn Tóroddur Poulsen og Grænlend- ingurinn Ole Korneliusen, verið tilnefnd til bókmenntaverð- launanna þetta árið.“ – Hvað um okkar litlu frændur, Færeyinga og Grænlendinga? „Færeyingar og Grænlending- ar þurfa ekki að leggja fram verk hvert ár en núna hafa þeir tvær fínar bækur. Færeyingar tilnefna ljóðabók eftir Thorodd Poulsen og Grænlendingar mjög athygl- isverða sögu eftir Ole Korneliu- sen. Þeir eru ekkert litlir þegar um góðbókmenntir er að ræða. – Verður eitthvað gert með út- komu dagskrárinnar, t.d. einhver útgáfa? „Dagskráin í Norræna húsinu verður flutt á Norðurlandamál- unum en útdrættir úr yfirlits- lestrunum hafa verið þýddir og liggja frammi ásamt margs konar upplýsingum. Auk þess eru bækur höfundanna til sýnis á bókasafninu og svo geta menn nálgast upplýsingar á heimasíðu Norræna hússins, www.nord- ice.is. – Dæmi um dagskrárliði? „Maria-liisa Nevala frá Finn- landi fjallar um finnskar samtíð- arbókmenntir,, Mary-Ann Backs- backa rithöfundur kynnir verk sín, Astrid Trotzig frá Svíþjóð fjallar um sænskar nútímabók- menntir, landa hennar Heidi von Born kynnir verk sín. Hans H. Skei frá Noregi greinir frá norsk- um samtímabókmenntum og landi hans, rithöfund- urinn Oskar Stein Björlykke fjallar um verk sín. Þá segja Hen- rik Wivel og May Schack frá dönskum nútímabókmenntum og Karl El- ías Olsen frá Grænlandi talar um grænlenskar samtímabókmennt- ir. Eftir hlé fjallar Soffía Auður Birgisdóttir um íslenskar sam- tíðabókmenntir og Turid Sigurð- ardóttir frá Færeyjum fjallar um færeyskar samtíðarbókmenntir. Að erindunum loknum eru hring- borðsumræður, en fundarstjóri er Sveinbjörn I. Baldvinsson.“ Dagný Kristjánsdóttir  Dagný Kristjánsdóttir fæddist á Akureyri árið 1949. Hún er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1970 og cand. mag. frá Háskóla Íslands í íslenskum bók- menntum árið 1979. Skipaður ís- lenskur lektor við háskólann í Ósló 1982–90 og síðan dr. phil. við Háskóla Íslands árið 1997 og prófessor við heimspekideildina frá árinu 2000. Maki hennar er Kristján Jóhann Jónsson, kenn- ari við Menntaskólann við Sund, og eiga þau tvo syni, Snorra, f. 1974, og Árna, f. 1983, en báðir eru þeir námsmenn. …þeir eru ekkert litlir þegar… Við hvorn gaurinn viljið þér tala, herra? Skíðaferðir Frábærar Vi bjó um bestu skí asta ina á Ítalíu. 39.900 kr. á mann Innifali›: flug og föst aukagjöld Tilbo› 16. febrúar Höfum bætt vi› aukasætum vegna mikillar a›sóknar. Nú fer hver a› ver›a sí›astur. Íslendingar ætla greinilega a› tryggja sér skí›afer› í ævint‡ralegu umhverfi í vetur. Beint leiguflug til Verona með Aukasæti vegna mikillar aðsóknar Renndu þér á tækifærið. BROTTFARAR- DAGAR: 16. febrúar 23. febrúar 2. mars ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 1 67 66 02 /2 00 2 Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 Selfossi: 482 1666 • og hjá umbo›smönnum um land allt www.urvalutsyn.is Úrval-Úts‡n Nánari uppl‡sing ar á netinu! Örfá sæti laus - Aukasæti Uppselt - bi›listi Nokkur sæti laus Snjórinn erkominn á Ítalíu. Alltaf á þriðjudögum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.