Morgunblaðið - 09.02.2002, Page 14

Morgunblaðið - 09.02.2002, Page 14
AKUREYRI 14 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sælkera kaffi og te sími 462 2900 Blómin í bænum Nýjar vörur Vor 2002 Opið í dag kl. 10–15 Akurliljan Hafnarstræti 100  Sími 462 4261 TÆKI hafa nú verið sett upp í hús- næði Stoðtækni-Gísla Ferdinands- sonar í Ólafsfirði. Þau eru keypt frá Hollandi og nú nýlega kom Tony van Oversteeg, hollenskur véltæknifræðingur, til að setja þau upp og kenna starfsmönnum á þau. Kolbeinn Gíslason, eigandi fyr- irtækisins, sagði að hægar hefði gengið að koma fyrirtækinu af stað en ætlað var. „Við viljum frekar fara hægt í sakirnar og standa við það sem við segjum og gerum, enda erum við að leggja grunn að stóru, flóknu fyrirtæki sem við vilj- um að haldi velli í harðri baráttu á markaði,“ sagði Kolbeinn. Nú eru þrjú heil störf við fyr- irtækið og gera áætlanir ráð fyrir að starfsfólki mun fjölga á næstu vikum. Kolbeinn sagði að menn myndu þó fara varlega, en raunhæft væri að störfum fjölgaði um 4–5. Einar Stefánsson bæklunarskósmiður hefur tekið til starfa hjá fyrirtæk- inu og þá mun textílhönnuður koma til starfa í næsta mánuði. Á næsta ári gera áætlanir ráð fyrir að um 20 manns starfi við fyr- irtækið. Tækin eru sérsmíðuð á Ítalíu en voru notuð í Hollandi. Þau kosta um 50–60 milljónir króna. Afkasta- geta þeirra er um 1.500 pör af bæklunarskóm á dag. Markið verð- ur til að byrja með þó ekki sett svo hátt. Í næsta mánuði mun fjár- málastjóri hjá Otto Bochum heim- sækja verksmiðjuna í Ólafsfirði, en samvinna er milli fyrirtækisins og Stoðtækni um smíði og sölu á bækl- unarskóm. Stoðtækni-Gísli Ferdinandsson í Ólafsfirði Morgunblaðið/Helgi Jónsson Tony van Oversteeg og bæklunarskósmiðurinn Einar Stefánsson. Ný tæki fyrir nær 60 milljón- ir sett upp í skóverksmiðju „SMJÖRDAGUR“ verður á Punkt- inum á mánudagskvöld, 11. febrúar, frá kl. 20 til 22. Þar gefst gestum kostur á að gæða sér á nýbökuðu brauði með mynstruðu smjöri. Tilefnið er að undanfarnar þrjár vikur hefur staðið yfir námskeið í fleygskurði þar sem nokkrir nem- endur hafa skorið út svokölluð smjörmót, en það eru mynstruð mót sem smjör er formað í og verður út- koman fagurlega skreytt smjör. Námskeið þetta er sjálfstætt fram- hald af „brauðmótanámskeiði“ þar sem nemendur skáru út brauðmót eftir fyrirmyndum frá Minjasafninu á Akureyri. Smjördagur á Punktinum JONNA opnar gluggasýningu í Samlaginu listhúsi, Lista- gilinu, Akureyri, laugardag- inn 9. febrúar kl. 14. Hún sýnir myndir unnar úr OB tíðatöppum og listmuni með glermósaíki. Jonna er út- skrifuð úr málunardeild Myndlistaskólans á Akureyri 1995. Samlagið listhús er rekið af listamönnum frá Norðurlandi. Það er opið alla virka daga nema mánudaga kl. 14–18 og laugardaga kl. 11–16. Gluggasýning í Samlaginu NÝTT einkahlutafélag á Akureyri hefur skrifað undir viljayfirlýsingu við Aco Tæknival um kaup á rekstri þjónustudeildar fyrirtækisins og verslunarinnar Office 1 við Furuvelli á Akureyri. Stefnt er að því að ganga frá kaupsamningi næstu daga og að nýir eigendur taki við um næstu mánaðamót. Eyþór Jósepsson, einn eigenda Kexsmiðjunnar, fer fyrir hópi aðila sem standa að væntanlegum kaup- um og er gert ráð fyrir að hann verði framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Eyþór sagði í samtali við Morgun- blaðið að unnið væri að fara yfir reksturinn verslunarinnar og þjón- ustudeildar. Hann sagði stefnt að því byggja þessar einingar upp og efla enn frekar. Í byrjun desember sl. var öllu starfsfólki Office 1 og þjónustudeild- ar á Akureyri, alls átta manns, sagt upp störfum með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Þar starfa nú sjö manns og sagði Eyþór að tíminn fram til mánaðamóta yrði einnig nýttur til að fara yfir starfsmanna- málin. Office 1 er í leiguhúsnæði í eigu Þyrpingar við Furuvelli og sagði Ey- þór áhuga fyrir því starfsemin yrði þar áfram til húsa. Sala á Office 1 í burðar- liðnum UPPSTLLINGARNEFND Sam- fylkingarinnar á Akureyri hefur gert tillögu um að Oktavía Jóhannesdóttir bæjarfulltrúi skipi fyrsta sætið á lista flokksins fyrir bæjarstjórnarkosning- arnar í vor. Ásgeir Magnússon, for- maður bæjarráðs, sem skipaði fyrsta sæti Akureyrarlistans fyrir síðustu kosningar, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér á listann. Ásgeir sagðist hafa tekið ákvörðun um að gefa ekki kost á sér á listann. Hann vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti en sagðist gera grein fyrir ákvörðun sinni á félagsfundi Samfylk- ingarinnar á næstunni. Oktavía skip- aði annað sæti Akureyrarlistans fyrir síðustu kosningar en eins og fram hefur komið hlaut hún flest atkvæði í skoðanakönnun Samfylkingarinnar á dögunum um röðun á lista flokksins. Hermann Tómasson framhalds- skólakennari skipar annað sæti listans samkvæmt tillögu uppstilling- arnefndar, Sigrún Stefánsdóttir skrifstofumaður þriðja sætið, Jón Ingi Cæsarsson póstfulltrúi fjórða sætið og dr. Ingi Rúnar Eðvarðsson, prófessor við HA, skipar fimmta sæt- ið. Oktavía sagði þetta vera sterkan lista sem hún vænti mikils af. Varð- andi brotthvarf Ásgeirs sagði Okt- avía: „Þetta er hans ákvörðun og við virðum hana.“ Ásgeir ekki með Samfylkingin ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ NÁMSKEIÐ Jóns Björnssonar um Jakobsveginn hefst hjá símenntun Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri næstkomandi þriðjudag, 12. febrúar, í Þingvallastræti 23. Námskeiðið er góður undirbún- ingur undir ferð á þeim slóðum sem um er fjallað. Á 12. öld varð til vegur frá Pýreneafjöllum til Santiago, en pílagrímar hvaðanæva úr Evrópu sameinuðust við upphaf þess vegar, við Roncevalles við landamæri Frakklands. Þaðan og til Santiago er 738 kílómetra leið og er hún oftast gengin á fjörutíu dögum. Á síðasta aldarfjórðungi hafa vinsældir þess- arar leiðar vaxið og fara nú þúsundir manna þessa leið ár hvert. Námskeið um Jakobsveginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.