Morgunblaðið - 09.02.2002, Síða 22

Morgunblaðið - 09.02.2002, Síða 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ármúla 21, sími 533 2020 Fagmennirnir þekkja Müpro Rörafestingar og upphengi Allar stærðir og gerðir rörafestinga og upphengja HEILSALA - SMÁSALA „AÐ halda Íslandi meðal tíu fremstu þjóða heims í lífskjörum útheimtir langtímasýn og sífellt þarf að vaka yf- ir samkeppnishæfni atvinnulífsins. Þetta er viðvarandi viðfangsefni en ekki gert í eitt skipti fyrir öll og það er miklu auðveldara að glata samkeppn- isforskoti en að vinna það aftur,“ að því er segir í drögum að skýrslu Verslunarráðs Íslands til Viðskipta- þings 2002, sem haldið verður 12. febrúar næstkomandi undir yfir- skriftinni Betur má ef duga skal. Í skýrslunni kemur fram að ef spár um hagvöxt hér á landi á næstu árum ganga eftir sé hætta á að Ísland drag- ist afturúr helstu viðmiðunarlöndum í hagvexti og þar með í lífskjörum. Skýrsla Verslunarráðs fjallar um ýmis viðfangsefni í atvinnumálum þjóðarinnar á næstu árum. Megin- markmiðið með útgáfu hennar er að benda á ýmsar fyrirsjáanlegar eða nauðsynlegar breytingar á starfsskil- yrðum íslenskra fyrirtækja. Einnig er velt upp hugmyndum um hagræð- ingu, nýsköpun og ýmislegt annað er betur má fara í atvinnulífinu að mati starfsmanna Verslunarráðs Íslands og þeirra félaga í ráðinu sem unnu að gerð skýrslunnar. Hlutfall utanríkisviðskipta verði 50% Hlutfall innflutnings vöru og þjón- ustu af landsframleiðslu og útflutn- ingshlutfall eru að mati skýrsluhöf- unda mjög góðir mælikvarðar á alþjóðavæðingu hagkerfisins. Fyrir tíu árum, þ.e. á árunum 1991 og 1992, hafi útflutningshlutfallið verið um 31% og innflutningshlutfallið um 31,5% að meðaltali fyrir þessi tvö ár. Hlutfall innflutnings af landsfram- leiðslu hafi síðan vaxið jafnt og þétt og hlutfall útflutningsins hafi aukist í svipuðum takti til ársins 1997 en lækkað á árunum 1998 til 2000, sem hafi verið ákveðin öfugþróun. Fram kemur að miklu skipti fyrir íslenskt atvinnulíf að hækka þessi hlutföll enn frekar. „Á næsta tíu ára tímabili þarf að stefna að því að þessi hlutföll verði komin vel yfir 50% af landsframleiðslu, þrátt fyrir að fyrir- séð sé að gengi krónunnar eigi eftir að hækka frá því sem nú er,“ segir í skýrslunni. Evran líklegasta hreyfiaflið Evrópumálum eru gerð ítarleg skil í skýrslu Verslunarráðs og tekið fram að aðild að Evrópusambandinu sé alltaf hugsanleg. Ekki séu þó líkur á að af aðild Íslands að ESB verði næstu árin. Innan atvinnulífsins séu skiptar skoðanir á aðild Íslands að ESB en Verslunarráð Íslands hafi ekki fjallað sérstaklega um málið síð- an sú afstaða var tekin á árinu 1994 að Ísland ætti heima í sambandinu og að rétt væri að hefja undirbúning að að- ildarumsókn. Skýrsluhöfundar telja að þróun Efnahags- og myntbanda- lags Evópusambandsins, eða evrunn- ar, verði líklegasta hreyfiaflið í um- ræðu um aðild Íslands að sambandinu á næstu árum. Smæð bankakerfisins tefur alþjóðavæðingu Í skýrslunni segir að það sé farið að há íslenskum fyrirtækjum sem ná ár- angri í alþjóðavæðingu hvað íslenskir bankar eru litlar einingar. Fyrir ís- lensk fyrirtæki sé almennt mikilvægt að hafa íslenskan heimabanka, sem sé þá leiðandi banki í viðskiptum við þau, og geti unnið með þeim á alþjóðlegum mörkuðum. Frá þessum sjónarhóli sé afar óheppilegt fyrir framgang al- þjóðavæðingar atvinnulífsins þegar samkeppnisyfirvöld leggja steina í götu sameiningar fyrirtækja og stækkun eininga á íslenska fjár- magnsmarkaðnum. Ennfremur und- irstriki þetta kosti þess að öflugur er- lendur banki komi sem fullur þátttakandi inn á markaðnum. Skattbreytingar gera Ísland að hagstæðum kosti Ítarleg umfjöllun er í skýrslu Verslunarráðsins um skattamál. Þar segir að aukin alþjóðavæðing hafi kallað fram margskonar viðfangsefni og vandamál sem snúi að skattamál- um fyrirtækja. Sérsamningar um skattamál vegna meiriháttar erlendra fjárfestinga hér á landi sýni betur en margt annað hvað íslenska skattkerf- ið hefur verið óviðbúið alþjóðavæð- ingu. Þótt helstu viðskiptalönd Ís- lendinga séu almennt komin mun lengra í að aðlaga skattkerfi sín auk- inni alþjóðavæðingu séu samt sem áð- ur mörg vandamál óleyst. Á vettvangi Evrópusambandsins hafi verið unnið mikið til þess að skilgreina vanda- málin og viðfangsefnin. Þessi vinna og sú þróun sem verði innan sambands- ins muni án efa hafa mikil áhrif á þró- un þessara mála hér á landi. Í skýrslu Verslunarráðs segir að í október 2001 hafi komið út umfangs- mikil skýrsla á vegum Framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins sem fjallar um skattlagningu fyrirtækja á Innri markaðnum. Meginviðfangs- efnið hjá Evrópusambandinu sé að tryggja að skattkerfi aðildarríkjanna séu ekki þannig uppbyggð að þau hindri framgang Innri markaðarins. Sífellt meiri áhersla sé lögð á sam- runa fyrirtækja yfir landamæri aðild- arríkjanna og starfsemi fyrirtækja í mörgum aðildarríkjum samtímis. Tekjuskattar fyrirtækja og einstak- linga séu hins vegar ekki samræmdir milli aðildarríkja og mikil andstaða sé við kröfur um samræmingu skatta innan sambandsins. Höfundar skýrslu Verslunarráðs til Viðskiptaþings segja að eftir því sem alþjóðavæðingu íslensks atvinnulífs fleygir fram muni samskonar vanda- mál og fjallað er um í skýrslu Evrópu- sambandsins verða fyrirferðarmeiri hér á landi. Ákvarðanir um slík mál, ef teknar verða og tengjast Innri markaðnum, falli undir EES-samn- inginn og gangi yfir Ísland. Sérstak- lega sé rétt að hafa í huga að dómar Evrópudómstólsins, sem túlka stofn- sáttmálann og þar sem hliðstæða er til staðar í EES-samningnum, muni hafa bein réttaráhrif hér á landi. „Almennt má segja að það er ís- lensku atvinnulífi í hag ef íslensk skattalög eru skrefinu á undan og taka á þeim vandamálum sem evr- ópsk fyrirtæki eiga við að glíma þann- ig að íslensk fyrirtæki búi ekki við hindranir í alþjóðavæðingu sinni og hagnýtingu þeirra réttinda sem EES- samningurinn færir. Með lækkun tekjuskattshlutfalls- ins í 18% og lækkun eignarskattshlut- fallsins í 0,6% er verið að stíga stórt skref í að lækka virkan skatt á af- rakstur af atvinnustarfsemi. Þetta þýðir að Ísland verður raunverulega hagstæður kostur fyrir staðsetningu hvers konar atvinnustarfsemi, og ef jafnframt er gert átak í að gera skattalögin alþjóðavæn að öðru leyti er hægt að ná ennþá betri árangri,“ segir í drögum að skýrslu Verslunar- ráðs Íslands til Viðskiptaþings 2002. Drög að skýrslu Verslunarráðs Íslands til Viðskiptaþings 2002 Samkeppnis- hæfni er viðvarandi viðfangsefni ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hf. tapaði 87 milljónum króna á síð- asta ári. Árið áður hafði tap þess verið 779 milljónir króna og var af- komubatinn 693 milljónir króna. Hagnaður ÚA fyrir afskriftir var 1,7 milljarðar króna, eins og sjá má í meðfylgjandi töflu, og batnaði um 836 milljónir milli ára. Þegar tekið hefur verið tillit til taps af sölu eigna nam framlegðarhlutfallið, þ.e. hlutfall hagnaðar fyrir afskriftir af tekjum, 28% í fyrra en 18% árið 2000. Fjármunaliðir versnuðu um 227 milljónir króna milli ára og voru neikvæðir um 914 milljónir króna, en nær allar skuldir ÚA eru í er- lendri mynt. Þegar þróun milli árs- fjórðunga er skoðuð sést að á síð- asta fjórðungi ársins voru fjármagnsliðir jákvæðir um 19 milljónir króna eftir að hafa verið neikvæðir fyrstu þrjá fjórðunga ársins, mest í öðrum fjórðungi eða um tæpar sex hundruð milljónir króna. Mikil aukning veltufjár frá rekstri Veltufé frá rekstri jókst um 128% og nam 1,3 milljörðum króna í fyrra og handbært fé jókst um einn millj- arð milli ára, var tæpar 200 millj- ónir króna í árslok 2000 en tæpir 1,2 milljarðar króna um síðustu ára- mót. Veltufjárhlutfall hækkaði úr 1,61 í 2,07. Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri ÚA, segir að allir þættir í rekstri félagsins hafi verið í góðu jafnvægi á liðnu ári og það sem af sé þessu ári. Í rekstrinum sé mikil fjármunamyndun og ytri að- stæður óvenju góðar, bæði hvað varði markaði fyrir afurðir félagsins og gengi gjaldmiðla. Hann tekur þó fram að tiltölulega litlar breytingar á þessum þáttum geti haft mikil áhrif á reksturinn. Guðbrandur segir að gert sé ráð fyrir að hagnaður ÚA fyrir afskrift- ir og veltufé frá rekstri muni halda áfram að aukast. Félagið líti svo á að vaxtarsvið þess séu fjögur: Í fyrsta lagi sameining við önnur fé- lög og aukin samvinna innanlands, í öðru lagi verkefni á sviði líftækni, í þriðja lagi aukin þátttaka í fiskeldi og í fjórða lagi verkefni erlendis. Í fréttatilkynningu ÚA segir að stjórn félagsins muni á aðalfundi þess 26. þessa mánaðar leggja til 12% arðgreiðslu til hluthafa vegna ársins 2001. #  #, #  ,. / &# &0        &# &       ,/   1   #           1 &' #      2  &' & / #   &,/  & 2  &,/  & !1 &,.   &                      34567 8469:   9;6  <=8 !! ;   ! 54=7: 34:9=  373 579> =7= 879 !" " " " !" " " " " " " " "  "          #  $ % % $ % % $ % %     #           #    ÚA tapar 87 milljónum króna ÍSLENSKI hugbúnaðarsjóðurinn hf., ÍSHUG, var rekinn með 1.589 milljóna króna tapi í fyrra, en tap ársins 2000 var 21 milljón króna. Óinnleyst gengistap nam 1.464 milljónum króna í fyrra og var inn- leyst tap ársins því 125 milljónir króna. Eignir drógust saman um 38% og voru um áramótin 1,5 millj- arðar króna og eiginfjárhlutfall lækkaði úr 97% í 79% milli ára. Greitt að hálfu með hlutum í upplýsingatæknifyrirtækjum Landsbankinn Fjárfesting hf., dótturfélag Landsbanka Íslands, og ÍSHUG hafa gert með sér sam- komulag um fjárfestingu Lands- bankans Fjárfestingar í ÍSHUG fyrir um 126 milljónir króna. Frá þessu var greint í tilkynningu frá félögunum í gær. Greiðsla Lands- bankans Fjárfestingar verður með tvennum hætti og að sögn Davíðs Björnssonar, framkvæmdastjóra félagsins, skiptist hún til helminga, annars vegar með eignarhlutum í 7 upplýsingatæknifyrirtækjum, og hins vegar með peningum. Samningurinn er gerður með fyrirvara um kostgæfnisathugun og staðfestingu hluthafafundar ÍS- HUG. Í tilkynningu félaganna seg- ir að nánar verði greint frá skil- málum samningsins síðar. Samningurinn er gerður í kjölfar sams konar samnings ÍSHUG við Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins, sem kynntur var í desember. Stjórnir Nýsköpunarsjóðs, Lands- bankans Fjárfestingar og ÍSHUG hafa nú staðfest viðkomandi samn- inga og verða þeir kynntir á aðal- fundi ÍSHUG, sem haldinn verður 1. mars. Síðasta lokaverð hlutabréfa ÍS- HUG á Verðbréfaþingi Íslands var 1,80, sem er 2,9% hærra en í árslok 2001. Gengið lækkaði um 77% frá upphafi til loka árs 2001. Hæst hef- ur gengi ÍSHUG verið 18,95, í apríl 2000. Lands- bankinn kaupir í ÍSHUG ÍSHUG tapaði 1,6 milljörðum króna í fyrra SAMNINGAR milli Delta hf. og eiganda danska samheitalyfjafyrirtækisins United Nordic Pharma, UNP, um kaup fyrrnefnda félagsins á hinu síðarnefnda eru á lokastigi, að því er fram kemur í tilkynningu Delta til Verðbréfaþings í gær. Samningurinn er gerður með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar auk annarra tæknilegra fyrirvara sem stefnt er að því að ljúka fyrir lok marsmánaðar. Gert er ráð fyrir að Delta muni greiða um 300 milljónir króna fyrir UNP, auk helmings hagnaðar fyrir afskriftir í þrjú ár. Sú viðbót verði þó að hámarki 417 milljónir króna. Í tilkynningunni segir að UNP sé markaðsfyrirtæki sem starfað hafi á dönskum lyfjamarkaði frá árinu 1990. Fyrirtækið hafi keypt lyf frá ýmsum fram- leiðendum samheitalyfja, þar á meðal Delta, og selji undir eigin merkjum til lyfjabúða. Það hafi tryggt sér markaðsleyfi og sölu í Danmörku fyrir fjölda nýrra samheitalyfja og gert sé ráð fyrir að í ár muni það setja um 20 ný lyf á markað þar í landi. Velta UNP var um 240 milljónir króna í fyrra og áætlanir gera ráð fyrir að hún verði yfir 600 millj- ónir króna í ár og að hagnaður verði yfir 100 millj- ónir króna. Hlutabréf í Delta hækkuðu í gær í 69 krónur, eða um 4,5%, í 181 milljónar króna viðskiptum. Frá áramótum hafa bréfin hækkað um 61%. Delta hyggst kaupa danskt lyfjafyrirtæki Hlutabréf félagsins hafa hækkað um 61% frá áramótum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.