Morgunblaðið - 09.02.2002, Page 23

Morgunblaðið - 09.02.2002, Page 23
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2002 23 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S BL O 16 72 5 02 /2 00 2 fimmtudag til sunnudags Reykjavík sími 580 0500 Selfossi sími 480 0800 www.blomaval.is Útsölu lok 20% af 20 pottaplöntutegundum aukaafsláttur að kröfur samkvæmt nauðasamn- ingum Ako/Plastos hafi átt að greiða í þrennu lagi. Fyrsti gjald- dagi hafi verið sl. haust og við hann hafi verið staðið en ekki hafi verið gengið frá annarri og þriðju greiðslu, sem áttu að vera rétt fyr- ir áramót og nú í febrúar. „Við höfum verið að bíða eftir úrlausn ákveðinna mála fyrir norðan, sem geta ráðið því hvort fyrirtækið verður gjaldþrota eða ekki. Það er PLASTFRAMLEIÐANDINN Ako/Plastos hefur ekki greitt kröf- ur lánardrottna sinna eins og um var samið fyrir ári síðan þegar fyr- irtækið leitaði nauðasamninga við stærri kröfuhafa sína um greiðslu 25% krafna. Sagt var frá því í Morgunblaðinu á dögunum að kröfurnar væru þegar greiddar en svo er ekki. Ako/Plastos hefur lengi átt í verulegum fjárhagserf- iðleikum og fyrir ári fékk fyrir- tækið heimild til að leita nauða- samninga við kröfuhafa sína. Samið var um að fyrirtækið greiddi að fullu kröfur sem námu allt að 100 þúsund en fjórðung stærri krafna. Sigurður Bragi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Plastprents, sem er meirihluta eigandi Ako/ Plastos síðan síðla árs 2000, segir alveg ljóst að Ako/Plastos hefur ekki það fé sem þarf til að borga aðra og þriðju greiðslu nauða- samninganna og Plastprent hefur hikað við að taka við og greiða þessar greiðslur meðan allt er í óvissu með fyrirtækið. Við viljum ekki greiða nauðasamninga fyrir- tækisins upp á 60-70 milljónir ef við þurfum að lýsa það gjaldþrota daginn eftir.“ Sigurður Bragi segist hafa reynt að leita svara hjá þriðja aðila sem hafi líf Ako/Plastos í hendi sér. „Við erum búin að reyna eins og við mögulega getum til að forða fyrirtækinu frá gjaldþroti. Eigið fé þess var neikvætt um 250 milljónir fyrir ári og félagið var að tapa 20 milljónum á mánuði. Nú er eigið fé neikvætt um tæpar 100 milljónir. Þetta eru ennþá miklar tölur en hafa þó minnkað mikið. Plastprent ætlar ekki að leggja slíkar upp- hæðir inn í félagið ef hætta er á því að það verði keyrt í þrot nokkrum dögum seinna,“ segir hann. Sigurður Bragi segir að enn sé stefnt að því að greiða samkvæmt nauðasamningunum að fullu og vonar að þannig verði málið til lykta leitt. Hann segist ennfremur hafa fullan skilning á því að kröfuhafar séu farnir að ókyrrast enda viti hann til þess að nauðasamning- arnir hafi komið illa við marga þeirra. „Þó er ljóst að ef við hefð- um ekki farið þarna inn hefði allt tapast. Þetta var því skásti kost- urinn. Þegar við komum að félag- inu var það gjörsamlega gjald- þrota. Nauðasamningarnir voru liður í að reyna að bjarga því sem bjargað yrði.“ Ako/Plastos hefur ekki greitt kröfur ● SAMHERJI hf. keypti í gær hluta- bréf í Síldarvinnslunni hf. að nafn- virði 130,6 milljónir króna á genginu 5,5 eða fyrir ríflega 718 milljónir króna. Um er að ræða 11, 87% hlut í Síldarvinnslunni. Fyrir átti Samherji ekki beinan hlut í Síldarvinnslunni en dótturfélag Samherja, Snæfugl ehf., á 20% eignarhlut. Eignarhlutur Sam- herja og dótturfélaga í Síldarvinnsl- unni er þar með 31,87%. Samherji hf. keypti í gær 9,48% hlut í Síld- arvinnslunni af Lífeyrissjóði Norður- lands sem þá hefur selt allan hlut sinn í fyrirtækinu. Í gær var einnig til- kynnt um að Samherji hefur selt eig- in bréf að nafnvirði 29,5 milljónir króna á genginu 11,6 eða fyrir 342 milljónir króna til að fjármagna kaup- in á hlutnum í Síldarvinnslunni. Sam- herji á eftir viðskiptin eigin bréf fyrir um 21,5 milljónir króna að nafnvirði. Samherji og Síldarvinnslan hafa að undanförnu tekið upp og aukið samstarf sín á milli, svo sem í sölu- málum uppsjávarafurða og í fjárfest- ingum í fiskeldi. Þorsteinn Már Bald- vinsson, forstjóri Samherja hf., er einnig stjórnarmaður í Síldarvinnsl- unni. Hann segir að með kaupunum sé Samherji einungis að kaupa sér hlut í traustu fyrirtæki en fyrirtækin hafi átt ágætt samstarf á undan- förnum árum. Samherji kaupir 11,87% hlut í Síldarvinnslunni ● SAMNINGUR um kaup Kaupþings á 96,872% hlut í sænska verðbréfa- fyrirtækinu Aragon Holding var und- irritaður í Stokkhólmi í gær. Í frétta- tilkynningu kemur fram að Kaupþing stefnir með samningnum að því að eignast allt hlutafé í Aragon fyrir 230 milljónir sænskra króna, sem jafn- gildir um 2,2 milljörðum íslenskra króna. Eigið fé Aragon í árslok 2001 er áætlað jafnvirði rúmlega 1,7 millj- arða íslenskra króna og áætlað tap fyrirtækins nam í fyrra 220 milljónum króna. Aragon verður rekið sem sjálf- stætt dótturfélag Kaupþings. Aragon er meðalstórt verðbréfafyr- irtæki á sænska vísu. Verðmæti eigna í stýringu var um 60 milljarðar íslenskra króna í árslok 2001. Hlut- deild Aragon á síðasta ári í við- skiptum í Kauphöllinni í Stokkhólmi var 2,6%. Samtals starfa hjá Kaup- þingi og dótturfélögum þess um 500 manns í sjö löndum. Í tilkynningu Kaupþings kemur fram að í kjölfar kaupanna á Aragon muni félagið kanna kosti skráningar bréfa þess í kauphöllinni í Stokk- hólmi, samhliða skráningu á VÞÍ. Kaupþing undirritar kaup á Aragon ● FARÞEGUM í millilandaflugi Flug- leiða fækkaði um 5,1% á árinu 2001. Farþegum á leið til og frá Ís- landi fækkaði um 3,1% og var 7,4% fækkun farþega á leið um Ísland yfir Norður-Atlantshafið á síðasta ári samanborið við árið 2000. Sætanýting versnaði um 1%, var 71,4% á árinu 2001 samanborið við 72,4% árið á undan. Á árinu 2001 nam samdráttur í farþegafjölda Flugfélags Íslands 15,9% samanborið við árið 2000 og fraktflutningar hjá Flugleiðum-Frakt drógust saman um 6,2% á milli ára. 5,1% fækkun hjá Flugleiðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.