Morgunblaðið - 09.02.2002, Síða 28

Morgunblaðið - 09.02.2002, Síða 28
LISTIR 28 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ENDALOK útópíu er yfirskrift málþings Ritsins, tímarits Hugvísindastofnunar, sem hefst í Odda, stofu 101, í dag kl. 13. Sjö erindi verða flutt á málþinginu. Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri: Mitt á milli vonar og ótta; Vilhjálmur Árnason, pró- fessor í heimspeki: Í leit að betra lífi; Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur: Vara- hlutir fyrir útópíur: eða, af var- úlfum og príum; Árni Berg- mann bókmenntafræðingur: Þrengt að voninni; Bryndís Valsdóttir heimspekingur: Klónun manna: Veröld ný og góð eða heimur á heljarþröm?; Jón Ólafsson heimspekingur: Endir útópíu; og Gottskálk Jensson fornfræðingur: Fram- tíðarmöguleikar fagurrar for- tíðar: Antígóna í Reykjavík 1969 og 2000. Málþing Rits- ins í Odda Ingibjörg Miðasala er í síma 595 7999 og 800 6434 á milli kl. 9 og 17 virka daga og á slóðinni www.midasala.is, en einnig má leggja inn pantanir á símsvara 551 5677. „Winterreise“ „Vetrarferðin“ eftir Franz Schubert á Sunnudags-matinée 10. febrúar kl. 16.00 Hans Zomer, bassa-barítón Gerrit Schuil, píanóleikari Hús málarans Myndlistarsýningin Rautt verður opnuð kl. 16. Myndlist- arkonurnar sem eiga verk á sýning- unni eru nemar við LHÍ. Þær eru Guðrún Elva Jónsdóttir, Dagný Reykjalín, Sesselja Thorberg Sig- urðardóttir, Valgerður Jónasdóttir, Sandra María Sigurðardóttir, Sól- veig Rolfsdóttir, Sif Guðmunds- dóttir, Valgerður Einarsdóttir og Eidís Anna Björnsdóttir. Sýning- arstjóri er Sesselja Thorberg Sig- urðardóttir. Sýningunni lýkur 2. mars. Galleri Voss, Noregi Samsýning Ís- lendinga og Norðmanna verður opn- uð í dag. Egil Røed frá Bergen dvaldi í gestavinnustofu Hafn- arborgar fyrir nokkru og hafði í framhaldi af dvöl sinni sýningu í Hafnarborg í Hafnarfirði. Nú ætlar hann að sýna myndir með mótífum frá Íslandi í Galleri Voss og hefur fengið til liðs við sig myndlist- armenn frá Íslandi. Á sýningunni verða verk eftir leirlistakonurnar í Meistara Jakob, galleríi á Skóla- vörðustíg. Landssímahúsið v. Sölvhólsgötu Nemendur á þriðja ári leiklist- ardeildar og öðru ári myndlist- ardeildar LHÍ sýna afrakstur nám- skeiðsins Yfir landamærin kl. 16–18. Í DAG HALLVEIG Thorlacius var á ferð í Flórída með brúðuleik sinn, Sögusvuntuna, í síðustu viku. Skemmti hún fjölda barna og full- orðinna í nokkr- um skólum á Miami/Fort Lauderdale- svæðinu og end- aði síðan með sýningu í einni af bókaverzlun- um Barnes & Noble á föstu- dagskvöldið. Var alls staðar gerð- ur góður rómur að þessari rammíslenzku brúðu- leiksýningu þar sem Grýla leikur eitt aðalhlutverkið. Var listakon- unni klappað lof í lófa. Á undanförnum árum hefur Hallveig ferðast með brúðuleik sinn víða um Bandaríkin og Kan- ada á vegum Landafundanefndar, en þetta er fyrsta ferð hennar til Flórída. Í þetta sinn voru það for- sætisráðuneytið, Flugleiðir og nokkur fyrirtæki í eigu Íslendinga í Flórída sem hjálpuðust að við að fjármagna þessa heimsókn. Sögusvuntan í Flórída Hallveig Thorlacius Í BORGARLEIKHÚSINU verður í dag slegið met í fjölda leiksýninga á einum degi, en leiknar verða fimm sýningar. Á stóra sviðinu verður Blíðfinnur kl. 14 og með Vífið í lúk- unum um kvöldið. Á nýja sviðinu er Beðið eftir Godot. Píkusögur á þriðju hæðinni og Gesturinn á litla sviðinu. Samtals er gert ráð fyrir um 1.500 gestum í leikhúsið í dag. Fimm leiksýningar á einum degi ♦ ♦ ♦ GUÐMUNDUR Tjörvi Guðmunds- son opnar sýninguna Hrafnaþing í Galleríi Skugga við Hverfisgötu í dag, laugardag, kl. 18. Þar sýnir hann ljósmyndir teknar af hröfnum í Mosfellsbæ, Esju, Ing- ólfsfjalli og á hrafnaþingum víðsveg- ar um landið. Tjörvi sýnir á jarðhæð og í kjallara Skugga, en í baksal sýn- ir hann myndbandsverk, sem tekið var á Super 8mm filmu. Allar mynd- irnar eru teknar á tímabilinu janúar til október 2001. Á Hrafnaþingi sínu leitast Guð- mundur Tjörvi við að henda reiður á þeim birtingarmyndum sem hrafn- inn tekur á sig í vitund okkar og set- ur fram eigin túlkun á sögu og fortíð hrafnsins í íslenskum sagnaarfi. Um sýninguna segir hann m.a.: „Ég tel fyrir bestu að láta myndirnar end- urspegla túlkun mína á hrafninum og þeirri óendanlegu fornu visku sem leynist í augasteini hans.“ Í Klefa hefur Guðmundur Tjörvi boðið Guðbjörgu Hlín Guðmunds- dóttur að sýna þrjú olíumálverk sem veita innsýn í samskipti manns og hrafns. Hún er nemandi á listabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Sýningin stendur til 24. febrúar og er Gallerí Skuggi opið frá kl. 13–17 alla daga nema mánudaga. Ein ljósmynda Guðmundar Tjörva Guðmundssonar. Hrafnaþing í Galleríi Skugga ÞAÐ er óhætt að segja að stemm- ingin sem skapaðist í Háteigskirkju, á tónleikum þeirra Mörtu Guðrúnar Halldórsdóttur sópransöngkonu og Snorra Arnar Snorrasonar lútuleik- ara, hafi verið nokkuð sérstæð. Það leyfist því sem næst að segja að hún hafi verið heimilisleg fyrir þær sakir, að á milli laganna sagði Marta Guð- rún frá textainnihaldi þeirra og einnig það að hún söng öll lögin sitjandi. Þetta fyrirkomulag er skemmtilegt, persónulegt og brýtur upp hið hefð- bundna tónleikaform sem oft á tíðum er frekar óhagganlegt. Það kallar hins vegar á meiri nálægð við áheyr- endur og gæti því fallið betur að minni kirkjum og tónleikasölum. Fyrri hluti efnisskárinnar var að mestu helgaður ítölskum sönglögum endurreisnar og textar þeirra ljúfsár barlómur um ástina. Aríurnar voru margar hverjar mjög fallegar og þó keimlíkar. Helst ber þar að nefna O mia Filli gradita eftir óþekkt tón- skáld, sem er tregafull aría; hina glæsilegu júbelaríu O bella pípíu, einnig eftir óþekkt tónskáld, og Am- arilli mia bella eftir Giulio Caccini. Sú aría er kannski ein af kunnuglegri ar- íum frá endurreisnartímanum, og þá fyrir þær sakir að vera mikið sungin af söngnemendum hér á landi. Það var því mikill fengur í að heyra hana hér sungna í vel fluttri og skemmti- lega skreyttri barrokkútfærslu. Þar á milli flutti Snorri Örn sóló- stykki fyrir teorbu, eftir Robert de Visée, og gerði nokkuð vel, þótt ekki hafi það náð flugi í hæstu hæðir. Það má segja að hljómburður Háteigs- kirkju, sem er mjög góður fyrir söng og kirkjunnar hljóðfæri, sé ekki eins heppilegur fyrir hljómlítið hljóðfæri eins og teorbu þar sem hraðar skreyt- inótur skiluðu sér ekki sem bæri. Teorba er lútuættar en er hljóm- meiri, stærri og hefur dýpra raddsvið en lútan. Teorban sem Snorri lék á hefur fjórtán strengi og til viðbótar koma yfirliggjandi bassastrengir. Þetta hljóðfæri átti sinn blómatíma á endurreisninni og fram í pólýfóníu í barrokkinu. Eftir hlé var meðleikur og einleikur Snorra á gítar, sem er eftirgerð 19. aldar hljóðfæris sem nú er á safni í Basel í Sviss. Fimm stutt sönglög eft- ir ítalska söngvarann og gítarleikar- ann Mauro Giuliani voru þar á dag- skrá og fjölluðu enn um vonleysi ástarinnar. Stef og tilbrigði við Mal- borough fyrir gítar sóló eftir Fern- ando Sor voru vel leikin og sannfær- andi. Samt væri ekki óvarlegt að ætla að kirkjuskipið hafi gleypt mikið af þeim dýnamísku breytingum sem væru tilhlýðilegar og nútímagítar hefði getað magnað upp við þessar að- stæður. Tvær aríur eftir Mozart, Vedrai carino og Batti, batti O, bel Masetto, í umritunum Fernando Sor voru ágæt- lega fluttar en það hefði væntanlega aukið á leikræn tilþrif þeirra hefði Marta flutt þær standandi. Að lokum voru fimm stutt sönglög eftir F. Sor, eins konar áminningar um lífið og tilveruna, glæsilega flutt. Góð tilfinning fyrir stíl sýndi sig í fáguðum söng Mörtu Guðrúnar í ar- íunum frá endurreisnartímanum. Hæfileg notkun á flúri og rúbatói bar einnig kunnáttunni vitni. Í þessu sam- hengi voru sönglög rómantíkurinnar eftir Giuliani ekki jafn sannfærandi og texti átti til að vera ógreinilegur á efsta raddsviðinu. Meðleikur Snorra Arnar var grandvar og kollektífur, féll nokkuð í skugga ójafnvægis söng- raddar við teorbu og gítar en smekk- vís og vel útfærður þess utan. Ljúfsár barlómur Morgunblaðið/Árni Sæberg Snorri Örn Snorrason og Marta Guðrún Halldórsdóttir. TÓNLIST Háteigskirkja Marta Guðrún Halldórsdóttir, sópran, og Snorri Örn Snorrason, teorba og gítar, fluttu verk eftir: Caccini, Giuliani, Mozart og Fernando Sor. Þriðjudaginn 5. febrúar kl. 20. SÖNGUR, GÍTAR, TEORBA Kári Þormar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.